Morgunblaðið - 09.05.1935, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudaginn 9. maí 1935.
Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins.
3ZŒututvn{fac
Það er viðurkent, að maturinn
á Café Svanur sje bæði góður
og ódýr.
Jíaufts&ajuu:
Hreingerningar.
Frúin: Okkur vantar mann
til hreingerninga.
Húsbóndinn: Hvert á að
hringja?
Frúin: Auðvitað til Ágústs
Jónssonar, sími 2613.
Nýkomið:
Bláber.
Eggert Kristjdnsson & Co.
Sími 1400.
Ódýrt hangikjöt. Kaup-
fjelag Borgfirðinga, sími
1511.
Húsmæður! Munið fisksím-
ann 1689.
Kjðtfars og fiskfara, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
„Spírella'*. Munið eftir hinum
viðurkendu Spírella-lífstykfei-
um. Þau eru haldgóð og fara
ypl við líkamann. Gjöra vöxt-
inn fagran. Skoðið sýnishorn á
Bergstaðastræti 14. Sími 4151.
Til viðtals kl. 2—4 síðd. Guð-
rún Helgadóttir.
Pergamentskermar. — Hefi
ávalt fyrirliggjandi mikið af
handmáluðum perg«amentskerm
um. Mála einnig skerma á
krukku-lampa. Púðar uppsettir.
Opið frá 1—6. Rigmor Hansen,
Suðurgötu 6.
Gott notað og vel útlítandi
píanó til sölu með tækifæris-
verði. Katrín Viðar, Hljóðfæra-
verslun, Lækjargötu 2.
Mold og þökur til sölu. Hóla-
vallagötu 7.
Stofa og lítið svefnherbergi
til leigu fyrir einhleypa. Lauga-
vatnshiti. Grettisgötu 65.
Fermingarúrin,
í miklu úrvali.
nýjasta tíska, komin til
Sigucþórs
Hafnarstræti 4.
Ilár.
Efri hæðin í Valhöll við Skot-
húsveg (5 herbergi og eldhús)
er til leigu frá 14. maí. Foss-
berg.
1 stór kjallarastofa, sólrík, til
leigu á Bergstaðastræti 67.
Upplýsingar í síma 2612 og
3220.
2 samliggjandi stórar stofur,
sólríkar, í nýju steinhúsi, til
leigu á Bergstaðastræti 67. Öll
þægindi. Upplýsingar í síma
3605 og 3220.
Hefi altaf fyrirliggjandi hár við
íslenskan búning.
Verð við allra hæfi.
Versl. Goðafofls
Laugaveg 5. Súni 3436.
BiOflll ávalt
um hftQ besta.
r
Vartöflumjol
HÝKOMIB
ni Ivrarbokka
og Stokksevrar
daglega, tvisvar á dag kl. 10f. h. og kl. 5^ e.. h.
Bifreiðastðð Steiadórs.
Síml 1580.
áUlr mima A. S. I.
í SNORUNNI. 9.
get kannske hjálpað yður dálítið. Það er eitt sem
jeg vildi segja yður.
Hann virti hana fyrir sjer heillaður. Það var
komið meira líf í hana. Roði kominn í kinnarnar.
Aldrei hafði hið yndislega, Ijósa hár hennar verið
jafn fagurt. Og augun, dimmblá, ljómuðu svip-
mikil og blíðleg.
— Við tvö ættum að þekkja hvort annað. Við
höfum ávalt, og munum ávalt, vera góðir vinir,
sagði hún. Við verðum að horfast í augu við sann-
leikann. Þjer vitið, að sá maður, sem hafði líf eða
dauða Cecils í sínum höndum, er einn af þeim fáu
mönnum, sem jeg hefi nokkurn tíma kært mig um
og það gerði yður svo erfitt fyrir.
Hún var orðin alt önnur en nóttina forðum, hún
var ekki lengur sljó og þreytuleg, hún var róleg,
en fjörleg.
— Nú skuluð þjer taka vel eftir, — hjelt hún
áfram. Gervase Penham þurfti nauðsynlega að
tala við mig þenna eftirminnilega dag, viðvíkjandi
hinum nýja leik okkar. Jeg verð að játa það, að
jeg var því fegin, að Cecil var ekki heima. Því að
eins og þjer vitið, var hann óþolandi afbrýðissam-
ur út í alt, sem viðkom leikhúsinu. Jeg hafði höf-
uðverk og lá fyrir á legubekknum fyrir framan
kamínuna, þegar stúlkan kom, og sagði mjer, að
Gervase væri kominn. Jeg bað hana að segja, að
jeg kæmi rjett strax. — Stúlkan átti frí þennan
sunnudag, svo að jeg sagði, að hún mætti fara,
jeg skyldi sjá fyrir hressingu. Ráðsmaðurinn, For-
bes og kona hans, voru úti og herbergisþema mín
átti líka frí. En þegar til kom treysti jeg mjer
ekki, til þess að fara niður, svo að jeg barði í
gólfið, til merkis um að Gervase skyldi koma upp.
Við erum ekki svo hátíðleg okkar á milli leikar-
arnir, og mjer datt ekki í hug að nokkur myndi
taka til þess, enda er svefnherbergi mitt stórt og
líkast dagstofu. Gervase kom sem sje upp, og við
fórum þegar að tala um sjónleikinn. Jeg lá kyr á
legubekknum og Gervase stóð við arininn —
og svo vitið þjer hvernig fór. Cecil kom alt í einu
þjótandi inn. Hann vildi ekki hlusta á okkur, það
lenti í fiarðri rimmu á milli þeirra, og hann drap
Gervase á viðbjóðslega hrottalegan hátt. Við viss-
um bæði, að Gervase var liðið lík. En Cecil var
kaldur og rólegur. Jeg hefi oft sjeð hann miklu
æstari yfir smámunum. Til dæmis þegar súpan
hans var ekki nóg og heit.
— Jeg vil ekki láta finna hann hjer í svefn-
herberginu þínu, sagði hann.
— Hvað ætlarðu þá að gera, sagði jeg.
— Burðast með hann niður, svaraði hann. —
Og taktu nú eftir því, sem jeg segi við þig. Ef þú
segir nokkrum lifandi manni frá því, að jeg hafi
drepið Gervase í svefnherbergi þínu, en ekki í
skrifstofunni — þá rís jeg upp úr gröf minni og
drep þig á sama hátt og hann.
Þetta voru hans óbreyttu orð. Hann bar líkið
fyrirhafnarlítið niður á skrifstofu og setti það í
eðlilegar stellingar. Síðan hringdi hann á lögregl-
una og sagði, að maður, sem sjer væri meinilla
við, hefði komið að heimsækja sig. Það hefði lent
í orðasennu milli þeirra, og hann hefði gengið af
honum dauðum.
En Humphrey! Látið þetta ekki fá svo á yður.
Þjer vissuð það áður. En jeg hefi fleira að segja
yður.
— Já, eitt vildi jeg gjarna vita, sagði Sir
Humphrey.
— Þjer skuluð líka fá að vita það, sagði hún.
Jeg fekk að tala við Cecil rjett áður en----------
hann vildi ekkert við mig tala annað en þetta: Ef
þú nokkurn tíma segir frá því, hvar jeg drap Pen-
ham, þá brýtur þú í bág við síðustu ósk mína. Og
ef þú reynir að fá þá til þess að kúldra mjer í
æfilangt fangelsi, þá brýst jeg út, hvern svo sem
..................................... iiiiníia mir ... i
jeg þarf að myrða á leið minni, og kem jeg ogv
drep þig.
— Hamingjan góða! tautaði Sir Humphrey. —
Þjer haldið þá, að hann hafi heldur viljað deyja?
— Hann kaus dauðann heldur en fangelsi. —
Hann vildi ekki lifa, óttaðist það. Jeg veit ekki.
hvort læknar hefðu getað staðfest það, en það er
til margskonar geðveiki, og Cecil var eins brjál-
aður og óðasti maður í geðveikrahæli. Humphrey,.
hún beygði sig niður og tók í hönd hans. — Ef
hinn skyndilegi sjúkdómur yðar hefði ekki hindr-
að yður í að fresta aftökunni, hefði enn þá átak-
anlegri sorgarleikur verið eftir.
Það var eins og þungum steini væri Ijett af '
hjarta Rossiters.
— Þetta er lokaþátturinn í einum af hinum.
mesta sorgarleik, sem tvær manneskjur geta.
upplifað. Trúið ^þjer ekki öllu því, sem jeg hefi
sagt yður — og þjer skiljið mig, Humphrey?
j
— Já, jeg skil yður fullkomlega, fullvissaði
hann. Þjer hafið sýnt, að þjer eruð sú yndisleg-
asta kona, sem til er. Jeg ætla að gleyma hinum.
hræðilegu endurminningum. En má jeg spyrja yð-
ur eins?
— Já, spyrjið þjer mig hvers sem þjer viljið.
Hún rjetti honum hönd sína.
Hann var hugsi. Hrukkurnar í andliti hans
urðu dýpri. Hann lifði upp aftur hinn hryllilega
atburð. Rödd hans var hás, þegar hann spurði:
— Hafið þjer nokkra hugmynd um hvað komi
fyrir mig í Nordfolk þetta kvöld, Katherine?
— Hvað fyrir yður kom? spurði hún hikandi..
— Við hvað eigið þjer?
Þróttur hennar var skyndilega horfinn. Hún var-
orðin öll önnur — skugginn af sjálfri sjer, eins
og nóttina forðum, hina hryllilegu nótt, þegar hún
sat yfirbuguð við skrifborðið hans, óstyrk og ótta-
slegin á svip, og sagði honum frá því, sem komið<
hafði fyrir. Hún var mikil leikkona, en á þessari.