Morgunblaðið - 09.06.1935, Page 6

Morgunblaðið - 09.06.1935, Page 6
9 MORGUNBLAÐÍÐ FiBBlaid -- varnarvígl Nor ðurlanda. Ferðamínníngar eftír M. C. Skar. Merki íirmlands er ljón er stendur upprjett og stígur fæti á korSa, en heldur á sverSi er þaS reiSir til höggs. Merki hins austasta hjeraSs í Finnlandi, Karelen, eru tveir brynjuklæddir armar, heldur annar á íbjúgum korSa, en hinn á beinu sverSi. Þessi tvö merki tákna sögu Finnlands og hlutverk- LandiS er vamarvígi NorSurlanda í austri, þar sem hiS beina norræna sverS mætir bjiíg'koröanum rússneska. Hvarvetna um landiS alt mæta ferSamanni minningar um baráttu og stríS- Þarna er hver kastalinn öSrum rammlegþi, svo sem Aabo- höll, Tavastehús, Yjebjargarhöll og Ólafsborg. Þetta eru ekki IiirS- hallir, sém reistar hafa veriS til ánægju og skemtunar, lieldur göm ul varnarvígi meS metra þykkum veggjum. Ólafsborg bygSi hinn danski riddari Erik Axelsen Thott á lítilli klettaeyju rjett viS rúss- nesku landamærin. 20 metra breitt snnd er milli borgarinnar og landamæranna. Rússar voru hinir ógnandi óvin- ir öld eftir öld. Saga Finnlands er sagan um baráttuna gegn Rúss- um. Sú barátta hefir meira en nokk- uS annaS mótaS lyndiseinkenni þjóSarinnar. Því urSu Finnar harS lyndari en aSrar NorSurlandaþjóS irnar. Eftir langa mæSu yfirbugaSist þjóSin. ÞaS var áriS 1808. Þá börSust Finnar vonlausri baráttu, uns þeir gáfust upp. Þá sig'raSi hinn rússneski korSi og Finnland varS rússnesk nýlenda. En þaS fór sem oft endranær. Ósigurinn varS upphaf endurreisn ar. Runeberg' Ijet Fándrik Staal segja frá hreysti finskra her- manna og hinni trygglyndu al- þýSu í þessari seinustu baráttu, svo hugur allra Finna tendraö- ist í heitri ættjarÖarást. ÞjóS- erniskendir Finna döfnuSu undir hinu rússneska oki. Eftir því sem þaS varS þyngra, eftir því varS andstaSan sterkari. Og þegar harS stjórinn Robinkoff ætlaöi aS brjóta allan móíþróa Finna á bak aftur, þá var hann skotinn til bana- ÞaS gerSi finski stúdentinn Eugen Schaumann. Hepni var þaS mikil fyrir Finna aS þeir uröu aldrei herskyldir í Rússlandi, svo þeir þurftu ekki aS berjast með Rússum í heimsófriðn um. En margir ungir Finnar fóru til Þýskalands og gengu þar i herþjónustu gegn Rússum. Þegar stjórn Rússlands koll- steyptist 1917, rann upp frelsis- dagurinn fyrir Finna. Þann 6. des. lýstu þeir sambandinu slitið viS Rússland. FrelsiíoMÉpSið. En Finnar voru ekki slopnir úr hinum rússnesku klóm fyrir þetta. Bolsivikkar voru enn í landinu. Undirróður þeirra fyrir kommún- ismanum bar árangur. Tveim mánúðum eftir frelsis- daginn braust rauða byltingin fit, og' þá byrjaði hin hroðalega borg- arastyrjöld, sem Finnar eru orð- fáir um enn í dag. RauSliðar, er mest voru verka- menn við iðnaðinn, fengu bæði vopn og skotfæri og hermenn í þúsundatali frá Rússlandi. En hvíta liðið, en meS því var megin- Iiluti þjóðarinnar, fjekk liðstyrk frá Þýskalandi. Baráttan var háð grimmúðlegri og- miskunnarlausari en dæmi eru til á nokkrum víg- slóðum. Hroðalegar eru frásagn- ir um villimánnlegt æði rauðliða, miskunarlausar hefndir hvíta liðs- ins, og- dauðadóma þess. Aldrei hefir verið talið sanian1 hve marg'ir ljetu lífiS í baráttu þessari, hve margir voru myrtir, hve margir fjellu í bardögum og live margir sáluðust í fangabúðum hvítliða, én þangað höfðu þeir alls safnaS um tíma 20 þúsundum manna frá rauðliðum. Eftir þriggja mánaSa látlausa styrjöld, urðu Rússar flæmdir út úr landinu, og uppreisnin bæld. Frelsi Finnlands var trygt. En enginn Fándrik Staal, reis upp úr þeirri baráttu. Þegar skáld og' listamenn skýra frá þeim at- burðum er yfir frásögn þeirra örlagaþrungin alvara, eins og sú er hvílir yfir frelsisstyttu Váinö Cealtonen í Savoulinna. ÞaS er gríðarstór granítmynd af ungum manni, sem krýpur niður og heldur á hjálmi milli handa sjer, en bæði af andliti og stelling um verður lesið að maðurinn biðst fyrir. Það er sém hin þögla mynd mæli orðin: „Frelsa oss frá illu“. Landvarnir. Það er því skiljanlegt, að Finn- ar hafi augun opin fyrir liinni rússnesku hættu. Þaðan. er þeim hætta búin enn sem fyr, og' ef til vill frekar en nokkru sinni áður, frá hinu bolsivistíska hernaðar- ríki. Hermái þjóðarinnar eru skipu- lögS með þetta fyrir augum. Her Finna er ekki mikill. En viS ldið hans er sjálfboðalið, „landvarnar- liðið“. í landvarnarliSinu eru 100 þús. manna. Flest eru það menn ábesta aldri. í því nær hverri sókn á landinu er sveit úr landvarnar- liðinu- Tilgangur landvarnarliðsins er að auka varnarráðstafanir þjóðar- innar á friðartímum, andlega og líkamlega heilbrigði manna, með því aS æfa menn í hernaði og líkamsíþróttum. Liðið er undir herstjórn og aga, og heldur æfingar heima, hver flokkur í sinni sveit, og' eins fjöl- mennari æfingar við og við. í liði þessu eru stórskotadeildir, vjel- byssudeildir og flugdeildir. í því eru bæði Svíar og Finnar og fær liðið ríkisstyrk. 1 sambandi við landvarnarliðið er fjölment kvennasamhand sem heitir „Lotta-Svárd-fjelagið“. — Nafnið er tekið úr kvæðum Rune- bergs. 1 kvennasambandi þessu eru um 80.000 konur. Fjelagið vinnur að kenslu í hjúkrun, æfir meðlimi sína við að vinna ýms störf í tjaldbúðum eins og tíðkast í ófriði, við símavinnu og frjetta- flutning, sem í hernaði o. s. frv. Vinnur kvenfjelag þetta í náinni samvinnu við landvarnarliðið. — Miðast allar æfingar kvennanna við það, að þær geti unnið ýms störf bak við vígstöðvar, svo karl- menn geti allir gengið til orustu, þurfi hvorki að sinna hjúkrun eða öðru, sem unnið er utan vígstöðva, en nauðsynlegt er í hernaði. Fánadagurinn á ilafossí. Ragnar Ingímars- son heíðraðnr, fyr- ir frækílegt björg- tmarafrek. Um nokkur undanfarin ár hefir Sigurjón Pjetursson á Alafpssi haft þar almenna samkomu og margs- konar fagnað. Nefnir hann dag- inn fánadag, til minningar um það er danskt herskip tók hjer á höfninni íslenska fánann af Einari bróður hans, 12. júní 1913, en sá atburður varð til þess, eins og allir muna, að lyfta undir sjálf- stæðisbaráttu íslendinga og þá kröfu, að vjer fengum vorn eigin fána. Að þessu sinni verður fánadag- urinn að Alafossi á morgun, og hefir víst aldrei verið jafn vel til hans vandað, , Morgunblaðið hefir átt tal við Sigurjón Pjetursson og spurt hann um fyrirkomulag hátíðahaldanna, og fer hjer á eftir frásögn hans: Samtal við Sigurjón Pjetursson. — Það er öllum kunnugt, svo að eigi þarf að taka það sjerstaklega fram, segir Sigurjón, að uppistað- an í hátíðahöldum fánadagsins eru íþróttir, og þá sjerstaklega sund. En að þessu sinni er alveg sjer- stök ástæða til að nefna það, að nú verður hjá okkur heiðurs- gestur, Ragnar Ifigimarsson frá Olafsfirði, unga hetjan, sem bjarg- aði fyrir nokkrit tVeiinar bræðr- um sínum frá druknun með sund- kunnáttu sinni. Bát þeirra bræðr- anna þriggja bar á sker í ólgusjó og hvolfdi. Ragnar, sem er yngst- ur þeirra bræðra, hafði einn numið sund. Fyrir það, og fyrir snar- leik Ragnars björguðust þeir, ann- ars myndu þeir allir hafa drukn- að og íslenska þjóðin verið þrem- ur góðum drengjum fátækari. En það var ekki nóg að Ragnar bjargaði bræðrum sínum til lands á sundi, heldur synti hann aftur út þangað sem báturinn þeirra var, varð að kafa eftir fangalín- unni, sem fest hafði í grjóti á sjáv- arbotni og synti síðan með bátinn til lands. Og á bátnum komu þeir bræður svo róandi heim um kvöld- ið, eins og ekkert hefði í skorist. Foreldrarnir hei’mtu þrjá syni sína heim, heila á húfi, aðeins vegna sundkunnáttu Ragnars, samfara glæsilegum kjarki, þreki og úr- ræðasnilli. Slíks afreks fanst íþróttaskólan- um að Álafossi sjálfsagt að minn- ast, og bauð því Ragnari hingað suður á fánahátíðina og ætlar að heiðra hann þar á sjerstakan hátt. Þess skal jafnframt getið, að Ragn ar átti bágt með það að komast að heiman um þetta leyti og tak- ast svo langa ferð á hendur, en kominn er hann. Hann kom hingað méð bíl á föstudagskvöldið. Jeg skal hjer jafnframt geta þess, að eftir það, að Iþróttaskól- inn heiðrar Ragnar, flytur Þor- steinn Þorsteinsson, formaður Slysavamaf jelags Islands ræðu. — Hvað er svo fleira? — Ja, fleira 1 Það stendur nú alt í auglýsingunni í Morgunblað- inu. En ætti jeg að benda sjer- Stofnkostnaður Samsölunnar. Halldór Eiríksson forstjóri Samsölunnar hefir beðið Morg- unblaðið fyrir eftirfarandi til birtingar: ,,Út af skrifum þeim, sem fram hafa komið um reiknings- skil Mjólkursamsölunnar og þá sjerstaklega um færsluna á stofnkostnaðarreikningi hennar —^ en í því sambandi hefir ver- ið minst á stofnkostnaðarreikn- ing Eimskipafjelags Islands, sem jeg einnig færði á sínum tíma — vil jeg leyfa mjer að upplýsa, að jeg hefi fært báða þessa stofnkostnaðarreikninga eftir sömu venjum og sama skilningi mínum á slíkum kostn aði. — Jeg vil einnig leyfa mjer að taka það fram, að hvorki Mjólk ursölunefndarmenn nje aðrir hafa á einn eður neinn hátt haft nokkra íhlutun um fyrir- komulag það, á bókhaldi Sam- sölunnar, sem nú er, nje held- ur um færslu hinna einstöku reikninga, að undanskildum þeim kr. 4000.00, sem sjerstak- lega var gerð grein fyrir með reikningsskilunum. Það sem kann eða kynni að reynast á- bótavant um fyrirkomulag á reikningum Samsölunnar svo og um færsluna á stofnkostn- aðarreikningnum, umfram það, sem áður er greint, er því mjer einum um að kenna. Reykjavík, 8. júní 1935. Halldór Eiríksson“. Eins og sjest af yfirlýsingu forstjórans, er það mjólkur- sölunefnd sem hefir ákveðið, að setja á stofnkostnaðarreikn ing þær 4000 kr., sem greitt var fyrir leigubíla, vegna dreif ingu mjólkurinnar, fyrstu vik- urnar sem Samsalan starfaði. Þetta var Morgunblaðinu ljóst áður og kom þar af leið- andi ekki til hugar, að kenna forstjóranum um þessa færslu. Hvort aðrir liðir, sem færðir hafa verið á stofnkostnaðar- reikning, heyra raunverulega stofnkostnaði til, verður ekki úr skorið fyr en fengin er vitn- eskja um, hvaða gjaldaliðir þetta eru. Til þess að fá úr þessu skor- ið, er auðveldasta leiðin sú, að birta þessa liði. Er hjer með skorað á mjólk- ursölunefnd, að birta þessa liði, til þess að fá hreinlega úr því skorið, hvort þeir heyra stofn- kostnaði til eða rekstrinum. Enginn getur verið í vafa um, að þær 4000 kr. fyrir leigu bíla, eru ranglega færðar á stofnkostnaðarreikning. Þær áttu auðvitað að koma á rekst- ursreikning. staklega á nokkur atriði hátíðar- innar, þá ér það ræða Sigurðar mag. Skúlasonar, fyrir minni fán-l ans, sundknattleikurinn, þar sem bestu sundafreksmenn vorir keppa og sundsýningarnar. Sunnudaginn 9. júní Dr. Reiter d æ m d u r. Maðurinn, sem fals aðí alþíngíshátíðar- frímerkín. Dr. Heinrich Reiter var dæmdur í Vínarborg um miðj- an maí í 18 mánaða fangelsi fyrir ýmsa óreiðu í fjármálum. Hann er kunnur íslendinguna vegna þess, að það var hana sem tók að sjer að sjá uk prentun frímerkjanna fyrir AI- þingishátíðina. I „Neues Wiener Abend- blatt“ 15. maí, er skýrt frá málarekstrinum gegn dr. Reit- er og segir þar svo: — Þegar halda skyldi þús- und ára afmælishátíð íslenska þingsins, tók dr. Reiter að sjer að láta prenta minningarfrí- merki, og ætlaði sjer að selja þau frímerkjasöfnurum og græða á því. En þegar ótrá- lega mikið kom á markaðinn af þessum frímerkjum, greip íslenska ríkisstjórnin í taum- ana og þar með urðu verðlaus öll þau íslensku hátíðarfrímerki, sem dr. Reiter hafði tekið frá handa sjer. Varð hann þá að skuldbinda sig til að greiða 10.000 skildinga skaðabætur og með 500 skildinga mánaðarlegri af- borgun. Dr. Reiter hafði verið forseti ,,des Reichsbandes des Land- estrafikanten Oesterreichs" síð an 1919 og fekk frá því mán- aðarlega 500 skildinga laun. I maílok 1932 misti hann þessa stöðu, og gat þá ekki greitt hinar umsömdu mánaðargreiðsl ur, og varð nú að „slá“ sjer fje hingað og þangað. Anton Schmidt kaupmann „sló“ hanii um 7020 skildinga, Ignaz Schmidt kolakaupmann um 4000 skildinga, Ignaz Anker um 13.424 skildinga og Marie Figar um 6500 skildinga. En alt þetta fje var honum falið til eflingar ferðamannastraums, en ekki lánað. Að lokum má geta þess, að hann tók við 500 skildingum af manni nokkrum, sem Josef Trautin heitir, þegar hann fór til Brasilíu, og stakk því fje í sinn vasa. —x— Eftir því sem blaðið veit best, hlýtur hjer að vera bland að málum, vegna þess að Is- landi munu ekki hafa borist neinar skaðabætur í nokkurri. mynd. Söngur Stefáns Guðmundssonar á Siglufirði í gærkvöldi vakti mikla aðdáun og fögnuð. Húsfylli var og að söngnum loknum mint- ist Þormóður Eyólfsson þess að nú eru tíu ár síðan að Stefán, þá 17 ára, söng í fyrsta sinn fyrir al- menning, en það var á Siglufirði árið 1925. — Norðaustan hríðar- veður var í dag á Siglufirði og hvítt af snjó í morgun. Mörg’ norsk veiðiskpi leituðu hafnar á Siglufirði í dag. (F. Ú.). Afmælisfjelagið hefir boðið bæj- arstjórn hús fjelagsins, Egilsstaði í Hverager.ði, til afnota, leigulaust, fyrir barnahæli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.