Morgunblaðið - 29.05.1935, Page 7
MORGUNBLAÐIB
7
Miðvikudaginn 29. maí 1935
lón Gest§son.
Jón Gestsson dáinn. — Þessi
■sorgarfregn barsi vinum hans
<cg kunningjurn árla dags hins
:23. þ. m., og þá sem fyr vakn-
aði spurningin hver fær skilið
hið bitra vopn — dauðann, sem
hjer í þessu tilfelli hefir á svip
srundu hrifið á brott ungan
mann í blóma lífsins, einkason
umhyggjusamrar móður og
hugljúfan hverjum, sem hann
þektu.
Jón var fæddur í Reykja-
vík 2. ágúst 1904 og varð því
aðeins 30. ára gamall. Hann
var sonur hjónanna Ingibjarg-
ar Andrjesdóttur og Gests
Jónssonar, söðlasmiðs. Föður
Sipn misti Jón þegar á fyrsta
ári og ólst því upp hjá móður
sinni og móðurafa, en síðar
giftist móðir hans hinum ágæt-
asta manni Helga Jónssyni skó
smið, og upp frá því naut hann
handleiðslu þeirra allra, sem
voru honum svo mjög kær.
Jón lagði snemma stund á
trjesmíðar og nam hann þá iðn
hjá Sigurði Halldórssyni, bygg-
ingameistara, og vann jafnan
í h'ans þjónustu, og Guðmund-
ar bróður hans. Nokkru áður
en Jón hafði lokið trjesmíða-
námi sínu varð hann fyrir á-
falii og náð aldrei sömu heilsu
eftir það. Kom sjer þá vel fyrir
hann sú mikla vinátta, sem
hann átti ætíð að fagna hjá
þeim bræðrunum, Sigurði og
Guðmundi, sem reyndust hon-
um ávalt sem bestu vinir.
Jón átti mörg áhugamál. —
Einkum hneigðist hugur hans
að þjóðfjelagsmálum, og var
hann jafnan í hópi hinna á-
hugasömustu yngri manna um
þau. Ósjerhlífni hans, hrein-
skilni og drengskapur, komu
mjög skýrt í ljós í tillögum
hans um þessi máli og starfi
hans fyrir þeirri, enda naut
hann hins fylsta trausts fje-
lága sinna í þessum efnum. ■—
Hann átti sæti í stjórn fjel.
Heimdallur þegar hann ljest
■og hafði hann lagt fram mikla
krafta til eflingar fjelagsskap-
rar ungra Sjálfstæðismanna,
«nda verður hans ekki síst
saknað af þeim, þó harmurinn
sje eflaust sárastur móður
hans, st.júpföður og öldruðum
afa, og þeim vinum hans, sem
nánust kynni höfðu af honum.
En það mun þó huggun þeirra
á slíkri raunastund, að í hug-
um þeirra fjölmörgu, sem
þektu hann og störfuðu með
honum, býr björt og fögur
rnjmd af góðum og göfugum
dreng, og munu bænir þeirra
fjrlgja honum yfir í landið
ók«nna. **
Þriggja ára drengur
bjargar jaínöldru sinni
frá drukknum.
Snemma í apríl kom fyrir at-
vik í Fagurhlíð í Landbroti,
Skaftafellssýslu, sem vel er þess
vert, að því sje haldið á lofti.
Hjónin í Fagurhlíð, Þórarinn
Auðunsson og Elín Sveinsdóttir,
eiga son 3 ára gamlan, Svein að
nafni, og er hann yngstur barna
þeirra.
Svo hagar til við bæinn í Fagur-
hlíð að lækur, sem notaður er til
rafveitu fyrir heimilið, rennur í
1 m. djúpum skurði fast að hús-
inu, því vjelar rafstöðvarinnar
eru í kjallara hússins. Skurður-
inn er opinn og venjulega fullur
af vatni og er í honum töluverður
straumur, göngubrú Uggur yfir
skurðinn, og er girðing að honum
öðru megin.
Lítil stúlka, Rannveig Eiríks-
dóttir, frá næsta bæ, jafnaldra
Sveins, var að leika sjer með
börnunum í Fagurhlíð, og áttu
eldri börnin að gæta yngri barn-
anna, en þau munu hafa vikið sjer
frá og ékki gætt þeirra sem skyldi.
Þegar Rannveig litla ætlar að
ganga yfir brúna fell hún í skurð-
inn, án þess að nokkur yrði þess
var nema Sveinn litli, sem stóð á
bakkanum.
Barst Rannveig litla með
straumnum að bakkanum, þar
sem drengurinn stóð, og fór hann
þegar að reyna að ná til hennar
og náði í höfuðið á1 henni
og tókst að draga hana upp úr,
áður en hún barst þangað, sem
straumurinn var meiri. Það þótti
Sveini litla sárast að hann skyldi
þurfa að taka í höfuðið á leik-
systur sinni og grjet hann lengi
yfir því.
Það telja þeir, sem sáu staðinn
þar sem telpan datt í skurðinn,
að óhugsandi befði verið, að híin
hefði komist hjálparlaust upp úr
honum, og hefði því hlotið að
drukkna þarna, ef Sveinn litli
hefði ekki náð t,i] hennar. Merki-
legt má það heita að svo ungur
drengur skyldi gera sjer grein
fyrir hættunni og hafa til þess
afl og áræði að draga telpuna upp
úr skurðinum, og er þetta því hið
mesta þrekvirki. ,
Þess má að lokum geta að
Sveinn Utli er hinn mesti efnis-
drengur.
O. J. R.
Dagbók.
Veðrið í gær: Á SV-landi er
vindur allhvass SA, en veöur yfir-
leitt þurt og bjart. 1 öðrum lands-
lilutnm er vindstaða breytileg og
víðast hægviðri. Hiti 10—16 st. á
Suðurlandi °g í innsveitum
nyrðra. Við NA-ströndina er hiti
ekki' tfeiha 6 st. og sunisstaðar
þokuslæðingur.
Veðurútlit í Rvík í dag: Breyti-
leg át,t og hægviðri. Sennilega úr-
komulaust.
Messur á uppstigningardag:
í dómkirkjunni kl. 11, síra Frið
rik Hallgrímsson; kl. 5 síra Bjarni
Jónssóri. *'■
I fríkirkjunni í Reykjavík, kl. 2
(síra Arni Sigurðsson).
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, kl.
2. Ferming, síra Jón Auðuns.
Hjónaband. SíðastHðinn laugar-
dag voru gefin saman í hjónaband
af síra Fr. Hallgrímssyni, Guð-
finna Þorleifsdóttir og Halldór
Guðmundsson. Heimili þeirra er á
Leifsgötu 6.
Hjónaband. Sunnudaginn 26. þ.
m. voru gefiri saman í hjónaband
að Útskálakirkju í Garði, af síra
Eiríki Þorsteinssyni, Hlín Jóns-
dóttir og Gustav Berg Jónásson
rafvirki, bæði frá Akureyri. —
Heimili brúðhjónanna verður fyrst
um sinn á Skothúsveg 7, hjer í
bænum.
Kvennadeild S. V. F. í. biður
fjelagskonur, sem eiga eftir að
gera skil fyrir happdrættismiðum,
að skila því, sem óselt er af mið-
um á skrifstofu Slysavarnafjelags-
ins í Hafnarstræti í dag. Afaráríð-
andi að öllum óseldum miðum sje
skilað.
Bjarni Björnsson hinn alkunni
gamanleikari, ætlar að skemta
Reykvíkingum á föstudagskvöldið
í Iðnó. Skemtunin hefst kl. 9,. Seg-
ir Bjarni að hann ætli þar að halda
þingmálafund og fara með spreng-
hlægilegar vísur um menn og mál-
efni.
Hjálpræðisherinn. Síðasta hjálp-
ræðisherssamkoma ársþingsins
verður í kvöld, kl. 8-*4. Ofursti og
fríi Möklebust stjórna og um 20
foringjar aðstoða. Kömið og
heyrið! Allir velkomnir.
Eimskip. Gullfoss fór vestur og
norður í gærkvöldi kl. 8. Goðafoss
fór frá Hull í gær á leið til Vest-
mannaeyja. Dettifoss fer til Hull
og Hamborgar í kvöld, Brúarfoss
er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss
er á leið til Leith frá Kaupmanna-
höfn. Selfoss er á leið til Ant-
werpen frá Grimsby.
Farþegar með Gullfoss, vestur
og norður frá Rvík í gærkveldi:
Halldóra Bjarnadóttir, Mr. H. M.
Holt, Kristín Ingvai-sdóttir, Ingv-
ar Guðjónsson, Valgerður Stefáns-
dóttir, Snæbjörn Bjarnason, Mál-
fríður Bjarriadóttir, Ingibjörg
Björnsson, Guðrún Björnsdóttir,
Jóhanna Knudsen, Gunnar Proppé,
P. Substad, Þórður Helgason, Ósk-
ar Bjartmar, Pálmi Þorsteinsson,
Guðni Stígsson, Friðrik Bjamason,
Mr. E. T. Wrathall, Hallgr.
Tulinius, stórkaupm., Sig. Fann-
dal, Jón Fannberg, Torfi Hjartar-
son, Óskar Einarsson læknir o.
m. fl.
Suðurland fór td Borgarness í
gærmorgun.
Kópur kom af veiðum í gær.
Skipið veiðir fvrir bæjarmarkað-
inn.
Kolaskip kom í gærmorgun til
Kol & Salt.
Súðin kom í gærmorgun.
Lyra kom í fyrrakvöld frá Berg
en. Fer aftur annað kvöld.
Ríkharður Jónsson myndhöggv-
ari hafði skorið umgerðina um
málverk það, eftir Ásgrím Jóns-
son, sem Alþingi gaf í tilefni af
500 ára afmæli Ríkisþingsins
sænska.
Syndir annara. Síðasta sýning
verður á uppstigningardag. Mjög
lækkað verð aðgöngumiða.
Inflúensan er tabn um garð
gengin á Siglufirði. Kíkhósti ger-
ir allmikið vart við sig og er mikil
aðsókn að læknum bæjarins. Kík-
hóstabóluefni er uppgengið í bráð-
ina en er væntanlegt með Gull-
fossi. (FÚ.). ,
Karlakór Reykjavíkur heldur
þriðja samsöng sinn eftir heim-
komuna á morgun, kl. 2V2 í Gamla
Bíó. Pantaðir aðgöngumiðar eiga
að sækjast fyrir kl. 7 í kvöld.
Skuldaskrá hafa kaupsýslumenn
ákveðið að gefa út á næstunni.
Verða færð í þá skrá nöfn allra
imienduvOrHversloo
í fullum gangi á mjög góðum stað, er til sölu nú þegar.
Tilboð merkt „4000“ sendist A. S. í fyrir 31. maí.
1-2 herbergl
með húsgognum,
ásamt aðgang að eldhúsi, óskast nú þegar, innarlega við
Laugaveginn eða nálægt Rauðarárstígnum, fyrir barnlaus
hjón. — Viss greiðsla. Upplýsingar í síma 3720 og 2720.
Akureyri - Reykjavík
Reykjavík - Akureyri
Alla leið til Akureyrar sendum við næstkomandi föstudag.
Þar næst Mánudag, Miðvikudag og Föstudag, en fjölgum
ferðum straks er vegir batna.
Þjóðfrægir bifreiðastjórar á þjóðfrægum bifreiðum.
Blfreiðastöð Sfeindórs.
Sími 1580.
Tilkynniinig.
Ákveðið hefir verið að gefa út skrá yfir skuldir viðskiftamanna
hinna ýmsu verslana hjer í bænum, svo sem við matvöruverslanir,
álnavöruverslanir, brauðabúðir og önnur verslunarfyrirtæki, sem falln-
ar eru í gjalddaga, og einnig þær skuldir er hefir verið samið um en
ekki fejngist greiddar.
Eru því þeir, sem skulda áður nefndum verslunarfyrirtækjum,
ámintir um, að greiða skuldir sínar eða semja um greiðslu þeirra fyrir
5. júní næstkomandi, því að öðrum kosti mega þeir búast við að nafn
þeirra, verði teldð upp í vanskilaskrána og fá lánsynjanir hjá þeim
verslunum sem skrána hafa í höndum, einkum ef skuldin er gömul
og skuldastaðir fleiri en einn hjá sama manni.
F. h. Upplýsingaskrár kaupsýslumanna.
Skrásetjari,
viðskiftavina, sem ekki hafa greitt
skuldir sínar, sem fallnar eru í
gjalddaga. Ef menn hafa ekki
greitt eða samið um skuldir sínar
fyrir 5. júní næstk. verða nöfn
þeirra færð inn í skrána, sem síð-
an verður í höndum kaupmanna.
Skemtiferð K. R. til Akraness.
Margir hafa þegar keypt sjer miða
og er fyrirsjáanlegt að fjöldi fólks
tekur þátt í förinni. Er því viss-
ara fyrir þá, sem ætla sjer að
verða með að tryggja sjer miða
helst snemma í dag.
íþróttafjelag kvenna efnir til
gönguferðar að Kleyfarvatni á
uppstigningardag. Lagt verður af
stað frá Lækjartorgi kl. 8 f. h.
og farið í bílum að Kaldárseli.
Mæðradagsnefndin biður Morg-
unblaðið að flytja kærar þakkir
öllum þeim, sem aðstoðuðu við
mæðradaginn og sjerstaklega börn
unum sem seldu merkin, pg þeim,
sem fundu hvöt hjá sjer til að
kaupa merkin.
Útvarpið:
Miðvikudagur 29. maí.
10,00 Veðurfregnir,.
12.10 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar. *
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Erindi: Plönturi trjáa (Há-
' kon Bjarnasön skógræktarstj.).
20,00 Klukkusláttur.
Frjettir.
Ráðningarstofa
Reykj avíkurbæ j ar
Lækjartorgi 1 (1. lofti).
Símí
4966
Karlmannadeildin opin frá
kl. 10—12 og 1—2.
Kvennadeildin opin frá
kl. 2—5 e. K.
Vinnuveitendum og atvinnuumsækj-
endum er veitt öll aðstoð við ráðn»-
ingu án endurgjalds.
Tll inlonls:
Þegar þjer þurfið að kaupa ný-
reykt sauðakjöt, spaðsaltað
dilkakjöt og 1. flokks frosið
dilkakjöt þá hringið í undir-
ritaða verslun.
Verslon
Sveíns Jóhannssonar,
B«rgstaðMtr»ti 16. Stmi SOfÍ.
Hilmar Thors
löfffræðingur.
Hafnarstræti 22. Sími 3001.
Skrifstofutími: 10-12 og 2-5.
20,30 Erindi: Frá útlöndum (Vil-
hjálmur Þ. Gíslason).
21,00 Tónleikar: . a) Fiðlu-sóló
(Þórarinn Guðmundsson); b)
Schubert: Dauðinn og stúlkan,
tvennskonar túlkun (plötur).