Morgunblaðið - 24.02.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.02.1935, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 24. febr. 1935' Reykjavíkurbrjef. 23. febrúar. Þingið. Þing hefir nú setið í rúmlega -viku. En lítið hefir farið fyrir þingstiirfum, nema fyrsta daginn, •er samþykt var í báðum deildum og afgreidd sem lög frá Alþingi heimild til ríkisstjómarinnar til að taka nál. 12 miljón króna lán í Englandi. Eiga einar 7 miljónir að ganga til endurgreiðslu á fyrri lánum ríkissjóðs, og um 3,3 milj. til greiðslu á lánum Útvegsbank- ans. Svo mikið lá landsstjórninni á lieimild þessari, að þingmenn voru sem sagt varla komnir inn úr dyr- unum, er þeir voru kvaddir til að rjetta upp hendurnar til samþykk- is þessa. Magnús Sigurðsson bankastjóri annast lántöku þessa fyrir stjórn- in. ftalski markaðurinn. Þ. 18. febrúar gaf ítalska stjórn- ín út fyrirskipun viðvíkjandi tak- mörkunum á innflutningi til lands- ins. Ná reglur þessar til allra eða því nær allra vömtegunda, sem nokkuð kveður að í innflutningi Itala. Með tillhögun þessari æt.lar ítalska stjórnin að . draga úr •óþarfa innflutningi og koma því til leiðar, að þjóðir þær, sem selja vörar til ítalíu kaupi meira áf Itölum en áður hefir verið. Frá því tdskipun þessi kom út og til 31. mars gilda bráðabirgða- ákvæði um innflutninginn. Er ákveðið fyrir hverja vörutegund hve mikið megi flytja af henni til landsins á þessu tímabili. Fá inn- flytjendur úthlutað innflutnings- leyfum fyrir þetta vörumagn, sem miðast við ákveðinn hundraðshluta ./•. af því, er þeir fluttu inn á sama tímabili í fyrra, frá 19. febr. til 31. mars. En innflytjendum er í sjálfsvald sett frá hvaða landi þeir kaupa þessar vörur. Eftir blaðafregnum, sem blaðinu hafa borist, og komnar eru frá Berlín, hefir ítalska stjórnin í huga, að minka innflutning sinn í 10—35% af því sem hann var í fyrra. En um svo gífurlegar takmark- anir hefir ekki frjest hingað beina leið frá ítölskum stjórnarvöldum. Fiskurinn. Aftur á móti hefir það frjest, að ínnflutningsskamturinu, sem ætl- aður er saltfiski á tímabilinu ti! 31. mars, sje 20% af því, sem fluttist til landsins 19. febrúar til 31. mars í fyrra. En eins og fyr segir, eru víst engin ákvæði um það í stjórnar- skipuninni að skifta eigi þeim ino- flutningi milli viðskiftaþjóðanna i sama hlutfalli og áður var. Svo það virðist vera óvíst hvort það verða 20% eða meira eða minna, sem falla í hlut okkar fslendinga. Þá er það alveg óvist, hvað tek- ur við eftir 31. mars, hvort hægt verður að fá innflutningnum hnik- að meira eða minna til frá þeim bráðabirgðaákvæðum sem nú gilda, og hvaða kröfum má búast við um gagnkvæm viðskifti. Sveini Björnssyni sendiherra hefir verið falið að athuga hvort við íslendingar munum þurfa að bregða við td samningaumleitana við ítali, eða hvort horfur sjeu á að slík viðleitni beri árangur. En svar frá sendiherra var ekki komið, er blaðið vissi síðast. Um annað að hugsa? Þegar frjetirnar komu hingað um hinar nýju innflutningshöml- ur, og skýrt var frá því hjer í blaðinu, að eigi væri annað sýnna, en innflutningur á saltfiski til ítalíu myndi mjög minka, þá var þess getið til, að frjettir þessar kynnu að vekja „rauðálfana“ í stjórnarherbúðunum til umhugs unar um annað en það sem hing- að til hefir verið efst á baugi hjá þeim, að fylla eyðsluhítir sína-r, með skattaáþján á landsmenn. Dagblöð stjórnarinnar hjer í bænum hafa tekið tilgátu þessari mjög illa, og skoðað hana ósvífna. Þó er eins og eitthvað hafi þa r skrafskjóður rumskast, sem blöð. þau fylla daglega með ritgjálfri sínu, og þeim finnist, að hjer kunni að vera alvara á ferðinni. En svo vanir eru þessir menn að láta vandamál þjóðarinnar sem vind um eyru þjóta, að þeim i bregður vitanlega við, ef ein- hverjum tekst að ýta svo við þeim, að þeir verði á skjótri svipan glað vakandi. Eáðgjafarnefndin. Þrír af dönsku fulltrúum ráð- gjafarnefndarinnar eru komnir hingað í vetrarheimsókn til þess að ræða um viðskiftamál Islend- inga og Dana. Síðan þjóðir þær, sem mest kaupa af afurðum okkar íslend- inga eru teknar að kref jast gagn- kvæmra viðskifta liggur það í hlut arins eðli, að erfitt er eða óger- legt að halda uppi sömu vömkaup- um í Danmörku, eins og verið hef- ir, nema gagnkvæm viðskifti komi á móti, og Danir sjái sjer fært að taka við meiru af ísl. afurðum en þeir hafa gert. Samkvæmt lauslegum útreikn- ingi höfum við keypt vörur í Dan- mörku fyrir um 300 miljónir króna síðan 1918, en Danir keypt af okk- ur fyrir um þriðjung þeirrar upp- hæðar. Auk þess hafa Danir haft*ýms- ar tekjur hjeðan, svo sem t. d. skipaviðgerðir er nema nokkrum miljónum króna o. fl. Reyikjavík og sveitirnar. Með langlundargeði, sem Is- lendingum er fremur óeðlilegt, hafa Reykvíkingar ár eftir ár hlustað á róg Ilriflunga um bæj- arbúa. Níði því og illmælgi hefir fylgt skipulögð ofsókn gegn hagsmunum bæjarmanna og at- vinnurekstri. Rógsiðja þessi og níð hefir ver- ið einn höfuðþátturinn í stjórn- málastarfi áhrifamanna Framsókn- arflokksins. 1 öllu þessu hafa Reykvíkingar sýnt alveg einstaka þolinmæði. En öllu má ofbjóða. Þegar meinfýsi Hriflunga í garð Reykvíkinga er komin svo langt, að hún lætur sjer ekki nægja al- menna ofsókn á efnahag bæjar- manna, með sívaxandi skattaálög- um og annari áþján, en teygir hramma sína inn á hvert einasta heimili, svo taka á fram fyrir hend ur húsmæðranna við dagleg störf þeirra og umhyggju fyrir heimil- um sínum, þá er svo langt gengið, að sjálfsbjargarviðleitni einstakl- inga kveður til almennra samtaka. Mjólkin. Dagskrármál Reykvíkinga um þessar mundir er mjólkursölumál- ið. Þó það sje málefni, sem efna- hagslega snertir aðeins Reykvík- inga og nærsveitir, er því fylgt með athygli um land alt. I því máli standa nú saman neyt endur, reykvískar húsmæður og mjólkurframleiðendur á Suðvest- urlandi alt austur að Ölfusá. Egill í Sigtúnum. Við Ölfusá tekur við ríki, eða öllu heldur ofríki Egils í Sigtún- um, sem um langan aldur var frægastur fyrir ötula framgöngu í sölu ólöglegs áféngis. Arftaki hans var Höskuldur. Síðar seldi Egill sig Sambandi íslenskra sam- vinnufjelaga, og verslun sína skuldugum bændum í Árnessýslu. Lætur hann síðan eigendur versl- unarinnar greiða sjer ráðherra- laun eða ríflega það fyrir að inn- heimta gamlar skuldir sínar, er hann á hjá þessum nýju „eigend- um“, sem lítið eiga, og notað við innheimtuna það offors og frekju, að saga hans er síðan eins og kapi- tuli kliptur út úr Einokunarsögu íslendinga, þegar sunnlenskir bændur áttu sem erfiðasta daga. Svona menn eru tdvaldir instu koppar í búri meðal Hriflunga. Svona menn eiga Reykvíkingar og mjólkurframleiðendur vestan Ölfusár í höggi við. Klaufabárðar. Mest ber á heimskunni og afkárahættinum í framkvæmd mjólkursölunnar. Hannes dýralæknir gefur út vottorð um að Korpúlfsstaðabúið sje frábært og mjólk þaðan hin hollasta. Hannes dýralæknir sam- þykkir með mjólkursölunefnd, að þessa mjólk, sem að hans áliti er best, sje of góð handa Reykvík- ingum, nema henni sje bland&ð saman við aðra mjólk. Mjólkursölunefnd biður Thor Jensen að framleiða „barnamjólk“ fyrir hærra verð en tíðkast í hans ágæta búi. Síðan lætur mjólkursölunefnd ríkisstjórnina taka leyfi af Thor Jensen að selja mjólk beint frá búinu, því áhöld og húsakynni sjeu að dómi útvaldra manna svo gölluð. Og nú má ekki hreinsa og geril- sneyða mjólk Reykvíkinga nema í mjólkurstöð, sem sömu útvöldu menn töldu svo gallaða, að eigi yrði komið í viðunanlegt lag. En „barnamjólkina“, sem mjólk ursölunefnd þóttist ætla að út- vega, bæjarbúum, ætlaði nefndin að fá úr fjósi á Kleppi, sem dubbað var upp í skyndi. En daginn eftir að nefndin hafði auglýst sölu „barnamjólk- ur“ úr Kleppsfjósi, fann einhver sjerfræðingur hennar það út, að fjósið á Kleppi fullnægði ekki þeim skilyrðum, sem nefndin hafði 'sjálf sett til „barnamjólkurfjósa“, og síðan er Kleppsmjólkin ekki lengur „barnamjólk“ heldur „hreinsuð" mjólk og kæld, en slíka mjólk mega bæjarbúar ekki fá frá Korpúlfsstöðum. Önnur eins illkvitni og annað eins óvita hringl, hefir hjer ekki þekst í framkvæmd neinna lag&, og er þá ótalin hlutdrægnin í brauðasölu, er skylda á bæjarbúa að kaupa brauð frá pólitískum klíkum, stífni við afgreiðslu og fleira og fleira. Ritstjóri Spegilsins kvartar. Hjer um daginn samdi ritstjóri Spegilsins „mjólkurlög" upp á sína vísu, þar sem hann tíndi til alt er honum þótti ólíklegast að vitibornir menn kynnu að setja í slík lög eða reglugerðir. En brátt kom að því, að þessi hugkvæmi maður sat eftir með sárt ennið. Mjólkursölunefndin hafði „út- fært“ meiri endemi, en ritstjóra Spegilsins hafði getað hugkvæmst. Yeruleikinn sýndi meiri afkára- skap og vitleysu en nokkrum gat dottið í hug að óreyndu. Ef bæjarbúar eiga að fá ógeril- sneydda mjólk hjá Samsölunni, þá þurfa þeir til þess læknis-„recept“. Daginn eftir að sú tdkynning kom frá mjólkursölunefnd var gefin út önnur, að til þessara alveg sjer-' stöku „meðala' ‘-kaupa, þyrfti „læknisávísun". Kínverjar nota mjólk aðallega sem læknislyf. Það kann að vera að mjólkursölunefnd hugsi sjer að koma mjólkurneyslunni á svip- að stig hjer. Nýju vjelbátarnir fóru í fyrsta róður sinn í fyrrinótt. Af v.jelbátum þeim, sem Reykjavíkurbær hefir látið smíða hjer, eru nú tveir minni bátarnir fullsmíðaðir og fóru þeir í fyrsta róður sinn í fyrra- kvöld. Bátana smíðaði Einar Einars- son bátasmiður o. fl. og eru þeir 22 smál. hvor og með 70/80 hesta Völund vjel. Annar bát- urinn heitir „Aðalbjörg" og eru eigendur Sigurður Þorsteinsson og Einar Sigurðsson. Hinn bát- urinn heitir ,,Hafþór“, og eru eigendur Þórður Guðmundsson og Annelíus Jónsson. Þriðji báturinn, sem er lang- stærstur, eða 50 smálestir, með 110/130 hestafla Völund-vjel, er nú langt kominn og kominn á flot. Hann hafa smíðað Daní- el Þorsteinsson o. fl. Báturinn heitir „Þorsteinn“ og eru eig- endur Jón Sveinsson og Torfi Halldórsson. Allir eru bátar þessir fram- úrskarandi traustlega smíðað- ir, og er styrkleiki þeirra 16— 18% umfram þær kröfur, sem „Veritas“ gerir um styrkleika. Þeir eru og með öllum nýtísku þægindum og hafa allir tal- stöðvar, þótt ekki sje búið að setja þær í þá enn. Þær koma ekki fyr en 27. þ. mán. Teikningar að bátunum gerðu þeir Bárður Tómasson og Haf- liði Hafliðason skipasmiðir og hefir Hafliði haft umsjón með smíðinni. Fjórða bátinn, jafn stóran „Þorsteini“ (50 smál.), á að smíða bráðum og er efni í hann komið. Saarlotte. Mildð var um dýrðir í Þýska- landi eftir atkvæðagreiðsluna í Saar. Þjóðverjar sýna hrifningu sína með ýmsu móti, og það nýj- asta er, að skíra stúlkubörn Saar- lotte, í staðin fyrir gamla nafnið Charlotte. HókUÍMOH Lækjargötu 2. Speglar frá Belgíu Sjerstaklega gott úrval af speglum með og án ramma, er nú nýkomið. Einnig verð- ur framvegis fáanlegt spegla gler, skorið eftir máli- Verð- ið ótrúlega lágt. JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. íbúð 3 herbergi og eitt minna, á- samt eldhúsi og öllum þæg- indum, óskast til leigu 14. maí n. k. Tilboð merkt: „íbúð“ sendist A. S. I. í Aðventkirkjunni verður guðsþjónusta í kvöld kl. 8. Ræðuefni: Hver er andkristurinn? Allir hjartanlega velkomnir! O. Frenning. Til Halldðrs ð Hranneyrl á sextugsafmælinu, 14. febr. 1935. Halldór minn! Heyrðu vinahópinn þinn: Bændur allra íslands dala, englameyjar himinsala hylla þig nú, höfðinginn, Ilalldór minn. Garðarsey! Elskulega yngismey, unnustana áttu marga, allir, vilja hjálpa, bjarga að gjörningar þjer grandi ei, Garðarsey. Halldór þar, fremstur æ í flokki var, lagaði fagra lokka þína, ljet þjer bro,s úr augum skína, helgaði þjer hjarta og sál. Halldórs skál! Ing. Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.