Morgunblaðið - 19.06.1935, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Allir Reykvíkingar lesa
Miðvikudaginn 19. juní lí)35i.
——---------------------------—nr-^rr •i«rr'>';
auglýsingar Morgunblaðsins. ^
Jíaup&ka/tw:
Peningabudda tapaðist í
‘Sogamýrarbílnum eða á gang-
stjettinni við Bjarnaborg. Vin-
samlegast beðið að skila henni
að Sólheimum í Sogamýri, gegn
fundarlaunum, eða gera aðvart
í síma 1689.
Tveir lítið notaðir hæginda-
stólar til sölu í Vonarstræti 12,
II. hæð, eftir kl. 6.
Augnabrúnalitur viðurkend-
ur bestur hjá okkur. Hár-
greiðslustofa J. A. Hobbs, Að-
alstræti 10, sími 4045.
Erfðafestuland til SÖlu. —
Upplýsingar í síma 4445.
ÍHCJtyttttinqac
Permanent-krullur fyrir sum-
arið fáið þjer bestar hjá oss.
Hárgreiðslustofa J. A. Hobbs,
Aðalstræti 10, sími 4045.
Ferðaskrifstofa fslands, Aust
urstræti 20, sími 2939, hefir af-
greiðslu fyrir flest sumarhótel-
in og gefur ókeypis upplýsing-
ar um ferðalög um alt land.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Baðsloppa hefi jeg í miklu
úrvali. Verslun Hólmf. Krist-
jánsdóttur, Bankastræti 4.
— Hefir kennaranum þínum
hepnast að venja þig a£ stam-
inu 1
—■ Nei, það er öðru nær, nú
sta-sta-stamar hann líka.
Pokabuxur og reiðfataefni,
nýkomið. Verslun Hólmf. Krist-
jánsdóttur, Bankastræti 4.
við hlið hafnarskrifstofunnar í
hafnarhúsinu við Geirsgötu,
seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Hefi fengið mikið úrval af
vaskaefnum. Verslun Hólmf.
Kristjánsdóttur, Bankastræti 4.
Kaupum gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29. Sími
Regnhlífar teknar til viðgerð-
ar. Braiðfjörð, Laufásveg 4.
Barnavagnar og kerrur tekn-
ar til viðgerðar. Verksmiðjan
Vagninn, Laufásveg 4.
3024.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Haups9slumenn!
flytur auglýsingar yðar
og tilkynningar til
flestra blaðlesenda um
alt land, í sveit og við
sjó - utan Reykjavíkur.
Blaðið kemur út vikulega
Ekkert blað er lesið jafn
víða í SVEITUM lands-
ins og
allar tegundir,
nýkomin.
))Hf uum i Qlse
r Lhiitöfli NOKKRIR POKAR 1 ÓSELDIR. ■ - *$• 1
[Tiinburverslun
P. W. Jacsbsen & SSn.
Stofnuð 1824.
Símnefni: Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C.
Selur timbur í stœrri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. — Eik til skipasmiða. — Einnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð.
Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár.
Best að auglýsa í Morgunblaðiuu.
í SNORUNNI. 37.
á þetta að þýða? Þjer eruð ungur maður, Pank.
En jeg hefi mikið álit á yður, og mjer er spurn,
hvað á slíkt að þýða?
— Þeir hljóta að hafa verið brjálaðir, mennirn-
ir, svaraði Pank.
— Brjálaðir! Það var einmitt orðið, tautaði
Humble. — Það var óðs manns æði að rífa leik-
húsið. Það hefði mátt græða of fjár á því, hefði
jeg mátt ráða. Og það get jeg sagt yður, að leik-
sviðið ....
— Já, hverskonar leiksvið var það eiginlega,
spurði Pank.
Humble teygaði úr glasi sínu til botns.
— Jeg fekk tvöfalda borgun fyrir að þegja,
sagði hann. — Það gerði svo sem ekkert til, þó
jeg segði þjer það. En loforð er loforð. — En
farið þjer nú með frænku yður, bætti hann við og
sneri sjer að Amy. — Hann er einn af mínum
bestu vinum, og jeg ber fult traust til hans. —
Jæja, þá, verið þið sæl. Góða nótt. Hann bar óðan
á og var alt í einu ólmur að komast burtu.
Þau heyrðu hann slangra eftir ganginum og
dyrnar skellast á eftir honum. Það var eins og
Pank hefði gleymt stað og stund. Hann stóð um
hríð og starði á dyrnar, sem Humble hvarf út um
--------í heila hans fóru vissar hugmyndir að
taka á sig fasta mynd------en að lokum kom
Amy og tók í handlegg hans.
— Þjer dettur ekki í hug að gefa mjer góða
nótt-koss, þegar þessi viðbjóðslegi náungi loksins
fer, sagði hún hálf klökk.
En í einni svipan var leynilögreglumaðurinn
horfinn, og maðurinn Pank vafði hana örmum.
19. KAPlTULI.
Matterson sat í einkaskrifstofu sinni í Scotland
Yard og leit á nafnspjaldið, sem þjónninn rjetti
honum.
— Pank! sagði hann. — Er það ekki pilturinn,
sem við ljetum fara fyrir nokkrum dögum?
— Jú, jeg var einmitt hissa á að sjá hann aftur.
— Jæja, látið hann koma inn, sagði Matterson
ákafur.
— Kominn aftur, Pank? mælti yfirmaður hans.
— Vonandi með góðar frjettir.
— Já, frjettir hefi jeg, játaði Pank. — Og jeg
þykist vita, að jeg sje á rjettri leið. Jeg get að
minsta kosti sagt yður nafnið á bifreiðarstjóran-
um, sem ók sir Humphrey, og líklegast líka, hvar
hann er niðurkominn nú. Og jeg get einnig sagt
yður, hjá hverjum hann vinnur. Annað veit jeg
ekki með vissu, en jeg hefi góðar vonir um að geta
komist eftir, hvert farið var með sir Humphrey,
og hver stendur hjer að baki, ef jeg aðeins get
náð í einn vissan mann.
Hörkusvipurinn á andliti Mattersons hvarf, eins
og dögg fyrir sólu.
— Ef þetta er rjett, Pank, stendur yður opin
staða, sem aðstoðarmaður, lofaði hann.
— Þakka yður fyrir. En enn er jeg langt því
frá að vera tilbúinn. Hins vegar vona jeg að geta
komist fyrir hið dularfulla hvarf sir Humphreys
— hið fyrra — og það er ætlan mín, að þar í sje
fólgin ráðning á því síðara.
En nú vildi jeg spyrja yður hvort jeg mætti fá
Smithers, Simpson og tvo leynilögreglumenn mjer
til aðstoðar. Jeg hefi í hyggju að fara til manns
nokkurs í Shaftesbury Avenue og með yðar leyfi,
og með lögin að baki mjer, pína hann til sagna.
— Það er ekkert því til fyrirstöðu, sagði of-
furstinn. — Jeg skal gefa skipun um að hafa
vagninn tilbúinn. En fyrst verðum við að vita,
hvort yfirmaðurinn getur tekið á móti okkur.
— Æðsti maður Scotland Yard veitti þeim við-
tal þegar í stað, og tók brosandi á móti þeim.
— Jeg heyri, að þjer hafið frjettir að færa,^.
Látum oss heyra, hvers þjer hafið orðið áskynja..
— Jeg kysi heldur að bíða lítið eitt með það..
En finnum við manninn, mun jeg segja yður alt,.
sem jeg veit, um eitt leytið. Jeg hefi gert ráð-
stafanir til þess, að hann sleppi okkur ekki úr
greipum. Jeg setti tvo kunningja mína til þess að>
hafa gætur á honum.
— Ágætt, Pank. Jeg sje, að þjer vitið, hvað-
þjer eruð að gera. En nú er vagninn tilbúinn, svo-
að þið getið þegar farið af stað.
Matterson fylgdist með Pank niður. Þar biðu
tvær bifreiðar. Pank sagði bifreiðarstjórunum,.
hvert þeir ættu að aka og settist hjá Matterson og:
Smihers.
Eftir nokkra stund nam vagninn staðar fyrir'
utan stórt hús. Pank gekk á undan og vísaði leið.
Hann nam staðar fyrir utan stóra hurð með á-
letruninni:
Norwich Ltd.
Fyrir neðan stóð með smærra letri Clarence H..
Edwards.
— Kom inn, var svarað önuglega með dimmrl
bassaröddu, þegar Pank barði að dyrum.
Pank gekk inn, og á eftir honum, Matterson
og Smithers, sem var í einkennisbúning. Leyni-
lögreglumennirnir biðu úti á ganginum.
— Eruð þjer Mr. Edwards, spurði Pank kurt-
eislega.
— Já, sá er maðurinn. En hverjir eruð þið, og'
hvers óskið þið? Hann var augsýnilega hissa.
— Þetta er Matterson offursti, næstæðsti maður
Scotland Yard, og þetta er Smithers aðstoðarmað-
ur, einnig frá Scotland Yard. Jeg heiti Pank og
er óbreyttur lögreglumaður, en hefi hjer orðið
fyrir yfirmönnum mínum, af því að jeg hefi málið
í mínum höndum.
**•*»•*•**••*«»•»»**»«»•••»•»