Morgunblaðið - 26.03.1935, Page 8

Morgunblaðið - 26.03.1935, Page 8
JL MORGUNBLAÐIÐ Þrigjudaginn 26. mars 1935. Smá-auglósingar Vagnhestur og notaður vagn óskast til kaups. Upplýsingar í síma 3064. Nýja Fiskbúðin, Brekkustíg 8 er ávalt vel birg af nýjum fiski. Hringið í síma 1689. At- hugið húsmæður! Þjer getið fengið fiskinn hvort þjer viljið uppþrifinn og tilbúinn í pottinn eða á pönnuna. Hringið í síma rt89. Hársnyrting. Hárgreiðslustof- an Venus, Kirkjustræti 10, hef- ir fengið til sín sjerfræðing með ýmsar nýjungar í hársnyrtingu. líinnig ágætur augnabrúnalitur. Gjörið svo vel og hringið í síma 2637. Litla Blómabúðin, Skóla- vprðustíg 2, sími 4957. Mikið úrval af allskonar matjurta- og blómafræi. Enn fremur Blómlaukur, Georgínur, Gladí- ólur, Begóníur og Anemónur. Alt mjög ódýrt. Maturinn á Café Svanur er góður og ódýr. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. BÓKBANDS-VINNUSTOFA mín er í Lækjargötu 6 B (geng- ið„ inn um Gleraugnasöluna). Anna Flygenring. „Spírella“. Munið eftir hinum viðurkendu Spírella-lífstykkj- úm. Þau eru haldgóð og fara vel við líkamann. Gjöra vöxt- inn fagran. Skoðið sýnishorn á Bergstaðastræti 14. Sími 4151. Tfr viðtals kl. 2—4 síðd. Guð- rún Helgadóttir. 3ilorgtttií)Iaí>i£i ll$Ir kaupendur að Morgunbíað- intL fá blaðlð ó- kcypfs tíl næst- komandí mán- aðamóta.-------- Pantið blaðið í sima 1600. Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. Notið vörur. )) fltaTHm I ÖLSEINl (( Biðiið ávalt iim liið besta. EQGEKT CLABS8EN Skrifstofa: Oddfellírwtr^isiB, Vonarstrætl 10. (ftmgangur rnn ansfenrdyr). T 35 aura ágæt postulíns-bollapör. Matardiskar, djúpir og grunn. 0.45 Desertdiskar margar teg. 0.35 Matarstell 6 manna 12.75 Oskubakkar m. teg. frá 0.50 Kökudiskar frá 0.50 Matarskálar frá 0.75 Fægiskúffur 0.75 Hárgreiður m. teg. frá 0.35 Höfuðkambar frá 0.35 Vasahnífar m. teg frá 0.75 Tappatogarar 0,25 Barnaboltar frá 0.75 Bamahringar frá 0.35 Dúkkur m. te*g. frá 0.75 Hálsfestar m. teg. frá 1.00 L A J u K U r R ♦ 1 Sími 1 J1234| í Bankástræti 11. Góð Iiú$cign til sölu.. Sólríkt hús í austurhluta bæjarins, örstutt frá miðbænum, er-■ til sölu nú þegar. Fasteignin er með íbúðarkjallara, tveimur hæðum og herbergjum í rishæð. — Útborgun stilt í lióf. Greiðsluskilmálar að öðru levti þægilegir. — Allar nánari upplýsingar gefur Gunnar E. Benediktsson, lögfr.^ Bankastræti 7. Viðtalstími 4—5. Símar 4033 og 3853.. Xil Eyrarbakka og Stokkseyrar Byrjum okkar hentugu eftirmiðdagsferðir á morgur kl. 5'/2 síðd. Bifreiðaslðð §feindórs. Sími 1580. BABYLON. 52. — Jeg varð ekki beint ósáttur við hann. En jeg fann hann eitt kvöld vera að smyrja lík'í einu við hafnarheberginu .... — Hvað segið þjer? — Jeg fann hann vera að smyrja lík í svefn- herberginu í konungsíbúðinni, svaraði Racksole án þess að láta sjer bregða. Mennirnir störðu hvor á annan og Racksole fylti aftur glas Babylons. Þjer verðið að segja mjer söguna, sagði Baby- lon og hallaði sjer makindalega, í hægindastól- inn, og kveikti sjer í vindli. Racksole sagði honum síðan alla sólarsöguna, sem gerst hafði í sambandi við þjóðhöfðingjann frá Posen, með öllum smáatriðum, eftir því sem hann þekti þau best. Þetta varð löng og flókin frásögn og tók hjer um bil klukkutíma. Meðan á henni stóð, sagði Felix litli ekki orð, og var tæp- lega hægt að sjá eina hreyfingu á andlitsvöðvum hans; aðeins starði hann gegn um reykjarþokuna. Klukkan á arinhillunni sló tólf. — Það er þá kominn tími til að fá sjer whisky og sóda, sagði Racksole og stóð upp, eins og hann ætlaði að hringja bjöllunni, en Babylon gaf hon- um bendingu að hætta við það. — Þjer sögðuð mjer, að Sampson Levi hafi veri- ið í áheyrn hjá furstanum í dag en þjer hafið ekki sagt mjer árangurinn af því samtali, sagði Babylon. — Nei, af því jeg veit enn ekki um hann. En jeg veit það vafalaust á morgun. En þangað til efast jeg ekki um, að gyðingurinn hafi neitað að lána furstanum þessa miljón, sem hann vantar. Jeg hefi ástæðu til að halda, að peningamir hafi .vésrið lánaðir öðrum. — Hm! sagði Babylon og varð hugsi. Síðan bætti hann við, kæruleysislega: — Annars er jeg alls ekkert hissa á þessum útbúnaði til að njósna þarna gegn um barherbergið. — Hvers vegna eruð þjer ekki hissa á því? — O, bara af því þetta er svo auðvelt að fram- kvæma. Hvað mig snertir, gætti jeg þess altaf vel að skifta mjer aldrei af þessháttar ráðabruggi. Jeg vissi auðvitað vel, að það átti sjer stað, en jeg fann jafnframt, að það var fyrir utan minn verka- hring. Mitt starf var það að sjá fyrir fæði og hús- næði af bestu tegund handa þeim, sem vildu borga það, sem upp var sett, og það starf fram- kvæmdi jeg. Ef eitthvað annað fór hjer fram, rjett við nefið á mjer, þá hafði jeg fyrir löngu ákveðið að skifta mjer alls ekki af því, nema því aðeins að mjer væri tilkynt það, og auðvitað var það aldrei gert. En engu að síður skal jeg játa, að það er nú altaf eithvað spennandi við svona viðhurði, og það hafið þjer eflaust orðið var við líka. — — Það hefi jeg, sagði Racksole blátt áfram, enda þót tjeg sje hræddur um, að þjer hlægið að mjer fyrir það. — Engan veginn, sagði Babylon. — Nú, ef jeg má gerast svo forvitinn: Hvað ætlist þjer fyrir næst? — Það er einmitt það, sem mig langar til að vita sjálfan, sagði Racksole. — Jæja, sagði Babylon, eftir ofurlitla þögn, — við skulum þá snúa okkur að því. í fyrsta lagi: Pafið þjer nokkuð gaman af því að heyra það, að jeg sá Jules í dag? — Gerðuð þjer það? spurði Racksole og reyndi að vera rólegur. — Og hvar? — Það var snemma í morgun, í París, rjett áð- ur en jeg fór þaðan. Við hittumst af hreinni til- viljun og Jules virtist hissa að sjá mig. Hann spurði kurteislega hvert jeg væri að fara, og jeg sagðist vera á leið til Sviss. Mjer hafði sem sje dottið í hug, að mjer myndi líða betur þar, og að jeg ætti heldur að snúa að London bakinu og ekki fara þangað aftur. Samt sem áður snertist mjer aftur hugur og jeg ákvað að fara til London, þrátt fyrir alt, og eiga það á hættu að láta mjer hundleiðast þar, þar sem jeg nú hefi ekkert við að vera. Þá spurði jeg Jules um hanS ferðalag og hann kvaðst vera á leið til Constantinopel að líta á nýtt franskt gistihús, sem þar væri til sölu. Jeg óskaði honum góðrar ferðar og við skildumst. Constantinopel — einmitt — sagði Racksole,---- það væri víst rjetti staðurinn fyrir hann. — En svo sá jeg hann eftir'það! bætti Baby- lon við. — Hvar? — Hjá Charing Cross stöðinni, rjett áður en jeg hafði þá ánægju að hitta yður. Hr. Jules hafði þá . ekki farið til Constantinopel, eftir alt saman. Hann sá mig, ekki, annars hefði jeg stungið því að honum, að stytsta leiðin frá París til Constan- - tinopel lægi ekki yfir London. — En ósvífnin í skepnunni! æpti Theodore Racksole. — Hvílík dæmafá, takmarkalaus ósvífni.. XXII. KAPÍTULI. — Vitið þjer nokkúð um fortíð þessa Jules? spurði Racksole um leið og hann helti í vínglas sitt. — — Alls ekkert, svaraði Babylon. — Jeg held jeg hafi ekki vitað það fyr en þjer sögðuð mjer það, að rjetta nafn hans væri Thomas Jackson, þó jeg vitanlega vissi, að það var ekki Jules. Heldur ekki vissi jeg, að ungfrú Spencer væri konan hans, en þó hafði jeg hugboð um, að þau myndu standa í einhverju nánara sambandi en störf þeirra hjer útheimtu. Jeg veit ekki um Jules — jeg held áfram að kalla hann svo — annað en það, að í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.