Morgunblaðið - 10.04.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðyikudagimt 10. apríl 1935. KVENÞJOÐIN OG HEIMILIN Tíska. Fermingarkjóllinn. • Tveir fermingarkjólar. Það er ekki of snemt að fara að gefa því gaum, hvernig, ferm- ingarkjóllinn á að vera, best að hafa tímann fyrir sjer með val á efni og sniði, því að það má ekki kasta til þess höndunum að velja kjólinn, sem á að bera á sjálfan fermingadaginn . Og kjóllinn á ekki aðeina að vera fallegur og til ánægju þann niikla dag, heldur og síðar meir, við önnur tækifæri. Engin þörf er á að lita hvítu kjólana, þó þeir sje notaðir sem ballkjólar, því að hvítt tískast mjög og er líka alt af fallegt. Margar fermingarstúlkur munu velja stílkjólinn, sem tískast nú afar mikið. Enda er hann klæði- legur fyrir ungar s*úlkur og við- hafnarmikill og vel við eigandi við slík hátíðleg tækifæri. Helst verður hann að vera úr taftsilki, með mikilli vídd, auk þess má hann gjarna vera með pífum á pilsinu með mislöngu millibili, eins og sjest hjer á myndinni. — Blússan er mjög þröng og fleg- in með breiðri pífu í hálsinn, og hlýrum yfir axlirnar. Yið þennan kjól fer vel að hafa ennisband og sítt hár. Hinn kjóllinn er fyrir stúlkur, sem vilja heldur sljettara snið, reglulega fallegur kjóll úr tyll, með pífum í axlarsaumunum, pokaermum og pífum á pilsinu. Beltið er úr silfurofnu taftsilki með stórri slaufu. Hádegiskjólar fyrir ungar stúlkur. En það nægir ekki að hugsa að eins um fermingarkjólinnn, ferm- ingarstúlkan fær venjulega annan kjól „eftirkjólinn“, sein kallað er. Þessir tveir kjólar eru úr ullar- efni. Sá til vinstri er dökkbrúnn, með gulum hnöppum og hálsklút, brúndropóttum. Berustykkið er sniðið í odd að aftan og framan, frá honum gengur saumur alla leið niður úr að aftan, en blússan en hnept að faman. Ennarnar eru hálflangar, með smáfellingum við axlarsaum. Hmn kjóllinn er gulur, með brún um eða svörtum hnöppum. Kjóll- inn er ekki saumaður sainan á M U N I Ð --------að ef smákökurnar eiga að vera góðar, má ekki hafa meira hveiti í þær en rjett aðeins það, sem fyrirskipað er í uppskriftinni. Eins verður að gæta þess að köku deigið sje sem allra kaldast. ------ — að setja saltið í síðast þegar matreiddar eru sósur, súp- ur og slíkt, því saltið veldur því oft, að maturinn festist við botn- inn og „brennur við --------að þvo nýja sokka, áður en farið er að nota þá, án þess þó að nudda þá. Og kaupið ekki sokka, sem eru of litlir í fótinn, því að þá endast þeir miklu skemri tíma. — — — að auðvelt er að ná eggjablettum af silfurskeiðum með votum klút, vættum salti -----—— að hafa ekki pappír í kökukassanum, því að pappírinn sýgur í sig fituna úr kökunum, svo að þær verða linar og bragð- vondar. --------að hægara er að reka nagla í trje, ef borin er á þá dálítil sápa. -----:--að það er hentugt fyrir húsmóðurina að eiga kassa á vísum stað, með nöglum, smáum og stór um, og öðrum verkfærum, til þess að grípa tíl ef ineð þarf — — — að leðurtöskur má hreinsa með terpintínu, mjólk eða sundurskornum lauk. — --- — að vaskaskinnstöskur, sem orðnar eru mjög óhreinar, má hreinsa þannig: Sápa töskuna fyrst með sápulöðri, með ögn af salmiaki í (þó má taskan ekki blotna í gegn). ,Skola hana síðan og þurka vel með klút, bera á hana olíu t i 1 ]>ess að mýkja skinn- ið. Þegar taskan er orðin vel þur er hún burstuð með vaskaskinns- bursta og stráð yfir skinnið taléum-dufti, sem síðan er hrist af. Tveir hádegiskjólar. öxlunum, lieldur hneptur, einn vasi er á honum og nokkrar fell- ingar eru settar upp í pilsið, aft- in við hliðarsaum. Priörik ríkiserfingi og Ingiríður prinsessa fyrir utan konungshöllina í Stoekholmi, rjett eftir að trúlofun þeirra A7ar opinberuð. Drotning og prinsessa. Ileiðhjól eru mikið notuð farartæki í Hollandi. Það er sagt að ]>ar kunni allír á hjóli; æðri sem lægri, og ríkir sem fátækir. Þannig hefir Yilhelmina Hollandsdrotning meiri mætur á reiðhjólinu sínu, en nokkuru öðru farartæki, og fer oft út að ,hjóla‘, þó að hún sje vfir fimtugt. Hjer á myndinni sjest hún ásaint dóttur siniii, Juliönu lcrónprinsessu. Varðveisla kvenlegrar fegurðar. Hvernig „stjörnurnar‘ í Hollywood fara að. Augun - spegill sálarinnar. 2. Augnahárin. Allar stúlkur vílja hafa löng og döklt augnahár, enda er það Inn mesta prýði. En til þess að öðlast þá prýði, þarf þolinmæði fyrst og fremst, því að það tek- ur minst 3—4 mánuði, áður en augnahárin vaxa, svp að um muni. Laxerolía er besta meðalið til þess að fá augnaliárin til þess að vaxa. Notið lítinn, mjúkan bursta dýfið honum í olíuna og burstið augnahárin með honum, efri augnahárin upp á við og hin neðri niður á við. Þetta verður að gera á hverju ltvöldi, ef ár- Þegar kakan brennur. Það getur komið fyrir bestu húsmóður, áð kakan brenni hjá henni, eða verði dekkri að of- an en æskilegt er. En fram úr þessu má ráða, svo vel fari. Þegar kakan er orðin köld, er brenda lagið skafið af. Skreytið síðan ójafna flötinn með einhverju, sem á vel við kökuna. T. d. er hægt að smyrja kökuna með þeyttri eggjahvítu, og setja hana síð- an augnablik í ofninn. Þá má og smyrja yfir glassúr, súkku- laði eða þunnu lagi af gelé, og strá kókósmjöli yfir, og loks getur maður látið sjer nægja að strá yfir flórsykri, og það er best að gera gegnum sigti. Þetta er máske dálítil auka- fyrirhöfn, en kökunni er’ borg- ið! Vorbrúðar 1935- Hvað er fegurra en að sjá yndisfagra, unga brúði líða inn kirkjugólfið í hvítum brúðar- skrúða? Brúðarkjóll. Hjer er yndisleg brúður. — Kjóllinn henaar er í empirestíl. Blússan er mjög stutt í mittið, haldið saman með murtugrein. Frá murtugreininni liggur band laust aftur á bak og er fest við slóðan, sem gengur í mjóum oddi frá mitti. Brúðarslörið er plissertað, skreytt murtuvendi. Ung kona: Þú heyrir ekkert af því, sem jeg er að segja við þig! Hann: Hversvegna heldnrðu það ? Konan: Jeg spurði, hvort þú vildir bæta 50 krómun við mán aðarpeningana mína, og þú sagð- ir brosandi: — já, elskan mínl angur á að fást. í stað laxerolíu má nota vaselín. Ef þjer notið svertu á augna- hárin, er fallegast að setja mest á augnahárin hjá ytri augnakrók- urium og minka hana svo er nær dregur innri augnakrókunum. Þá sýnast augun stærri og fallegri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.