Morgunblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 3
Föstudaginn 24. maí 1935. 11ORGUNBLABIÐ Brúðkaupið í Stokkhólmi í dag. Konungsskipið !7Dannebrog“, sem hjónin sigla meS til Kaupmannahafnar. 1 dag verða þau gefin saman í Stórkirkjunni í Stokkhólmi Friðrik ríkiserfingi og Ingiríð- ur Svíaprinsessa. Vígsluathöfnin hefst kl. 9.30 (íslenskur tími) og verður þá sunginn sálmurinn „Þann sign- aða dag“. Kristján konungur X. leiðir son sinn að altarinu, en Gustav Adolf ríkiserfingi dóttur sína. Brúðarmeyjar hennar verða þær Ragnhildur og Ástríður, dætur Ólafs rík- iserfingja Norðmanna, en brúð- arsveinn er drengurinn Gustav greifi af Wisborg, sonur Folke Bernadottes greifa. Eftir að sálmurinn hefir ver- ið sunginn framkvæmir Eiden erkibiskup hjónavígsluna, og að henni lokinni þruma fall- byssurnar á flotastöðinni og herskipunum. Það er ekki nema svo sem tveggja mínútna akstur frá kirkjunni til konungshallar og aka brúðhjónin þangað í skraut vagni, sem fjórum hestum er beitt fyrir, og fylgir þeim líf- varðarsveit úr riddaraliði. Á tröppum hallarinnar bíða þeir yfirborgarstjóri Stokk- hólms og hirðmarskálkurinn til þess að bjóða nýgiftu hjónin velkomin og leiða þau inn í höllina. Gluggar hallarinnar eru hafð ir opnir og úti í hallargarðin- um syngur Karlakórinn „Bel Canto“. Eftír morgunverð er aftur sungið og síðan aka hjónin í skrautvagninum um borgina. Um kvöldið kl. 5 verður lagt á stað til Kaupmannahafnar á konungsskipinu „Dannebrog“. Hjónavígslunni og veislunni verður útvarpað og endurút- varpað hjer. Hefst útvarpið sem sagt kl. 9.30 og svo aftur kl. 1.30. Vafalaust draga Reykvík- ingar fána að hún í tilefni af brúðkaupinu. fiandrit 3ónasar Scmssonar fara í gegn um hendur Jóns Þótð- arsonar vjelseffaru U1 lagfæringar. En lón er ekki brjefrit- ari Framsóknarflokksina og þuí fór sem fór. Jón Þórðarson. Dreifibrjef Framsóknar- flokksins, er mynd birtist af hjer í blaðinu nýlega, vakti mjög milda athygli, sem vænta mátti. Lesendur blaðsins ráku upp stór augu, er þeir sáu, að for- maður Framsóknarflokksins væri í raun og veru ekki leng- ur sendibrjefsfær. Af orðalagi brjefsins var auðsjeð að höfundur þess var Jónas Jónsson. Stíllinn og svip- urinn var hinn sami, og Joeg- ar þettá geðbilaða gahialmenni veður elginn í rsgðustól og tal- ar „svart“, eins og þegar hann talar í brjefinu um „trygging- arnar , í tryggingarmálunum, sem jíka grípa inn í lækna- framkvæmdirnar," og annað, sem enginn skilur og er ekki annað en óskiljanlegur þvætt- ingur. I Tímanum er nú birt ræða þessa manns, er hann hjelt þegar hann varð fimtugur. Þar lýsir hann m. a. samstarfinu við flokksmennina. Þar talar hann sjerstaklega um margra ára samstarf sitt við Jón Þórðarson vjelsetjara í prentsmiðjunni „Acta“. Þar hefir Tíminn verið prentaður frá byrjun. Um þenna samstarfsmann sinn segir Jónas Jónsson, um leið og hann færir honum þakkir sínar: „Við Jón Þórðarson vjel- setjari í Acta, höfum lengi verið samstarfsmenn. Menn | halda alment, að þeir, sem j skrifa í blöðin geri í raun- j inni alt andlega starfið, að ! prentarinn og prentvjelin i sjeu nokkurnveginn hið sama, tvær vjelar, önnur dauð, en hin lifandi. En mín | reynsla er sú, að Jón Þórð- arson lagar flestállar þser greinar, sem jeg set í Tím- ann. Handritið gengur fyrst í gegnum hans hendur, og ef eitthvað er, sem hann sjer að á að vera öðruvísi, eða sem honum finst að fari bet- ur öðruvísi, þá breytir hann því“. Þarna kemur alveg óvænt skýring á hinu ómerkilega ó- skiljanlega og vitlausa dreifi- brjefi. Það hefir ekki „gengið í gegnum hendur“ Jóns Þórðar- sonar. Hann hefði, af langri j reynslu sennilega fundið eitt- hvert vit í því, og fært það í ! skiljanlegan búning. Eða slept ! því úr, sem var hringavitleysa ein. En þegar Jóns naut ekki við, við yfirlestur og lagfæringar, þá kom Jónas Jónsson fram í sinni rjettu mynd, eins og hann í raun og veru er. Mikið mega þeir Jónas Jóns- son og aðrir Framsóknarmenn þakka Jóni Þórðarsyni vjelsetj- I ara. | Ekki furða þó J. J. mintist 1 hans sjerstaklega í afmælis- ræðu sinni. i Mynd hefir ekki komið af Jóni í Tímanum. En hjer birt- I ist mynd af þessum andlega j leiðtoga Jónasar Jónssonar, I sem hefir það á hendi, að færa | svívirðingar óg blekkingar ! þessa sorpritstjóra 1 þánn bún- ing, að almenningur skilji við hvað hann á í skrifum sínum. luOTóS ;u. Hlj óms veitarst j óri bráðkvaddur við brúðkaupshljóm- leika ríkisérfingja. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. j í gær fóru fram hljómleikar í ráðhúsi Stokkhólms í tilefni af brúðkaupi Friðriks ríkiserf- jingja og Ingiríðar prinsessu. Hinn víðkunni söngstjóri Lizell stjórnaði hljómsveitinni. En meðan á hljómleikunum stóð hneig hann niður og var þegar örencjur. Páll. Niðurjöfnun útsvara. Reglur Niðurjöfnunarnefndar. Niðurjöfnunarskráin í Rvík kemur út í dag. Hjer fara á eftir reglur þær (útsvarsstigi), sem niður j öfn- unarnefnd hafði til hliðsjónar við álagningu útsvara að þessu sinni. ( Skýringar. Netto tekjur eru hreinar tekjur til skatts, áður en per- sónufrádráttur er dreginn frá. Ennfremur var lagt á veltu- útsvar á fyrirtæki og aðra, sem atvinnurekstur hafa, og var það mismunandi hátt eftir teg- und atvinnurekstrar og að- stöðu. Þess skal og getið til leið- beiningar, að útborgaður arður úr hlutafjelögum og hluta- brjefaeign er e&ki talinn með útsvarsskyldum tekjuin og eign um einstakra hlutþafa, heldur er það lagt á það hjá fyrir- tækjunum sjálfum. i Eftir að lokið var niðurjöfn- un samkvæmt þessum reglum, kom í ljós, að töluvert vantaði til að ná þeirri áætlunarupp- hæð, sem fjárhagsáætlun bæj- arins ákveður, og varð þá að bæta við 10% ofan á öll útsvör, sem námu 45 kr. eða þar yfir, þó þannig að jafnan stæði á heilum eða hálfum tug. Getur nú hver einstakur reiknað út sitt útsvar, eftir þessum reglum. I. Útsvarsstigi á tekjur. Hjón með i börn: tekjur og fjelög Hjón 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1500 20 2000 35 25 10 2500 60 45 20 20 10 3000 95 80 35 20 10 % 3500 140 115 55 35 20 10 4000 190 165 85 55 35 20 10 4500 245 215 130 85 55 35 20 10 5000 305 275 180 130 85 55 35 20 10 5500 370 335 235 185 130 85 55 35 20 10 6000 440 405 295 235 180 130 85 55 35 20 10 6500 515 480 365 295 235 180 130 85 55 35 20 10 7000 595 555 440 365 295 235 180 130 85 55 35 20 7500 680 Þegar kemur yfir 7000 kr. reiknast fjölskyldufrádrátt- 8000 770 ur eins og við 7000, sem sje fyrir konu 40 8500 865 . fyrir konu og 1 bam 155 9000 965 —■ • 2 börn 230* 9500 1017 — 3 — 300 10000 1180 — —- 4 — 360 11000 1410 — 5 — 415 12000 1640 — ■ ■ 6 — 465 13000 1870 * 7 — 510 14000 2110 — 8 — 540 15000 2350 . 9 — 560 16000 2600 10 — 575 17000 2860 18000 3130 19000 3410 20000 3710 21000 4030 22000 4370 23000 4730 24000 5110 25000 5510 og 40% af því, sem fram yfir er. II. Útsvarsstigi á eign. Eign. TJtSVar. Eign. Útsvar. 5 þús. 10 kr. 60 þús. 685 kr. 7,5 - 20 — 65 — 785 — 10 — 35 — 70 885 — 15 — 60 — 75 — 985 — 20 — 110 — 80 — 1085 — 25 — 160 — 85 ' — 1185 — 30 — 210 — 90 : -> 1285 —; 35 — 260 — 95 — 1385 — 40 — 335 -L- 100 1 1485 — 45 — 410 — 50 — 485 — og 2,5% af því sem 55 — 585 — fram yfir er SJóðsstofnnD til krabbameins- lækninga. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Aðalræðismaður Ernst Carl- sen hefir gefið 100.000 krónur í sjóð, til þess að stuðla að vörnum gegn krabbameini. Vaxta fje sjóðs þessa á að úthluta tií danskra, íslenskra, norskra eða sænskra manna eða stofnana. Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.