Morgunblaðið - 30.12.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1934, Blaðsíða 8
ð M O R O n M R L A fW F> Sunnudaginn 30. des. 1934, Smá-auglýsirgar Fallegir túlipanar fást í Blóma búðinni, Laugaveg 37. Kanpnm gamlan kopar. Yald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Túlipanar, Ilyasintur, blóma- körfur. Gróðrarstöðinni. Sími 3072 Rúgbranð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura hvert. Súr branð 30 aura. Kjarnabrauð 30 tiiira. Brauðgerð Kaupfjel. íteykja- víkur. Sími 4562. Kelvin Diesel. Sími 4340. Slysavarnafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minningarkort, tekið móti gjöfum éheitum, árstillögum m. ra. Til dægradvalar fyrir börn og fullorðna: Kúluspil — Monte Carlo — Rúll- etta — Domino — Lúdó — Halma — Milla — Keiluspil — Messanó — Gólfspil — Flóaspil — Whist- spil — Bílaþjófurinn — Bílaveð- hlaup — Skák — Póstspil — Apar spil — Kringum jörðina — Stafa- spil — Myndalotterí — Á rottu- veiðum — Hringspil — 15 spil — Stop — ? Svar — Svarti Pjetur — Tallotterí og fleiri spil. II Morgunblaðið með morg- unkaffinu. v i ' I y- o'ö Fyrirliggjandi: Appelsínur Í50 og 360 stk. Latikur. Haframjöl. Hrísgrjón jScmuk fiánktÍMtín og (ihm - 54 €500 Ki|IiímíI Fullkomin kemisk hreinsun á allskonar fatnaði. Litum allskonar fatnað og tau í flestum litum. Einnig gufupressum fatnað yðar, með stuttum fyrirvara MJÖG ÓDÝRT. Nýtísku vjelar. Bestu efni. Sækjum og sendum. Munið, Efnalaug Reykjavíkur, Laugaveg 34, sími 1300. Eggerí Kristjdnsson & Co. Nýjar bseknr: Sögur frá ýmsum lönndum, þriðja bindi, 10 sögur, 330 blaðsíður,- verð kr. 7.50 í bandi, kr. 10.00; áður komið 1. og' 2. bindi við samss'. verði. Sögur handa börnum og unglingum. Síra Faiðrik IJallgríms son safnaði fjórða hefti. Verð í bandi kr. 2.50, áður komu út fyrsta£> annað og þriðja hefti. BikavarslBn S>qL Eymnndssoaar og Bókabúð Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34 SYSTURIVAR. 70. Hann Iofaði henni það. Hún tók einn bauna- belg og Ijest fara klaufalega. að. Fyrst gat hún ekki fundið sauminn á belgnum og svo ultu baun- irnar út úr höndunum á henni og niður á gólfið. Hún skreið á hnjánum eftir hverri baun og gaf frá sjer allskonar skrítin hljóð. Felix skellihló. — Hlærðu að mjer? sagði hún og var næstum farin að gráta. En drengurinn hló æ því meir. Jeg tók eftir því, að hún var miklu hugrórri nú 6n þegar hún kom. — Felix verður að fara að hátta, sagði jeg. Ef þú vilt svæfa hann, skal jeg fara og hjálpa Irenu. — Já, hvort jeg vil það? Irena var í gestaherberginu. Kofort Lottu stóð á borðinu og var næstum orðið tómt. Jeg hafði tek- ið með mjer lök og fór þegjandi að búa um rúmið. — Við verðum að athuga nærfötin hennar Lottu, sagði Irena. Það eru einhver ósköp af þeim hjerna, eui hver spjör er eitthvað biluð. Alt í einu hjelt hún að sjer höndum og sagði: — Þú hefir vitað það, Eula? Hve lengi hefir þú Mltað, að þau elskuðust? — Fyrir tíu árum .... áður en þið giftust, tók jeg eftir því. En jeg hjelt, að það væri alt búið þeirra á milli fyrir löngu. — Hversvegna sagðirðu mjer ekki af því? Jeg hefði gefið henni hann eftir. — Jeg hjelt, að Lotta væri styrkari en þú. Jeg hjelt, að hún væri meir á yfirborðinu og myndi jafna sig fljótar eftir vonbrigðin. — Já, en jeg hefði gefið hann eftir, endurtók Irena, eins og hún hefði alls ekki heyrt til mín. Hvenær sem vera skyldi í öll þessi tíu ár, hefði jeg ííept honum. ... ef jeg hefði haft hugmynd um •....Trúirðu mjer ekki? spurði hún alt í einu með miklum ákafa. — Vitanlega trúi jeg þjer. Alexander kom skömmu seinna heim frá þorp- inu og við settumst við kvöldverðinn. Þar var lítið etið og lítið talað. Ekkert okkar talaði um það, sem okkur öll sveið undan, en öll reyndum við að koma af stað einhverjum málamyndarviðræðum, sem svo urðu að engu á næsta augnabliki. Það var siður þarna á Felixhof, að te var hitað eftir kvöldverð á smávjel. Svo vorum við vön að sitja yfir teinu til klukkan tíu eða hálfellefu. — Alexander las blöð og við Irena vorum vanar að dútla við handavinnu okkar. Jeg setti upp teketilinn þetta kvöld, eins og jeg var vön, en vatnið var ekki einu sinni farið að sjóða, þegar Irena stóð upp og sagðist vera þreytt og ætla að fara að hátta. — Viltu gera svo vel að gefa mjer teið í rúmið? sagði hún við mig. Alexander sagðist skyldi gera það, en Irena lagði höndina á öxl honum og kysti hann á ennið. — Nei, elskan mín; þú skalt heldur tala við Lottu í kvöld. Þið hljótið að hafa margt að segja hvort öðru. Og þið verðið að reyna að taka endanlega ákvörðun um alt — og á morgun getið þið svo sagt mjer hvaða ákvörðun þið hafið tekið — um framtíðina, meina jeg. — Það er ekkert um að tala, svaraði Lotta. — Jeg legg af stað í býtið í fyrramálið, og .... — Og svo er alt í lagi aftur, eða hvað? spurði Irena brosandi. — Nei, svo einfalt er það nú víst ekki, Lotta. Þú virðist ekki skilja, að jeg vil ekki lifa með Alexander framvegis .... eftir þetta, sem jeg hefi heyrt. Hún dokaði við fáein augnablik og leit fyrst á Lottu og síðan á Alexander, en þegar hvorugt þeirra svaraði neinu, gekk hún út. — Farðu á eftir henni, sagði Lotta. — Talaðu við hana. — Nú, hún vill það ekki. — Vitleysa. Ef nokkum tíma er hugsanlegt að sættast við hana, er það einmit í þessu augnabliki Gegndu mjer, Alexander. Jeg þekki konur betur en þú. En Alexander sat kyrr. Skömmu síðar sauð vatn- - ið og jeg fór upp til Irenu með tebollann. Hún . var háttuð. Andlitið var vesaldarlegt og tært. — Ef þú getur ekki sofnað, skaltu kalla í mig,. sagði jeg. Jeg skal láta hurðina vera í hálfa. gátt. Hún kinkaði kolli og jeg kysti á enni hennar.. — Á jeg annars ekki að vera hjá þjer dálitla. stund? — Nei, jeg sofna áreiðanlega fljótt. Jeg er- hræðilega þreytt. Og ef jeg get ekki sofnað, get jeg kallað á þig. Jeg fór inn í herbergi mitt ,en kveikti samt ekki ljósið og háttaði heldur ekki. Jeg settist út við gluggann. Ennþá voru eldingar, en óveðrið virtist ekki ætla að nálgast aftur. Ljósið úr setustofunni, þar sem Alexander og Lotta sátu, skein út um gluggann út á dimman grasblettinn, og teiknaði á hann einkennilega og ógeðfelda mynd. Þegar hálftími var loksins liðinn, tók jeg skóna af mjer og læddist á tánum að dyrum Irenu. Þar var enga birtu að sjá og ekkert hljóð að heyra. — Hún læst sofa, hugsaði jeg. Því að hún getur ékki sofið, jafn örvæntingarfull og hún er. Jeg settist aftur við gluggann. Á hverjum stund- arfjórðungi heyrði jeg klukkuna í stofunni slá, en Alexander og Lotta virtust ekki taka eftir því, og skugginn, sem mjer fanst svo ógeðfeldur fjell enn á grasblettinn. Þegar klukkan var orðin tólf, fór jeg enn að dyrum Irenu. Þar var jafn dimt og hljótt og í fyrra skiftið. Þessi kyrð hræddi mig. Varkár eins og inn- brotsþjófur, tók jeg í hurðarhúninn. Hurðin var læst. Til hvers hafði Irena læst sig inni? Vegna Alexanders, datt mjer í hug. Sennilega þoldi hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.