Morgunblaðið - 15.03.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1935, Blaðsíða 7
Fltotiidaginn 15. mars 1935. M 0 RGUNBLAÐIÐ II ■mmsm Aövörun til fúkúfflytjenda. Samkvæmt B. gr. laga nr. 76, 29. desember 1934 um fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o. fl., má enginn bjóða til sölu, selja eða flytja til útlanda fisk, nema með leyfi fiskimálanefndar. Samkvæmt þessu má enginn gera bindandi sölutilboð um fisk, nje semja um sölu á honum til útlanda nema hann hafi áður fengið útflutningsleyfi. Þegar sótt er um útflutningsleyfi verður að tilgreina ákvörðunarstað, ákveðið verð miðað við fisktegund, magn og stærð fisksins. Brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum sam- kvæmt ákvæðum tjeðra laga. FISKIMÁLANEFNDIN. Gylden Axe haframföl í 50 kg. pokum fyrirliggjandi. Báta. nothæfa vftð færeyskl fiskiskflp vantar. Uppl. hjá O. Eíiingsen og hjá Slíppfjelaginu. Dsnsklúbbur Revklovfkur. < >4-'i. Dansleikur að Hótel Borg, laugardaginn þ. 23. mars. — Meðlimir klúbbsins eru vinsam- lega beðnir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst í Tóbaksverslunina „LONDON“. STJÓRNIN. ViilafalgarinB handtekinn. Hefir falsað 11 víxla. Lögreglau hefir nú náð í Bene- dikt Jóhannsson, sem falsaði víxl- ana. Var hann kominn ,til Grinda- víkur, og var hreppstjóranum g-erð boð að handtaka hann og flytja liingað til bæjarins. Kom hann með manninn í gær- morgun til bæjarins, og var Bene- dikt úrskurðaður í gæsluvarðhald. •Tónatan Hallvarðsson, lögregln- fuiltrúi tók Benedikt í yfirheyrsl- ur í gærmorgun og játaði hann þá að hafa falsað 11 víxla, 8 í Lands- bankannm og 2 í Útvegsbankan- um, en 1 hafði hann falsað í sum- ar og ætlaði að selja, en tókst það ekki. Víxlarnir í Útvegsbankanum «arn að upphæð 780 og 150 krónur og hefir hann frámlengt hærri víxlinum tvisvar sinnum. Víxlarnir í Landsbankanum eru, eins og áður er sagt, 8 talsins. Giskaði hann á upphæðir þeirra og lielt þær vera frá 80 krónum upp í 350. Annars fekk Jónatan Hall- varðsson skýrslu frá Landsbank- anum seinni hluta dagsins í gær, en hann var ekki búinn að kynna sjer hana er blaðið átti tal við hann. Nafn Ingimundar Jónssonar hefír B. J. falsað á 4 víxla. Báða víxlana í Útvegsbankanum og 1 í Landsbankanum, auk þess á víx- ílinn, sem honum tókst ekki að selja. Hin nöfnin, sem hann hefir falsað eru: Nafn Einars Gísla- sonar í Leirárgörðum á 5 víxla, nafn Þorleifs Sívertsens úrsmiðs á 1 víxil og nafn Guðmundar bróð- ur sins, sem á heima uppi í Borg- arfirði. Benedikt hefir áður lent í á- fesgislagabroti og smáþjófnaði. ^langanesiM bfargað. f gænnorgnn fann færeyska fískiskipið „Nelly“ fiskiskipið „Langanes“ á reki suður af ^eykjanesi. Skipverjar á „Langanesi“ yfir- ■gáfu skipið á mánudagskvöld. Hafði það fengið á sig brotsjó, ■er braut báðar siglur, tók íit báða skipsbátana og- laskaði skipið Tneira, svo að talið var víst að það mundi sökkva. Bjargaði færeyska fiskiskipið „Mignonetta* ‘ skipver jum af „Langanesi“ og fór með þá til Vestmannaeyja og’ ætluðu þeir utan með Goðafossi. „Nelly“ tók „Langanes“ í eftir <lrag og var væntanleg með það hingað í nótt. Verkfallinu við Normandie afstýrt. London, 13. mars. FÚ. Verkamenn, sem vinna við að fullgera franska stórskipið Nor mandie, hjeldu fund með sjer seint í kvöld, og tóku%þá ákvörð un, að hefja ekki verkfall, en ganga að þeim skilyfðum um kaup fyrir eftirvinnu, sem þeim voru boðin. Árásarmenn dæmdir. í gær kvað lögreglustjóri upp dóma yfir piltunum sem rjeðust á konuna á Laufásveginum um dag- inn. Aðalmaðurinn, Stefán Agnar Magnússon og Mons Olsen, voru dæmdir í 8 mánaða betrunarhúss- vinnu, óskilorðsbundið. Hinir þrír, sem með þeim voru, þeir Alfred Haraldur Antonsen, Hannibal Þor- lákur Guðmundsson og Ólafnr Óskar Guðmnndsson, voru dæmd- ir í 6 mánaða fangelsi við venjn- legt fangaviðurværi, skilorðsbund- ið. — Einnig voru dæmdir tveir piltar, sem lent höfðu í þjófnaðar- máli með Alfred. Guðmundur Jón- asson var dæmdur í 30 daga fang- elsi, venjul. fangaviðurværi, óskil- orðsbundið og Jón Jóhannesson í 15 daga fangelsi, skilorðsbundið. Dagbók. I. O. O. F. 1 s 1163158*/* —XX Veðrið (fimtud. kl. 47): Yfir íslandi og fyrir norðaustan land er grunn lægð, sem veldur hægri N-lægri átt nm mestan hlnta lands ins. Aðeins á SA-landi er vindur SV-Iægur. Hiti er 2—5 st. á S- óg A-landi en um frostmark annars staðar. Ný lægð er að nálgast úr suðvestri. og mun valda vaxandi A—SA-átt hjer á landi í nótt og á morgun með rigningu a. m. k. sunnanlands. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass SA eða A. Rigning öðru hvoru. Leifur Einarsson harmoniku- leikari kom að Lauganesspítala 8.1. sunnudag og skemti sjúkling- um þar með harmonikuspili. Sjúkl- ingar hafa beðið Mbl. að skila kæru þakklæti fyrir komuna. Eimskip. Gullfoss fer frá Kaup- mannahöfn í dag. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum síðdegis í gær, á leið til útlanda. Brúarfoss er í London. Dettifoss fór vestur og norðnr í gærkvöldi kl. 10. Lagar- foss • á Skagaströnd í gær- morgun. oelfoss er í Reykjavík. Farþegar með e.s. Dettifossi vestur og norðnr í gærkvöldi: Rannveig Tómasdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ingvar Guðjónsson, Ólafur Jónsson, .Tón Kristjánsson, síra Jón Jóhannesson, Kristinn Guðlaugsson, Jón Fjalldal, Jónas Tómasson, Aðalsteinn Richter, Herr A. Larsen, Capt. A. Andres- sen, Garðar Jóhannesson, Guðrún Bjarnadóttir, Sigrún Pálmadóttir, Hulda Ólafsdóttir, Príða Torfa- dóttir, Magnús Konráðsson, o. fl. í . trjágarði . Hressingarskálans eru trjen farin að springa út og bletturinn er grænn undan snjón- um. 1 gær var í fyrsta sinn á vetr- innm drukkið kaffi þar úti. Allar K. R.-æfingar falla nið- ur í dag- í K. R.-húsinu, vegna skreytingar á húsinu fyrir afmæl- ishátíðina, sem haldin verður ann- að kvöld. Lántakan í Englandi. í ensku blaði segir um það leyti, sem nýa lánið var tekið í Englandi, að frá íslandi komi ekkert annað en lán- beiðnir og loftlægðir. Goðafoss var í Vest.mann.aeyj- um í gær og tók þar til útflutn- ings 130 smálestir af lýsi, 2000 pakka af saltfiski og nokkuð af ísuðum fiski. Mokafli var í Vestmannaeyjum í gær og hefir verið þar að undan- förnu þegar á sjó hefir géfið. Leikkvöld Mentaskólans. gjón- leikurinn „Henrik og Pernilla“ verður sýndur í Iðnó í kvöld. 1 blaðinu í dag er ritdómur um fyrstu leiksýninguna. Þorsteinn Símonarson eand. jur. liefir verið settur sýslumaður í Barðastranda rsýsl u. Hann hefir að undanförnu gegnt sýslutnanns- störfum þar í f jarveru Bergs Jóns- sonar. Allir Reykjavíkurbátarnir voru á sjó í gær og öfluðu dável. Betanía. Föstuguðsþjónusta verð ur í kvöld kl. 8Bjarni Jónsson talar. AUir velkomnir. Hjónaefni. í gær opinberuðu trú lofun sína ungfrú Emilia Frið- riksdóttir frá Súðavík og Ingimar Sigurðsson, garðyrkjum., Fagra- hvammi. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Áheit frá ónefndum 2 kr.; afh. af S. Á. Gíslasyni, frá S. Sigurjóns- syni frá Brandon fyrir gömnl frí- merki 2 kr. Kærar þakkir. 01. B. Björnsson. Húsmæður. Munið, að skrif- stofa Húsmæðrafjel. í Lækjar- torgi 1, annarri hæð, herbergi 11, er opin frá kl. 5—7 daglega. Á þeim tíma verða skírteini afhent og þangað geta konur sótt upp- lýsingar. Sími 4292. 1686 er símanúmer kosning'a- skrifstofu útvarpsins. Eftir nánari fregnnm, sem blað- ið fekk í gær um fráfall Þorfinns heitins Jónssonar, fanst lík hans ekki við Rauðavatn, heldur í liolti skamt suðaustan við Baldurshaga. Frakkneski sendikennarinn, nng- frú Petibon, flytur í kvöld kl. 8 fyrirlestur í Háskólanum um „la Raee francaise“. Silfurbrúðkaup áttu h þriðjn- daginn var frú Guðrún og Sigurð- ur E. Hlíðar, dýralæknir, á Aknr- eyri. Höfðu þáu boð inni á Hótel Gullfoss, og var sest undir borð klukkan 18. Boðið sátn alls 47 manns. Aðalræðumenn vorn Sig- urður Eggerz bæjarfógeti, síra Friðrik Rnfnar sóknarprestur og Böðvar Bjarkan lögmaður. Síðar nm kvöldið buðu þau gestTmum heim á heimili sitt og var setið undir kaffiborðum, við ræðuhöld og söng, til kl. 2 um nóttina. (F.Ú.). Kosningaskrifstofa útvarpsins. Kosning í útvarpsráð fer nú fram í húsi Páls Stefánssonar við Lækj- artorg (þriðju hæð), kl. 1 til 5 og kl. 6 til 8. Sjálfstæðismeim látið ekki dragast að koma þangað og kjósa B-listann. Skrifstofan er ekki opúi á sunnudögum. Sparisjóðnr Akureyrar. Síðast- liðinn sunnndag var haldinn aðal- fundur Sparisjóðs Aknreyrar. — Endurskoðaðnr reikningnr sjóðs- ins fyrir síðastliðið ár var lagður fram og samþyktur. -— Niðnr- stöðutölur reikningsins voru 310.522.81 kr. — Þar af varasjóð- ur 18.300.00 krónur. — Á árinu voru keyptir víxlar fyrir kr. 346.569.67, veitt sjálfskuldarlán kr. 42.500.00. Ágóði lagður við varasjóð var 5000.00. Stjórn sjóðsins skipa O. C. Thorarensen, Sverrir Rngnars og Jón Guð- múndsson. (F.Ú.). Lindbergsmálið. Nýlega hafa menn fundið tvo af seðlnm þeim, sem voru í lausnarg jaldinu er Lindbergh greiddi bófunum. Fund- ust þeir í umferð í Boston. Geta menn sjer þess til, að þetta geti haft áhrif á mál Hauptmanns. Kolaskip, sem hjer hefir verið undanfarið, fór í gær. Sjálfstæðismenn! Látiö ekki dragast að greiða atkvæð' á kjör- stofu útvarpsíns við Latkjartorg og kjósa B-listann. Magnús Jónsson alþm. þaif að komast i útvarpsráð. Sj ilfstæðis- menn geta komið honum að, með því að fjölmenna í kjörstofu út- varpsins við Lækjartorg og kjósa B-listann. Útrýming f járkláðans. í fyrra dag var lokið akvæðagr. í Nd. um breytingartillögur við frv. landbúnaðarnefndar um útrým ing fjárkláðans. Feldar voru með 14:13 atkv. tillögur P. Ottesen og Þorbergs í Hólum, uni að fyrirskipa árlega þrifa- böðun með ströágu eftirliti, í stað útrýmingarböðunar. En samþ. var með 16:12 atkv. til- laga frá Gísla Sveinssyni um það, að skylt væri að undan- skilja þau hjeruð frá útrým- ingarböðun, þar sem fjárkláða hefði ekki orðið vart í 5 ár. Fyrirspurn. Hvernig stendur á því, að hætt er að útvarpa eftir- miðdagshljómleikum frá Hótel fs- land? Þeir voru mjög skemtiíegir og vinsæUr. Mjer finst útvarpið , hafa alveg nóg af ,.dósamúsik“, þó það taki þá nothæfa lifandi músik, sem völ er á. Útvarpsnotandi. Farsóttir og manndanði í Rvík, vikuna 24. febr. til 2. mars (í svigum tölul' pæstu viku á und- an) : Hálsbólga 174 (147). Kvef- sótt 374 (167). Kveflungnabólga 2 (4). Stingsótt 3 (1). Iðrakvef 22 (6). Inflúensa 9 (11). Taksótt 4 (1). Skarlatssott 1 (1). Munnang- ur 4 (3). Heimakoma 7 (2). Raupabóla 1 (3). Ristill 1 (2). Þrimlasótt 1 (0). Kossageit 1 (0). Mannslát 14 (12). Þar a£ 3 utan- bæjar.. — Landlæknisskrifstofan. (FK.y,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.