Morgunblaðið - 06.01.1935, Page 4

Morgunblaðið - 06.01.1935, Page 4
4 MORGTTNRLAPIB Suntmdagiitn 6. jan. 1935. QfbEldishótanir RlþýöublaQsins. Er það með vitund og illja ríkisstjórnarinnar, að Alþýðublaðið Iieimt- ar að landinu sje stjórn- að með hervaldi? Undanfarna daga (2. og 3. þ. m.) hafa birtst mjög ofsa- legar árásargreinar í Alþýðu- blaðinu. Greinar þessar eru. rit- stjórnargreinar, og er árásun- um beint að þingflokki Sjálf- stæðismanna, og þó alveg sjer- staklega að formanni flokksins, Ólafi Thors. Alþýðublaðið gerir greinina ,,Áramót“, eftir formann Sjálf- stæðisflokksins að orsök þess- ara árása. Sú grein birtist í Morgunblaðinu 31. des. sl. Tilgreinir biaðið allmargt, er það segir, að í þeirri grein standi, en fer þar í öllum at- riðum rangt með. Rangfærir sumt herfilega, en lýgur flestu frá rótum. Við þetta bætir svo blaðið stórorðum hótunum um það að beita valdi við Sjálf- stæðismenn — ef með þurfi. Af því að það er Sjálfstæðis- flokkurinn, sem blaðið gefur fyrirheit um, að beitt verði valdi við, þótt einkum sje því stefnt að formanni flokksins, þykir rjett að svara þessum greinum. Vjer viljum þó strax taka það fram, að skoðun vor er sú, að ógnanir þessar og hávaði er ekkert annað en gaspur, skrifað til þess meðal annars, að fá ó- vitrustu og orustugjörnustu liðs- menn flokksins til að gnísta tönnum og dreyma sæludrauma um sigra og herfang. Mönnum kann nú að virðast ástæðulítið að svara þessu. En því má ekki gleyma, að Alþýðu- flokkurinn hefir tekið forystu stjórnarflokkanna á þingi, og ræður algerlega þeirri stefnu í landsmálum, sem nú er stjórn að eftir, — að Alþýðubiaðið er þannig aðalmálgagn stjórnar- innar, og að það, sem í rit- stjórnargreinum þess birtist, verður því að forminu að telj- ast rödd ríkisstjórnarinnar, meðan því er ekki mótmælt af henni sjálfri. Því mætti spyrja ríkisstjórnina, hvort áður nefndar greinar í Alþýðublað- inu sjeu skrifaðar og birtar með vitund hennar og vilja, og hvort hún vill bera ábyrgð á og ' standa við það, sem þar er sagt. Eins og eðiilegl er, reynir Al- þýðublaðið að færa fram ástæð- ur fyrir því, að hefjast verði handa, til þess að beita valdi við Sjálfstæðismenn. Ástæðan segir blaðið að sje sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn sje ofbeldis- flokkur, sem tekinn sje að her- væðast, og ætli sjer að hefja uppreisn og brjótast til valda í landinu, afnema lýðræðis- stjórn og alt persónufrelsi. — Þessu segir blaðið, að formaður fiokksins hafi lýst yfir marg- sinnis op’nberlega, en þó alveg sjerstaklega í greininni ,,Ára- mót“ í Morgunblaðinu 31. des. sl. og í ávarpi til landsfundar Sjálfstæðismanna 21. apríi s.I. Áramótagrein Ólafs Thors, f ormanns S j álf stæðisf lokksins, hefir eflaust komið fyrir sjónir flestallra fulltíða manna í land- inu. Það sýnist því vera von- lítið verk fyr’r Alþýðublaðið að segja, að þar standi alt annað en þar stendur. Ólafur Thors byrjar grein sína á því, a§ skýra frá því, að Sjálfstæðismenn hafi ekki enn náð að fullu því marki, sem öllum er kunnugt að þeir hafa sett sjer: Að tryggja öllum kjósöndum þjóðfjelagsins jöfn áhrif á löggjöf og stjórn lands- ins; m. ö. o.: að koma á full- komnu lýðstjórnar skipulagi. — Segir hann að úrslit kosning- anna hafi kveðið niður vonir þeirra manna, sem haldið hafi að hin nýja stjórnarskrá „gæfi sæmilega trygglngu fyrir jöfn- um áhrifum kjósanda á stjórn- málin.“ í fyrri hluta greinarinnar rekur hann í stuttu máli þau brot, sem síðasta Alþingi hafi framið á móti rjettufn lýðstjórn arreglum, og lýsir þörfinni á því að tryggja betur, heldur en nú er gert, lýðræði í löggjöf og stjórnmálum. Þessu snýr Alþýðublaðið al- veg við. Fyrirsögn greinarinnar (í blaðinu 2. janúar) er: „Sjálf- stæðisflokkurinn boðað upp- reisn og ofbeldi.“ Síðan segir, að nýársboðskapur formanns- sins „hljóti að vekja ugg og kvíða allra Iandsmanna.“ „Þessi nýársboðskapur flokks foringjans“, segir blaðið „verð- ur ekki skilinn "á annan veg en þann, að flokkurinn hafi ákveð- ið að yfirgefa hinn þingræðis- lega grundvöll í stjórnmálabar- áttu sinni, og mæta ekki á næsta þingi og búast í þess stað t:l uppreisnar og ofbeldisverka gegn núverandi stjórn.“ Síðan segir, að formaðurinn (Ól. Th.) og flokksmenn hans hafi haft hótanir um það á síðasta þingi, „að gripið yrði til óyndis úrræða af I.lokksins hálfu“, ef minni hlutinn fengi ekki þær lagasetnin - ir, er hann krefðist. Og út frá þessu kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að Sjálfstæðismenn munu að lík- indum afnema Alþingi og kveikja í þinghúsinu! Eins og áður segir, vitnar blað’ð með svipaðri ráðvendni í ávarp Ól. Th. til Sjálfstæðis- manna á landsfundinum í vor. Sýnishorn af ráðvendni blaðs- ins er eftirfarandi samanburð- ur: í ræðu sinni á landsfundin- um talaði Ól. Th. um úrelta lög- gjöf, þar á meðal meiðyrðalög- gjöfina. Komst hann svo að orði: „Er þá meðal annars vert að drepa á, hve skaðleg áhrif ó- svífin blaðamenska hefir á and- legt líf þjóðarinnar, og hver nauðsyn er, að löggjöfin taki í taumana. Það á ekki að þurfa að vera neinum vandkvæðum bundið, að lögfesta á þessu sviði ákvæði, sem reynslan er búin að sýna aö eru nauðsyn- leg, og sem vanta í eldri lög- gjöf, eingöngu af því að spill- ing nútímans er komin langt fram úr hugmyndaflugi lög- gjafa þeirra tíma. Vandinn er að eins sá, að hafa hugfast, að það er valdi lýginnar, en ekki sann- leikans, sem á að hnekkja. — Óíakmarkað frelsi til að segja sannleikann hispurs- og afdrátt- arlaust, jafna í ræSu og riti, og hver sem hlut á aS máli, er friðheilagt og óskerðanlegt í lýðfrjálsu landi“. (ísafold 24. apríl 1934). Þegar Alþýðublaðið skýrir frá þessu, er það á þessa leið: „Mönnum er í fersku minni yfirlýsing Ólafs Thors, er hann tók við forystu Sjálfstæðis- flokksins í vor, um að flokkur- inn mundi undir hans stjórn og ef hann kæmist til valda að kosningum afstöðnum, stjórna með ofbeldi og kúgun, tak- marka eða afnema skoðana- frelsi, ritfrelsi og málfrelsi, og taka sjer til fyrirmyndar þá erlendu fasistaflokka, sem tek- ist hefði að útrýma „rauðu hætt unni“ og afnema með öllu þing- ræði og lýðræðil.“ Það þarf ekki að leggja neinn dóm á þessa meðferð Alþýðu- blaðsins á heimildum. Hún dæmir sig sjálf svo greinilega, að enginn vafi er um það, að allir lesendur blaðsins verða með sjálfum sjer sammála um það, að gjörsamlegra æruleysi í blaðamensku muni trauðla finnast. í síðari hluta Áramótagrein- ar Ól. Th. lýsir hann í stuttu máli ástandi atvinnuvega lands ins og síðan þeim hermdarverk- um, sem meiri hluti síðasta þings framdi á þeim, sjerstak- lega sjávarútveginum. Um hið síðara segk hann: „Alt er þetta fremur vitfirr- ing en yfirsjón, eins og það er líka fremur vissa en spá, að rík- isstjórnin rís ekki til lendgar undir afleiðingum sjálfskapar- víta sínna, sem bætast nú ofan á alla utan að komandi örðug- leika. Þessi stjórn á sjer því ekki langan aldur.“ Eins og menn sjá, gerir Ól. Th. hjer ráð fyrir að sjálf- skaparvíti stjórnarinnar muni velta henni, og að tilræði henn- ar við atvinnuvegina muni leiða til óvenjulegra atburða. Skilur eflaust hver vitiborinn maður, að hann á þar við hrun atvinnu veganna, og þær hörmungar, sem af því hruni hljóta að stafa. En Alþýðublaðið snýr því bara við, og segir að hann boði byltingu og ofbeldisverk, sem Sjálfstæðisflokkurinn sje að undirbúa. Öllum landslýð er það kunn- ugt, að Sjálfstæðismenn. ræða landsmál og stjórnmál af miklu meiri stillingu og miklu minni byltingaranda, heldur en sósí- alistar. Það er einnig öllum vitanlegt, að mestur hluti at- vinnurekanda og annara þeirra, er mikil ábyrgð hvílir á, eru Sjálfstæðismenn. Upphlaup og snöggar byltingar eru fjarri skapi og hagsmunum þeirra manna. í fullu samræmi við þetta er það, að Sjálfstæðis- menn taka ætíð bæði sign og’ ósigri með miklu meira jafn- aðargeði, heldur en sósíalistar. Það er enn fremur kunnugt að allar tilraunir, sem gjörðar hafa verið til ofbeldisverka hjer á landi á síðari árum, hafa ver- 1 gerðar af núverandi stjórn- arflokkum. Þegar athugaðar eru þessar staðreyndir, sem hverju manns- barni hjer á landi eru kunnar, og einnig það, að Sjálfstæðis- menn hafa ætíð fengið lang- mest kjósandafylgi allra fíokka með sínum málstað, þegar þjóð- arúrskurðar hefir verið leitað, og eiga því allra flokka mest framtíð sína undir því, að fólkið fái að ráða, þá er það fáránlegt, og virðist jafn vel vera undarlega heimskulegt, að reyna að telja fólki trú um það, að Sjálfstæðismenn sjeu þyrstir í byltingar og óeirðir, og vilji setja ofbeldi í stað þjóðarvilja. Oss finst því, að það sje mjöð eðlilegt, að almenningur í landinu vilji fá skýrlngu á því, hvers vegna málgagn stjórnar- innar ber fram jafn augljósa firru og þá, að Sjálfstæðis- menn sjeu að undirbúa bylt- ingu með ofbeldi og afnámi lýð- ræðis. Skýringin er alveg við hend- ina: Stuðningsmönnum stjórnar- innar er það auðvitað jafnljóst og öðrum, að meiri hlutinn á þingi styðst við minni hluta þjóð arinnar. Jafnljóst er þeim það, að sú stórkostlega þjóðskipu- lagsbreyting í kommúnistiska átt, sem gjörð var á síðasta þingi, og ætlað er fram haldi á næsta þingi, er gegn vilja margra þeirra, sem fylgdu stjórnarflokkunum við síðustu kosningar. Af reynslu annara þjóða vita þessir menn, að slík- ar minni hluta ráðstafanir fá ekki staðist í lýðfrjálsu landi. Þessum mönnum hefir því eðli- lega flogið það í huga, að stjórnin verði að koma sjer upp einhverju því, sem komið geti í stað lýðfylgis, og það yrði að sjálfsögðu að vera einhvers- konar lið, sem beitt gæti valdi. Núverandi stjórn sækir allar fyrirmyndir í lögg.jöf til Rúss- lands. Og því skyldi hún þá ekki einnig sækja þangað fyrir- myndir að því, að halda þeirn lögum við lýði? Þannig munu nánustu fylgis- menn stjórnarinnar hugsa. En sökum þess, að þeim stendur enn nokkur ógn af almennings- álitinu, eru þeir að afsaka stjórnina fyrir fram. Afsökun þeirra er sú, að Sjálfstæðis- menn sjeu að hefja uppreisn, og þess vegna verði að safna liði og beita við þá valdi. Vjer höfum ekki neina trölla trú á gætni og hyggindum ríkis- stjórnarinnar, en þó er það skoð un vor, að hún muni ekki við- riðin þessar Alþýðublaðsgrein- ar, sem gerðar eru hjer að um- talsefni, eins og vjer líka álít- um, að það sje vanræksla henn- ar en ekki vilji, að aðalmál- gagn hennar er saurblað. Þess vegna endurtökum vjer spurninguna: Er það með vitund og vilja stjórnarinnar, að greinar þessar eru ski’ifaðar og b'rtar, og vill stjórnin bera ábyrgð) á þeim árásum, sem i þeim eru gerðar á Sjálfstæðis- flokkinn og sjerstaklega for- mann hans? Og þessari spurningu er sjer- staklega beint til atvinnumála- ráðherrans: Virðist yður það gætilegt, eft- ir það, sem flokkur yðar hefir knúið fram á nýafstöðnu þingi, að bornar sjeu fram þær hót- anir og ógnanir til Sjálfstæð- ismanna, sem birtust í höfuð- blaði flokks yðar, í greinum þeim, sem hjer er rætt um? Ef þjer ekki svarið þessu með skynsemd, munum vjer gera stjórnina ábyrga fyrir öllu því, sem í ritstjórnargreinum blaðs- ins stendur. Er þá væntanlega skammlaust að eiga orðastað við það. Jafnframt því, að Skandia- mótorar hafa fengio miklar endurbætur eru ]ieir nú lækkaðir í verði. CrH Proppé Aðalumboðsmaður. Tíl dægradvalar fyrir börn og fullorðna: Kúluspil — Monte Carlo — Rúll- etta — Domino — Lúdó — Halma — Milía — Keiluspil — Messanó — Gólfspi! — Flóaspil — Whist- spil — Bílaþjófurinn — Bílaveð- hlaup — Skák — Póstspil — Apa- spil — Kringum jörðina — Stafa- spil — Myndalotterí — Á rottu- veiðum — Hringspil — 15 spil — Stop — ? Svar — Svarti Pjetur — Tallotterí og fleiri spil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.