Morgunblaðið - 14.04.1935, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.04.1935, Qupperneq 5
5 ISunmidaginn 14. apríl 1935. MORGUNBLAÐIÐ jmwxzmmmaai&mHs&tete 'nn— «ndum“ o. s. frv. Það er að segja, þarna eru þessir menn, Eysteinn og J. J., komnir alveg á sömu •skoðun, s_em þeir svo freklega for dæmdu framanaf vetri. Betra seint en aldrei. Mjólkurmálið. Svo segir í brjefi Eysteins og -J. J. til „samherjanna“, að mjólk- urlögin „valdi stórfeldri bót á kjörum þeirra manna, sem njóta ^verndar þeirra“. Þessu skal ekki mótmælt. Lög þessi, eða öllu heldur ólög, hafa hætt kjör forstjóra mjólkursam- sölunnar, er fær 10 þús. kr. laun, skrifstofufólks, búðarfólks og sendla, Egils í Sigtúnum, sr. Sveinhjarnar Högnasonar og Al- þýðubrauðgerðarinnar, eða Al- þýðuflokksins. Og munu þá upp- taldir þeir, sem „vemdarinnar“ mjóta. Daglega herast fregnir af vand- ræðum húsmæðra hjer í bænum, sem eiga börn, er ekki þola sam- sölumjólkina. Tjónið, sem hæjar- bííar bíða af mjólkurskemdum og mjólkursulli, verður ekki í krón- um talið. Augljósara mun tjón bændanna, framleiðendanna, vera, sem lenda í erfiðleikum vegna liinnar bjánalegu stjórnar á mjólk airsölunni. „Planökonomi". í mjólkurbúi Flóamanna er rúmgóð ostageymsla. Hillur henn- ar voru nýlega svo til alsettar ostum í fjórsettum röðum. Þær eru samtals 4 km. á lengd. Nú er komið eitthvert skarð í birgðirnar, því nýtt „skipulags- atriði“ er tekið upp þar eystra. Bændur fá að nokkru leyti mjólk sína borgaða í ostum. Ef sama „skipulag“ ætti að gilda í kjötsölu, fengju bændur greitt nýtt dilkakjöt sitt á haust- in með saltkjöti. Engin furða þótt rauðbðar sjeu hrifnir af „skipu- laginu“. Það er víst þetta, sem þeir rauðu kalla á viðhafnarmáli „Planökonomi' ‘. Sigurður Jónasson. Rafvirkjar bæjarins hafa spurt fjármálaráðherrann að því, hvort enn sje það alvara hans, að gera Sigurð Jónasson að forstjóra væntanlegrar raftækjaeinkasölu, og hinn þýska Ziegler að fulltrúa hans. Og Eysteinn fer undan í flæm- ingi. Þorir ekki að segja já, vill ekki segja nei. Stuðningsblað hans, Alþýðublaðið, hefir heimtað, að Sigurði yrði tafarlaust vikið frá þessu starfi. Og blaðið hefir sagt, að ráðning Sigurðar sje gerð í trássi við Harald Guðmundsson og að honum forspurðum. Fjár- málaráðherra segir, að Haraldur Guðmundsson hafi samþykt ráðn- ingu Sigurðar. Haraldur segir ekki neitt. Hann segir hvorki Al- þýðublaðið nje Eystein ljúga. En annaðhvort er af því tvennu. „Samkomulag stjórnarflokk- anna mjög gott“, segir í brjefinu fræga, Eysteins og Jónasar. Ekki ber á öðru! „Fyrverandi". Síðan sósíalistar útilokuðu Jón- as Jónasson frá því, í fyrra sumar að mynda stjórn, og útilokuðu hann frá þátttöku í stjórninr.i. hefir blað sósíalista notað mörg tækifæri til þess að lítilsvirða þenna „fyrverandi" stjórnmála- leiðtoga, sem þeir kalla svo. Hjer um daginn lielti Sigfús Sigurhjartarson sjer yfir þennau formann Framsóknarflokksins með óbótaskömmum fyrir ýmis- konar óhlutvendni. En afsökun þá fann Sigfiis lijá Jónasi, að árin væru að færast yfir hann, hann hefði gleymt hug- sjónum yngri áranna, týnt hálf- gert sjálfum sjer í þeim sora, sem hann hefir dreift um sig í opin- beru lífi þjóðarinnar. Flokksmenn Jónasar, sem rám- ar í hve Sigfús hefir rjett fyrir sjer, skutu á fundi, boðuðu J. J. þangað, og brýndu fyrir honum að halda ekki feti lengra út í rit- deilu við Sigfiis Sigurhjartarson. Og Jónas hlýddi. Hann er því kominn niður í 3. valdatröppuna innan stjórnarsam- ! steypunnar. Sósíalistabroddarnii; eru sem kunnugt er í þeirri efstu. Því þeir skipa Framsóknarflokltn- um fyrir verkum. Og nú taka eig- in flokksmenn J. J. fram fyrir hendur honum, og þrýsta hohum niður fyrir sig. Ileimagangar í stjórnarherbúð- unum halda sumir, að J. J. sje á hraðri leið niður stigann. Samvinnufyrirtæki eða einokunarhola. Jónas Jónsson alþingismað- ur ritar greinarkorn í Nýjia Dag blaðið í gær undir fyrirsögn- inni „Gömul eða ný mjólkur- stöð“. Þeim sem áður hafa verið í vtafa, af hverju mjólkursamsal an var í upphafi og er enn í dag rekin á grundvelli einok- unar en ekki samvinnu, mega hjer eftir vera ljósar orsakirn- ar. J. J. virðist ætla að sýna frám á í grein sinni, hver nauð- syn það sje fyrir mjólkursram- söluna að eiga sína eigin geril- sneyðingarstöð. Við sunnlenskir samvinnu- menn, sem börðumst fyrir því að komra upp samsölu á mjólk, vorum ákveðnir í að reka slíkt fyrirtæki á samvinnugrundvelli. Og grundvöllurinn var sá í fá- um orðum, að öll mjólk og allar mjólkurafurðir fr’á þeim mjólk- urbúum er stæðu að slíku sam- vinnufyrirtæki yrði seld gegn um eina sölumiðstöð fyrir sam- eiginlegan reikning rallra aðilja. Við óskuðum lögverndunar meðal annars um s'ameiginlegan verðjöfnunarsjóð; í þann sjóð skyldi greiða sanngjrarnt gjald af allri þe'rri mjólk er seld væri í Reykjavík og Hafmarfirði. — Skyldi sjóðurinn notast til verð- uppbótar á mjólkurafurðum er gæfu m'nna verð en nýmjólk in, og var svo til ætlast að fjær- liggjandi mjólkurbúin drægju sig burtu af markaðnum með síma neyslumjólkursölu en fengju svo í staðinn uppbætur úr nefndum sjóði. Með þessu átti að vinnast, að lækka dreif- ingarkostnaðinn, þar sem mjólk ursalan yrði rekin í gegnum e'n>a sölumiðstöð í staðinn fyrir margar áður og á þann hátt hægt að framkvæma margar sparnaðarráðstafanir. Á þennan hátt átti líka að spara flutnings kostnað á nýmjólkinni yfir Hellisheiði, nema þegar hana vantaði á Reykjavíkur- og Hafnarfjarðarrptarkaðinn, en flytja heldur mjólkurvörur. — Þetta átti að spara mikinn flutningskpstnað, þiar sem vitan lega mjólkurafurðirnar eru margfalt fyrirferðarminni og því ódýrari í flutningi en mjólkin. Þá var það og tilgangur okk- ar, að koma á skipulagðri af- urðavinslu í mjólkurbúunum, þ. e. að búin skiftu með sjer verkum, eitt þeirna gerilsneyddi sölumjólkina, annað framleiddi osta og smjör, þr'ðja framleiddi skyr, rjóma o. s. frv. Á þennan hátt hugðum við rað framkvæma tvent: Að spara mikinn vinnu- kraft á búunum við að fram- leiða eina eða tvær vörutegund- ir í stað mrargra áður, og ekki síður hitt, að fá „standardiser- aða“ framleiðslu, svo að kaup- tandinn þyrfti ekki að eiga á hæ£tu að fá eina tegund skyrs í dag og aðra á morgun, svo maður taki dæmi frá öngþveit- inu í dag, sem er að eyðileggjra sölu á þessari vöru. Engum okkar kom nokkurn tíma til hugar, að þörf yrði á fyrir væntanlegt samvinnufyr- irtæki, tað eiga mjólkurbú ein- hvers eins aðiljans, og má það firnum sæta, að maður, sem hefir komið nálægt samvinnu- fjelagsskap, skuli láta sjer detba slíkt í hug. Enda er til- gangurinn sjáanlega sá e'nn, að gera M. R. að hjáleigu frá hin- um mjólkurbúunum. Ef rjett væri hjá J. J., að það sje ekki hægt að reka mjólkursamsöluna án þess rað hún eigi sína ger lsneyð ngar- stöð, þá ætti hann að gánga skrefi lengra ef hann vill verta sjálfum sjer samkvæmur. Mjólk ursamsalan hefir á boðstólum fleiri vörur en mjólkina ,og það er engu minni ástæða fyrir sam sölunta, að tryggja sjer með- ferð þe'rrar vöru, á jeg þar við skyr, rjóma, smjör og ost, ætti hann þá frekar að beita sjer fyrir því, að samsalan ætti öll mjólkurbúin, því í því væri snefill af rökrjettri hugsun. Mætti það takast á þeim grund velli, að mynda eitt allsherjtar- samvinnufjelag á verðjöfnun- axsvæði Reykjavíkur og Hafn- arfjarðtar. Jeg tek það fram að þetta er ekki mín tillaga, en jeg vil að- eins góðfúslega bendra „mann- inum“ á, að ef mjólkursamsal- an á að fara inn á þá braut sem bent er á, er það ekki hægt á annan hátt. i Má spyrja J. J. að einni 011 litlu börnin |? -f;; 'jr ^ þurfa að fá svolitla sumargjöf. Hjá okkur er úrvalið mest af barnasumargjöfum. K. Einarsson & Rjörnsson. Bankastrœti 11. Runólfur Runólfsson bóndi í Norðtungu andaðist að heimili sínu 13. þ. m. Aðstandendur. Jarðarför sonar og stjúpsonar okkar, Hermanns Steingríms- sonar, hefst með bæn á heimili okkar, Freyjugötu 38, þriðjudag- inn 16. þ. m., kl. 1 e. h. Pálína Scheving. Gunnlaugur Bárðarson. Jarðarför elsku litlu dóttur okkar, Maríu, er andaðist 5. þ. m., fér fram þriðjudaginn 16. þ. m. og hefst með bæn frá Austur- götu 32 í Hafnarfirði, kl. IV2 síðd. Hafnarfirði 14. apríl 1935. Hanna Jóhannsdóttir. Jónas Guðmundsson. i Jarðarför móður og tengdamóður okkar, ekjkjunnar Hólmfríðar Þórðardóttur, er ákveðin mánudaginn 15. apríl og hefst með húskveðju frá heimili dóttur hennar, Austurgötu 47 í Hafnarfirði, kl. 12Vz síðd. Þorbjörg Guðnadóttir, Valgerður Guðnadóttir, Jens Davíðsson, María Guðnadóttir, Guðbergur Jóhannsson, Kristín Einarsdóttir, Jón Guðnason. Jarðarför mannsins míns, Árna Eiríkssonar, fer fram þriðju- daginn 16. þ. m. og hefst kl. 3Vá síðd. að Óðinsgötu 30 A. Fyrir hönd mína 0g annara aðstandenda. Hólmfríður Guðjónsdóttir. Hjartanlegt þakldæti færum við öllum þeim mörgu, er sýnt hafa okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför, Sumarliða Bjömssonar. Kona, börn 6g tengdabörn... Maðurinn minn, Magnús Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum, verður jarðaöur að Hruna, miðvikudaginn þann 17. þ, m. Kveðjuathöfn fer fram á heimili okkar, Lokastíg 4, þriðju- daginn þann 16. þ. m. 0g hefst kl. öVz síðdegis. Halla Guðmundsdóttir. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að fósturmóðir mín, Halldóra Guðbjartsdóttir, andaðist á heimili sínu, Framnesvegi 13 þann 13. þ. m. Guðbjartur Ólafsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Höllu litlu dóttur okkar. Guðrún Gísladóttir, Sigurður Einarsson, Hverfisgötu 37. Jarðarför föður míns, Jóns Jónssonar, frá Norð- firði, fyrrum síldarmatsmanns, er andaðist, 4. þ. m., fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 15. þ. m., og hefst með húskveðju á heimili mínu, Vesturgötu 22, kl. V/z síðdegis. Fyrir hönd systkina. Jóhanna Jacobsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.