Morgunblaðið - 30.12.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.12.1934, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 30. des. 1934. MORGUNBLAÐIÐ FiávmálastEfna itieiri hlu(an§ á Alþingi og aíslaða fraiKiileiðslunnar. íEftir lón Pálmason, alþingismann. Niðurl. Tekjuhallalaus fjárlög. Á undanförnum árum hefir 'þeirri kenningu verið haldið mjög á lofti hjer á landi jafn- -vel pf öllum flokkum, að það væri ein öruggasta sönnunin um góða fjármálastjórn að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög. Þessu hefir núverandi fjármálaráð- herra eðlilega haldið fast fram nú á þessu þingi og til að full- nægja þeirri kröfu hans, þá hafa liðsmennirnir verið ótrauð- ir í því að samþykkja hver lög- in á fætur öðrum um hækkaða :.skatta og tolla og nýjar einka- ;sölur til tekjuöflunar. Mun alt sþetta eftir horfum sópa í ríkis- ísjóðinn hátt upp í 2 miljónir króna. Yfirleitt hafa Sjálfstæð- ismenn staðið þvert á móti þess- um sjerkennilegu bjargráðum <og hlotið mikið ámæli fyrir frá .stjórnarliðum. Fyrir þessu hafa <qí til vill legið mismunandi hug- myndir meðal manna, en frá mjer er það fyrst að segja, að jeg tel þessa kenningu um tekju : hallalaus fjárlög sem undir- stöðu góðrar fjármálastjórnar 'hina herfilegustu villukenningu og ber margt til eins og nú horfir við. í fyrsta lagi er á það að minnast, að fjárlög eru - og hafa verið skoðuð sem áætl- un, og hvert sú áætlun er með halla eða hallalaus fer ekki síst eftir því hve vandlega hún er gerð og í hve miklu samræmi við veruleikann. Undanfarið hefir áætlunin reynst herfilega illa og hefir gefið fjármálaviti eða vandvirkni viðkomandi manna raunverulega ljótan vitnisburð. Að tala um hallalausan lands reikning í þessu sambandi er því rjettara, en nær þó hvergi nærri því takmarki að sanna góða fjárstjórn ríkisins. Hækk- un á sköttum og tollum og auk- in ríkisverslun er því aðeins rjettmæt leið, að framleiðsla landsmanna þoli viðbót, því að á hana kemur þetta fyr eða síðar. Nú tel jeg fyrir löngu komið langt yfir þau takmörk, a.ð útgjöldin á framleiðendum til opinberra þarfa megi hækka þarf því til sönnunar í ekkert annað að vitna en það sem hjer að framan er sagt. Að halda gjöldunum sem rík- ið greiðir í skefjum og þrýsta þeim sem allra mest niður er því annar aðal-þátturinn sem : getur sannað góða fjármála- stjórn. Þar stefna núverandi valdhafar öfuga leið. Þetta gild ír þó fyrst og fremst um öll þau gjöld sem látin eru af hendi til ; að starfrækja ríkisbúskapinn og setja í umbótaverk sem auka lífsþægindi almennings, en eru að öðru leyti annað hvort óarð- berandi, eða verka eigi sem beinn stuðning við framleiðsl- i una í landinu. Þennan hluta rík- . isútgjaldanna er aldrei heimilt fyrir heiðarlega fjármálamenn, að hafa hærri en svo, að hæfi- legar skatta og tolltekjur greiði slíkt að fullu á ári hverju. Fyr- ir þeim augljósa sannleika virð- ast augu manna hafa verið næsta sljó um langan tíma, þó nú virðist ganga svefni næst hjá þeim sem völdin hafa. Atvinnuvegirnir verða að bera sig. Annar hluti þeirra gjalda sem ríkisvaldið veyður að greiða er annarar tegundar og það eru bein framlög til stuðn- ings framleiðslunni, til þess að hún beri sig, til þess að hún aukist við hæfi fjölgandi þjóð- ar, og til þess að allir vinnandi menn í' landinu geti bjargað sjer sjálfir með því að vinna nytsamleg verk. Þörfin fyrir útgjöld þessarar tegundar er mismunandi rík eftir því hvem- ig ástandið er. Þegar það er lakast er þörfin mest og þá eru jafnframt minstar líkur til að vit sje í, að ætla sjer að taka öll slík gjöld með sköttum á sama tíma. Það verkar beinlínis til að sökkva öllu í fenið. Nátt- úrlega er gott að unt sje að greiða sem mest af slíku með hæfilegum skatta- og tolltekj- um jafnharðan, en sje það eigi unt á þann hátt, þá verður að taka fje að láni sje lánstraustið ekki glatað. Nú eru okkar at- vinnuvegir í því ástandi að framleiðslan ber sig ekki. Valda því ýmsar orsakir, en sú er við- ráðanlegust af innlendum mönn um sem felst í of háum tilkostn aði. Of háu kaupgjaldi, of há- um opinberum gjöldum og of miklum lífskröfum. Alt þetta hefir verið aukið úr hófi fram á undanförnum árum og því er komið sem komið er. Nú gerir hið opinbera vald ríka og áber- andi tilraun til að auka alla þessa kostnaðarliði og stefnir þar með öllum í fullkomið strand. Hjer á þessu þingi hefir með- al annars oft og mörgum sinn- um verið á það minst, að ekki væri fje til að bjarga sjávar- útveginum. Mörg fjarstæða hef- ir verið sögð en engin meiri. Ekkert annað en glatað láns- traust getur rjettlætt það, að gera ekki rjettmætar ráðstaf- anir til að framleiðslan til lands ! og sjávar geti haldið áfram og verið rekin hallalaust. Þar á veltur öll fjármála velgengni þjóðarinnar. Sömu mennirnir sem ákveða meðal annars: að byggja skóla upp á nýtt. fyrir tugi þúsunda, að greiða marga tugi jafnvel hundruð þúsunda til allskonar persónulegra styrkja, að hækka gífurlega framlög til ótilgreindra atvinnu bóta, að hækka að stórum mun framlög til vegalagninga, síma, brúa o. s. frv. Þeir ætla áfram að taka fast að miljón á ári í útflutningsgjald af hrynjandi útgerð, þeir segjast ekkert fje hafa til að hjálpa útgerðinni, þeir hafa ekki fje til að koma í veg fyrir að sveitirnar tæmist enn meir af vinnandi fólki, þeir hafa ekki fje til bráðnauðsyn- legra hafnarbóta til að skapa skilyrði fyrir fjölgandi fram- leiðendur, þeir hafa ekki fje til að koma upp nýjum sveitabýl- um til að ungt fólk geti þar bjargað sjer sjálft í stað þess að fara til viðbótar í atvinnuvand- ræði hinna stærri kaupstaða. —- Alt stefnir í þessum efnum á öfuga leið og undarlegt má það heita ef engir þeir sem nú skipa meiri hluta þings sjá hjer nokk- ur missmíði á. Þetta er undar- legt af því að margir þeirra eru greindir menn að eðlisfari og má mikið vera ef svo gengur að eitri þrungið pólitískt and- rúmsloft verður lengi svo þykt að ekkert ljós fæí að njóta sín. Skuldír. I upphafi þessa máls vjek jeg nokkuð að skuldasúpa ríkis og þjóðar. Þær summur eru geypilegar og eitt höfuð- vandamál í öllu fjelagslífi lands manna. Með öllu þessu lánsfje hefir á undanförnum árum ver- ið haldið uppi hreinni fjármála spilaborg hjer í landi. Lífs-kröf- urnar hafa aukist úr hófi fram og á þeirri leið stefnir enn ekki í betra horf. — Lánsfjeð hefir víða verið illa notað, en hvergi eins og hjá því opinbera valdi. Á því eiga allir flokkar nokkra sök, en sá þó langmesta, sem nú hefir lengst með völdin farið. Hvernig allar þær skuldir verða greiddar er ósjeð, en síst er þess von með þeirri fjármála stefnu sem nú er rekin. Frá mínu sjónarmiði er leiðin að- eins ein og hún liggur meðfram þessum merkjasteinum: 1. Framleiðendur til lands og sjávar verða að fjölga að stór- um mun. 2. Tilkostnaðinn við fram- leiðsluna verður að minka svo sem frekast er unt. 3. Fjölbreytni í framleiðslu og framleiðsluaðferðum verður að aukast. 4. Sölu framleiðslunnar verð- ur að tryggja eftir því sem kost- ur er. 5. Atvinnuleysi verður að út- rýma með því að lækka kaup- gjald svo hægt sje að stórum mun að fjölga vinnudögum og tryggja það, að sem allra flestir verkamenn geti að einhverju J.eyti orðið sjálfstæðir framleið- endur, er lifi að meira eða minna leyti á eigin framleiðslu. 6. Að því ber að vinna til hins ítrasta að þjóðin öll lifi sem allra mest að unt er á eigin framleiðslu. Til að koma þessu í kring þarf mikið starf mikla festu og algera stefnubreytingu í fjár- málaháttum frá því sem nú er, og það getur þurft að taka ný lán ef lánstraustið er ekki á för- um. Því aðeins ætti þó að vera leyfilegt að ganga á þá leið, að fyrst væri fullnægt þeirri kröfu sem nú er brotið þvert í gegn, að knýja ónauðsynleg útgjöld niður seip mest. Verði það ekki gert, þá koma nýjar lántökur til nauðsynlegra hluta að því einu gagni að fresta en ekki afstýra því hruni, eða strandi sem fjármálastefna meirihluta þings hlýtur að leiða til. Afur'ðasalan og aukn- ing framleiðslunnar. Núverandi valdhafar hrósa sjer mjög fyrir aðgerðir í af- urðasölumálum og skal því eigi neitað, að þeir hafa sýnt nokkra viðleitni til að gera þar breyt- ingar á frá því sem verið hefir. Hvernig þær breytingar gefast í reyndinni er þó mjög óvíst um, en óskandi væri, að til um- bóta yrði. Þessar aðgerðir eru eins og kunnugt er annars veg- ar lög um sölu á kjöti og mjólk, hins vegar lög um sölu á síld og fiski. Sá mikli munur er á þess- um tveim tegundum laga, að annað fjallar um sölu innan lands, hitt um sölu á erlendum markaði. Að það reynist nú til hagsbóta, að setja einkasölu á fisk og einkasölu á síld, munu allir þeir sem best þekkja þá hluti telja hreina villu. Reynsl- an á því sviði er svo herfileg, að það virðist þurfa all-mikla dii*fsku til að stefna aftur á þá leið. Lögin um sölu á kjöti og mjólk eru alt annars eðlis, enda í grundvallaratriðum sett að vilja allra þingflokka. Þau grundvallaratriði eru í báðum greinum meiri og tryggari verkaskifting meðal framleið- enda um rjetta hagnýtingu inn- lendra markaðs möguleika og tilraun til minkandi kostnaðar við dreifingu og sölu á þessum vörum. Þetta hvort tveggja mið- ar í rjetta átt frá allra sjónar- miði án alls tillits til flokks- ágreinings. Hins vegar er all- mikill ágreiningur um þá hlið þessara mála hvort eigi sje ait- of langt gengið með þessari lög- gjöf í þá átt, að takmarka fje- Iagsfrelsi og knýja einstakling- ana undir hið opinbera vald. Veltur þar mjög á framkvæmd inni og verður reynslan að skera úr um það hvernig gefst. Um hitt eru og ærið skiftar skoðanir hvort meiri áherslu beri að leggja á mikla sölu, eða hátt verð, því á þessu sviði sem öðr- um í viðskiftalífi nútímans er ótvíræður sá sannleiki, að því lægra sem verðið er, því meiri er salan og því hærra sem verð- ið er, því minni er salan. Veltur á miklu að hitta rjetta leið í þessu efni, en hjer verður sú hlið málsins ekki gerð frekar að umtalsefni. Á hitt verður að drepa, að þær miklu vonir, sem sumiv menn gera sjer um ár- angur þessarar viðleitni bænd- um til hagsmuna aldrei rætast nema að nokkru leyti og geta eigi breytt til hlýtar því slæma hlutfal’i sem verið hefir og fer vaxandi á milli tilkostnaðar og arðs af framleiðslu sveita- manna. Þetta stafar af því tvennu, að verðlagið hlýtur að markast mjög af erlendu mark- aðsverði, og einnig hrnu, að með nýjum opinberum álögum og hækkuðu kaupgjaldi vex kostnaðurinn við framleiðsluna í stað þess að hann þarf að minka. Alveg sama gildir um 5 ] afstöðu útgerðarinnar. Á heim- ar leiðum vex tilkostnaður lea minkar eigi, og þó gert væri mJi ráð fyrir, að einkasölumar iá aðalvörum útgerðarinnar reyn- ist eigi jafn mikill banabiti eins og sildareinkasalan sáluga, J)á er þó þess engin von að þær eiði til góðs. Nú er það eín íöfuð nauðsyn þjóðarinnar áð framleiðslan vaxi, og eins og áður er sagt að landsmenn lífi meira en áður á eigin fram- eiðsluvörum en nú eru lagðir nýir steinar á þá götu í stað ress að ryðja þeim burtu sem fyrir eru. Atvinnuþörf og kaupgjald. Að undanförnu hefir sá flokk ur manna sem nú stjórnar mál- um þjóðarinnar að miklu leyti agt á það hið mesta kapp að íækka sem nrest alt kaupgjald í !andinu og láta ríkisvaldið jaín framt halda uppi sem allra mestri vinnu við opinbera starf- semi. Það skal nú játað, að jeg og sennilega flestir menn aðrir óska eigi annars frekar en þess, að framleiðslan í landinu gefi svo mikinn arð, að kaupgjald geti vei'ið sem hæst og allir menn haft næga vinnu, en þeg- ar hlutföllunum í þessu efni er raskað með ðeðlilegum ráðstöf- unm, þá stafar af því meiri hætta en flestu öðru í fjárhags- lífi þjóðarinnar. Og hlutföllun- um hefir verið raskað svo hjer á tandi á undanförnum árum, að þar er að finna meiri orsök til niðurlagningar atvinnuveg- anna en á flestum sviðum öðr- um, af því sem innlendir meiin hafa ráð á. Af því hefir fjöl- mennasta stjett þjóðarinnar og þar með þjóðin öll beðið meiim tjón heldur en í tölum verður talið. Af því hefir langsamlega mestur hlutinn af ungu og upp- vaxandi fólki farið síðustu árin inn í þá stjett manna, sem allan sinn hag á undir því að hafa atvinnu hjá öðrum, verka- mannastjettina. Af því horfjr svo við m. a., að framleiðslan ber sig eigi. Af því horfa margir framleiðendur í öllum atvinnugreinum með vonleysi fram á veginn og af því hefir þáð komið fram sem aldrei þyrfti að vera, að atvinnuleysisböllð hefir gert alvarlega vart v}ð sig 1 okkar frjósama og lítt numda landi, sem á aðra hlið hefir að bjóða auðugustu fiski- mið, en á hina frjósaman jar.ð- veg og ágæt beitilönd. Nú þegar svo er komjð, þá er gripið til þeirra undarlegn ráða að raska hlutföllunum enn meira með stórhækkuðu kaup- gjaldi og auknum opinberum framkvæmdum flestum óarð- bærum. í bili lítur þetta vel út fyrir augum skammsýnna verka manna. í bili getur það orðið þeim persónulega til hags. S bili fá þeir vel borgaða vinnu og í bili getur verið unt að koma í veg fyrir tilfinnanlegt atvinnuleysi með þessum ráð- stöfunum. En þetta er aðeins til bráðabirgða og gerir það að verkum að strandið kemur fyr og verður alvarlegra, en elía mundi vera unt að koma í v^g fyrir að til þess komi. Þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.