Morgunblaðið - 08.05.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1935, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 8. maí 1935. IDRÓTTIR Sigríður Sigurjónsdóttir fær heiðursverðlaun á sundskóla í Englandi Það eru ekki eingöngu karl- menn, sem geta sjer frægðarorð á sviði íþróttanna. Þar eins og annarsstaðar sækja nú ungu stúlk- urnar fast fram. Ein þéirra er ungfrú Sigríður Sigurjónsdóttir, sem kunn er fyrir áhuga og dugn- að í íþróttum, sjerstaklega þó í sundi. Hún á heldur ekki langt að sækja kjark og framtakssemi, því hún er dóttir þeirra Álafoss- hjónana, Sigurbjargar Ásbjarnar- dóttUr og Sigurjóns Pjeturssonar. Fyrir nokkru sigldi ungfrú Sig- ríður til Englands, meðal annars til frekara náms í sundi og sunnd- kenslu. Eftir hafa verið um 5^ mánuð h.já „The Royal Life Saving Society“ í London, hefir hún nú lokið tvenskonar prófi (minna og meira prófi) við ágætan orðstír. Að launum hlaut hún skírteini tvö (heiðursskjöl) og silfurpening, en þeim pening fylgir „The award of merrit“, heiðurstitill og með hinu meira prófskírteini fylgja rjettindi til að bera merki sam- bandsins. Mjer vitanlega er þetta í fyrsta sinni er íslensk stúlka Þjóðuerjar bjóða 60 Í5lenskum íþróttamönnum til Berlín 1936. Tilkynnfng frá Olympsnefnd Ísíands 'i. Merki sambandsins, er ungfrú Sigríður hefir leyfi til að bera. hlýtur þessa sæmd, og er ástæða til að gleðjast yfir þeim frama Sigríður Sigurjónsdóttir. er ungfrú Sigríður hefir únnið í Englandi. Sundþrautir l*)ær, sem leysa verð n r er þessi próf eru tekin, eru bæði margbrotnar og erfiðar, svo að um 3 kl.tíma, stanslaust, svo að segja, tekur að leysa þær af hendi. En við hið' skriflega próf verður meða] annars að skrifa ritgerð, 4—5000 orð, um gagnsemi og þýð- ingu sunðiðkana og íþrótta fyrir # * einstaklinga og þjóðir o. s. frv. Eru prófþrautirnar svo athyglis- verðar, að jeg mun við tækifæri iýsa þeim nánar hjer í blaðinu, því tvímælalaust geta þær orðið öllum, sem við sundiðkanir fást hvar á landinu sem er, að; gagni. Ungfrú Sigríður hefir sýnt fá- dæma áhuga og liæfileika er henni héfir tekist að ljrika þessum próf- um á svo glæsilega skömmum tíma. Yonandi fær hún eftir heim- komu sína, starf, þar sem kunn- átta hennar og dugnaður fær not- ið sín til fulls og getur orðið sam- löndum hennar að gagni. K. Þ. THE ROYAL LIFE SjWING SOCIETY Esahlished 1391. Incorporaad under'Rcyed Qurtrr 1924 PATRON: HIS MQST GfíAOOUS MÁJESTY THE KING PRESl OEHT. Tht R^ht HonouraHt Lotú halonn^.K.G^GCVO. FIRST CIASS lNSmUCTORS CERTIFICATE awarded txx qJÍ/KWj QjjCÚJ/lÓ<Xf/U for havirwf passcd tKeneaessaiy tests,and qualifyirg as an InstructormdrcSocietys meduxbc^liíeSavm^ and^ResuscÉtation. cf dxe TVj’parendyTWwned. 3* -r ___ "TVtJiitntr y í — J PUcmAt Tt. , rDATE JtSlmmV Chief Secrtary: Sundkennaraprófskírteini ungfrú Sigríðar Sigurjónsdóttur frá THE ROYAL LIFE SAVING SOCIETY Pramkvæmdanefnd XI. Olym- píuleikanna hefir ákveðið að halda tvö alþjóðamót í Berlín á undan og á meðan á leikunum stendur, annað fyrir unglinga á aldrinum 15—18 ára, hitt fyrir nemendur við skóla í líkamsment- um (Hochschulen fúr Leibes- úbungen, Physical Education Schools). Olympíunefnd íslands hefir nýlega borist boð frá for- manni framkvæmdarnefndar XI. Olymíuleikanna, þar sem oss ís- lendingum er gefinn kostur á að senda tvo flokka þátttakenda á þessi mót, skipaða 30 manns hvorn. Samskonar heimboð hefir verið sent Olympíunefnd aUra þeirra þjóða, sem þegar hafa til- kynt þátttöku sína í leikjunum. Allir þátttakendur í báðum mót- unum eru gestir framkvæmda- nefndarinnar, á meðan þeir dvelja innan þýsku landamær- anna, og þurfa því ekki að bera neinn kostnað af dvöl sinni þar. Nefndin mun athuga möguleik- ana á því að taka þessum höfð- inglégu boðum og bráðlega taka ákvörðun um það. Til að fyrir- byggja allan misskilning skal þess getið, að fyrsta skilyrðið fyiY ir því, að vjer getum notfært oss heimboðin, er að vjer getum sent keppendur á XI. Olympíuleikana. Yjer leyfum oss þar af leiðandi að skora enn einu sinni á alla góða íslendinga að stuðla að því, að vjer eigum keppendur á Olym- píuleikunum 1936, Til þess að almenningi og íþróttamönnum gefist kostur á að kynnast efni boðsbrjefanna í ein- stökum atriðum, birtast þau hjer á eftir í íslenskri þýðingu: • Mót æskulýðsins í Berlín 1936. Boð Þýskalands til þjóðanna. „Meðan á XI. olympísku leik- unum í Berlín 1936 stendur, er í ráði að halda þar alþjóða æsku- lýðsstefnu. Vjer bjóðum öllum þjóðum, sem taka þátt í olympísku leikj- unum, að senda til leikjanna 30 unglinga á aldrinum frá 15—18 ára, undir stjórn eins leiðtoga. Unglingaflokkamir eru gestir vorir frá því þeir koma yfir þýsku landamærin. Þeim verður komið fyrir í nánd við Olympíaleikvang- inn (Olympia-station) og veittur allur beini sameiginl'ega. Vjer munum sjá svo um, að unglinga- flokkarnir eigi kost á að iðka (sjálfir) íþróttir á roeðan þeir dvelja í Berlín, og að þeir sjái borgina og kynnist því markverð- asta, sem hún hefir að bjóða. Jafnframt meða þeir vera við- staddir olympísku kappleikana. Ferðinni skal hagað þannig, að flokkarnir komi til Berlín, fyrir hádegi fimtudaginn 30. júlí 1936, um sama leyti eftir því sem við verður komið, Burtförin er ákveð- in 17. ágúst fyrri hluta dags. Fyr- irfram verður gerð dagskrá fyr- ir hvern dag á meðan heimsókn- in stendur yfir, í því skyni að þátttakendurnir kynnist innbyrð- is og dvölin í Berlín verði til þess að tengja þjóðirnar sameiginleg- um böndum. Vjer vopumst eftir, að þjer veit- ið oss þá ánægju að taka á móti flokki unglinga frá landi yðar, og biðjum yður að tilkynna oss sém fyrst, hvort vjer megum vænta i.heimsóknar yðar. Vjer látum yð- ur vita nánar um einstök atriði, strax er þjer hafið þegið heimboð vort. Berlín 31. mars 1935. Mót nemenda íþróttaskólanna í Berlín 1936. Heimboð Þýskalands til þjóðanna. Á Olympisku leikjunum éru samankomnir bestu íþróttamenn allra þjóða, og leiðtogar á sviði íþróttanna hvaðanæfa frá. Þar er því besta tækifæri ti] að kynnast líkams-uppeldi sem um er að ræða. Oss veitist sá heiður, að bjóða # öllum þjóðum, sem taka þátt í olympisku leikjunum, að senda flokk íþróttanema (karla) til léikjanna, sem yrðu gestir vorir á meðan þeir dvelja á þýskri grund. Vjer leyfum oss að ákveða, að í hverjum flokki sjeu 30 menn. Vjer höfum í hyggju að koma flokkunum fyrir á sama stað, að aðbúðin sje einföhl og óbrotin, á sama hátt og tíðkast í hernum, að halda fyrirlestra á frönsku og ensku. Það þarf ekki að taka það fram, að farið verður um Berlín og umhverfi hénnar og ýmsir stað- ir þar heimsóttir. Hið sameigin- lega starf mun falið einni alls- herjar yfirstjóm. Vjer væntum að hjá öllum flokkum ríki sá agi, sem nauðsyn- legur er til þess, að hið sameigin- lega starf geti hepnast. Vjer viljum biðja yður að til- kynna oss fyrir 31. maí 1936, hvort vjer megum vænta, að þjer þyggið heimboð vort. Strax og nægjanlega margir hafa tílkynt oss að þeir taki boðinu munum Baldur v. Schirach, æskulýðsleiðtogi Þýskalands. vjer útbúa dagskrá, og senda hana öllum þeim þjóðum, er oss heimsækja. Berlín, 31. mars 1935. Bæði brjefin eru undirrituð af dr. Lewald forseta framkvæmd- arnefndar XI Olympiuleikanna og Herr. v. Tschammer foringja í- þróttamálanna í Þýskalandi, og formani Olympiunefndarinnar þýsku. Auk þess er fyrra boðið undirritað af v. Schirach æsku- lýðsleiðtogi Þýskalands og hið síð- ara af Herr Rust uppeldis og mentamálaráðherra þýska ríkis- ins og Prússlands. Enska og að þeim sje veittur sameigin- lega allur beini. Ætlast er tiT að meistarakepnin. flokkarnir komi tíl Berlín fimtu- 1. Ársenal , 42 58 daginn 23. júlí 1936, en fari af 2. Sunderland 42 54 stað þaðan aftur mánudaginn 17. 3. Manchester P. 42 48 ágúst. Byrjað verður á hinu sam- 4. Sheffield W. 41 48 eiginlega starfi föstudaginn 24. 5. Derby C. 42 45 júlí. Dagana áður en leikirnir 6. Liverpool 42 45 byrja er hægt að helga einvörð- 7. West Bran. 41 44 ungu sameiginlegu starfi. 8. Grimsby 41 43 Á meðan á leikjum stendur, 9. Everton 41 43 skal fyrri hluta hvers dags varið 10. Stoke C. 42 42 á sama hátt, en síðari hluta dags- 11. Preston 42 42 ins verður gestunum gefið tæki- 12. Chelsea 42 41 færi á að sjá olympísku kappleik- 13. Aston Villa 42 41 ina. Hinu sameiginlega starfi 14. Portsmouth 42 40 verður hagað þannig, að fyrst 15. Blackburn R. 42 39 verða daglega iðkaðar íþróttír, 16. Huddersfield 42 38 því næst sýna skólarnir gagn- 17. Wolverhamton 42 38 kvæmt starMiætti sína (á sviði 18. Leeds Utd. 42 38 íþróttanna) að lokum verða haldn 19. Birmingham 42 36 ir fyrirlestrar og umræður. Mál 20. Middlesbrough 42 34 það, sem yfirleitt verður notað á 21. Leicester 42 33 mótínu er þýska. Þó er leyfilegt 22. Tottenham 42 30 Á laugardaginn lauk ensku keppninni og þykir því rjett að gefa yfirlit yfir hana. Arsenal varð meistari og það þriðja skiftíð í röð. Gerði það 115 mörk gegn 46 og eru það mikið fleiri mörk en í fyrra. Þá gerði það 75 mörk. Hve markatala er óvenju há þakkar fjelagið sínum ágæta miðframherja Ted Drake á3amt snillingnum Alec Jamés, sem skap að hefir flesta möguleikana fyrir Drake til að skora. Sunderland, sem er annað í röð- inni, hefir spilað mjög vel þetta ár og tekið miklum framförum frá því í fyrra. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.