Morgunblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 4
MORGWNBLAÐIÐ Föstudaginn 24. maí 1935. Skattabyrði er orðin Reykvíkinga óþoland i. Bæjarbúar þurfa að sameinast um þa kröfu, að Alþingi lækki í haust tekju- og eignarskattinn og sjái bæjar- og sveitarfjelögum fyrir nýjum tekjustofni. Skattabrjálæðið. Þegar Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra lagði fyrir haust- þingið hið nýja tekju- og eign- arskattsfrumvarp, þar sem far- ið var fram á stórkostlega hækkun þessara beinu skatta til ríkissjóðs, var strax sýni- legt hvert stefndi. — Með þessu sagði ríkisvaldið bæjar- og sveitarf jelögum stríð á hend ur — stríð, sem hlítur fyr eða síðar að enda með fullkomnu fjárþroti bæjar- og sveitarfje- laga. Reynslan er margbúin að sýna það hjer á landi, að beit- ingu beinna skatta af ríkis- valdinu eru settar ákveðnar skorður, sem eigi verður hagg- að. Því harðara sem ríkið geng ur í beitingu tekju- og eignar- skatts, því brigðulli tekjustofn hefir útsvarið reynst bæjar- og sveitarfjelögunum. Þetta hefir einkum sýnt sig hjer í Reykja- vfk, enda lendir tekju- og eign- arskatturinn lang þyngst á Reykvíkingum. Sjálfstæðismönnum var það ljóst á haustþinginu, að bæjar- og’ sveitarfjelögum var beinn voði búinn, ef skattafrumvarp Eysteins yrði samþykt. Þess vegna báru þeir fram þá breyt- ingartillögu við frumvarpið, að skattinum yrði skift milli rík- issjóðs og bæjar- og sveitar- sjóða. En stjórnarliðið feldi þá tillögu. Skattafrumvarp Eysteins var því næst samþykt með nokkr- um lagfæringum. Og fjármála- ráðherrann Ijet þau orð falla í þingræðu, að hann sem sjer- staklega kunnugur efnahag og ástæðum manna í Reykjavík (fyrv. skattstjóri) væri þess fullviss, að Reykjavíkurbæ J væri vorkunnarlaust að ná inn! nauðsynlegum tekjum til 'sinna þarfa með útsvörum, þrátt fyr- ir hina stórfeldu hækkun tekju- og eignarskattsins! Sí-vaxandi kröfur. En ríkisvaldið lætur sjer það engan veginn nægja, að ganga| svo freklega á tekjustofn bæj- ar- og sveitarfjelaga, að lítið sém ekkert er eftir skilið handa þeim, heldur bætir það gráu ofan á svart og eykur í sífellu kröfurnar til bæjar- og sveit- arf jelaganna. Á hverju Alþingi, sem háð er, er bætt við nýjum kröfum á bæjar- og sveitarf jelögin, kröfum sem hafa í för með sjer stórkostlega aukin útgjöld of- an á þau sem fyrir eru. En tekjustofninn er altaf hinn sami — útsvörin. Fáein sýnishorn. Til þess að almenningur í Reykjavík fái ofurlitla hug- mynd um þær feikna byrðar, sem nú hvíla á bæjarbúum, verða hjer birt sýnishorn af tveimur ■ gjaldaliðum, eins og þeir voru s.l. ár: Fátækraframfærið. Það var fyrir s.l. ár áætlað kr. 822.900, en greitt var til þeirra hluta sem næst kr. 1.078.179.00, eða yfir 255 þús. meii"a en áætlað var. Þessi stóijkostlegi kostnaður af fátækraframfærslunni staf- ar vitaskuld fyrst og fremst af því, að atvinnuvegirnir eru að smáfjara út. Við það missir fólkið atvinnu, kemst í vand- ræði og verður að lokum að leita til bæjarfjelagsins um hjálp. Atvinnubótavinnan. Þessi Út- gjaldaliður er nýtilkominn á reikningum bæjarsjóðs, en er nú orðinn fr»stur liður þar. Þessi útgjaldaliður á einnig rót sína að rekja til erfiðleika atvinnuveganna og vanmáttar ríkisvaldsins, til þess að hlaupa undir bagga. Til atvinnubótavinnu voru alls áætlaðar í Reykjavík s.l. ár 450 þús. krónur og skyldi fjeð fengið þannig: Tillag frá ríkissjóði 150 þús., lán bæjar- sjóðs 150 þús. og framlag bæj- arsjóðs 150 þús. kr. En vegna þess, að atvinnu- leysið í bænum varð milklu til- finnanlegra s.l. ár en nokkurn óraði fyrir, sá bæjarstjórn einskis annars úrkostar en að verja miklu rneira til atvinnu- bóta en áætlað var og ríkið lagði einnig meira fram. Var varið til atvinnubóta sem hjer segir: Framlag úr bæjarsjóði um 280 þús., lán bæjarsjóðs 287 þús. og framlag ríkissjóðs 232 þús. kr., eða alls um 800 þús. kr. Lán bæjarsjóðs til atvinnu- bóta voru því skilyrði bundin, að þau yrðu greidd upp á þessu ári. Þessir tveir gjaldaliðir — fá- tækraframfærið og atvinnu- bótavinnan — sem nema nál. 2 miljónum króna, stafa bein- línis af því hörmungarástandi, sem atvinnuvegirnir eru komn- ir í, vegna skilningsleysis ríkis- stjórnarinnar á ástandinu og vegna hóflausrar eyðslu og skattkúgunar ríkisvaldsins. Þegar ríkisstjornin er buin að lama svo atvinnurekendur í sveit og við sjó, að þeir neyð- ast til að draga saman seglin ! eða hreinlega að gefast upp, er eina bjargráð hennar nýr liður í fjárlögum, er nefnist: Til atvinnubóta í kaupstöðum. Þó er það engan veginn þannig, að ríkið sjálft sje látið standa straum af atvinnubót- unum. Síður en evo. Bæjarfje- lögin eru látin bera byrðarnar að tveim þriðju hlutum. Aðferð ríkisstjórnarinnar er þá í stuttu máli þessi: Hún byrjar með að rýja skattþegnana inn að skinni. Næsta skrefið er, að Jknje- setja atvinnuvegina, beita alls- konar höftum og bönnum og svifta þar með einstaklinga möguleikum til lífsbjargar. Þegar svo öllu þessu er lokið, verður lokaþátturinn sá, að kasta byrðunum yfir á bæjar- og sveitarf jelögin! Utsvörin í ár. Af þessum stórkostlega auknu byrðum, sem hlaðist hafa á Reykjavíkurbæ í auk- inni fátækrafærslu og framlagi til atvinnubóta, hefir auðvitað leitt það, að útsvörin á þessu ári hafa hækkað gífurlega. Þau voru á fjárhagsáætlun þessa árs áætluð 3 milj. 108 þús. kr., að viðbættu 5—10%. Og nú eru Reykvíkingar að fá í hendur þann skamt, sem þeim er ætlað að greiða í við- bót við „litla“-skamtinn, sem Eysteinn heimtar í tekju- og eignarskatti. Sjálfsagt bregður bæjarbú- um í brún, er þeir fá í hendur þessa tvöföldu skattseðla — frá ríki og bæjarsjóði. Ólíklegt er, að nokkur mað- ur sje svo blindur að hann ekki sjái, að nú hefir boginn verið of hátt spentur. En hver verður afleiðing þess? Sú, að skatturinn fæst eklki inn. Þetta er óhagganleg stað- reynd. Enda er það svo, að þó að skattþegnar Reykjavíkur væru allir að vilja gerðir, er öllum almenningi lífsins ómögulegt að rísa undir byrðunum. Skattþegnarnir gefast upp, en við blasir allsherjar hrun. . Ut úr ógöngunum. En hvaða leið er þá út úr ógöngunum?, munu menn spyrja. Hún er aðeins ein,: Að Al- þingi breyti þegar á haustþing- inu tekju- og eignarskattslög- unum, lao.kki skattinn stórkost- lega og láti þá lækkun verka aftur fyrir sig, þ. e. ná til skattsins á þessu ári. Ennfremur verður Alþingi að sjá bæjar- og sveitarsjóðum fyrir nýjum tekjustofnum, því að það hefir fengist fullkom- lega úr því skorið, að þeim nægir ekki sá tekjustofn (út- svörin) sem þau nú hafa. Þetta hvort tveggja VERÐ- UR að gerast á Alþingi því, sem háð verður næsta haust. Og- til þess að knýja þetta fram, verða skatt- þegnar Reykjavíkur nú þegar að stofna öflugan fjelagsskap og mynda órjúfandi fylking um þessar kröfur. Standi Reykvíkingar sem einn maður um þess ar kröfur, þegar Alþingi kemur saman í haust, er víst, að undan þeim verður ekki komist. Það er tilvera bæj- ar- og sveitarfjelaga — og þá fyrst og fremst Reyk j avíkurbæ j ar sem á því veltur, að þessar umbætur fáist. Þess vegna, Reykvík- ingar! Standið saman um þessar kröfur og knýið þær fram! Tilkynning. í samráði við stjórn. íslensku vikunnar á Suðurlandi hefir frk. Helga Thorlaeius ákveðið að halda matreiðslunámskeið í Reykjavík — aðallega matreiðsln á ísl. æti- jurtum — er standi yfir í eina viku hvert. Hið fyrsta hefst mánu- daginn 27. þ. m. Námskeiðin verða haldin í Kirkjustræti 12, þar sem áður var rannsóknarstofa Háskólans, og leggur ríkisstjórnin. húsnæðið til ókeypis. Um starfsemi fröken Helgu Thorlacius hefir dr. med. Skúli V. Guðjónsson í Kaupmannahöfn skrifað eftirfarandi: „Fröken Helga Thorlacius hefir skýrt mjer frá starfsemi sinni við hagnýtingu ýmsra íslenskra mat- jurta, matreiðslu þeirra o. s. frv., og kenslustarfi sínu á þessu sviði. Margt af þessu var mjer áður kunnugt af afspurn og af íslensk- um blöðum. Margar jurtir voru fyr á tímum notaðar til manneldis vandlega tilreiddar á mjög einfaldan hátt. Telja má það afturför að þetta hefir að mestu lagst niður á síðari árum. Orsökin til þess hefir með- fram verið sú að tilreiðslu þess- ara jurta hefir verið svo ábóta-* vant að matur úr þeim þótti ekki gÓðlU'. — Sennilegt tel jeg að mikill hagn- aður gæti orðið af því ef almenn- ingur notaði meira en. gjört er íslenskar jurtir til manneldis, og alveg tel jeg það víst að slíkt myndi bæta fæðu almennings stórum frá heilsufræðislegu sjón- armiði sjeð. í flestum íslenskum ætijurtum eins og í ætijurtum yfirleitt, er mikið af ýmsum vítamínum, og auk þess sölt ýms sem nauðsynleg eru líkamanum. Að vísu þekki jeg ekki til að vítamínmagn eða nær- ingargildi hafi verið örugglega rannsakað í íslenskum matjurtum svo að teljandi sje. Þó liefi jeg sjálfur rannsakað vítamín í þör- ungum töluvert og fundið mikið A-vítamín í þeim. Auk þess hefir vítamín rannsóknarstofa ríkisins í Kaupmannahöfn rannsakað A og D-vítamín í sölvum fyrir banka- gjaldkera Jón Pálsson í Reykja- vík. Reyndist að vera mikið af A- vítamíni í þeim, samanborið við það sem vant er að vera í jurtum. D-vítamínmagnið var nokkru minna. Jeg tel víst að jurtir þær sem hjer er um að ræða sjeu yfir- leitt vítamínauðugar og að öðru leyti hollar. Fer þar eftir eigin og annara vísindarannsóknum á þessu sviði. Óhollusta getur varla stafað af þeim á nokkum hátt. Þar sem hjer er um að ræða jurtahluta sém í sjálfu sjer eru ekki vel hæfar til matar ótilreydd ar, á sama hát-t og t. d. ávextir, er mjög mikið undir því komið að þær sjeu tdreiddar á þann hátt að góður matur þyki. Auk þess er afaráríðandi að vítamín og önn- ur dýrmæt efni fari ekki forgörð- um við matreiðsluna. Af ofangreindum ástæðum og iitfrá menningarlegu og heilsu- fræðílegu sjónarmiði ér mjer það bæði Ijúft og skilt að mæla með starfsemi þeirri er fröken Helga Thorlacius hefir á hendi á þessu sviði“. (Sign.) Skúli Y. Guðjónsson. Stjórnn íslensku 'vikunnar á Suðurlandi vill eindregið mæla með því, og hvetja húsmæður í bænum til þess, að sækja nám- skeið þessi, og eru allar nánari upplýsingar þeim viðvíkjandi að fá, bjá fröken Helgu Thorlacius, Skálholtsstíg 7, eða Kirkjustræti 12, frá kl. 10 árdegis til kl. 6 síðdegis. Stjóm íslensku vikunnar á Suðurlandi. Fljótur — þægilegur — ódýr rajkstur með: Flugbíta. Spikíeitt kjöt af fullorðnu fje á 55 aura V2 kg. í súpukjöti og 65 aura V2 kg. í lærum. Milnersbúð. Laugaveg 48. Sími 1505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.