Morgunblaðið - 09.04.1935, Page 8
á
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 9. apríl 1935.
|5má-auglísingar|| S&ttfMfif 0 45
Við hreinsum fiSur úr sæng-
urfötum yðar frá morgni til
kvölds. Fiðurhreinsun íslands,
Aðalstræti 9 B. Sími 4520.
BÓKBANDS-VINNUSTOFA
mín er í Lækjargötu 6 B (geng-
ið inn um Gleraugnasöluna).
Anna Flygenring.
Rauðmagi og bátafiskur, all-
ar tegundir daglega til. Fisk-
búðin, Skerjafirði. S?mi 4933.
Pergamentskermar. — Hefi
ávalt fyrirliggjandi mikið af
handmáluðum perg-amentskerm
um. Mála einnig skerma á
krukku-Iampa. Púðar uppsettir.
Opið frá 1—6. Rigmor Hansen,
Suðurgötu 6.
„SpíreIIa“. Munið eftir hinum
viðurkendu Spírella-lífstykkj-
um. Þau eru haldgóð og fara
vel við líkamann. Gjöra vöxt-
inn fagran. Skoðið sýnishorn á
Bergstaðastræti 14. Sími 4151.
Til viðtals kl. 2—4 síðd. Guð-
rún Helgadóttir.
Kaupum gamlan kopar. —
Vald. Poulsen, Kl«apparstíg 29.
Sími 3024.
Nýtt alikálfakiöt.
Spikfeitt nautakjöt. Nautakjöt í
gullach, steik og buff. — Nýkomið
blómkál.
Miínersbúð,:
Laugaveg 48. Sími 1505.
Harðfiskur.
Glænýtt Smjör.
Glæný Egg.
Glæný andaregg.
Hvítkál — Rauðkál.
Púrrur — Seiieri.
Rauðrófur — Gulrætur.
— Citrónur.
Fæst í
.. i iraiii'»g^;w^áMs.v;''
cJ-iverfiooL
Frosin swið
og ódýr
tólg.
Iflðfbúðin Kerðubreið.
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
Borðstofuborð.
Borðstofustólar.
Tauskápar.
Anretteskápar.
Buffet.
Hásgagnaverslan
Hrlstiðns SlBseirsseear.
Laugaveg 13.
)) HaiMM i Olsiem ((
Biðjið ávalt
um hið besta.
Dár.
240 — 300 Hppelsinu? 390 — 504
Hefi altaf fyrirliggjandi hár við
íslenskan búning.
Verð við allra bæfi.
VersS. Goðáfos§
Laugaveg 5. Sími 3436.
Odýra kjötíð ’
er til ennþá.
Hangikjöt af Hólsíjöllum.
Sjerstaklega gott saltkjöt.
Kjðtbúð
Ksgeirs Ksgeirssoear.
Þingholtsstr. 15. Sími 3416.
Marsialiol tor,
margar stærðir; verð frá 75 aurum til 7.50. Fátt er nauðsynlegrá
en að g’leðja börnin, en ekkert er ánægjulegra. Engin ein króna get-
ur gefið meiri gleði en sú, sem varið er fyrir bolta handa harni.
K. Einai'sson &
Bankastræti 11.
Vonarstræti 10.
(Iangangnr um amstunlyrj.
EGGERT CLAESSEN
Skrifstofa: OddfqDo'wfr^siS, |Sir»tisvagnar Sfeinðórs
fara frá Rvík kl. 6%, fyrstu ferð og svo korter fyrir og.
korter eftir heila tíma.
Frá Hafnarfirði: kl. V/i fyrstu ferð og svo á heilum og:
AllÍXf XHUIltft
A. S. I.
t
hálfum tímum.
Biireiðastðð Sieir dérs.
BABYLON. 61.
hættir að skifta við eigandann og leigðu í staðinn
skip, sem ekki voru eins auðþekt.
— Vinur yðar, Tom Jackson, s*agði Hazell við
Racksole, — hefir hlaupið á sig þegar hann leigði
Höggorminn. Fantar með hans reynslu hefði sann-
arlega átt að hafa betra vit en svo. Það fer ekki
hjá því, að þjer komist á slóð hans.
Þegar hjer var komið, var báturinn að nálgast
Cherry Gardens bryggjuna, en svo illa vildi til,
að næturþokan huldi alt, svo ekki var vel hægt að
greina hluti, sem voru á meir en þrjátíu stikna
færi. Þegar tollbáturinn fór fram hjá bryggjunni,
gátu þeir sem í honum voru, ekki sjeð neitt til
skipsins, sem um var að ræða. Báturinn hjelt leti-
lega áfram niður eftir ánni, og ræðararnir þurfttu
ekki að gera annað en liggja á árunum. Þá voru
þeir rjett búnir að reka sig á.norskt skip, sem lá
þ>ar við akkeri þannig, að stefnið vissi undan
straumi. Þeir fóru framhjá bakborðsmegin. En
rjett í því að þeir komust fram fyrir það, kallaði
annar ræðarinn með ákafa: — Þama er stefnið á
honum! og hann sneri bátnum og tók að róa móti
straumnum. Og það kom í ljós, að Höggormurinn,
sem þeir söknuðu svo mjög, var bundinn m-akinda-
lega stjórnborðsmegin við norska skipið, laglega
falinn milli skipsins og bakkans. Mennirnir rerú
vandlega upp að síðunni á honuih.
XXVI. KAPÍTULI.
— Jeg skal fyrstu fara um borð, sagði Hazell
og hvíslaði að Racksole. — Jeg skal látast vera
að leita að tollskyldum vörum, og þá fæ jeg tæki-
færi til að athuga alt nákvæmlega.
Hann fór í einkennisfrakkann og setti upp til-
heyrandi húfu og stökk upp á þilfar gufubátsins.
— Er nokkur hjer um borð? heyrði Racksole
hann kalla, og kvenrödd svaraði. — Jeg er toll-
þjónn, hjelt Hazell áfram, — og ætla að rann-
saka skipið. Síðan hvarf hann niður undir þiljur
miðskips, og R>acksole heyrði ekki meira til hans.
Raeksole fanst Hazell hafa verið heila eilífð í
burtu, þegar hann kom loks aftur.
— Finn ekkert! sagði bann um leið og hann
stökk í bátinn, en bætti við lágt við Racksole: —
Þarna er kvenmaður um borð. Lítur helst út eins
og hún gæti verið þessi ungfrú Sþencer yðar. Vjel-
in er undir gufu en enginn vjelstjóri um borð. Jeg
spurði, hvar hann vær, og hún spurði, hvað það
kæmi mjer við, og Uað mig flýta mjer að verki
mínu og snáfa síðan burt. Þetta virðist vera ein-
beittur kvenmaður. Jeg stakk nefinu í hvern kima
þarna en sá engan mtann nema hana. Kanske við
ættum tað yfirgefa dalinn og halda okkur hjer á
næstu slóðum, ef eitthvað skyldi ske.
— Þjer eruð viss um, að hann sje ekki á skip-
inu? spurði R'acksole.
— Handviss, svaraði Hazell ákveðinn; jeg kann
að rannsaka skip. Lítið þjer á þetta verkfæri,
s»agði hann og sýndi Racksole stálprjón með trje-
handfangi, hjer um bil tveggja feta langan. —
Þetta er helsta vopnið okkar tollmann'anna þegar
við erum að leita.
— Það myndi víst ekki þýða að fara um borð
og nji I kvenmanninn? sagði Racksole óviss.
— Ja, .... svaraði Hazell, álíka óviss, — hvað
það snertir ....
— Hvert er þessi að fara? spurði annar ræðar-
inn, 'alt í einu og benti út á ána. Hazell og Rack-
sole litu þangað sfem hann benti og sáu ógreini-
lega, að bátur rendi sjer fram fyrir norska skipið
og hv'arf eftir undan straumnum.
— Þetta skal jeg bölva mjer upp á, að er Jules,
æpti Racksole. — Tíu pund skuluð þið fá hvor, ef
þið náið í hann.
— Já, reynið þið að komast áfram, drengir,
sagði H«azell, og þungi tollbáturinn skaust af stað.
— Þetta verður gaman, sagði Racksole.
— Það er undir því komið, hvað þjer kallið
gaman, sagði Hazell. — Það er annars ekkert
gaman að róa hvað af tekur niður eftir ánni í
miðjum straumnum í þoku. Þá veit maður aldrei
hvenær maður er kominn „yfir um“ og allir
prammarnir að hringsóla kring um mann. Jeg
I—■MiMllllllll'llll l ■■ Bl ■■■—■ I——■1111 l II il h I ' .T~~í TI'T' T~
hugsa, að náunginn þarna hafi f'aiið sig í bátnum.
strax þegar hann kom auga á okkur og svo losað
hann strax og jeg var íarinn.
Báturinn þaut áfram með útfallinu, og það var
aðallega hepni ef hægt var að stýra honum al~
mennilega. Öðru hvoru varð Hazell, sem sat við
stýrið að snarsnúa honum til þess að reka sig ekki
. á pramma eða skip, sem lá fyrir 'akkerum. Rack-
sole fanst alstaðar vera skip’ fyrir akkerum. Hann.
leit kring um sig kvíð'afullur, en lengi gat hann
ekkert sjeð nema þoku og skipskrokka. En alt £
einu sagði hann: — Við erum á rjettri leið — jeg
sje bátinn þarna fyrir framan okkur, og það er
heldur >að draga saman. Mínútu seinna sást bát-
urinn greinilega, tæpar tuttugu stikur fyrir fram-
an þá, og ræðarinn reri alt hvað af tók. Það var
enginn v<afi á því, að þetta var Jules, klæddur í.
kamgarnsföt og með harð>an hatt.
— Það var rjett, sem þjer sögðuð, sagði HazelL.
— að þetta ætlar að verða giaman. Jeg er farinn
að verða spentur. Þetta er skemtilegra en berja
trumbu í hljómsveit. Jeg ætla að sigla hann í kaU
og svo drögum við hann upp úr ánni. Racksole
kinkaði kolli, en í sama vetfangi stakk stór pramml
nefinu fram úr myrkrinu, þvert fyrir fram'an toll-
bátinn, svo engu munaði, að hann rækist á og færí
í spón. Þegar þeir komust af stað aftur, bölvuðu
þeir í hljóði, eins og siður er við slík tækifæri. Bat~
urinn, sem verið var að elta, var rjett aðeins sýni-
legur í þokunni og feiti maðurinn bljes svo, að
það hefir hlotið að heyrast í landi, báðum megin
árinnar. Racksole hafði ák>afa löngun til að hjálpa
eitthvað til sjálfur, en það var ekki hægt og hann
gat ekki annað gert en 'að sitja álútur við hlið
Hazells aftur í. Smátt og smátt dró saman með
þeim og bátnum, því ræðarinn á honum var sýni-
lega f>arinn að þreytast. En rjett í því bili er þeir
voru að ná honum, beygði hann til hliðar og smaug
inn milli tveggja bundinna pramma, sem lágu svO'
sem tuttugu faðm>a frá Burrey-bakkanum: — Til
stjórnborðs! æpti Racksole. — Nei, svaraði Haz-
ell, — við komumst það ekki. Hann hlýtur að koma;.
í gegn, og við skulum halda okkar bát eins og hanm