Morgunblaðið - 09.02.1935, Síða 4

Morgunblaðið - 09.02.1935, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 9. febr 19?5, Uilöi ekki uinna! Umrenningur einn stóð fyrir dómstólnum í London. Þegar dóm- arinn spurði hann hvort hann vildi vinna ef hann gæti fengið at- vinnu, sagði hann: „Nei, nú hefi jeg ekki unnið neitt í 5 ár, hví skyldi jeg þá alt í einu fara að finna upp á þvíf' Enginn kaupandi. Risaskipið „l’Atlantique“, sem brann að mestu fyrir tveim ár- um er nú til sölu í því ástandi, sem það liggur í, í höfninni í Cherbourg, en enginn vdl gera boð í skipið. Getur hugsast að á- stæðan sje sú að hafnarleigan fylgir kaupunum, en hún eykst um 7500 franka daglega. Ístralía tekur stórlán. Hinn 14. janúar giftust þau í Róm Beatrice dóttir Alfons fyr verandi Spánarkonungs og Alles- sandro Toronia fursti. Við hjónavígsluna voru ítölsku konungshjónin, 52 prinsar og prinsessur, helstu aðalsmenn ítala og 4000 spanskir konungssinnar, sem höfðu ferðast þangað til þess að sýna spönsku konungsættinni hylli sína. Vakti þetta mikla gremju hjá stjórnarliðinu á Spáni, og ugg nokkurn, því að konung- sinnum er að aukast fylgi þar. Allessandro fursti er 23 ára gamall en brúðurin 25 ára. Þjóðverjar eru nú í óða önn að bæta samgöngur innanlands. Við það starf fær fjöldi at- vinnuleysingja atvinnu. Um alt Bayernríkið er nú t. d. verið að gera steypta vegi fyrir bíla og er tilætlunin að þeir ljetti mjög af járnbrautunum. Þessir nýju vegir eru ákaflega breiðir og svipar til nýjustu veganna í Ítalíu, þar sem ráð er gert fyrir því, að engin umferðaslys skuli koma fyrir, enda þótt fólk geti ferðast fram og aftur á miklu skemri tíma heldur en með járnbrautum. I Gene Tunney, fyrverandi heimsmeistari í hnefa- leik, er nú hættur að berjast, og ætlar að gerast stjórnmálamaður. Hann bauð sig fram í Connecticut við seinustu kosningar. Ástralía hefir ákveðið að taka nýtt lán að upphæð £ 22.384.000 með 3^/4% vöxtum og ætlar með úví að borga up'p önnur lán, sem éru með 5% vöxtuín. Þetta er í níunda smn, sem Átralía breytir lánum sínum. Konunglegt brúðkaup. Nýa danska konungsski pið. Danir hafa látið smíða nýtt konungsskip í staðinn fyrir „Niels Juel“. Hið nýja skip heitir ,,Dannebrog“. Myndin er tekin af skipinu þegar það var fullsmíðað og í þann veginn að láta úr höfn. I Tjekkóslóvakíu hefir að undanförnu verið mikil andúð gegn Þjóðverjum. Hafa þar verið haldnir æsingafundir margir gegn stefnuskrá þjóðernissinna og er mynd þessi tekin í Prag eftir einn slíkan fund, hefir lögreglan skorist í leikinn og er að tvístra fólkinu. Huey Song, ríkisstjóri í Louisiana í Banda- ríkjunum rjeðist nýlega með svæsn um orðum á Þjóðabandalagið. Hann sjest hjer í skrifstofu sinni. . Brúðkaup f Róm. Samgöngnmál i Þýskalandi. Háflug. Innan skams ætlar spanskur maður, Herrera að nafni, að reyna að komast upp í háloftin með flug belg og í opinni flugkörfu. Hjer sjest, frumsmíðin að þessum flug- belg og Herrera. Hann ætlar að vera búinn líkt og kafari þegar hann flýgur. Rubens-minnismerki þetta liefir verið reist í bænum Siegen í Westphalen í Þýskalandi. Er það þrjár konur, sem eiga að tákna borgirnar Siegen, Köln og Antwerpen, en hver þessara borga heldur því' fast fram, að málarinn hafi verið fæddur þar. Pranklin Delano Roosevelt sonur Roosevelts forseta. hefir hvað eftir annað orðið fyrir bíl- óhöppum að undanförnu og nú seinast var hann sektaður í Con- necticut fyrir það að hafa ekið of hratt. Hjer sjest hann vera að heilsa lögregluþjóninum sem stöðv aði hann og sektaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.