Morgunblaðið - 06.01.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.01.1935, Blaðsíða 3
Sunnudaginn 6. jan.1935. MORGUNBI/AÐIÐ 3 m Bæjarstjórnar- kosningin á fsafiiti. Sjálf stæðis menn fengu 4 fulltrúa kosna, sósíalistar 5, en kommúnist- ar engan. Bæjarstjórnarkosningin á Isa- firði liófst á hádegi í gær og var lokið kl. 7i/2- Á kjörskrá voru 1436, en 1289 greiddu atkvæði, eða tæpl. 90%. Yið bæjarstjórnarkosninguna í fyrra greiddu rúmlega 91% at- kvæði af þeim, er á kjörskrá voru. Talning atkvæða hófst þegar að kosningu lokinni. Úrslitin urðu þessi: Sjálfstæðismenn hlutu 503 at- kvæði og fengu 4 fulltrúa kosna, sósíalistar hlutu 669 atkv. og 5 fulltrúa, kommúnistar hlutu 93 atkvæði og komu engum að. Við bæjarstjórnarkosninguna í l'yrra fengu Sjálfstæðismenn 498 atkvæði og 4 fulltrúa, sósíalistar 563 atkv. og 4 fulltrúa og komm- únistar 117 og einn fulltrúa. Hafa því kommúnistar nú farið yfir á lista sósíalista og er það ekki óeðlilegt, þar sem rauða fylk- ingin öll — bæði á Alþingi og ann ars staðar — virðist stýra eftir leiðarmerkjum kommúnista. Fá nú rauðliðar aftur að taka tii óspiltra málanna með niður- rifsstarf sitt á ísafirði. Verður og vafalaust ekki langt að híða þess, að þeim takist að leggja alt í rústir þar, sem þeir voru á góðum vegi með að gera þégar þeir skildu við síðast. Sjómanna- verkfallið. Sáttasem jari hef- ir rengið maiið i hendur. Bkkert gerðist í kaupdeilunni á togurum í gær. Bngar viðræður áttu sjer stað milli útgerðarmanna og sjómanna, enda munu þessir aðiljar hafa Ht- ið svo á, að þeir hefði ekki meira saman að tala. Sáttasemjari hefir nú fengið málið í hendur og hefir þegar kynt sjer málið. í gær átti hann tal við formenn Sjómannafjelags- ins og Fjelags ísl. hotnvörpuskipa- eigejida, en annað gerðist ekki þá. Ef verkfall þetta hefði ekki skollið á, myndi allur togaraflot- inn nú í þann veginn farinn út. En í þess stað fjölgar nú bráðlega skipunum í höfninni, því að skipin stöðvast jafnóðum og þau koma inn. Emsk blöð ger upptæk ■ Þýskalandi. London, 5. jan. FÚ. The Daily Telegraph, News Chronicle og Manchester Gu- ardian voru öll gerð upptæk þegar þau komu til Berlín í morgun. Ástæðan var talin sú að þessi blöð hefðu sagt óvinsamlega frá fundinum í Kroll óperuhúsi. Elösuoði í 5uínaðal k Bo rg a rf j a rða rsýsl u. Kviknar í fjósi um nótt, fimm kýr brenna til bana og einn hrútur. Sjötta kýrin skaðbrend. — Akranesi, 5. jan. FÚ. í fyrrinótt kom upp eldur í fjósi í Tungu í Svínadal. Bónd- inn, Árni Helgason, hafði farið út í fjósið klukkan 8 um kvöld- ið, og ekki orðið þess var að neitt væri með öðrum hætti en venjulega. En þegar hann kom út í fjósið klukkan 7 í gær- morgun, var fjósið mikið brunn- ið innan, fimm kýr dauðar, og einn lambhrútur. Ungur kálfur lá frammi við fjósdyr, og helt Árni fyrst að hann væri dauður, en er kálfurinn hafði verið um stund úti undir beru lofti rakn-' aði hann við. Bóndinn sagðist ekki hafa! farið með neinn eld, þegar hann ; fór í fjósið kvöldið áður. Hann hafði þá haft með sjer Ijósker, og- kveikt á því áður en hann fór í fjósið. Allir innviðir í fjósinu reynd- ust brunnir, og alt tróð. Sú kýr, sem inst stóð í fjósinu, var mik- ið brend, eyru og framfætur brunnir af henni. Hinar kýrnar voru með brunaskellum. Þil milli fjóss og hlöðu var enn óbrunnið er bóndi kom að, og tókst að verja hlöðuna. Ekki verður vitað upp upptök eidsins að svo stöddu, en eldur- inn virðist hafa komið upp í þaki fjóssins, og er þess getið til, að neisti muni hafa fokið úr reykháfi hússins, sem er þar nálægt, og komist undir járn- plötu á fjósþakinu, því alt er brunnið upp við þak, en minna neðar í fjósinu. Kosningio í Saár. IJtifundir í dag í Saarbriicken. ,,Þeir, sem greiða atkvæði gegn Þýskalandi bljóta að teljast föðurlandssvikarar, og haldast varla við í Saar eftir at- k væða gr eiðsluna4 ‘. Mr. Geoffrey Knox, ríkisstjórinn í Saar. Myndin er tekin af honum í skrifstofu hans London, 5. jan. FÚ. Stjórnarnefndin í Saar hefir veitt tveimur helstu flokkunum í Saar leyfi til að halda úti- fundi í Saarbriicken næstkom- andi sunnúdag. Samfylking kommúnista og sósíalista (sem eru andvígir innlimun Saar í Þýskaíánd) hefir fengið leyfi til að halda fund á íþróttavell- inum, en þýska sambandið hefir fengið leyfi til að halda fund á flugvellinum. Vellir þessir eru í tveggja mílna fjarlægð hvor frá öðrum, og verður ann- ar fundurinn haldinn á sunnu- dagsmorguninn, en hinn síð- degis. Fulltrúi Hitlers í Saarmálum átti í gær samtal við blaðamenn, þar sem hann sagði meðal ann- ars, að þeir sem greiddu at- kvæði gegn innlimun Saarhjer- Brind hershöfðingi, ; Linn nýi yfirforingi alþjóða- lögreglunnar í Saar. aðsins í Þýskaland, hlytu að teljast föðurlandssvikarar, og að ganga yrði út frá því sem Vinnufatnaður og hlífðarföt. Gúmmístígvjel W. A. C. allar stærðir og hæðir, Trjeskóstígvjel, bæði fóðruð og án fóðurs, Klossar, fóðraðir og- án fóðurs, Olíustakkar f jölda tegundir, Olíufatnaður allskonar, Peysur, bláar f jölda teg. Færeyskar Peysur, Nærfatnaður, fjölda teg., Doppur, Togarabuxur, Kuldahúfur, Sjóvetlingar, Vinnuvetlingar, f jölda teg. Vattteppi, Ullarteppi, Baðmullarteppi, Madressur, Hrosshárstátiljur, Ullarsokkar, f jölda teg., Nankinsf atnaður, Khakifatnaður, Samfestingar, Leðurbelti, Gúmmíbelti, Axlabönd, Úlnliðakeðjur, Vasahnífar, Fiskihnífar, Hitabrúsar, Hálstreflar, Kuldajakkar fóðraðir með loðskinni, Enskar húfur, f jölda teg. Handklæði, fjölda teg. Strigaskyrtur, Khakiskyrtur, Maskínuskór, Alt, sem einn sjómaður þarfnast til klæðnaðar, áður en á sjóinn er farið. sjálfsögðu, að þeir sem þannig greiddu atkvæði, sýndu á þann hátt fjandsemi sína gegn Þýska landi, myndu ekki telja sjer það samboðið að haldast við á þýskri grund eftir atkvæða- greiðsluna, ef hún fjelli þannig, að Saar yrði þýskt, en á því taldi hann engan vafa. Hjónaefni. Nýlega opinheruðu rnilofiwi sína ungfrú Sesselja Guð- jónsdóttir og Bjarni Nikulásson þifreiðarstjóri hjá Jóni Magnús- syni kaupmanni á Stokkseyri. Járnbrautarsamgöngur í Þýskalandi aukast. Berlin, 5. jan. FIT. Samkvæmt bráðabirgðareikníngi þýsku ríkisjárnbrautanna fyrir síðastliðið ár, hafa tekjur járn- brautanna það ár verið 15% hærri en árið 1933. Tekjurnar hafa þó bvergi nærri vaxið að sama skapi og notlsun járnbrautanna hefir aukistj sökum þess að fargjöld hafa yfirleitt verið lækkuð að miklum mun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.