Morgunblaðið - 10.04.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1935, Blaðsíða 2
MO*v(JUNB TjAÐI Ð MiðvikudagmnJLO. apríl 1935. 2 D Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jðn KJartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjðrl: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimaslmar: , Jðn Kjartansson, i\r. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3046. E. Hafberg, nr. 3770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutSI. Utanlands kr. 3.00 á mánuSi. í lausasöiu: 10 aura eintakitS. 20 aura meS Lesbök. Finnar uilja hErmáiasam- uinnu uiö nar9urlönd. . Senöiherrar Finna í höfuðborg- um Horðurlanöa hallaðir heim. Orörómur um ósamhomulag milli Finna og annara Horðurlanöa í hermólum. mjólkin. Áður en dr. med. Johanne Christiansen fór hjeðan af landi burt átti Morgunblaðið tal við hana um ýmislegt það, er bar fyrir augu hennar og eyru hjer á landí. Það sem hún undraðist hjer mest var hið fáránlega „skipu- lag“ á mjólkursölunnj. Að eiga hraustan kúastofn, lausan við berkla, geta fengið hreinsaða nýmjólk í nágrenni bæjarins úr kúm þessum, og kalla það svo „heilbrigðisráð- stöfun“ að blanda þessa mjólk saman við aðra, og gerilsneyða alt saman, það taldi þessi há- mentaði heilsufræðingur vera svo afkáralegt, að hún kvaðst ekki hafa heyrt annað eins fyrri. Harðstjórn mjólkurlaganna, eins og þau eru framkvæmd, er strangari en þekkist í einræðis- löndum Evrópu, sagði hún. Að banna mæðrum að gefa börnum sínum nýmjólk, og það í jafn norðlægu landi og íslandi, þar sem sannarlega allra fjör- efna er þörf. En rauðliðar sitja við sinn keip. HefiH, Hermann Jón^sson sýnt áhuga fyrir heilsuvarð- veislu þjóðarinnar? Er honum ekk'i nóg að sr. Sveinbjörn Högnason frá Breiðabólsstað og aðrir Framsóknarmenn fái að „eiga sæti“ í Mjólkursölunefnd fyrir 10 kr. á dag? Og þó það hafi komið á dag- jnn, að sr. Sveinbjörn sje ekki einu sinni enn farinn að skilja aðalatriði Mjólkurlaganna, þá er hann látinn þrauka í nefnd- inni til merkis um, að valdhöf- unum finnist alt í lagi — og til þess að halda þar hlífiskildi yf- ir ágóða Alþýðubrauðgerðarinn- ar af hinni pólitísku brauðasölu. Hvað munar þessa herra um það, þó reykvískar húsmæður finpi til þess, að börn þeirra verði heilsulaus við það að missa nýmjólkina. Þegar Alþýðublaðið þorir ekki vikum saman að mæla mjólkur- lögunum bót, og enginn Reykvík ingur fæst lengur til að skíta sig út á því að verja gerðir mjólk- ursölunefndar, þá er fengin ein Framsóknarhofróða norðan af Siglufirði til þess að skrifa í blað Tímamanna — af litlum velvilja, sem vænta mátti, og þó enn minni kunnugleik á mála- vöxtum. En væri það ekki verkefni fyr- ir lækna bæjarins að athuga mjólkurmálið frá sínum sjónar- hól, láta bæjarbúa fá að vita hvaða áhrif hið „rauða“ skipu- lag mjólkursölunnar hefir haft á heilsufar í bænum? KAUPMANNAHÖFN í GÆR EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Sendiherrar Finna í Kaup- mannahöfn, Oslo og Stokk- hólmi hafa verið kallaðir heim til Helsingfors til þess að mœta þar á fundi. Um ákvörðun þessa skrifar sænska blaðið „Dagligt Alla- handa“: Sendiherrarnir finsku hafa verið kallaðir á fund ríkis- stjómarinnar til þess að þeir gætu gefið stjóminni skýr- ingu á því, hvers vegna finska utanríkismálaráðherr- anum var ekki boðið á fund hinna þriggja utanríkisráð- herra, er haldinn var í Kaup- mannahöfn þ. 2. apríl, þar sem mættir voru utanríkis- ráðherrar Darsa, Svía og Norðmanna. Hið sænska blað fullyrðir, að ástæðan fyrir þessu sje sú, að Finnar sjeu mjög á öðru máli en nágrannaþjóðir þeirra á Norðurlöndum, um það, hvaða afstöðu Norðurlandabúar eigi að taka í Evrópumálunum. Finska stjórnin hefir gefið út opinber mótmæli gegn þessari staðhæfingu blaðsins. En finska blaðið Turunsáno- mat segir: Finnar líta svo á, að samvínna þeirra við Norðurlandaþjóðir eigi fyrst og fremst að byggjast á samtökum á sviði hermál- anna. PálL Uinnan ui9 Sngsuirkjunina byrjariupplúr páskunum. UerkfrcEÖingur frö Höjgaarö & Schultz hominn til að unöirbúa uerkið. 5hip með efni og ujelar uœntan- Iegt innan skamms. Fyrir nokkru kom hingað vérk- fræðingur frá Höjgaard ogSchultz;, Schröder Petersen að nafni, íil less að byrja undirbúning á vinn- unni við Sogsvirkjuniná. Er búist við að vinnan byrji þar eystra upp úr paskum. Skip er væntanlegt hingað um páskaleytið, hlaðið byggnigarefni og vjelum. Nýjar brýr á Sogið. Gera þarf tvær nýjar brýr á Sogið í sumah, aðra á sama stað og hengibrúin er við Þrastalund, hina rjett fyrir ofan írufoss. ■—, Verða það hvorttveggja steinbrýr. Hengibrúnni yið Þrastalund verð ur lyft, og síðan steyptur stein- bogi undir benni, því brúin sem nú er þolir ekki hinn þnnga vjela- flutning til Sogsstöðvarinnar. — ÞungaflutUingurinn kemur í liaust. Brúin við írufoss verður í sam- bandi við hinn rudda veg, sem Jugður verðui- af Þingvallavegi, nálægt Heiðarbæ um Nesjavelli og Úlfljótsvatn. Er sá vegur lagður m. a. til flutninga á efni í háspennuiínuna. En hún verður lögð um Grafning yfir Mosfellsheiði og beina línn niður áð Þinvallayegi nálægt Ála- fossi, en þaðan bcinnstu leið að Elliðaárstöðinni. Islandsferðlr Samelnaðafjelagslns. Áætltm frá 13. apríí «1 ársloka er kom- in át Botnía ár sögunni. Áætlun Sameinaða skipafje- lagsins fyrir skipaferðir þess hingað til lands frá 13. apríl næstk. til áramóta er komin út. Engar verulegar breytingar eru á skipaferðunum frá þvi sem verið hefir. Bæði skipin, Dr. Alexandrine og Island, byrja í> hraðferðum í maí, en aóeins annað skipið, Dr. Alex- ■ öndrine, hefir verið 1 hraðferð- um það sem af < r þessu ári. Botnia gamia er nú úr sög- ‘unni, hefir verið seld til Eng- land§ til niðurrifs. í staðinn s,et- ur fjelagið skip, sem heitir Primula, í Englandsferðirnar. Hefir það skip verið dubbað upp í ferðir þessar, er hrað- skreiðara ,en Botnia var og hef- ir rúm fyrir 70—80 farþega á 1. farrými. En á Botniu var pláss fyrir um 40 1. farrýmis farþega. Siglfirskir rafvirkjar mótmæla raftækjahneykslinu. Samtaka um að afsegja 5igurð lónasson. Svohljóðandi mótmæli út af ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar, í sambandi við stofnun raftækja- einkasölunnar hafa rafvirkjar á Siglufirði samþykt: Við undirritaðir löggiltir raf- virkjar á Siglufirði skorum hjer með á ríkisstjómiua að breyta til- högun á ríkiseinkasölu á raf- tækjum og rafefni í samræmi við kröfu rafvirkja í Reykjavík og Hafnarfirði, og viljum sjerstak- lega mótmæla að Sigurður Jónas- son verði forstjóri Einkasölunnar, þar sem fyrsta skilyrðið til að Einkasalan verði starfhæf er að faglærður maður skipi forstjóra- stöðuna. Ásgeir Bjamason, Jakob Jóhannesson, Kr. Dyrfjörð, Jónas Magnússon. Jóhann Kr. Jóhannesson, löggiltir rafvirkjar. Ludendorff boðar heiðna trú, og vill ekki taka forystu í lierniáltim nema Göbbels og Rosenberg verði látnlr fara. Klitler hættir við að heimsækfa herforingjann. Ludendorff. KAUPMANNAIIÖF-N I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Þjóðverjar halda í dag 70 ára afmæli Ludéndorffs hershöfð- ingja hátíðlegt. Hermálaráðherrann Blom- berg afhendir sjálfur Luden- dorff hamingjuóskir frá ríkis- hernum. Hitler gefur í dag út yfir- ' lýsingu um það, að Luden- dorff hafi það verið, sem var mesti herforingi Þjóðverja í Blomberg. styrjöldinni, en ekki Hinden- burg. HitLer hafði ætlað sjer, að útnefna Ludendorff sem for- mann hins þýska hervarnarráðs. En af þessu gat ekki orðið, því Ludendorff gerði það að skilvrði, að ef hann ætti að taka við þessari stöðu, þá gerði hann það aðeins með því móti, að Göbbels og Rosenberg hætti öllum afskiftum af stjórn- málum. Ludendorff hefir beiðst und- an allri virðingu af hendi Naz- ista,! eins og nú standa sakir. Og þess vegna hætti Hitler við að svo komnu að fara í heim- sókn til hans á þessum tyllidegi. Páll. Ludendorff andvígar krisiindómí. London 8. apríl. F.Ú. Frjettamaður frá Reuters fór á fund Ludendorffs hershöfð- ingja í dag, og átti við hann viðtal. Sagði Ludendorff meðal annars, að vígbúnaður leiddi aldrei til stríðs, en æfinlega til friðar, ef nægilega væri vígbú- ist. „Það var ráðist á okkur 1914“, bætti hann við, „vegna þess að við vorum ekki nógu sterkir, og aðrar þjóðir vissu, að við höfðum ekki gert ngegi- legar ráðstafanir til að verjast árásum“. Frjettamaður spurði hann hvort það væri satt, að hann væri andvígur kristindóminum. „Já“, sagði Ludendorff, „jeg er algerlega andvígur kristindóm- inum, og fullkomlega heiðinn, og er stoltur af því. Norrænar þjóðir skilja ekki sína guðdóm- legu köllun, fyr en þær hafa losað sig við kristindóminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.