Morgunblaðið - 09.06.1935, Síða 2
MO..GUNBLAÐIÐ
Sunnudaginn 9. júní 1935,
2
JSmsá
Útgef.: H.f. Árvakur, Eeykjavik.
Rltstjðrar: Jðn KJartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjðrn og afgreiSsla:
Austurstrætl 8. — Símt 1600.
Auglýsingastjðri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrif stof a:
Austurstræti 17. — Siml 8700.
Heimasímar:
Jðn Kjartansson, ttr. 3742.
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald:
I'nnanlands kr. 2.00 á mánubl.
Utanlands kr. 3.00 á mánuBi.
I lausasölu: 10 aura eintakliS.
20 aura meb I.esbðk.
S a moingsrofin.
Bjarni Asgeirsson alþm. skrif
ar um samningsrof Tímamanna
í dagblað þeirra í gær. Viður-
kennir Bjarni svo sem vænta
mátti, að frásögn mín, er birt-
ist nýlega hjer í blaðinu, sje
rjett, hann hafi snúið sjer til
mín og leitað samkomulags um
það að engar tillögur um á-
greiningsefnin skyldu bornar
upp og hafi ekki staðið á mjer
að gera það samkomulag.
Þá skýringu gefur Bjarni á
samningsrofunum, að miðstjórn
Tímamanna hafi láðst að skýra
umboðsmanni flokksins á fund
inum í Hveragerði frá efni sátt
málans, en sýnilegt sje að hið
sama hafi hent miðstjórn Sjálf
stæðisflokksins, og hafi um-
boðsinaður flokksins á þessum
fundi ekki vitað um samkomu-
lagið. Sje þá jafnt á komið,
„og það þarf hvorugur öðrum
að lá, Ól. Thors eða Framsókn-
armenn'1, bætir Bjarni við.
Við þessu hefi jeg ekki ann-
að að segja en það, að samn-
ingurinn milli Bjarna og mín,
ákvað að sá aðili sem boðaði
til fundarins skyldi sjá um að
engar ágreiningstillögur yrðu
upp bornar. Tímamenn boðuðu
fundinn í Hveragerði og tóku
því á sig þessa skyldu að því
er þann fund snerti.
Það var því þeirra skylda en
ekki mín eða okkar Sjálfstæð-
ismanna að gera nauðsynlegar
ráðstafanir þessu til trygging-
ar, og úr því þeir brugðust
þeirri skyldu áttu þeir að biðja
afsökunar, en hvorki miklast af
skömmunum, eins og ritstjóri
Tímans, nje vera með vífi-
lengjur eins og Bjarni Ásgeirs-
son.
Bjarni Ásgeirsson getur talið
til skuldar hjá stjórninni fyrir
að hafa komið henni undan
vantrausti á 7 fundum af 9 þar
eystra. Jeg aftur á móti á þá
hönk upp í bakið á Bjarna, að
úr því honum tókst ekki að sjá
um að samningurinn yrði hald-
inn, þá láti hann þá sem svikin
frömdu eina um að verja þau.
Ólafur Thors.
Umgengninni umhverfis Leifs-
styttuna á Skólavörðuhæð er mjög
ábótavant. Br þar oft hafður í
frammi sá óþrifnaður, að engu
tali tekur. Hefir bæjarráð nú far-
ið fram á það við lögreglustjóra,
að hann láti líta sjerstaklega eft-
ir Leifsstyttunni og umgengni við
hana. Það væri ekki vansalaust,
ef gera þyrfti mannhelda girðingu
umhverfis styttuna, svo umgengni
þar yrði ekki bænum til minkun-
taual heimtaBi að
hafa frjálsar hendur
í fjármálunum.
4
Og þingið gaf sf|évn hans
traust, með mihlum meiri-
bluia.
Fjárflóttioxi heldur áfratn.
Oifurlegur tekjuhalli á rík-
isbúskapnum.
París 8. júní F.B.
Laval gekk fyrir fulltrúadeild-
ina í gær og flutti þar stefnu-
skrárræðu sína.
Fór hann fram á, að deildin
veitti ríkisstjórninni heimild til
þess að gera hverjar þær ráð-
stafanir, sem henni kynni að
þykja óhjákvæmilegar, vegna f jár-:
hagsástandsins og gjaldeyrismál-
anna, þar til í haust.
Þessi fyrirspurn til deildarinnar
var í rauninni spurning um það,
hvort deildin ætlaði að votta hinni
nýju stjórn Lavas traust sitt eða
ekki. Yar biiist við því fastlega í
gærkvöldi, að deildin myndi votta
'stjórninni traust sitt með því, að
veita lienni liina umbeðnu beimild
í fjármálunum.
Fáir höfðu búist við, að það
yrði með jafnmiklum atkvæðamun
og raun varð á, því að 364 greiddu
atkvæði með því að veita stjórn-
inni umbeðna heimild, en að eins
160 á móti.
Laval minti þulgmenn á, að enn
heldi gullflóttinn áfram og það
dygði ekki að sitja auðum hönd-
um, það vrði að, grípa til víðtækra
ráðstafana til þess að koina í veg
fyrir frekari gullflótta og auk
þess yrði að finna Jeið til þess að
jafna tekjuhalla fjárlaganna, en
hann væri nú 10 miljarðar franka.
(United Press).
Ráðuneyti
Stanley Baldwin.
Talsvcrð manna-
skíftí frá ráðtmeytí
Mac Donalds.
London, 8. júní. FÚ.
Mr. Ramsay MacDonald hef-
ir nú sagt af sjer forsætisráð-
herrastörfum, og konungur tek
ið við lausnarbeiðni hans, en
Mr. Stanley Baldwin er orðinn
forsætisráðherra og hefir gert
ýmsar breytingar á stjórninni
um leið.
MacDonald situr þó áfram
í stjórninni, eins og gert var
ráð fyrir, og er ráðsforseti eins
og Baldwin var áður, og sonur
hans, Malcolm MacDonald er
orðinn nýlendumálaráðherra,
en hann hefir áður verið að-
stoðarráðherra þeirra mála.
Aðrar helstu breytingar á
stjórninni eru þær, að Sir John
Simon er nú innanríkisráð-
herra, en lætur af utanríkis-
ráðherraembættinu, en við því
tekur Sir. Samuel H<?are, áður
Indlandsráðherra, en Indlands-
ráðherra er nú Zetland lávarð-
ur. Sir Cunliffe-Lister, sem var
nýlendumálaráðherra, er nú
flugmálaráðherra, í stað Lond-
onderry lávarðar ,sem verður
innsiglisvörður. Hailsham lá-
varður, sem var hermálaráð-
herra, er orðinn dómsmálaráð-
herra og forseti lávarðadeild-
ar, en hermálaráðherra í hans
stað er Halifax láVarður, fyrr-
um varakonungur í Indlandi,
og síðast mentamálaráðherra,
en Oliver Stanley gegnir nú
því embætti, en hann hefir áð-
ur verið aðstoðarráðherra inn-
anríkismála og síðast verka-
máláráðherra. : ' - f
Þá verður Anthony Eden nú
ráðherra í stjórninni, en án
stjórnardeildar, og fer eftir
sem áður, aðallega með mál
þau, sem varða Þjóðabandalag
ið, og verður fulltrúi Englands
þar.
Hinir ráðherrarnir eru: Ne-
ville Chamberlain fjármálaráð-
herra, eins og áður, og einnig
er Thomas ráðherra Samveld-
islandanna, Runciman verslun-
arráðherra, Eyres-Monsell flota
málaráðherra, Sir Kingsley
Wood heilbrigðismálaráðherra,
Elliot búnaðarráðherra, E.
Brown verkamálaráðherra ,og
Sir Godfrey Collins Skotlands-
ráðherra.
Landsþing kvenna.
Landsþing kvenna, hið þriðja,
er háð hefir verið, hefst á
þriðjudaginn kl. 2 í Kaupþings
salnum. Forseti Kvenfjelaga-
sanbands íslands frú Ragnhild-
ur Pjetursdóttir, setur fundinn
og gefur skýrslur sambandsins.
Þessi mál verða rædd á
þinginu: Hjúkrunarmál. Starfs-
menn Kvenfjelagasambandsins.
Fræðslulög. Húsmæðrafræðsla.
Heimilisiðnaður. Framtíð Kven
fjelagasambandsins.
Fundir verða haldnir dag-
lega alla daga vikunnar, þang-
að til á laugardag, en þá verð-
ur þinginu slitið.
Aliar konur eru . velkomnar
á fundina.
6amla símitöðin
verðnr lögreglnitöð.
ByrjaH er á að breyta bú»<
inu að innan.
Lögreglan hjer í bænum
hefir jafnan haft lítil og of
ijeleg húsakynni og hefir það
valdið ýmsum erfiðleikum í
starfi hennar.
Undanfarið hefir lögreglan
verið til húsa í skrifstofubygg-
ingu ríkisins í Arnarhváli, en
þau húsakynni hafa, eins og
önnur, verið henni ónóg. Þess
vegna hefir nú verið ákveðið
að iáta lögregluna hafa gömlu
símstöðina í Pósthússtræti til
umráða og er nú verið að
breyta húsinu að innan og gera
það sem haganlegast og þægi-
iegast fyrir lögregluna.
Varðstofan, almenn
skrifstofa og salur
fyrir lögregluþjóna.
Þessi herbergi verða öil á
fyrstu hæð hússins.
Varðstofan í suðurendanum,
fyrstu dyr til hægri þegar kom
ið er inn í ganginn. Þar inn af
verður salur fyrir lögreglu-
þjóna, þar sem þeir geta geymt
föt sín og aðra muni.
Verða settir upp 50 tölusettir
skápar fyrir föt þeirra, og hefir
hver lögregiuþjónn sinn eiginn
skáp.
Verður þetta til mikils hægð-
arauka og ólíkt þægilegra en
nú á sjer stað.
í suðurenda hússin, á sömu
hæð, verður hin almenna skrif-
stofa lögreglustjóra, sem
Baldur Steingrímsson veitir
forstöðu. Þar fer fram afhend-
ing vegabrjefa, lögskráning og
annað þess háttar.
Einkaskrifstofur.
Á annari hæð verða einka-
skrifstofur. — þögreglustjóri
verður í þeim tveim herbergj-
um, sem gjaldeyrisnefndin hef
ir haft. Næstu tvö herbergi þar
fyrir innan verða skrifstofur
fulltrúa lögreglustjóra í lög-
reglumálum.
í herbergjunum sem vita að
götunni norðanvert í húsinu
verða tvö herbergi fyrir full-
trúa lögreglustjóra í sakamál-
um og tvö herbergi fyrir yfir-
iögregluþjóninn.
Á sömu hæð verða einnig
herbergi rannsóknarlögreglunn
ar og biðherbergi.
Myndasafn og fingra
faradeild.
Á efstu hæðinni, þar sem
gamla bæjarmiðstöðin var,
verður einnig aðsetur rannsókn
arlögreglunnar.
Verður eitt herbergi sjer-
staklega ætlað fyrir ,,arkiv“,
myndasafn af glæpamönnum og
fingrafarasafn. Og vinnuher-
bergi fyrir rannsóknarlögregl-
una, þar sem hún getur í næði
unnið úr gögnum þeim, sem
henni berast í hendur.
Varðhaldsklefar.
í kjallaranum verða útbúin
3 herbergi með það fyrir aug-
um að hægt verði að geyma
þar menn yfir eina nótt. Hefir
það oft valdið óþægindum, að
þurfa að vekja upp fanga-
vörðinn að nóttu til ef þurft
hefir að setja drukkinn mann
,,inn“ eða koma húsviltum
mönnum undir þak.
í kjailaranum verða einnig
geymsluherbergi fyrir ýmis-
konar muni, sem lögreglan hef
ir í vörsium sínum.
Geymsla ökutækja.
Oft kemur það fyrir að lög-
reglan þarf að geyma bíla og
önnur ökutæki um nokkurn
tíma. Hefir hún haft til þess
lítið rúm. í ráði er nú að rífa
skúrana, sem eru í portinu fyr-
ir austan húsið. Verður þar síð
an geymd ökutæki þau, sem
lögreglan hefir tekið á götunni
eða af drukknum mönnum.
Húsameistari ríkisins hef ir
gert teikningar að breyting-
unni, en Björn Rögnvaldsson
húsameisari hefir tekið að sjer
að framkvæma verkið.
Morgunblaðið átti tal við
Erling Pálsson yfirlögreglu-
þjón í gær um þessa breytihgu.
Sagði hann að hún myndi verða
til afar mikilla bóta fyrir alt
starf lögreglunnar og bæta
mjög úr þeim erfiðleikum sem
lögreglan hefir átt við að stríða
vegna húsnæðisvandræða.
Sagði hann ennfremur að
mest væri um vert fyrir lög-
regiuna að geta verið út af
fyrir sig.
85 ára
I gær varð Salvör Guðmunds
dóttir 85 ára. Hún er fædd í
Kópavogi, en hefir dvalið
lengst af hjer í bænum, og
munu margir eldri Reykvíking
ar kannast við þessa mefku
dugnaðarkonu. Maður hennar,
Jón Teitsson, er dáinn fyrir
mörgum árum.
Fjögur börn eignuðust þau
hjón. Þrjú þeirra eru á l’ífi,
Arndís, Jóna og Páll. Elsti son-
ur hennar, Guðmundur Jónsson
verkstjóri, ljest 1929.
Salvör hefir unnið mikið um
æfina og er því orðin þreytt og
farin að heilsu. Þó hefir hún
fótavist og fylgist með almenn-
um málum.
ar. —