Morgunblaðið - 09.02.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 09.02.1935, Síða 8
8 IIOBGUNBEAÐSÐ ^augardagim^^ebr^l935. 5má-auglðsingar Tapast hafa gleratigu, á Tjarn- arbrunni, í gær. Finnandi beðin s að skila þeim í Tjarnargötu 49, £j| gegn fundarlaunum. Tarflfjelag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn á miðvikudaginn, 13. þ. m., kl. 8% e. h. á taflstofu fjelagsins í Mjóstræti 3. Tylorgunblaðið með morg- unkaffinu. •••••••••••••••••••••••••• — Yinur minn, sagði N. N. við rukkarann, hefirðu hugsað um það hvernig færi fyrir þjer og starfs- bræðrum þínum, ef allir borguðu út í hönd? Duglegan vjelstjóra, sem van- ur er við „Scandia“-mótor vantar nú þegar til Grindavíkur. Einnig vantar fanggæslu. Upplýsingar í Hafnarstræti 18 (matsölunni). Taða til sölu. Sími 3341. 1456, 2098, 4402 hafa verið, eru og verða, bestu fiskisímar bæjar ins. Hafliði Baldvinsson. Kaupum gamlan kopar. Vald. ^oulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Postulíns kaffistell, matarstell og bollapör með heildsöluverði. Laufásveg 44. Morgunblaðið með morg- unkaffimf. M orgfinstiind gefnr gtill í mttnd þeím, sem augíýsa í Morgttnbíaðínu. 2= Alveg tilbúnar af ýmsum gerðum á líkistuvinnustofu Tryggva Árna- sonar, Njálsgötu 9, sími 3862. Hvergi vandaðri frágangur nje sanngjarnara verð. — Líkbíll leigður fyrir sanngjama leigu. Sjeð um útfarir að öllu leyti. Spikfeitt kjöt, kjöt af fullorðnu fje seljum við framvegis á 40 aura Vt kg. og 50 aura y2 kg. í lærum. Heiðraðir viðskiftavinir eru beðnir að panta í tíma. — Auk þess þurfið þjer endilega að reyna okkar ágætu kinda- og hrossabjúgu. Milnersbúð, Laugaveg 48. Sími 1505. XilKeflavíkur, Garðs og” Sandgerðis daglega*kl. 67*. Frá Steindóri Aliir ntnna A. S.I. BABYLON. 21. fyrirætlanir sínar — ekki einu sinni föður sínum, sem heldur ekki var staddur í gistihúsinu þegar hún lagði af stað. Hún hafði klórað stutta orð- sendingu til hans, þess efnis, að hún yrði komin aftur eftir einn eða tvo daga, og sett brjefið í póstinn í Dover. Skipið var Marie Henriette, sem að mörgu leyti stóð skipum Guardlínunnar á sporði. Eitt af viðhafnarherbergjunum á skipinu var sýnilega setið, og það strax er skipið lagði af stað, því gluggatjöldin voru vandlega dregin fyrir gluggann. Nella vonaði ekki einu sinni að bar- ónsfrúin væri þarna á skipinu — hún gat alveg eins hafa náð í skipið, sem fór kl. 8, og það gat svo sem vel hugsast líka, að hún hefði farið eitt- hvert sem var í öfuga átt við Ostende. Samt var Nella ekki algerlega vonlaus um, að barónsfrúin kynni, þrátt fyrir alt, að leynast í herberginu með gluggatjöldunum fyrir og meðan á ferðinni stóð hafði hún aldrei augun af dyrunum og gluggunum á káetunni. Marie Henriette kom til Ostende stundvíslega klukkan tvö um nóttina. Þar var þessi venjulega þröng og skvaldur á bryggjunni. Nella gætti vel að dyrum káetunnar áðumefndu og loks fjekk hún þolinmæði sína launaða þannig, að dyrnar opnuðust, og fjórir miðaldra Englendingar komu út. Þeir höfðu sýnilega verið að spila alla leiðina. Það er víst ekki of mikið sagt, að hún hafi orðið gröm í geði. Hún ljet sem hún væri gröm við at- vikin, en sannleikurinn var sá, að hún var gröm við sjálfa sig — Nellu Racksole. Þama stóð hún klukkan tvö um nótt, farangurslaus, ein síns liðs í erlendri höfn, sem ekki hafði á sjer sem best orð og þar sem einhver verstu gistihús Evrópu eru. Hún labbaði um á bryggjunni dálitla stund og sá þá reykinn frá öðrum skipi, sem var að koma inn í höfnina. Hún spurði hafnarvörð, hvaða skip þetta væri og fjekk það svar, að það væri skipið, sem fór frá Dover klukkan 8, en hefði bilað og orðið að fara til Calais til viðgerðar og væri nú að koma hjer um bil fjórum klukku- stundum of seint. Hún hresstist í huga við þessa fregn. Fyrir augnabliki hafði hún skoðað sjálfa sig, sem einskisverðan klaufa, en nú fann hún, að þegar alt kom til alls, hafði hún verið klók og ráðug. Hún var sjer þess fullviss, að hún myndi finna Zerlinski-kvenmanninn á þessu seinna skipi og þakkaði sjálfri sjer það fyrirfram. Þannig er mannlegt eðli. Skipið virtist óendanlega lengi að komast inn í höfnina. Nella gekk út á hafnargarðinn til að sjá það betur. Borgin var þögul og næstum manntóm. Svipur hennar var falskur og óheillavænlegur. Hún tók að rifja upp fyrri sjer sögur, sem hún hafði heyrt um þessa glæsilegu borg, sem nokkurn tíma ársins geymir meiri hóp fanta og fúlmenna en nokkur önnur borg Evrópu, að Monte, Carlo kannske undantekinni. Hún mundi það, að hinir glæsilegu ævintýramenn allra þjóða söfnuðust hjer saman, annað hvort í gróðaerindum eða skemmt- unar, og að margir mögnuðustu glæpir síðustu hálfrar aldar höfðu verið útklaktir í þessu al- þ jóða-ræningjabæli. Þegar skipið lagði að landi, stóð Nella við land- göngubrúna, rjett hjá farmiðaumsjónarmanninum. Fyrsta manneskjan, sem steig á land, var ekki barónsfrú Zerlinski, heldur bara ungfrú Spencer í sinni eigin mynd. Nella flýtti sjer að byrgja and- lit sitt, og ungfrú Spencer gekk hröðum skrefum að tollbúðinni. Hún virtist þekkja borgina fullvel. Tunglskinið var bjart eins og dagur og Nella hafði gott tækifæri til að athuga hana vel .Nú sá hún greinilega, að barónsfrúin hafði verið engin önn- ur en ungfrú Spencer dulbúin. Göngulagið var hið sama, og höfuð- og mjaðmahreyfingar, en gráa hárið hafði vitanlega verið parruk og hrukkurnar var auðvelt að mála. Ungfrú Spencer, sem var nú með sitt venjulega gula hár, komst gegn um tollbúðina tafarlaust og Nella sá, að hún náði í lokaðan vagn og hvíslaði einhverju að ökumann- inum. Vagninn fór af stað, en Nella stökk upp í annan, sem bar að í því bili, og var opinn. — Eltið þjer þennan vagn, sagði hún við öku- manninn á frönsku. — Bien madame! Ökumaðurinn sló í hestinm. og hann þaut af stað svo glamraði í steinlagning- unni á götunni. Það virtist sem ökumaðurinn værE alvanur að elta vagna. i — Jæja, þá byrjar gamanið, sagði Nella við> sjálfa sig. Hún hló, en hjartað sló ákaft og óró- lega. Nokkra stund var hinn vagninn á undan. Hanrn fór næstum alveg í hinn enda borgarinnar og inn í þröngar götur, sem þar voru. Þá fór vagn Nellifc smátt og smátt að draga hann uppi. Fremri vagn- inn stansaði snögt fyrir framan hús eitt og ungfrú Spencer steig út. Nella kallaði til ökumannsins að' stansa, en hann ætlaði ekki að láta neitt ganga úr greipum sjer og var að berja hestinn, svo að hann heyrði ekki til hennar. Hann staðnæmdist við háa, dimma húsið, rjett í því augnabliki, er ungfrú Spencer hvarf inn í það. Fremri vagninn ók burt. Nella var óviss um, hvað gera skyldi, en steig út og fjekk ökumanninum peninga. 1 sama vetfangi opnaði maður dyrnar aftur, sem ungfrú; Spencer hafði horfið inn um. — Jeg þarf að tala við ungfrú Spencer, sagðl Nella án þess að hugsa sig um. Annað gat hennL ekki dottið í hug að segja. — Ungfrú Spencer? — Já, þún var að fara inn, rjett í þessu. — Það er vonandi alt í lagi? svaraði maðurinn. — Það vil jeg meina, svaraði Nella og gekk: fram hjá honum inn í húsið. Hún var steinhissa á. sinni eigin dirfsku. Ungfrú Spencer var rjett að hverfa inn í her- bergisdyr út frá ganginum. Nella elti hana inn í herbergið ,sem var illa útlítandi, eins og belgisk leiguhús eiga að sjer. — Jæja, ungfrú Spencer, heilsaði hún hinni fyrverandi barónsfrú Zerlinski. — Þjer hafið- sjálfsagt ekki búist við að hitta mig. Þjer fóruð úr gistihúsinu okkar svo snögglega í dag og álíka snögglega fyrir fáeinum dögum, svo mig langaði rjett að spyrja yður um nokkur atriði. Svo ungfrú Spencer sje látin njóta sannmælis,.. verður að segja, að enginn sá henni bregða. Húhi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.