Morgunblaðið - 08.05.1935, Blaðsíða 7
Miðyikudaginn 8. maí 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
Annað kvöld kl. 8
RIT
Dagbók.
IV-
er þá þrent er.
Eftir Arnold Ridley.
Fjörugur, hlægilegur og
spennandi gamanleikur í 3
þáttum.
Aögöngumíðax seldir kl. 4—7, dag
mn fyrir, og eftir kl. 1 leikdaginn.
Sími 3191.
Verið
hranst
HaldiS þjer sjeuð það?
Þreytist þjer fljótlega?
Eruð þjer hamingjusamir
og vel liðnir?
Til þess að öðlast alt þetta
«r gott að neyta tveggja
matskeiða af Kellogg’s All-
Bran í kaldri mjólk eða
rjóma.
Engin suða nauðsynleg.
Fæst í matvöruverslunum.
ALL-BRAN
Heilnæm fæða.
rtni
nTr^iiiá
E.s. Esfa
Austur um föstudag 10.
]). m. kl. 9 síðd.
Tekið á móti vörum í dag
og til hádegis (kl. 12) á
morgun.
fiat bifrtii,
lítil, fil sðlu.
Hristláo Sigseirsson.
fer í kvöld kl. 10 vestur og
norður. Aukahafnir Stykk-
ishólmur og Húsavík.
)X| „Helgafell" 5935597
" V. — 2.
VeðriS (þriðjud. kl. 17): Vind-
ur er orðinn alllivass SA við SV-
ströndina og byrjað að rigna.
Annars er veður kyrt og þurt um
alt land með 8—13 st. hita. Ný
lægð er nú að nálgast úr suð-
vestri og mun herða á SA-átt á
S- og V-landi í nótt, en á morgun
gengur vindur líklega til S eða
SV.
Veðurútlit í Rvík í dag: S-kaldi.
Dálítil rigning.
Vorskóli ísalts Jónssonar tek-
ur til starfa í Kennaraskólanum
14. maí. Skólinn sameinar inni- og
útinám, starf og lcik, og nú síð-
ustu vorin hafa garðyrkjustörf
barnanna orðið einkar vinsæl. Und
anfarin vor hefir orðið að vísa
mörgum börnum frá. Ættu því
foréldrar, sem ætla að hafa hörn
sín í sltólanum í vor, að láta inn-
rita þau í skólann sem fyrst.
Valdemar Bjarnason frá Ölfus-
holti andaðist í Vífilsstöðum í
fyrrakvöld. Hafði verið þar sjúlr-
lingur all-lengi.
Ferðafjelag íslands fór síðastl.
sunmidag um Þrengslin í Rauf-
arhólshelli. 46 voru í förinni. —
Veður var dásamlega gott allan
daginn og besta útsýni yfir Suð-
urlandsundirlendið af austurbrún
Hellisheiðar. Flestir þátttakendur
fóru í hellinn, sumir inn í botn,
aðrir ljetu sjer nægja að fara inn
í „íshöllina“, er það einkennileg-
asti og fegursti hluti hellisins. —■
Frá hellinum var farið meðfram
Lönguhlíð um Lágaskarð og
Hveradali og þar í bílana.
Sjúklingar á Hafnarfjarðar-
spítala liafa beðið Mbl. að færa
söngkór Efners kærar þakkir fyr-
ir skemtun þeirra þar s. 1. sunnu-
<lag. ...
Landsbókasafnið. Allir, sem
hafa bækur að láni frá Landsbóka
safninu eiga að skila þeim fyrir
14. þ. mán.
Esja á að fara lijeðan austur um
á föstudagskvöldið.
Vorhreingerningar eru nú byrj-
aðar. Ætti fóllt að mun eftir því,
að það er ekki nóg að þvo og
hreinsa .berbergi, heldur verður
það líka að gera hreint fyrir sín-
um dyrum úti og á baklóðum og í
portum. í ýmsum portum hefir
safnast saman allskonar rusl,
sem veldur óþef í nágrenninu og
er greiðastaður fyrir rottur.
Aljechin skákmeistari hefir
verið í Svíþjóð að undanförnu.
Tók hann þar þátt í Orebroskák-
móti og bar sigur af hólmi. Næst-
ur honum gekk Erik Lundin,
þriðji var O. Stáhlberg. í sam-
sæti, sem Aljechin var haldið á
eftir, sagði hann að Svíar væri
ein af fjórum hestu skálcþjóðum
í heimi. Nokkru seinna tefldi
Aljechin nolckrar blindskákir í
Stokkhólmi, en þar tapaði hann.
Eimskip. Gullfoss fór til Kaup
mannahafnar í gærkvöldi kl. 8.
Goðafoss fer vestur og norður
kvöld ,aukahafnir Stykkishólmur,
Húsavík og Patreksf jörður
suðurl. Brúarfoss fór frá Leith
í gærkvöldi á leið til Vestmanna-
eyja. Dettifoss kom til Leith í
fyrradag. Lagarfoss er‘ á Akur
eyri. Selfoss fer frá Leith í dag.
Súðin kom í nótt úr strandferð.
Suðurland fer aukaferð til Borg
arnéss í fyrramálið kl. 7 og kem-
ur aftur um kvöldið.
íþróttafjelag kvenna heldur að-
alfund sinn í Oddfellowhúsinu
annað kvöld kl. 8 e. h. Áríðandi
mál verður á dagsltrá.
| Stúlkur þær, sem ætla að taka
inntökupróf í 1. bekk Kvenna-
sltólans, ern ámintar um að mæta
í skólanum, fimtudag 9. þ. m. kl.
1 e. h. Hafi með sjer ritföng og
námsbækur þær, sem þær lásu
seinast í þeim fögum, sem prófað
verður í.
Togararnir. Af veiðum komn í
gær Gyllir með 114 föt lifrar, Gull
foss með 27, Tryggvi gamli með
90 og Max Pemberton með 97 föt
lifrar.
Belgaum kom hingað í gær.
Skipið fór í eina ferð með ísfisk
til Englands, en fór aftur í gær og
veiðir nú í salt.
Franskur togari kom í gær að
fá sjer kol og salt.
Enskur togari kom í fyrradag
með veikan mann.
Slökkviliðið var kvatt inn að
Sogamýrarbletti 4 kl. að ganga
eitt í nótt. Hafði kviknað þar í,
lítilsháttar, en var slökt með
handslökkvitækjum.
Guðspekifelagið, sameiginlegur
fundur í kvöld kl. 8%. — Lótus-
dagur.
Kvþnnadeild slysavarnaf j elags-
ins. Vegna sölu happdrættismið-
anna, verður næsti fundur deild-
arinnar ekki fyr en síðast í þess-
nm mánuði. Æskilegt að konur
skili peningum fyrir selda miða
fyrir fundinn.
Leiknir kom af veiðum til
Patreksfjarðar í fyrradag með 79
tunnur lifrar, og Gylfi með
92 tunnur.
Socialisminn heitir nýtt rit eft-
if Gunnar Árnason verslunar-
mann í Reykjavík. Er komið út
fyrra hefti þess. Er þar rakin saga
1 socialismans frá fyrstu tíð fram
undir seinustu aldamót og hraktar
kenningar Karl Marx.
Árekstur. Klukkan um 11 í
gærmorgun varð árekstur milli
Strætisvagns og mjólkurvagns á
móts við Álabrekkur. Hestur, sem
dró mjólkurvagninn mun hafa
fælst og lenti þá vagninn fyrir
Strætisvagninum. Hesturinn hljóp
með vagnkjálkana í eftirdragi
út af veginum og skemdist mjólk-
urvagninn dálítið. Annað slys
hlaust eklri af þessum árekstri.
Reykvíkingar eru hjálpfúsir
menn. Það hafa þeir oft sýnt.
Þess vegna snýr blaðið sjer til
lesendanna enn einu sinni með til-
mæli um að rjetta bágstaddri
konu hjálparhönd. Hún átti heima
í húsinu sem brann 4 Grettisgötu
um daginn. Innanstokksmunir
hennar voru óvátrygðir. Hún misti
þar það litla sem hún átti. Hún
er einstæðingur með bam á 2. ári.
Skotið hefir verið skjólshúsi yfir
hana til bráðabirgða. Hana vant-
ar alt til alls, og atvinnn getur
hún ekki stundað. Hún sitnr alls-
laus yfir barni^sínu. Lítil fjárhæð
væri henni mikil hjálp. Samskot-
um til hennar er veitt móttaka á
afgreiðslu blaðsins.
Útvarpið:
Miðvikudagur 8. maí.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Svarað spurningum til út-
varpsins. v
20,00 Klukkusláttur.
Frjettir.
20,30 Erindi: Landnám íslendinga
í Vesturheimi, XIV (Þorst. Þ.
Þorsteinsson skáld).
21(00 Meistaratónleikar: a) Bra
hms: Fiðlu-konsert; b) Tschai
kowslty: Symphonia, nr. 4 (plöt-
ur).
I Austurstræti 14
er eitt skrifstofuherbergi til leigu 14. maí n, k.
Upplýsingar hjá umsjónarmanni hússins Jóhanni Ás-
mundssyni, sími 3740.
Stórar kálplöniur
til sölu á Vesturgötu 17, bakhús, eftir kl. 6 síðd.
JÓN ARNFINNSSON.
Húsráðendur og húsmæður
Ef yðnr vantar duglegan karlmann til að stinga upp garðiun,
hreinsa í kring nm húsið, eða leysa af hendi einhver önnur störf,
þá hringið strax til
RÁÐNINGARSTOFU REYKJAVÍKURBÆJAR,
sem útvegar yður samstundis hæfan mann til þeirra verka, sem
vinna þarf. Öll aðstoð við ráðningu fer fram endurgjaldslaust.
Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar.
Lækjartorgi 1 (1. loft).
Sími 4966.
Heyrið hvað
Loretta
Young
segic um
fegurð.
Loretta Young talar fyrir
munn 846 af 857 aðal leik-
kona. — Lux Toilet sápa
heldur hörundinu svo
hreinu og mjúku, að hún er
aðal sápan sem leikkonur
nota. Hið mjúka löður henn
ar, losar húðina við öll ó-
hreinindi og heldur henni
mjúkri og fagurri. Lux
Toilet sápan er einungis
búin til úr bestu efnum og
umbúðirnar verja hin fínu
efni hennar frá skemdum.
Notið hana strax í dag.
i1 ÚL.
4LLAR STÚLKUR
GETA HAFT
FALLEGA HÚÐ.
JEG HEFI TIL
ÞESS AUÐVELDA
AÐFERÐ. NOTA
DAGLEGA LUX
TOILET SÁPU.
I
UPPÁHALDS SÁPA
LEIKKVENNA.
Lux Toilet Soáp
X-LTS 356-50
t.F.VER FROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND
Til EinfMkkl
ei Stokkseynr
daglega, tvisvar á dag kl. 10y2 f. h. og kl. 5y2 e. h.
Bifreiðastðð Steindórs.
Símt 1580.
Nýkomið:
Handsápur,
margar tegundir.
Eggerl Kristjdnsson & fo,
Sími 1400.