Morgunblaðið - 06.01.1935, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudaginn 6. j an. 1935.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reylcjavlk.
Ritstjðrar: J6n Kjartanseon,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiSsla;
Austurstræti 8. — Sírai 1600.
Auglýsingastjðri: R. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3799.
Heimasímar:
J6n Kjartansson, nr. 3742.
yaltýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
H. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuSi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuSi.
í lausasölu: 10 aura einta.kiS.
20 aura meS Lesbók.
Hafa engin mjólkurlög
verið í gildi
frá áramótum?
Stjórnin hefur trassað að fá mjólk-
urlögin staðfest fyrir áramót, en
bi áðabirgðalögin giltu aðeins til
þess tíma.
Verkfallið.
Það er raunalegur vottur um
algert ábyrgðarleysi þeirra sem
Alþýðublaðið skrifa, með hverj-
um hætti þeir rita um deilu þá
er nú er í aðsigi milli togara-
útgerðarmanna og forkólfa Sjó-
mannaf j elagsins.
Gífuryrði og fullkomin mis-
þyrming staðreynda skiftast á,
rjett eins og alt væri undir því
komið að æsa og spana til ó-
friðar, en sjálft málefnið, fram-
haldandi rekstur togaranna og
atvinna sjómanna væri algert
aukaatriði.
Morgunblaðið hefir leitað
sjer upplýsinga um hversu þess
um málum nú er komið, og get-
ur fullyrt, að Alþbl. ber álognar
sakir á útvegsmenn, er það
brígslar þeim um brigðmælgi í
sambandi við þetta mál. Útvegs
menn hafa engu lofað sjómanna
forkólfunum og því ekkert svik
ið, enda er það augljóst mál,
að þegar sjálf ríkisstjórnin,
,,stjórn hinna vinnandi stjetta“,
þykist tilknúð að lækka stór-
kostlega laun hina láglaunuðu
embættismanna, þótt allir við-
urkenni að fjarri fari því að
skuldum hlaðnir langskóla-
gengnir menn búi við lífvænleg
kjör, er þess tæplega að vænta,
að sá útvegur sem í mörg ár
hefir verið rekinn með tapi,
geti hækkað kaupgjaldið.
Hjer skal engu um spáð hvað
við tekur, en allir alvarlega
hugsandi menn óska þess að at-
vinna verkalýðsins sje ekki
skert að nauðsynjalausu.
Það er þung ábyrgð sem hvíl-
ir á angurgöpum Alþýðublaðs-
ins. Verkalýðurinn verður að
hafa það hugfast að gjaldgeta
útvegsins miðast við afurða-
verðið, og jafnframt hitt, að
sje henni ofboðið hlýtur það að
bitna á verkamönnum þegar til
lengdar lætur, því atvinnuleysið
sem af því spinst er versti óvin-
ur verkalýðsins.
Þýska þftngiH
Kvatt saman 30.
janúar.
Berlín, 5. jan. FB.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum verður ríkisþingið
kvatt saman til fundar í Kroll-
óperuhúsinu þ. 30. janúar, en
á þeim degi brutust nazistar til
valda. Einnig er fullyrt, að
Hitler muni halda útvarpsræðu
rjett áður en þjóðaratkvæða-
gieiðslan fer fram í Saar (13.
janúar) stjórnmálalegs efnis.
(UP).
Svo sem kunnugt er gaf
stjórnin út þann 10. sept. s.l.
bráðabirgðalög um meðferð og
sölu mjólkur og rjóma o. fl.
Þessi bráðabirgðalög voru
lögð fyrir Alþingi, eins og
stjórnarskráin mælir fyrir.
Alþingi samþykti Iögin með
nokkrum breytingum og koma
hin nýju lög því í stað bráða-
birgðalaganna.
Um það, hvenær hin nýju lög
skuli öðlast gildi, segir svo í 17.
gr. þeirra:
„Lög þessi öðlast gildi 1. jan-
úar 1935, en til þess tíma skulu
vera í gildi bráðabirgðalög um
sama efni, frá 10. sept. 1934“.
- Hjer er ekki um að villast, að
hin nýju lög áttu að öðlast gildí
1. janúar. Heldur verður ekki
um það deilt, að bráðabirgða-
lögin skyldu aðeins gilda „til
þess tíma“, þ. e. til 1. janúar.
Þeirra gildi er fastskorðað við
1. janúar.
Þetta ákvæði um gildi bráða-
birgðalaganna til 1. janúar var
sett til þess, að fullvíst yrði að
lögin næðu saman — þannig að
nýju lögin frá þinginu tækju
við strax og bráðabirgðalögin
væru úr gildi fallin.
En stjórnin trassar
að staðfesta lögin.
Nú vita það sjálfsagt allir, að
það eitt að Alþingi samþykki
lög er ekki nægilegt til þess,
að þau hafi fult lagagildi, þann-
ig að þeim verði beitt gagnvart
þegnum landsins. Til þess þurfa
lögin að vera staðfest af kon-
ungi, en um það segir svo í 22.
gr. stjórnarskrárinnar:
„Staðfesting konungs þarf til
þess, að nokkur samþykt Al-
þingis fái lagagildi".
Lögin um meðferð og sölu
mjólkur og rjóma o. fl. voru
samþykt á Alþingi 19. desem-
ber. En þau voru ekki send út
til staðfestingar fyr en með
Goðafossi, er fór frá Reykjavík
26. desember.
I
Þegar stjórnin sendi lögin út
til staðfestingar, var henni það
vel kunnugt, að ómögulegt var
að fá þau staðfest fyrir áramót, |
svo hjer er ekki um neitt ó-
i
viljaverk að ræða af hennar
hálfu. Stjórnin gerði ráð fyrir,
að lögin yrðu staðfest 2. jan. í
fyrsta lagi og reiknaði hún þá
með því, að skipið yrði ekki fyr-
ir neinum töfum.
Nú fór Goðafoss sem kunn-
ugt er til Austurlands og seink-1
aði það ferð hans.
Morgunblaðið spurðist fyrir
um það í stjórnarráðinu í gær,
hvort búið væri að staðfesta:
mjólkurlögin, en fekk það svar,
að það væri ekki — ekkert
skeyti um það komið þá. En þá
var 5. janúar.
Stjórnin álítur að
bráðabirgðalögin
gildi uns hin hafa
verið staðfest.
Eins og fyr var frá skýrt, var
stjórnin þess fullviss, þegar hún
sendi mjólkurlögin út til stað-
festingar, að ekki yrði hægt að
fá þau staðfest fyrir áramót.
En stjórnin leit svo á, að
þetta sakaði ekki, því bráða-
birgðalögin myndu halda sínu
fulla gildi, uns nýju lögin yrðu
staðfest.
Þessi skoðun stjórnarinnar
getur ekki. staðist, vegna þess
að bráðabirgðalögunum er sett
ákveðið tímatakmark í hinum
nýju lögum. Þar segir skýrum
orðum (sbr. 17. gr.), að bráða-
birgðalögin gildi „til þess tíma“
sem nýju lögin áttu að öðlast
gildi, en það er 1. janúar.
Fram hjá þessu skýlausa á-
kvæði verður ekki komist. Þess
vegna er ómögulegt að líta
öðru vísi á en að bráðabirgða-
lögin frá 10. sept. hafi fallið
úr gildi 1. janúar 1935.
Hvenær svo nýju lögin, sem
Alþingi samþykti fá fult laga-
gildi, fer eingöngu eftir því,
hvenær þau öðlast staðfestingu
konungs.
Afleiðing
trassaskaparins.
Sje því nú þannig varið —
sem Morgunblaðið telur ekki
minsta vafa á — að bráða-
birgðalögin frá 10. sept. hafi
faliið úr gildi frá áramótum, en
nýju lögin ekki staðfest fyr en
nokkrum dögum eftir áramót,
verður afleiðingin sú, að engin
mjólkurlög bafa gilt hjer frá
áramótum og til þess tíma að
nýju lögin verða staðfest.
En hver yrði svo afleiðing
þessa? Sú, að allar framkvæmd
ir mjólkurlaganna þessa daga
yrðu markleysa ein, því að þær
fiamkvæmdir hafa ekki átt stoð
í lögum.
Þetta gæti sjerstaklega haft
þýðingu að því er snertir verð-
jöfnunargjaldið, sem krafið
hefir verið þessa daga.
Ef dómstólarnir litu svo á, að
engin mjólkurlög hafi verið í
gildi hjer frá áramótum og til
þess tíma er nýju lögin öðlast
staðfestingu, yrði afleiðingin
sú, að endurgreiða yrði alt verð
jöfnunargjald, sem krafið var
þessa daga.
Og einmitt vegna þess, að á-
kvæði mjólkurlaganna (frá
þinginu) um tímatakmark
Nýársræða forsætisráðherra
og málefni Háskölans.
í ávarpi sínu til þjóðarinnar
á nýársdag varði forsætisráð-
herrann, Hermann Jónasson, all
löngum kafla í það, að sýna
fram á, hve brýn þörf væri á
því, að gera hina „æðri ment-
un“, háskólamentunina, hjer á
landi fjölbreyttari en hún er nú.
Mjer þótti mjög vænt um
þessi ummæli, vegna þess meðal
annars, að þetta er málefni,
sem engum getur verið l.iósara
en háskólakennurunum. Að
einni deild undanskilinni eru
embættadeildirnar yfirfullar, og
þessi eina deild, guðfræðideild-
in, er ekki fjölsóttari en raun
er á, beinlínis vegna þess, að
þeir, sem þangað sækja, fá síð-
ar svo óskapleg kjör við að búa,
að flestum hrýs hugur við. —
Hefir mál þetta verið oft og
mikið rætt meðal háskólakenn-
aranna og hafa hvað eftir ann-
að komið fram tillögur til að-
gerðar í þessu efni.
Jeg var að doka við að skrifa
þessi orð, þar til ræða forsæt-
isráðherra væri komin út í dag-
blaði flokksins, því að aldrei er
víst, þegar á er hlustað, nema
eitthvað kunni að skjótast hjá.
En nú virðist svo, sem ræðan
eigi ekki að koma í blaðinu,
ef til vill vegna þess að ekki
var þar talað nógu virðulega
um kommúnista og rússnesku
fyrirmyndina.
En jeg tók ekki eftir því,
þegar jeg hlustaði á útvarþið, að
ráðherrann mintist á það, að
einmitt fyrir síðasta þingi lá
frumvarp um atvinnudeild við
háskólann. Er þar gert ráð fyrir
fimtu háskóladeild, með kenn-
arastólum í fiskifræði, efna-
fræði og búvísindum.
Að vísu er deild þessi fyrst
og fremst hugsuð sem stofnun
til vísindalegra rannsókna. En
með því að tengja hana við há-
skólann er bent á það, að þar
eigi einnig, er tilefni gefst, að
fara fram kensla.
Þegar það kom til orða fyrir
nokkrum árum, að setja rann-
sóknastofu landbúnaðarins í
samband við háskólann, var jeg
heldur á móti því, einmitt vegna
þess, að þar var ekki hugsað til
að láta fara fram neina kenslu.
En jafn eindregið er jeg nú á
þeirri skoðun, að þessa nýju
stofnun beri einmitt að gera að
háskóladeild með kenslu, til
þess að beina þannig einhverju
af stúdentastraumnum inn á
praktiskar leiðif. Þá hefir einn-
ig verið talað um verslunardeild
þó að ekki hafi enn verið sett í
ákveðið form.
bráðabirgðalaganna er skýrt og
ákveðið, er ekkert eðlilegra en
að einhverjir mjólkurframleið-
endur fái úrskurð dómstólanna
um það, hvort stjórnin hafi hjer
farið rjett að.
Það er því ófyrirgefanlegur
trassaskapur af ríkisstjórninni
(landbúnaðarráðherra), að
tefla í tvrsýnu með þetta mál,
því það getur haft alvarleg
eftirköst.
Frumvarpið um atvinnudeild
var flutt af mentamálanefnd
efri deildar „samkvæmt beiðni
hæstv. kenslumálaráðherra“
(H. G.). Er þá eftir ræðu for-
sætisráðherra trygging fyrir því
að meiri hluti stjórnarinnar
að minsta kosti verði meðmælt-
ur slíkri löggjöf á þingi í vet-
ur.
Það hefir að vísu heyrst, að
Jónas Jónsson sje andvígur
þessu máli vegna mín og Dun-
gals og annara vondra manna
við háskólann. En vonandi tekst
að spila einhvernveginn svo vel
á milli, að ekki þurfi að hljót-
ast tjón af. En annars er þetta
sagt í gamni, því að Jónas Jóns-
son var einmitt í mentamála-
nefnd, sem málið flutti.
Það væri vonandi að næsta
þing bæri gæfu til að byrja
lausn þessa mikla vandamáls,
hvernig þjóðin á að nota krafta
sínna best mentuðu manna. —
Hjer er áreiðanlega rjetta leið-
in: Að auka háskólann og gera
hann að stórbrotnum millilið
milli æðstu mentunarinnar og
atvinnulífsins í landinu.
í þessu sambandi má líka
minnast á það, að leysa má einn
vandasaman þátt þessa máls í
sambandi við byggingarmál há-
skólans. Ekkert væri eðlilegra
en það, að láta happdrætti há-
skólans leysa þessa þörf hinnar
nýju stofnunar.
I lögunum um happdrættið
er það óeðlilega ákvæði, að
20 % af ágóða þess renni í ríkis-
sjóð. Hjer væri því unt að slá
tvær flugur í einu höggi, af-
nema þetta ákvæði, sem er til
vansæmdar (enda ekki áætlað-
ar á fjárlögum þessar tekjur)
og nota tekjurnar þó til þessar-
ar útgjaldaþarfar ríkissjóðs,
þannig, að ríkissjóður missi
raunveru einskis í við breyting-
una.
Mál þetta hefir nú þegar
fengið svo mikinn undirbúning,
og vandlega íhugun, að engin
ástæða er til þess að draga það
lengur. Enda vinst nú tími fyr-
ir stjórnina að fara yfir frum-
varpið og gera á því þær smá-
breytingar, sem henni þætti á-
stæða til.
Magnús Jónsson.
Ofvftðrft
i Áitralíu
hamlar „Jamboree“.
London, 5. jan. FÚ.
í gær skall á rigning með miklu
hvassviðri í Ástralíu, í hjeraðinu
þar sem ská'tastefnan fer fram, og
fuku mörg tjöld skátanna og þeir
urðu lioldvotir. í óveðrinu ferðað-
ist Baden-Powell á milli tjalda og
aðstoðaði dréngina eftir því sem
föng voru á.
.....O—-----
Tveir vjelbátar utan af landi
eru komnir hingað og ætla að
stunda róðra hjer á vertíðinni.
Eru það þeir „Garðar“ frá Vest-
mannaeyjum og „Gyllir“ frá Norð
firði.