Morgunblaðið - 12.05.1935, Side 5

Morgunblaðið - 12.05.1935, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ 1 :Sunnudaginn 12. maí 1935. Reykj aví kurbrief. 11. mai. Togararnir. Flestir togararnir eru enn að véiðum í Jökuldjúpi og- á Könt- inm og’ þar um slóðir. Afli hefir verið þar sæmileg'ur undanfarnar vikur. Togarinnn Hafsteinn fór nýlega norður á Hala og Hornbanka í fiskleit og hitti engan afla. Skallagrímur fór austur á Hvalbak. Þar fór á sömu leið. Eng inn afli. En aftur á móti varð -Skaliagrímur var við nokkurn afla við Eystrahorn . Fiskverslunin. Þau tíðindi hafa gerst í þeim málurn síðastliðna viku, að at- vinnumálaráðherra liefir falið sölusambandi íslenskra fiskfram- leiðenda að gangast fyrir því, að sölusambandið yrði endurreist með frjálsum samtökum fiskframleið- • enda eins og áður var. Takist þau samtök að nýju er stigið mjög stórt spor til þess að firra yfirvofandi vandræðum í ’þeim mátum. Vorblíðan. Vorbatinn upp úr sumarmálum var svo eindreginn, veðurblíðan hefir verið svo samfeld síðan, að tenjóa leysti mjög ört í snjóasveit- iim og gróðri hefir farið svo fram, að með afbrigðum er sagt vera víðast hvar um land alt. Úr Árness- og Rangárvallasýsl- Um er blaðinu símað, að menn þar um slóðir muni ekki aðra eins vor- blíðu og nú. Þar hefir þurft að hraða ávinnslu á túnum og er Shenni lokið víðast hvar ef ekki alstaðar á undirlendinu, nema hvað eftir er að hreinsa tún, en gróðurþeli orðinn það mikill víða, að tími er til þess kominn. í Fljótshlíð er fyrir nokkru farið að beita kúm. Af Akureyri er blaðinu símað, að þar sje gróður sami nú og hann var hálfum mánuði síðar í fyrra- vor. Jarðeplaræktin. Síðasta þing afgreiddi lög um það, að takmarka skuli sjerstak- lega innflutning á jarðeplum. Sýn- ist það vera að bera í bakkafull- •an lækinn, að ákveða sjerstaklega takmarkanir á innflutningi þessar ar vörutegundar, þegar innflutn- singur er takmarkaður á öllu, nema hinum sjerstöku nauðsynj- um ríkisstjórnarinnar, tóbaki og víni. Mjög' er og þessi ráðstöfun eða lagafyrirmæli út í hött, meðan .ekkert sjerstakt er gert td þess að auka ræktun jarðepla innann- lands. Því hvað stoðar að tak- marka innflutning þessarar fæðu- tegundar ef ekki er um leið sjeð fyrir því, að nægileg innlend jarð- epli fáist,’ og þau, sem ræktuð eru ihjer, sjeu sæmileg að gæðum. Hjer á landi er árleg jarðepla- neysla á mann 53 kg. Er þetta margfalt minna en nágrannaþjóð- ir okkar nota. Af þessum 53 kg. hafa 33 kg. verið innlend jarð- ■epli, en 20 kg. aðflutt. Til þess að vit væri í að tak- marka sjerstaklega jarðeplainn- flutning, þyrfti framleiðslan inn- anlands að tvöfaldast. En hvað frjettist um ráðstafanir •valdhafanna í því efni? Jú. Hin liringavitlausa innflutn- ingsnefnd takmarkar innflutning á tilbúnum áburði, svo menn þeir, sem - vilja auka jarðeplaræktina eru í vandræðum vegna áburðar- skorts. Er hjer ein mynd af „skipulagi atvinnuveganna“ „á vísindalegum grundvelli" sem rauðliðar hafa gumað mest af. Misheppnuð tilraun. Mjög liafa bændur orðið von- sviknir enn sem komið er með árangur af blöndun ísl. fjár með karaltúlfje. Hrútar af því kyni komu ihingað einir 13. Af þeim eru 3—4 dauðir. Skinn af lömbum undan hrút- um þessum hafa selst fyrir sára- lítið verð, að því er einn af starfs- mönnum Búnaðarfjelagsins hefir tjáð blaðinu — þetta fyrir 2—3 krónur stykkið. Og sumt af skinn- unum frá því í fyrra, liggur enn. óselt. Að einhverju leyti kann þessi ljelegi árangur að stafa af því, að meðferð skinnanna hefir ekki ver- ið rjett. Flugleiðin um ísland. Aldrei liafa menn búist við því, að erlend flugfjelög myndu hugsa til þess að koma flugferðum á .til íslands, með það fyrir augum að hjer yrði endastöð. Menn hafa litið svo á, að ísland fengi aldrei flugsamband við önnur lönd, nema sem áfangastaður á flugleiðinni milli heimsálfanna. En þetta víkur dálítið öðru- vísi við, samkvæmt frásögn Björns Ólafssonar stórkaupmanns, er birt ist hjer í blaðinu um daginn. En liið kgl. hollenska flugfjelag hef- ir falið honum að atliuga ýms skil- yrði til flugferða hingað . Þetta öfluga flugfjelag hefir í hyggju að koma flugferðum á hing-að, en ekki léngra a. m. k. fyrst um sinn. Og á að nota flug- vjelar sem setjast á land. Það eitt fyrir sig sýnir, hve örugt flugið er nú talið, ef nota á vjelar, sem alls ekki geta sest á hafið. En til þess að nokkrar veruleg- ar tekjur geti orðið af slíkum loft- ferðum í samanburði við kostnað, hljóta þeir, sem gera út slíkar vjelar, að ætla sjer að fá hingað skemtiferðafólk þessa leið. Eru menn þá farnir að skoða flugvjel- ar örugg farartæki, þegar fólki er ætlað að eyða sumarfríi sínu á þann hátt að fara sjer til skemt- unar í lofti frá meginlandi Evrópu til íslands. 4 ára áætlunin. Menn blaða í hinni svonefndu „4 ára áætlun“ Alþýðuflokksins, er út var gefin fyrir kosningamar í fyrra vor, þar sem, m. a. að loforð sósíalista til kjósenda eru sundurliðuð í 36 liðum. í 6. lið er svo komist að orði, að koma skuli á „samvinnu milli sveitabænda og verkafólks í kaup- stöðum, um skipulagningu á sölu landbúnaðarafurða innanlands, með því markmiði að auka neyslu þessara afurða í landinu? Fyrsta spor í þessari „sam- vinnu“ „til að auka neysluna“ hefir svo orðið það, að mjólkur- salan hjer í bænum er sett í brauð búðir sósíalista, stórkostlega dregið úr mjólkurneyslunni með allskonar fantabrögðum, en Al- þýðuflokknum greiddur ágóði af útsölu þeirrar* mjólkur sem selst, með sjerrjettindum þeim, er brauð sölubúðir sósíalista hafa fengið. Þannig hafa sósíalistar í þessu efni rækt „samvinnuna“ við bænd- ur. Haft fje af framleiðendum með* sjerrjettindabraski sínnu, og gera með aðstoð nokkurra of- stopafullra Framsóknarmanna, mjólkursöluna þannig úr garði, að mjólkurneyslan minkar stór- kostlega. Egill í Sigtúnum. Framkoma hans í mjólkurmál- inu er orðin býsna gruggug. Hermann Jónasson sýndi lit á efndum loforða sinna með því,að fallast á, að sett yrði ný nefnd þriggja mannna, er taki að sjer mjólkursöluna. Áttu búin austan- fjalls að tilnefna einn, framleið- endur vestan héiðar að tilnefna annan, og þeir síðan sameiginlega að koma sjer saman um odda- mann. Fulltrúar allra búanna, komu sjer saman um Magnús Kjarau sem oddamann þessarar nefndar. Nema Egill í Sigtúnum neitar að greiða Magnúsi atkvæði. Hann kveðst bera traust til Magnúsar. Hann telur, að Magnús Kjaran sje líklegur til þess að leysa vand- ræði mjólkurframleiðenda, með því að kippa mjólkursölunni í lag. En Egill í Sigtúnum vill samt ekki greiða Magnúsi atkvæði sitt. Af því að hann vill ekki að mjólkursalan komist í lag? Það liggur beinast við að halda að svo sje. Geta bændur austanfjalls borið traust til Egills í Sigtúnum eftir þessa framkomu hans? Myndi ekki vera tími til kom- inn, fyrir þá að losa sig undan forsjá þessa manns, sem sýnilega er leiknari í að selja ólöglegar vörur en afurðir bænda í hjer- aðinu. Varalögregla. Það vakti nokkra eftirtekt bæj- arbúa þ. 1. maí síðastliðinn, að allmargir fyrverandi varalögreglu manna, sáust á götunum. Þurftu hvorki þeir nje bæjarlögreglan neitt að aðliafast þenna dag, sem kunnugt er. En hvað kom til að varalög- reglan var, endurvakin þenna dag? Fullvíst er talið, að um það liafi komið skipun frá ríkistjórn- inni, sem mjög hefir þó stæif sig af því að hafa lagt varalögregl- una niður. Hvað hefir talið stjóniinni liug- hvarfs í þessu máli? Er það með- vitundin um hin sífeldu svik gef-1 inna loforða og vaxandi vand- ræði almennings, sem komið hafa landsstjórninni á þá skoðun, að Ihún þurfi varalögreglu um sig — a. m. k. á hátíðum og tillidögum eins og 1. maí? Magnús Torfason. Tímamenn lýsa undrun sinni yf- ir því, að mönnum detti í hug, að Magnús Torfason sje í raun og veru ekki lengur þingmaður. En hvað segja stjórnarskrá og kosningalög? Til þess að vera kjörgengur sem uppbótarþing- maður, fyrir einhvern flokk, þarf þingmaðurinn að vera í flokkn- um. Þetta er ekki torskilið. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins geta ekki lent í uppbót- Snurpinót. Þeir, sem 'hafa í hyggju að gera út á síld í sumar, en ennþá ekki hafa fengið sjer nót, ættu sem fyrst að tala við hr. Elías Hall- dórsson forstjóra Litunar og viðgerðarstöð veiðarfæra, Skildingar- nesi ,og fá umsögn hans um nót sem jeg á þar í ágætu standi, ný viðgerða og ný barkaða. O. Ellingsen. Bilar til sölu. Tveir Opel vörubílar, einn Studebaker vörubíll, 2 tonn, einn yfirbygður Fargo vörubíll, V/z tonn, og einn 5 manna Oldmobile, allir í ágætu standi, eru til sölu nú þegar. Jón Bjarnason bílstj. í Kveldúlfi veitir allar nánari upplýsingar í síma 1054, og verður til viðtals á Lindargötu 22, þar sem bílarnir verða sýndir næstu daga kl. 4—6 síðdegis. Pirelli bifreiða gúmmfi, í flestum stærðum, nýkomið. PIRELLl er viðurkent ,sterkt og ábyggilegt bifreiðagúmmí. Xofið Pirelli. Vorskóli Austnrbæjarskölans starfar, eins og að undanförnu frá 15. maí til júní-loka. Kent verður: Lestur, skrift og reikn., en eldri börnum það sem þau óska sjerstaklega í öðrum námsgreinum. Þá verður kent sund, einnig farið í smáferðir í grasa- og steinasöfnun og kynst umhverfi bæjarins. Skólagjald allan tímann kr. 7,50. Tekið á móti um- sóknum daglega hjá skólastjóra Sig. Thorlacius, sími 2611. Auk þess taka á móti umsóknum: Jón Sigurðsson yfirkennari, Bergst. 84, Bjarni Bjarnason, sími 2265 og Gunnar M. Magnúss, Egilsgötu 32. Tll Þlngvalla f dog. Farg)aldið lækkað, koslaff aðeios 3 krónnr. Bifreiðastöð Steindórs. arþingsæti Alþýðuflokksins. Og utanflokkamaður eins og Ásgeir Ásgeirsson, getur ekki fylt neitt af 11 uppbótarþingsætum Alþing- is. IJm leið og Magnús Torfason segir sig vir Bændaflokknum, þá hefir hann eyðilagt kjörgengi sitt. Hann getur ekki lengur verið þingmaður. Hann verður að fara, og varamaður hans að taka við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.