Morgunblaðið - 10.01.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.1935, Blaðsíða 8
6 * « MORGf’ííBLARIP Fimtudaginn 10. jan. 1935, jjstrá-auglósirgar w -HJP «»•«>*. Ágætis fjárhey til sölu í Syðra Langholti í Reykjavík. Sími 4596. Kaupum gamlan kopar. Yald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- fæst daglega á Fríkirkjuveg'í l Sími 3227. Sent heim. Barnavagnar teknir til viðgerð- ■ar. Verkstæðið Vagninn, Laufás- veg 4. , Kensla í bókbandi. Get bætt við nokkrum nemendum. Rósa Þor- leifsdóttir, Lækjargötu 6B (geng- ið í gegnum Gleraugnasöluna). Morgunblaðið með morg- unkaffinu. Spaðsaltað dilkakjöt til sölu í heilum og hálfum tunnum. Hr. ð Skagljörð Sími 3647. j RICHARD FIRTH & SONS, LTD., 11 SMÍÐA ULLAR- OG VEFNAÐARVJELAfí. BROOK MILLS, CLECKHEATON. england ■ ALLAR TEGUNDIR AF ENDURBÆTTUM VJELUM FYRIR ULLARIÐNAÐ OG AÐRA VEFNAÐARFRAMLEIÐSLU ÁVALT FYRIRLIGGJANDI. M orgtinstund gefur gull í mund þeím, sem augíýsa í Morgunblaðínu. mMBAPHIO iDDPESS: .TKXTILES- CLBCKHEATON GERIÐ FYRIRSPURNIR CODES: A B C (5th EDITION) »N» BENTLEY’S er merki liinna vandlátu. AUIr musa A. S.l. SYSTURMR. 76. þess að vera harðorð og láta ekki neinn bilbug á mjer finna. — Þú ættir að skammast þín. Það ættuð þið bæði að gera. Það er skömm að því, hvernig þið hafið hegðað ykkur þessa daga meðan aumingja Irena hefir legið, án þess að geta björg sjer veitt. Það er ykkur að kenna — og það er ljótt! Hvert eínasta augnatillit, sem ykkar fer á milli, er synd. — Irena lærir að skilja það, sagði Lotta. — Þeg- ar hún er orðin heilbrigð aftur, skilur hún það. — Eruð þið Alexander þá bæði svo blind, að þið sjáið ekki, hvað hefir skeð? æpti jeg. Hafið þið ekki tekið eftir því, að Irena er risin upp frá dauðum gjörólík því sem hún var? Lotta starð á mig uppglentum augum. Þetta var rjett hjá mjer, að hún hafði í ást sinni verið blind alt, sem fram fór kring um hana og Alexander var líka veiddur í þetta töfranet, engu síður en hún. Þau urðu hissa þegar Irena sagði eitthvað og yptu aðeins öxlum að því. Þau hjeldu, að þetta v^eri eftirköst eftir eitrið eða veiklun. Já, sannar- löga trúðu þau — eða vildu trúa — því, að þau gætu öll verið saman framvegis og andað að sjer sama loftinu! Þau ætluðu að verða góð við Irenu — vesalings góðu, einföldu Irenu. En hún var bara ekki til lengur. Irena sú, sem trúði og elskaði í blindni, hafði orðið eftir í skuggaheiminum. En tortryggin kona, sem stóð fast á rjetti sínum, hafði komið aftur í tölu lifenda. — Þannig er það, sagði jeg. Og það verðurðu alt af að hafa hugfast. Irena sleppir ekki Alex- ander af frjálsum vilja, og þið getið heldur ekki neytt hana til þess. Til þess hafið þið engan rjett. Orð mín höfðu vakið Lottu. Hún sat í hnipri á rúmstokknum og henni var kalt. — Hvert get jeg þá farið? spurði hún. — Jeg hjelt þú hefðir fengið þjer herbergi í Eibsee? — Já, — í Eibsee. Það var eins og hún skildi ekki orðin. — í Eibsee .... endurtók hún þris- var, — Og svo . . . . ? x — Ertu ekki ráðin neinstaðar í haust! Hefirðu ekki neina vini, sem þú getur farið til? — Ráðning .... vinir .... jú, líklega. Jeg settist hjá henni og lagði handlegginn um axlir hennar. — Lotta, þú hefir alt af verið svo sterk. Jafnvel þegar þú varst næstum krakki — þá hertirðu þig upp til þess að gera ekki Irenu ilt með því að taka frá henni manninn, sem hún elsk- aði. Og seinna — manstu hvernig þú flúðir frá Felixhof daginn sem Alexander kom heim? Jeg treysti þjer í þriðja sinn, eins og hingað til, má jeg það ekki? — Jú, sagði Lotta. Aldrei eitt augnablik mun jeg gleyma örvæntingarsvipnum á andliti hennar, er hún sagði þetta orð. — Jeg skal síma niður í þorpið og láta bílinn vera kominn hingað klukkan sjö í fyrramálið. Þú verður að hafa kofortið þitt tilbúið. Á jeg að hjálpa þjer? Hún hristi höfuðið. — Og svo ferðu af stað, án þess að kveðja nokkurn hjer. Hún þaut upp, snöggvast, en svo settist hún aft- ur og hjelt um höfuð sjer og ljet undan. — Það er besta ráðið, trúðu mjer til, sagði jeg. Ef til vill hefir það í raun og veru verið besta ráðið og ef til vill hefir Lotta meira að segja sans- ast á það. En það sem maður sansast á þarf ekki að ráða mestu um breytnina, þegar allar tilfinn- ingar eru í uppnámi og á ringulreið. Jeg held, að Lotta hafi gert það sem hún gat. Þegar jeg kom inn til hennar stundarfjórðúngi fyrir klukkan sjö, var kofortið hennar tilbúið og hún stóð þarna ferðbúin í þykku ullarkápunni og með húfuna á höfðinu. Við bárum kofórtið niður á milli okkar, og settum það upp í tóma bílinn, sem beið að húsabaki. Bíllinn var gljáfægður og bílstjórinn frá þorpinu kom með reikninginn fyrir bensín og olíu, sem hann hafði sett á hann. Lotta tók róleg budduna sína upp úr handtösk- unni, greiddi reikninginn og gaf manninum vika- skilding. í þessu bili heyrðum við til Felix úr fjósinu hin- um megin við húsagarðinn. Hann vat að leika sjer að nýfæddu ketlingunum. Sennilega hefir hann hlakkað svo til að leika sjer við þessi fallegu litlu dýr, að hann hefir ekki getað sofið lengur og svo farið á fætur venju fyr, til þess að komast að þessum nýju leikföngum sínum. Andlit Lottu skalf, eins og á veiðidýri, sem finn- ur lykt og hún hljóp úr húsagarðinum og inn í fjósið. Var nokkuð við það að athuga? Stóra, hvíta kisan hefði gert nákvæmlega það sama, hefði einhver reynt að stía henni frá afkvæmi sínu. Stundarfjórðungur leið. Eldabuskan kom út í dyrnar og þegar hún sá bílinn standa ferðbúinn fyrir utan, sagði hún með ánægjuhreim: „Guði sje lof“, og fór inn aftur. Hún var góð og heiðar- leg sál og þótti vænt um húsbændur sína. Hún hafði sjeð, að allir virtust vera glaðið og ánægðir, þangað til þessi blái Buickbíll kom að dyrunum. Og nú var hún því fegin, að hann skyldi vera að fara aftur. Loksins kom Lotta aftur og Felix stökk og hopp- aði kringum hana. Þegar hann sá bílinn, sagði hann: — Hvert ætlarðu, Lotta frænka? — O, jeg ætla bara að skreppa til Miinchen, sagði hún. Röddin titraði, en hún brosti. — Jeg verð komin aftur í kvöld. — Lofaðu mjer með þjer, bað drengurinn og það með því meiri ákafa því meir sem hún reyndi i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.