Morgunblaðið - 09.06.1935, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
'Sunnuílaginn 9. júní 1935.
• v
9MBt<
Bifreflðahrað-
inn I Reykjavík.
«• r
Onnur brúðargjöf Islanðs
Lögum samkvæmt, mun víst
■«kki leyfilegt að aka bifreiðum
um bæinn hraðar en 18 km., en
,íþó mun tæplega vera amast við
,iþví af lögreglunni, þó hraðinn
fari upp í 25 km. Alveg skýr og
.ákveðin ákvæði um þetta væru
anjög æskileg.
Það þarf ekki að lýsa því hjer
'Jhvernig þessum lögum alment er
fylgt. Svo að segja hvert manns-
íþarn veit að þau eru þverbrotin,
■ og það svo óskaplega að furðu
;gegnir, að ekki skuli stórslys af
'hljótast daglega. Strætisvagnarnir
ganga hjer á undan með svo
hneykslanlegri keyrslu, að ótrú-
,'i'egt er að þeim haldist það nppi
ti] lengdar.
Starfi mínu er þannig háttað,
að jeg ek mjög mikið í bifreið um
’bæinn. Jeg tel mig því hafa nokk-
um kunnugleika í þessum efnum,
-og mín reynsla er sú, að með 25
km. hraða komist maður allra
sinna ferða um bæinn í tæka tíð.
Þarf jeg þó oft að hraða mjer,
-engu síður en aðrir.
Því miður hefir það atvikast
svo, um nokkur undanfarin ár, að
á hverju ári liafa eitt eða fleiri
foörn beðið bana af bifreiðasl,ysum.
Hjer skal ekki dómur lagður á,
hver sök hefir átt í liverju ein-
■ stöku tilfelli, en það leyfi jeg mjer
að fnllvrða, að ekki hefðu öll þessi
slys orðið, ef þess hefði verið gætt,
að aka ekki yfir hinn ]ögboðna
hraða.
En það er síður en svo að þessi
bifreiðaslys liafi opnað augu bif-
reiðastjóranna fyrir nauðsyninni
• á gætilegri keyrslu um bæínn. —
Þvert á móti virðist fara vaxandi
þessi sjúklega tilhneiging bifreiða-
stjóranna td að þeysast áfram, fyr
irhyggjulítið eða fyrirhyggjulaust.
Jeg hefi oft ætlað að hreyfa
þessu máli opinberlega, en úr því
liefir ekki orðið, vegna þess, að
„jeg hefi vonað að lögreglunni
mundi lánast að bæta úr þessum
misfellum. En þar sem þetta fer
svo að segja dagversnandi, tel jeg
víst að henni sje- það ofvaxið,
nema með hjálp almennings.
En ef samtök væru um það með-
a] alls þess fjölda, sem daglega
•ekur með bifreiðum og strætis-
vögnum, að kæra viðstöðulaust
hvern þann bifreiðastjóra sem
■-ekur yfir lögboðinn liraða, þá
mundi mikil og' skjót breyting
verða hjer á. Vinsælt verk yrði
það máske ekki í byrjun, að kæra
út af þessum brotum, en þeir sem
fyrir aðkasti kynnu að verða út af
því, gætu á hinn bóginn verið
minnugir þess, að þeir með þessum
kærum sínum væru að bæta úr
hneykslanlegu ólagi, ólagi, sem
kostar a. m. k. eitt barnslíf á ári.
Jeg skal að lokum geta þess, að
ástæðan t.il þess að jeg skrifa þetta
er sú, að í dag kl. iy2 sá jeg bif-
reiðina R- 1043, keyra suður Lauf-
•ásveg, og fullyrði jeg að hraðinn
hefir verið yfir 50 km. ,
Laufásvegurinn er gangstjettai’-
laus, svo sem kunnugt er, og því
•ekki mögulegt fyrri alla þá, full-
orðna og börn, sem um hann þnrfa
<að fara, að vera annarsstaðar en á
•götunni, Algáður maður með ein-
til Friðriks ríkiserfingja og Ingiríðar prinsessu.
Málverk Jóns Stefánssonar: Svanir lyfta sjer til flugs.
Sesselja I>. Gimnlaugsdóttir
frá Sveinatungu í Mýrasýslu
var íædd 11. júní 1890, að
Snóksdal í Miðdalshreppi. For-
eldrar hennar voru Halldóra
Gísladóttir og Gunnlaugur
Baldvinsson. Ljest hann árið
1924, en Halldóra er enn á lífi.
Hefir hún verið tíu síðustu ár-
in í Sveinatungu. Sesselja heit.
naut barnafræðslu heima í
hjeraði, og síðar var hún í
unglingaskóla í Búðardal við
Hvammsfjörð. Eftir að hún var
vaxin stúlka, lærði hún ljós-
móðurfræði. Útskrifaðist hún
með I. einkunn 2. apríl 1919.
Gegndi hún síðan ljósmóður-
störfum í Miðdalahreppi. En
eftir þriggja ára veru í Dölum
hverja ábyrgðartilfinningu, mundi
tæplega leyfa sjer slíka fanta-
keyrslu — og það á svona götu.
Og svo var blygðunarleysið mikið,
að ekkert var dregið úr hraðanum
við Kennaraskólann, þar sem Bar-
ónsstígur og Laufásvegur mætast.
Það sá jeg síðast, til bifreiðarinnar,
að him þaut áfram, með moldar-
strókinn á eftir sjer á leið til Suð-
urpólanna, þar sem fjöldi barna
eru oft á götLmni. Tel jeg það
mestu mildi e£ hjer liefir ekkert
slys orðið.
Reykjavík, 7- júní 1935.
Magnús. Sch. Thorsteinsson.
fluttist hún suður í Norðurár-
dal. Þar gegndi hún fyrra em-
bætti sínu, þangað til síðastlið-
ið vor, er hún leitaði hingað
til Reykjavíkur. Þjakaði henni
sjúkleiki, sem hepnaðist ekki
að lækna.
Sesselja giítist Kjartani Kle-
menssyni 25. nóv. 1922. Hann
var ættaður úr Miðdölum. —
Bjuggu þau hjón að Hvassa-
felli í Norðurárdal tveggja ára
tímabil. Eftir það fluttust þau
að Sveinatungu í sömu sveit.
Keyptu þau jörðina og hafa
búið þar síðan. Þeim hjónum
varð þriggja barna auðið, eign-
uðust þau tvær dætur og einn
son.
Frii Sesselja var námfús
mjög' og prýðilega greind. Ráð-
snjöll var hún, kjarkmikil, trú-
rækin og grandvör. Hún var
eiginkona góð og kærleiksrík
móðir.
Hepnin var henni í öllum
störfum hennar. Er mikil eftir-
sjá að frú Sesselju. En tilfinn-
anlegastur er missirinn nán-
ustu ástvinum. G. G.
Námskeið Nor-
ræna fjelagsins.
í Danmörku verður stúdenta-
mót á Hindsgavlhöllinni 27. júní
til 1. júlí, er það strax á eftir
stóra stúdentamótinu, sem verður
í Kaupmannahöfn og lýkur 26.
júní. Til stúdentamótsins á Hinds
gavl er boðið 65 stúdentum, full-
trúurn fyrir stxidentaráðin, Frá
fslandi er 5 fulltrúum boðið, og
fara hjeðan tveir.
í Finnlandi er verkfræðinga-
mót 19.—26. ágúst. Frá íslandi er
5 fulltrúum boðið. Dvölin á mót-
inu er ókeypis, en í sambandi við
mótið verða famar ýmsar ferðir,
sem munu kosta um 40 krónur.
Ovíst er ennþá livort nokkur full-
trúi fer hjeðan á mót þetta.
í Noregi verður verslunar- og
bankamannanámskeið í Osló, 2. til
13. júlí. Frá íslandi er 5 þátttak-
endum boðið, og munu t.veir fara.
f sambandi við námskeiðið verður
mikið ferðast um Noreg. Dvölin
á námskeiðinu er ókeypis, en ferða
lögin kosta um kr. 50.00. Nám-
skeið fyrir yngri verklýðsleiðtoga
verður og haldið í Guðbransdal-
eus folkhöjskole, 25.—31. ág\, 5
þátttakendum er boðið frá íslandi.
Dvölin er þar nær því ókeypis.
Óákveðið er ennþá hve margir
sækja þetta námskeið hjeðan frá
íslandi.
í Svíþjóð verður kennaranám-
skeið í Vadstena 25. júlí til 2. ág.
Frá íslandi er boðið 5 þátttakend-
um, og fara hjeðan 3. Leikfimis-
námskeið fyrir skólafólk verður
á Revingehed í Skáni, 4.—15. júlí.
Ovíst er að nokkur fari á það
námskeið hjeðan.
Skólaferðir fjelagsins. Tilætlun-
in var að halda áfram með skóla-
ferðirnar til Norðurlanda í sumar
og fara til Noregs og Danmerkur.
En af því ferðalagi getur ekki
orðið, sökum þess að neitað hefir
verið um gjaldeyri til ferðarinnar.
Fjöldamargir hafa spurt um þess-
ar ferðir í sumar, svo áhuginn fyr-
ir ferðunum er éngu minni en áð-
ur. En Norræna fjelagið mun efna
til ferðanna áfram næsta sumar
ef gjaldeyri fæst þá.
Stórt gjaldþrot.
11,28 miljónir Ster-
lingspunda, eða um
250 miljónir króna.
Hið mikla enska gnfuskipafje-
lag „White Star“ gafst upp í
fyrra. Á fundi, sem haldinn var
í fjelaginu nýlega, var upplýst
að skuldir fjelagsins umfram
eignir, væri 11,280 miljónir Ster-
lingspunda, en það samsvarar
249.852.000.00 króna í íslenskum
peningum. í þessu er hlutafjeð
innifalið.
Háskólar og
búskapur.
Vjer höfum vanist því, að
hugsa oss háskóla aðallega sero
námsstofnun fyrir embættis-
menn, sem annars taki lítinn
þátt í daglegu lífi þjóðarinnar.
Á þetta er nú komin mikil
breyting í flestum löndum og
háskólamir kenna fjölda fræði
greina sem aðallega lúta að
atvinnuvegum landsins: verk-
fræði, verslun, búfræði, námu-
vísindum, fiskifræði o. s. frv.
Landbúnaðarháskólinn danski
er nú orðinn að háskóladeild,
flestir ensku háskólarnir hafa
deild fyrir akuryrkju og bú-
skap. Einn íslendingur stundar
nú kvikfjárræktarnám við há-
skólann í Edinborg og aðrir ým
is hagnýt fræði við aðra há-
skóla. Lítið sýnishorn af þess-
um nýju siðum er grein sem
jeg sá í ameríksku blaði og er
frá háskólanum í St. Poul, og
er upphafið þetta:
SPYRJIÐ HÁSKÓLABÚIÐ.
Kennararnir í búnaðardeild
háskólans eru fúsir til þess að
gefa ókeypis allar upplýsingar
um sveitabúskap og gera til-
lögur um allan búrekstur, hús
og heimili í sveitum og einnig
málefni hreppsfjelaga. Sendið
allar fyrirspurnir til búgarðs
háskólans í St. Poul. Eftirfar-
andi spurningum hefír verið
nýlega svarað.
Þá koma eftirfarandi spurn-
ingar og svör háskólans.
1. Er ekki mögulegt að rækta
„low-brush“ bláber? Hvernig?
2. Nágranni minn vill lána
hjá mjer „grain and fertilizu
drill“, sem kostar 197 dollara.
Hvað er sanngjörn leiga fyrir
vjelina?
3. Hvað er brennisteinssúrt
járn? Hvar fæst það? Kemtir
það að gagni við ræktun á jarð
arberjum?
Eins og sjá má á grein þess-
ari rekur háskólinn í St. Póol
(akuryrkju og búskapardeild-
in) heilan búgarð, — háskóla-
búið — og fara þar eflaust
fram allskonar rannsóknir á
jarðrækt, kvikfjárrækt o. s.
frv. auk kenslu í akuryrkju og
búvísindum. Auðsjáanlega læt-
ur deildin sjer ant um að tít-
breiða þekkingu meðal bænda
og leysa úr vandamálum þeirra.
Vjer erum nú í þann veginií
að stíga spor í þessa átt með
stofnun „Stofnunar fyrir at-
vinnuvegi við háskóla íslands"
og eru allar horfur á því að
háskólinn byggi á næsta ári
hús handa þessari nýju stofn-
un. Væntanlega verður þar
fyrst um sinn aðallega unnið
að nytsamlegum rannsóknum,
en ekki er það ólíklegt að síð-
ar breytist stofnunin í full-
komna háskóladeild, þegar
henni vex fiskur um hrygg, og
mætti þá fara svo að hún ætii
líka búgarð, hvort sem það yrði
Hvanneyri eða jörð í nágrenni
Reykjavíkur.
G. H.