Morgunblaðið - 09.06.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 09.06.1935, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 9. jiíní 1935*. ÍHMÉÍMfiMHHÍÍMÍ ^ Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. J&utfts/Uytue Nýtt vandað sólríkt steinhús, í austurbænum til sölu, 6 her- bergi og eldhús, með fullkomn- ustu nútímaþægindum. Verð 25000 kr. Útborgun 8000 krón- ur. Upplýsingar 1 síma 4329. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024. Ef þjer viljið fá sendan heim góðan miðdegisverð, þá hringið í síma 1289. Ferðamaður (við sveitadreng) : G-etur þú sagt mjer hvað klulrkan er kunningi? Drengurinn; Hún er á mínút- unni tólf. Ferðamaðurinn: Jæja, jeg helt hún væri orðin mikið meira. Drengurinn: Nei, hjer í sveit- inni verður klukkan aldrei meira en tólf! Þegar klukkan er orðin tólf, verður hún aftur eitt. Það er viðurkent, að matur- inn á Café Svanur sje bæði góður og ódýr. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Barnavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. Munið! Matsalan, Lækjar- götu 8, er flutt í Túngötu 5. Sigríður Sveinsdóttir Snorra- son, sími 4116. Slysavarnafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Kelvin Diesel. — Sími 4340. Seljum ennþá: Kaffístell 6 manna 10.00 Kaffistell 12 manna 16.00 Ávaxtastell 6 manna 3.75 Ávaxtastell 12 mamut 675 Bollapör posttdín 0.35 Vatnsglös þykk 0.30 Ávaxtadiskar gler 0.35 Asjettur gler 0.25 Pottar alum. m. lobi 1.00 Borðhnífar ryðfríir 0.75 Matskeiðar frá 0.20 Matgafflar frá 0.20 Teskeiðar frá 0.10 Vasahnífar frá 0.75 og margt fieira ódýrt. H. Elnarsson t Blðinsson Bankastræti 11. Steindórsprent prentar fyrir yður . Aðalstrœti 4 ■ Simi 1175 Kaupsýslumenn! flytur auglýsingar yðar og tilkynningar til flestra blaðlesenda um alt land, í sveit og við sjó - utan Reykjavíkur. Blaðið kemur út vikulega Ekkert blað er lesið jafn víða í SVEITUM lands- ins og Morsö Þvottapottar innmúrað Magsin eldstæði. 60—70—80—100 lítra, Verslunin Buðm. H. Þofvarðsson. Skólavörðustíg 3. Límpappír og llmligarvlelor fyrirliggjandi í miklu úrvali. I SNORVNNI. 31. hann aftur í veitingastofuna, og sagði hverjum, sem heyra vildi, um afrek sitt, kyntist mörgu fólki og virtist finnast það alt jafn skemtilegt. Næsta dag skoðaði hann hinn mikilfenglega bygg- ingarstíl slotsins og síðar hin miklu málverka- söfn. Ráðsmaðurinn, sem fylgdi honum Ijet hann hafa skrá yfir myndirna*', en ljet hann annars af- skiftalausan. Pank beitti öllum sínum sniðug- heitum og kænsku til þess að fá manninn til þess að segja eitthvað, en það bar lítinn árangur, hann svaraði kurteislega þegar hann yrti á hann, en heldur ekki meir. — Jeg hefi oft heyrt og lesið um hinar miklu veiðar hjer á landareigninni og þótt skemtilegt að sjá myndir af gestunum, sagði hann, þegar þeir voru komnir í síðasta salinn. — Mjög líklegt, herra minn. En annars kærir hans hágöfgi sig ekki um þessháttar mynda- tökur, — Jeg held samt áreiðanlega, að jeg hafi sjeð myndir þaðan, — í „Daily Sketch“ — það var þegar dómsmálaráðherrann var hjer. Ráðsmaðurinn gekk hægt að einu málverki, er hann þóttist hafa sjeð rykkorn á. Og þegar hann sneri sjer við aftur, sýndi svipur hans það greini- Iega, að hann átti ekki aðra ósk heitari en þá, að kasta gestinum út. Og það var ekki meira en svo, að hann tæki við tíu shillinga seðli, sem Pank stakk að honum. — Dagurinn hefir verið miklu meira virði. Ea það eru erfiðir tímar, sem við lifum á. Það heyrið þjer víst talað um annars staðar. 1 veislunum tala menn jafnVel um það, sagði Pank spekingslega. — Jeg heyri aldrei hvað talað er um, undir borðum, þegar jeg geng um beina. — Jeg hefi venjulega nóg með mitt. — Hjer er víst mikið um samkvæmi? — Þegar hans hágöfgi er hjer, eru oft sam- kvæmi. En var það eitthvað fleira, sem þjer vild- uð sjá? — Nei, þakka yður fyrir. Ráðsmaðurinn fylgdi honum eftir ganginum, sem lá að bakdyrunum. Rjett þegar Pank ætlaði að fara að kveðja, sagði hann. — Jeg er annars ekki alveg ókunnúr hjer. Jeg er fæddur í Norwich. — Jæja? — Og jeg á frænda, sem var bílstjtóri hjer. — Hann heitir Bowhill. — Já, jeg er ekki frá því að það hafi verið maður hjer með því nafni. — Hann er þá ekki lengur hjer? spurði Pank kæruleysislega. — Nei. Hann er farinn til Kanada, sagði ráðs- maðurinn, og hristi höfuðið. Okkur fanst það öll- um óðs manns æði. Því að sá, sem einu sinni er kominn í þjónustu hans hágöfgi, er ekki á flæði- skeri staddur. — Til Kanada, tautaði Pank. — Þar er víst ekki mikið að hafa. En nú var ekki hægt að hafa meira upp úr manninum, og hann vísaði Pank leið út úr húsa- garðinum. — Hennar hágöfgi sagði, að yður væri velkom- ið að sjá garðinn, ef þjer vilduð, þó ekki sje mik- ið að sjá um þetta leyti árs. — Viljið þjer færa hennar hágöfgi mínar bestu þakkir. Mjer þætti vænt um að mega ganga um garðinn. Hann kvaddi fylgdarmann sinn og fór að' ganga um hinn nafntogaða garð. Þar var margt fólk við vinnu, en annars var lítið að sjá nema í vermihúsunum. Pank kveikti sjer í vindling og var í þungum þönkum. Hann var tilfinninga- ríkur maður og skarpskygn, og honum var það< fullljóst, að eftir tveggja daga varfærna eftir- grenlsan og athuganir, hafði hann ekki haft ann- að upp úr krafsinu, en eina einustu upplýsingu, sem hann með erfiðismunum hafði haft upp úr fylgdarmanni sínum. En hann hafði líka á tilfinn- ingunni, að hjer væri ekki alt með feldu. Eitthvað hlaut að liggja bak við þessa leynd á öllu og duL. Hann hafði óljóst hugboð um að eitthvað leynd- ardómsfult væri við Keynsham Hall og hina tignu drotnara....... Hann gekk í áttina til slotsins, og mætti þá á einum garðstígnum lafði Louise með heilan hóp af hundum. Hún brosti og kinkaði kolli til hans. — Jeg vona, að þjer hafið haft ánægju af að sjá málverkasafnið ? — Já, vissulega. Myndir Peter Lely eru yndis- legar. En jeg hefi aldrei sjeð hinar tvær eftir Tumer. Hún lyfti augnbrúnunum ofurlítið. — Þjer eruð fyrir sterka liti? — Já, það hefi jeg ávalt verið — Þjer vitið hver jeg er?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.