Morgunblaðið - 15.03.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 15. mars 1935. I D ROTTIR Olympsklúbbur Islanös. Iþróttaleiðtogar. Það þarf ekki að benda þeim mönnum, sem ætla sjer að fá ódýra og skemtilega ferð ti Þýskalands og Olympsleik .anna 1936, að ganga í klúbb inn okkar. Meðlimum hans fjölgar jafnt og þjett, og því nær jafn mikið af konum sem körlum. En það er annað, sem leggja verður meiri áherslu á. Fyrst *er það, að best og hagkvæm ast er að byrja sem fyrst að spara saman í fargjaldið, greiða frá byrjun viku. eða mánaðarafdragið inn í við skiftareikning sinn. Vegna þess að þátttakan er óbundin, hafa sumir aðeins greitt fyrir fje- lagsskírteini sitt, en hafa lítið sparað saman enn upp í far- gjaldið. En því fyr næst far .gjaldið og með því ljettara móti, sem fyr er byrjað að ■spara það saman. Stjórn klúbbsins vill enn- fremur benda íþróttamönnum og konum á, að gerast sem fyrst meðlimir. Það eru allir velkomnir enn þá,. en það er hug&anlegt að svo geti farið, að takmarka þurfi þátttökuna í ferðinni. Verður þá ekki hægt -að fara eftir öðru en því, að þeir missa af ferðinni, sem ekki koma fyr en seint og síðar meir. Athugið þetta áður en það verður um seinan. Skrifstofu- timinn er á miðvikudögum kl. >6—7 á skipa-afgreiðslu Jes jZimsen. K. Þ. Islenskur hnefaleikari. H. Tómasson. I byrjendakepninni síðustu í Danmörku kepti íslenskur sjó- maður H. Tómasson í fjaður- vigtar-hnefaleikaflokki. Þótti hann heldur harðger, því hann vann alla kappleiki sína á „knock out“ og varð byrjenda- Menn munu hafa veitt því eftirtekt að íþróttamenn eru töluvert gefnir fyrir deilur um málefni sín, og að þær deilur stundum eru harðar og óbil- gjarnar. Það er nú ekki svo undarlegt að ungir menn með heitu blóði, deili með krafti og ákafa ef tilefni gefst til. En yfirleitt er það þó svo, að í þróttamenn eru of stórorðir og harðdrægnir í málafærslu sinni. Öllum getur skjátlast o^ íþróttamenn, stjórn, í. S. í., íþróttai’áðin, stjórnir einstakra fjelaga o. s. frv., eru þar eng in undantekning. Margt getur einnig orðið til þess, að ýms verk og framkvæmdir vinnist ekki eins fljótt og vel og frek- ast verður á kosið. Stendur þá vanalega ekki á aðfinslunum. Aftur á móti virðast flestir gleyma því, að íþróttamenn og leiðtogar verða að vinna þessi störf í hjáverkum, því þeir fá engin laun fyrir að vinna að íþróttamálum. Þó kemur það fyrir (venju- lega eftir margra ára launa- laust starf), að íþróttamaður eða leiðtogi fær styrk eða lán til að kynna sjer eitthvað stafi sínu viðkomandi, svo að hann framvegis (launalaust), geti unnið betur að viðgangi í- þróttamálanna. En þá er hitt jafn víst að einhver verður til að telja þetta eftir. Og þó verð- ur viðkomandi nær undantekn- ingarlaust að verja töluverðu fje úr eigin vasa til viðbótar styrknum. Aðfinslur í þessum efnum eru oft bygðar á mis- skilningi og stundum, því mið- ur á öfund. íþróttaleiðtogarnir vita það, að þeir geta aldrei gert öllum til hæfis og þessvegna eiga þeir á hættu að fá ávítur og jafn- vel skammir þó þeir gegni störfum sínum eins vel og þeim er frekast mögulegt. Ef slíkar aðfinslur eru á rök- um bygðar er reynt að lagfæra það sem mistekist hefir. En sjeu þær aðeins sprottnar af vanþekkingu, öfund eða per- sónulegri illgirni, en slíkt kem- ur því miður fyrir, þá láta þeir menn, sem fyrir því verða það afskiftalaust eins lengi og unt er, vegna þess, að slíkar deil- ur skaða íþróttamálin. En kom- ist þeir ekki hjá því að svara, t.. d. þeim óþokkum, sem nota íþróttamálin til persónulegra árása og draga þau niður í sorpið, þá er það gert hlífð- arlaust. Enda eiga slíkir ó- sokkar hirtingu skilið. En hin miklu ómetanlegu aun íþróttaleiðtoganna felast í þeirri innri ánægju og gleði, leiðtoga íþróttamanna er árás- agrein sú á forseta í. S. I., sem birtist í Nýja Dagblaðinu fyrir skömmu. Og það er rj,ett að taka það fram strax, að þessi grein er ekki eftir neinn íþrótta mann. Þessi grein á að heita viðtal vio Guðlaug Rósinkranz. Veit jeg ekki hvox't hann með þessu hygst að hefna sín á forseta í. S. í. vegna einhvers ágrein- ings þeirra í milli. En það er áreiðanlegt að þetta ,,viðtal“ mun ekki auka virðingu G. R. nje þess fjelags sem hann er ritari fyiúr. Hafi G.R. einhverj ar ákærur að flytja á forseta í. S. í. ætti hann að bera þær fram, i'ökstyðja þær og vei'a reiðubúinn til að standa við það, sem hann segii*. í þessu „viðtali“ er reynt að hæðast að B. G. W., fyrir það að hann er forseti sambandsins, og for- setanafnið ávalt sett innan til- visunari^íiei'kja. Býst jeg þó við að hann, sem forseti þess sam- bands, sem telur yfir 10,000 manns, eigi jafn mikinn rjett á því, eins og forsetar og starís menn annara sambanda hjer á landi. Að hæðast að því að hann er forseti í. S. I. er móðg- un við alla íþróttamenn þessa lands. Veit jeg, að þeir munu svara þessari árás á viðeigandi hátt ef nauðsyn krefur. Það er skylda þeirra gagnvart þeim manni, sem þeir ár eftir ár hafa sýnt það traust að þeir hafa kosið hann forseta sinn Reykjavík 11. mars 1935. K. Þ. I þróttayf i rl it. 1,1 Hnefaleikar. meistari. Hann er sagður 34 ára gamall, en ekki hefir mjer sem vinnan í þarfir hins góða tekíst að komast að því hverra og göfuga málefnis veitir. Alt manna hann er. Væri gaman þettta veitir ekki af að minna ef einhver gáeti gefið upplýs- ingar um þennan íslenska hnefaleikara. K. Þ. á svo almenningur viti það framvegis. Max Baer — Buddy Baer. Heimsmeistarinn í hnefaleik, Max Baer, hefir háð þó nokkra kappleiki undanfarið. Hafa það verið svo kallaðir „no decision“ kappleikir og aðeins verið bar- ist 4 lotur, en þegar kept er um heimsmeistaratignina skal berjast 15 lotur, ef annar hvor hefir ekki unnið áður. Baer hefir borið langt af keppinaut- um sínum og „slegið suma út“ þar á meðal King Levinsky, í 2. lotu. Bróðir Baers, Buddy, sem er 19 ára að aldri en þó stærri og þyngri en stóri bróðir Max, hefir einnig haft um 12 kapp- leiki undanfarið og unnið alla, nema einn, á „knock out“. Tel- ur Max Baer hann vissan næsta heimsmeistara. Milliríkjakepni í hnefaleik milli Svía og Norðmanna fór þannig að Svíar sigruðu. Unnu 6 þyngdarflokka en Norðmenn 2. Sömluleiðis unnu Svíar Finna 6— 2 og Norðmenn Dani með 7— 1. K. Þ. Vetraríþróttir. Skautakepni. Skautafarir ei'u ekki síður gagnlegar og skemtilegar en skíðafarir enda eiga þær mikl- um vinsældum að fagna víðs- vegar um heiminn. \ rtv. p Sonja Henie. 1 listhlaupi á skautum fyi'ir konur var kept í s.I. mánuði og enn bar norska stúlkan Sonja Henie af öllum. Er þetta í 9. sinn er hún vinnur heimsmeist- aratignina og oft hefir hún oi'ð- ið Evrópu- og Noregsmeisai'i. Þó er hún aðeins 23 ái'a að aldi'i, en hún hefir kept síðan hún var barn, og oftast unnið. Við þessa kepni voru 7 dóm- arar og voru þeir allir sammála um að Sonja hefði sigrað. Nr. 2 varð Cecilia Collegde, Eng- landi, 3 Vivi Ann Hulthén, Sví- þjóð, 4 Hedy Stenuf (sú sem Kipura heíir svo miklar mætur á) og 5 G. Butler, Englandi. Ætlar nú Sonja að æfa af kappi og taka þátt í næstu kepni um heimsmeistaratignina og Olympsleikunum. Eitthvert ljótasta dæmi þess, hvernig stundum er ráðist á Ivar Ballangrud, heimsmeistari í hraðskauta- hlaupi. Skíðafarir. Með hverju ári sem líður fjölgar þeim sem iðka hina fögru og nytsömu skíðaíþi'ótt. öll gistihús í Sviss, Tjekkóslóva kíu, Þýskalandi og annars stað ar eru full af fólki, sem þang- að fer til skíðaiðkana. Allir — yngri sem eldri — sem með nokkru móti geta því við kom- ið, fara að heiman í lengi'i eða skemri tíma til þess að hressa sig í heilnæmu fjallalofti og ganga á skíðum. Fyrir þá fi'æknustu er svo efnt til kepni á skíðagöngu, stökki o. s. frv., og þjóðii'nar senda sína bestu íþróttamenn á þessi mót. Undanfarið hefir hvert mótið rekið annað og enn hefir það sýnt sig að Norðmenn standa flestum, ef ekki öllum, þjóðum fi'amar í skíðaíþróttinni, en Finnar og Svíar næstir þeim. Iþróttamenn þessai'a þjóða, sjerstaklega Norðmenn, hafa unnið hvern sigurinn af öðrum víðsvegar um Evrópu undan- farið. I Þýskalandi, Tjekkóslóva kíu, Póllandi og í Holmenkoll- enhlaupunum í Noregi hafa þeir verið bestir, og yrði það of langt upp að telja alt saman. En við íslendingar gleðjumst yfir því að þeim tekst að standa svo framarlega, frændum okk- ar, og gaman væri ef við með tíð og tíma gætum komist veru- lega áleiðis í skíðaíþróttinni. Hefir þó nokkuð áunnist, því sífelt fjölgar þeim, sem skíða- göngur iðka hjer á landi. Og þó langt sje þar til við getum kept við bestu skíðamenn ann- ara þjóða, ber þó að meta það stai'f, sem forgöngumenn skíða- íþróttarinnar hjer á landi hafa lagt fram þessari íþrótt til efl- ingar, og styrkja þá og styðja í starfi þeirra. Ættu því sem flestir íslend- ingar að iðka skíðafarir á vetr- um sjer til gagns og skemtunar og gagna í þau íþróttafjelög, sem þá íþrótt hafa á stefnu- skrá sinni. Is-hockey. Allir íslendingar muna eftir því er íslenski Kanadaflokkui’- inn ,,Fálkarnir“ sigruðu í is- hockey á Olympíuleikunum 1920. Nú hefir Kanada-flokkur enn unnið heimsmeistaratign í þessari íþrótt. Úrslitaleikui'inn var milli þeirra og Svisslend- inga og sigraði Kanada með 4:2 og er því heimsmeistari í is-hockey. Nr. 2 Sviss, 3 Eng- land, 4 Þýskaland, 5 Svíþjóð. Skíðakonungur Norðmanna Thorleif Haug er látinn fyrir skömmu. Eiga Noi'ð menn þar að baki að sjá ein- hvei'jum frægasta og glæsileg- asta íþróttamanni sínum. 6 sinn um sigraði hann í 50 km. skíða göngunni í Holmenkollen og hann varð þrefaldur meistari á Olympsleikunum 1924 og vann ótal sinnum í allskonar skíðakappmótum heima og ei'- lendis. En lengst mun hans þó minst, sem hins ágæta íþrótta- keppanda, sem aldrei gafst upp, en sem altaf gaf alt og hið besta sem hann átti til í hverri kepni og hverri raun, og sem hins mikla drengskapar- manns bæði í íþróttum og dag- legu lífi. Hin norska þjóð mun lengi muna íþrótta-mikilmenn- ið Thorleif Haug. K. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.