Morgunblaðið - 21.06.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1935, Blaðsíða 4
«*•&»?«?»* MORGUNBLAÐiÐ p»mm«■*,j&£xgamvr>' ’Wtnp Föstudaginn 21. júní 1935. SWPh^W*^«>4W>í»»^Ui«i iigigpdu^-.- BALILLA eða íðölsku bamahersieilirnar. Eflir próf. Joh. Jörg'en§en. Rithöfundurinn Joh. Jörgensen, hefir verið bússttur í italíu nær- felt tvo tugi ára samfleytt. Hann er heiðursborgari í Assisi, og dvel- ur þar lengst af. Má því telja fullvíst að hann sje gagnkunnugur ítölskum málefnum, og hugsunarhætti þjóðarinnar. í eftirfarandi ritgerð, gerir hann skil á uppruna og eðli „Balilla" eða ítölsku drengja-hersveitunum. ítölsku drengirnir"heita Balilla —• i bimbi d’ítalía si chiaman’ Balilla. .... Jeg heyrði þessi orð fyrst sung- in 25. apríl, árið 1912. Það var í Feneyjum, daginn sem Kampanita (klukknatuminn sem er bygður skamt frá sjálfri kirkjunni, og hafði hrunið laust eftir aldamót) Markúsarkirkjunnar var vígð, eft- ir að búið var að reysa turninn úr rústum aftur eftir hrunið — do- verra, qual’era. „Þar sem hann var og eins og hann var“, stóð á minn- ispeningi þeim sem gerður hafði verið í tilefni af hátíð dagsins. Turninn var vígður með mikilli viðhöfn af erkibiskupi hinnar gömlu hertogaborgar. Giuseppi Sarto, sem sjálfur hafði sjeð hinn tilkomumikla turn í rústum og hafði lagt hyrningarsteininn að þeim nýja, gat ekki sjálfur verið viðstaddur. Hann sat þá á Pjeturs- stóli í Rómaborg, sem Píus páfi X. En til þess að hann gæti fylgst sem best með öllu sem gerðist, hafði verið lögð sjerstök símalína til Vatikansins. í vinnustofu sinni, niður við Tíber fljótið, auðnaðist hinum aldraða manni að heyra aftur hljómana frá klukkunum í turni Markusarkirkjunnar. Þegar páf- inn heyrði klukknahringuna, tár- aðist hann af hrifningu, og var svo hrærður að hann varð að leggja heyrnartólið á aftur. Við sem sátum á pöllunum, sem voru ætlaðir blaðamönnum, heyrð- um einnig klukknahringuna og urðum hrifnir. En meiri áhrif hafði þó á flesta okkar, þegar við heyrðum barnasöngsveitina syngja hreinar og djarfar barnsraddir sungu sigursöng hinnar ungu ítal- íu, sem þá hafði sama gildi fyrir þjóðina og Giovinezza (fasista- marsinn) hefir nú. Margir ítalíu- farar frá þeim tímum, hljóta að minnast þessa söngs. Hins sjálfs- þóttafulla metnaðar í orðunum, og hins hraða hljóðfalls í laginu. Fratélli d’ítalía, l’ítalía s’é desta, coll’elmo di Scipio s’é cmta la testa . . . Þessi söngur um ítalíu sem er vöknuð, og setur hjálm Scipios á höfuð sitt; hljómaði af þúsundum hvellum barnsröddum út í himin- blámann. Torgið var eins og blómagarður, af þúsundum ljós- klæddra drengja og telpna. Liti- um brúneygðum dreng.jum og svarteygðum stúlkum. Mörg þús- und litbr fallegir munnar, sungu um elskaða landið með hinu hljórn fagra nafni. Þannig heyrði jég í fyrsta skifti nafnið Balilla, en hafði ekki minstu hugmynd um hver Balilla var, eða hversvegna ítölsku drengirnir voru kallaðir þetta. Síðar frædd- Minsti Balilla hermaðurinn. ist jeg þó um það, og veit að ástæðan er þessi. | Þegar Austurríska erfðastríðið ' stóð yfir (það stóð yfir í 7 ár) I var Evrópa eins og í heimsstyrjöld 1 inni skift í tvo fjandsamlega flokka, sein báðir reyndu að eyði- leggja hernaðaráform og fjár- hagsafkomu hins. í þessu stríði , var fríríkið Genúa í bandalagi við I Frakka og- Spánverja, á móti jAusturríki og hinum ítölsku sam- herjum þess. (Piemontönum). í desembermánuði árið 1746, sigr- uðu Austurríkismenn hina ljelegu I vörn sem Fransk-spanska setuliðið j veitti, og tóku Genúa lierskildi. Þeii- fóru sigurför gegnum borg- j ina undir forystu manns frá j Genúa, Antoniotto Botta að nafni, ( hann hafði verið gerður landrækur \ þaðau, og hugði nú á hefndir. j Fyrsti þátturinn í hefndar- j framkvæmdum Botto, var að krefj ast óhemjumilcillar fjárupphæðar, •3 milljónir Genúa gyllina (Geno- jvine), því Genúa var talinn næst j Feneyjum auðugust ailra borga á ítalru, þar hafði verið aðalmiðstöð verslunar og siglinga síðan á mið- öldum. Kaupmannaættirnar sem stjórnuðu, þorðu ekki að hreyfa minstu andmælum. Sú stjett manna Uem áður var kölluð la Superba 1 „hin stórláta“, beygði sig í al- ' gerði-i auðmýkt fyrir sigurvegur- unum, og hjetu að greiða hina ' umsömdu f járupphæð. Frá hálfu hinna ráðandi manna í borginni, var því ekki um neinn mótþróa að ræða. Herdeildir sigur- vegaranna, byrjuðu að ráða og ríkja eins og þá lysti, með rán- um og yfirgangi, eins og gert var í Belgíu 1914. I höllum heldra fólksins var gnótt auðlegðar, og ! mörgu ti] að ræna eða eyðileggja. Óánægjan byrjaði að ólga í fólk inu, í einu veitingahúsi var Austur ! rískur hermaður stunginn með hníf svo hann fjell samstundis dauður niður, jstjórnin hraðaði sjer sem mest hún mátti með sátta boð og greiddi ríflegar skaðabæt- ur. En Austurríkismönnum þótti ekki nóg að kúga off jár út úr borg arbúum, þeir kröfðust þess einnig að þeir framseldu vopn sín, og bjTr.juðu því næst að flytja fall- byssurnar burtu frá borgarmúrun- um, til þess svo að nota þær gegn bandamönnum Gemiaborgarmanna —- Frökkum. St jórnin varð að j leggja blessun sína á þessa ráð- stöfun, og um morguninn 5. des. var hafist handa með að flytja fallbyssurnar burtu, það var unn- ið af kappi að þessu verki, uxar drógu fallbyssuvagnana eftir göt- um borgarinnar. — Það var tæp- ast hægt að auðmýkja Genúa- borgarmenn öllu meira. Fólkinu gramdist þetta líka stór lega, það stóð í þjettum röðum meðfram götunum sem fallbyss- unum var ekið um. — Kailar og konur, ungir og gamlir, litu þess- ar athafnir óhýru auga og voru í þungu skapi. Það hafði ringt mik- ið, jarðvegurinn var blautur og gljúpur, svo flutningurinn gekk stirðlega. Árangurslaust reyndu hermennirnir að herða á uxunum. Alt í einu sökk einn fallbyssu- vagninn niður í götuna, undir götunni var skolp-holræsi, sem hafði brotnað undan þunganum, svo að fallbyssuvagninn var fast- ur, hermennrinir strituðu mikið við að ná honum upp aftur, en það tókst ekki. Liðþjálfinn sem stjórn- aði flutningadeildinni, krafðist hjálpar af áhorfendum, en þegar enginn sinti þeirri málaleisan rann honum í skap, sveiflaði staf sínum í hótanaskyni, og ljet því næst höggin dynja á þeim sem næst stóðu. 1 sömu svifum kom tólf ára gamall clrengur eftir götunm, hann hjet Cianbattista Perasso, en eins og algengt er í ítalíu og víðar, var hann jafnan kallaður stuttnefninu Baldla, Faðir hans var litari og var verslun hans þar í grendinni, Gianbattista hafði komið af forvitni eins og hinir. Hann kom að einmitt í þeim fcvifum, þegar Austurríski liðþjálf- inn lamdi sem ákafast á bakið á einum Genúaborgarmapni. Það lá steinhnullungur fyrir fótum drengsins, hann beygði sig niður tók steininn upp og kastaði hon- um af öllu afli í Austurríska líð- þjálfann, krafturinn á steininum var svo mikill að hann f jell þegar dauður niður, það þurfti ekki meira með, grjóthríðinni ringdi yfir Austurrísku herdeildina, og ekki að eins grjóti, heldur líka sjóðandi vatni; það var komið fram undir kvöld, í öllum eldhús- um voru stórir pottar fullir af vatni yfir eldstónum, vatnið sauð, það átti einmitt að fara að sjóða hrísgrjónin eða hveitistönglana til kveldvöiiðar. En hinar ágætu hús- freyjur fórnuðu öllu heita vatninu sínu. Úr öllum gluggum heltu þær úr pottunum sínum, hvar sem Aust urríkismenn sáust á ferð. Þetta var upþhafið að uppreisn- inni gegn hinum ókunnu hernáms- mönnum. Baráttan stóð sleitulaust í sex daga, það ringdi óhemjulega mikið, á sjöunda degi sást til sólar og þá blakti hvítur fáni, og bar við bleikan himininn, á síðasta vígi Austurríkismanna. , Botta gafst upp. . . . Maður veit næsta lítið um afdrif Gianbattista Perasso, hann var hvorki sæmdur lie'iðursmerki eða hlaut fjárgjafir, frá lýðveldis- stjórninni. Þau einustu hlunnindi sem hann fjekk, var að honum var gefið veitingaleyfi. — Hann fekk leyfi til að opna vínsölu og veitingastofu í sömu götunni, sem hann hafði grýtt Austurríska lið- þjálfann. í kirkjubókum stendur að hann hafi gift sig árið 1753, stúlku að nafni Francesca Maria Contarini, og eignuðust þau níu börn. 30. september árið 1881 var hann jarðsunginn frá kirkjunni San Stefano, og að því er virðist með nokkurri viðhöfn, fyrir utan sóknarprestinn voru einnig sex aðrir prestar við jarðarförina. Balilla var jarðaður, og að því er .virtist gleymdur, þar til á fyrri hluta 19. aldar, þegar hreifingin um sameiningu Italíu kom til sög- unnar, hreifingin var kölluð il Risorgimento. Maður ætti að gefa nafninu á hreifingunni gaum — það kemur frá sagnörðinu risorgere „að rísa upp frá dauðum“. Maður skilur ekki eða að minsta kosti ekki nema að nokkru leyti — il Risoi’- gimento, nema maður geri sjer ljóst, að þessi barátta fyrir frelsi og einingu ítalíu hafði einskonar trúarlega þýðingu. Það var enginn tilviljun að hið stórgáfaða mikil- menni Mazzini valdi sem kjörorð hreifingarinnar, þessi orð: Die e popolo, „Guð og fólkið“ og þegar hann var landflótta og dvaldi hjá Carlyl í Chelsea, töluðu þeir um trúmál. Hinn tilkomumikli inn- gangur Garibaldasöngsins, byrjar með þessum orðum: „Nú grafirn- ar opnast og upp rísa dauðir“ — Si scuopron le tombe, risorgon i morti — og heldur áfram „allir ítalsir dánir rísi úr gröfum sínurn“. Hinir kristnu helgisiðir, eru yfir- færðir í stjórnmálalegt form — ítalíu er líkt við hinn krossfesta, pínda og' jarðsungna Krist, vonin lieldur vörð við gröfina, á hún (ítalía) að rísa upp aftur, það er frelsið sem barist er fyrir — frelsi unclan framandi valdi, og heitir þéss vegna, einnig á kirkju- máli, redenzione, endurlaustn* ‘. Meðal þeirra dánu sem risu upp á þessum byltingartímum, var Balilla. itinn ungi frelsisbaráttu- maður og frelsisskáld Goffredo Mameli, mintist hans í lofsöng sínum — „ítölsku drengirnir heita Balilla“. Var hann ekki annar Davíð, sem með einu djörfu stein- lcasti lagði Austurríska Golíatinn að velli 1 Genúá var þá hluti úr konungsríkinu Piemont. — Þrátt fyrir alla sína varfærni, ljet kon- ungurinn Karl Albert (kallaður konungur hjer og þar) það við- gangast, að 100 minningardagur þess að Balilla hóf uppreisnina, var haldinn hátíðlegur í Genúa. Þegar konungurinn reið gegnum götur borgarinnar, sló hljómnum af lofsöng Mamelie á móti honum, eins og eldtungur. — ítalía var vöknuð. Meira en hálfa ölcl var „Fratelli d ’ítalia“ baráttusöngur hinnar ungu ítalíu. Mikið af skálda- clraumum Mamelis, rættist- Þó var það fyrst Mussolini, sem hóf Bal- illa frá því að vera minning, og gerði hann að verulegleika. Magnús Yigfússon, verkstjóri, Kirkjubóli. í dag verður Magnús Vigfús- son verkstjóri á Kirkjubóli við Reykjavík borinn til grafar. Magnús Vigfússon. Hann var fæddur 20. febrúar 1870 í Réykjakoti í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru Sigríður Narfadóttir og Vigfús Ólafsson. Þegar Magnús var 11 ára misti hann móður sína og fluttist þá að Reynisvatni í Mosfellssveit og var þar þangað til vorið 1894. Þá fluttist hann til Reylcjavíkur, og lcvæntist sama ár, 22. ágúst, Sólveigu Jónsdóttur. Eignuðust þau fimm börn, tvo syni og þrjár dætur: Margrjeti sem nú er gift kona í Ameríku, Björgvin bíl- stjóra í Reykjavík, Regínu sund- konu, Magnús vjelstjóra og sund- kappa, og' Guðrúnu, sem cló 1928 tuttugu og tveggja ára að aldri. Fyrstu árin, sem Magnús var hjer í Reykjavík, stundaði hann sjómensku á vorin og vegavinnu á sumriil. Hann vann t. d. sem verkstjóri við veginn yfir Smjör- vatnsheiði og Fagradalsbrautina, við Lagarfljótsbrúna og' Blöndu- brúna. Árið 1905 tók hann við verk- stjórn fyrir Reykjavíkurbæ og gengcli því starfi þangað tU 1928 að hann varð að láta af því vegna heilsubilunar. Árið 1906 keypti Magnús Kirkju ból við Laugarnesveg og bjó þar síðan, Rak hann þar búskap og ræktaði til fulls alt land Kirlcju- bóls og stór erfðafestulönd þar í g-rencl og- g-erði Kirkjuból með því að ágætri jörð. Magnús var maður hægur og dulur í skapi, fór sínu fram jafn- an með stakri rósemi og mann- viti. Og trúrri mann en hann getur enginn hugsað sjer. Oll þau ár, sem hann var verkstjóri fyrir Reykjavíkurbæ, hafði liann vak- andi auga á því að öll þau verk, sem hann kom nærri, væri unnin sem trúlegast og J^est. Reykjavík á því hjer á bak að sjá» dyggum starfsmanni og duglegum bónda. Með hinum sjerkennilegu hæfi- legleikum til að samtengja (það er oft gott að vera smiður) sem er einkenni il Duce, var minning- in um steinkastið, tengd með í þá keðju sem bindur ítalska nútíð við fortíðina: svo segja má með sanni, að allir ítölsku drengirnir heiti Balilla. Jóh. Jörgensen Assisi, des. 1934. , S. K- S. þýddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.