Morgunblaðið - 27.06.1935, Page 5
5
Fimtudaginn 27. júní 1935.
-. . *- I
m
Arásirnar á Vesl-
mannaeyjabæ.
Eftir Jóh. Gunnar Olafsson. bæjarstfóra.
1 Nýja dagblaðinu, sem kom út
20. júní s. 1. birtust tvær greinar
undir fyrirsögnunum: Er Vest-
mannaeyjabær gjaldþrota? og
Ostjórn íhaldsins í Vestmannaeyj-
um. Tilefni þessara árásargreina
er áuglýsing, sem birtist í Lbl. 13.
júní s. 1. Þessi auglýsing hefir nú
verið afturkölluð og þau gjöld,
sem þar um ræðir, hafa verið
greidd að fullu.
Vegna þeirra fullyrðinga, sém
blaðið fer með í sambandi við
birting auglýsingarinnar, vil jeg
benda á ýmsar veilur í staðhæfing
anum og gera nokkra grein fyrir
hag kaupstaðarins.
Skýrsla Landsbankans.
Blaðið vitnar td sk)rslu Lands-
bankans um skuldir kaupstað-
anna, og telur samkvæmt henni
að skuldir Vestmannaeyjabæjar
hafi vaxið um riimlega 300 þús.
krónur frá því árið 1930. Jeg
hefi ekki sjeð skýrslu Lbs. og veit
því ékki, hvort blaðið fer rjett
með, en þetta er rangt. Samkv.
þeim tölum, sem Landsbankanum
voru géfnar upp, námu skuldir
bæjarsjóðs, rafstöðvar og hafnar-
sjóðs kr. 1736207,20 í árslok 1930,
en kr. 1963498,40 í árslok 1934,
og verður þá skuldaukningin ltr.
227291,20 á þessum árum. Þess
ber þó að gæta, en það kemur
ekki fram af skýrslu Lbs., að af
þessari upphæð eru kr. 168457,28
aukin skuld við bæjarstofnanir,
rafstöð o. fl., og er þar því ekki
um raunverulega skuld að ræða.
Hagur Vestmannaeyja er
annar en skýrslan virðist
benda til.
Þehsar tölur gefa þó alls ekki
rjetta hugmynd af hag bæjarfje-
lagsins. ' Heldur verður, þegar
um það er að ræða, að miða við
eignir umfram skuldir. Þær hafa
verið eins og hjer segir: Árið
1930 kr. 442295,12; 1931 kr.
471206,56; 1932 kr. 528558,12; og
1933 kr. 476617,16 (Lækkunin
1933 stafar af stórfeldum afskrift-
um á hafnargörðunum). Árið 1934
er ekki enn gert upp að fullu, og
verður því ekki talið með, en hins-
vegar má fullyrða að hagurinn
hefír ekki versnað á því ári, miðað
við árið á vmdan. Mun þar um
nokkra eignaaukningu að ræða.
Það skal tekið fram, að vega- og
liolræsakerfi bæjarins hefir ekki
veríð tekið upp á efnahagsreikn-
ing, eins og tíðkast lijá öðrum
bæjarfjelögum.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að þessi ár, 1930—1934,
hafa verið einhver hin erfiðustu,
sem komið hafa yfir landið um
langt skeið. Á árinu 1930 urðu
hjer einhver þau stórfeldustu töp
á útgerð, sem ménn þekkja, með
verðfalli sjávarafurðanna. Er tal-
ið að útvegsmenn lijer hafi þá
tapað að minsta kosti 3 miljónum
króna, á því eina ári. Af þeim
töpum súpa menn enn seyðið og
munu gera um langan aldur. Það
er því engin furða, þó að erfið-
lega hafi reynst öll innheimta op-
inberra gjalda, ékki síst útsvara,
sem eins og aðrir beinir skattar,
standa að baki öllum tollum og
veðtrygðum gjöldum. En eins og
kunnugt er, eru útsvörin aðal-
tekjustofn bæjarfjelaganna.
Stórkostleg mannvirki.
Þrátt fyrir þessa miklu erfið-
leika hefir þó á þessum árum ver-
ið komið upp mörgum dýrum fyr-
irtækjum, og má þar meðal annars
nefna sjóveituna, sem kostaði upp-
komin um 114 þús. krónur. Enn-
fremur hefir verið bygð mikil
hafskipabryggja, sem hefir kost-
að yfir 200 þús. krónur. Auk þessa
hefir verið unnið mikið að lagn-
ingum nýrra vega, endurbótum á
eldri vegum og holræsalögn í
bænum. T. d. var s. 1. ár varið úr
bæjarsjóði ltr. 58803,39 í því skyni,
með atvinnubótastyrk úr ríkis-
sjóði (kr. 14000,00). Þá hefir ver-
ið bygð vönduð sundlaug, sem nú
er fyrir nokkru tekin til starfa.
Kostnaður við hana er sem næst
35 þús. krónur. Nokkur styrk-
ur hefir fengist td hennar. Það
er óhætt að segja, að éinmitt þessi
árin, síðan kreppan skall yfir,
hafa aldrei, á jafn skömmum
túna, verið eins miklar fram-
kvæmdir, Þessi ár hafa verið
hin mestu atvinnuleysisár. Menn
hafa veigrað sjer við að fara út
úr hjeraðinu í atvinnuleit, vegna
þess að þeir hafa orðið fyrir því
að koma aftur með tvær hendur
tómar. Hefir það hin síðari ár
verið alt of algengt. Sannléikur-
inn er sá, að út um bygðir lands-
ins er hina sömu sögu að segja.
Með verðfalli afurðanna hefir
afkoman orðið hin versta úm alt
landið, bæði til sjávar og sveita.
Kaupstaðif og hreppsfjelög eru
að sligast undir fátækraframfæri
og gömlum skuldum. Einmitt þessi
ár hefir fátækraframfærið farið
liraðvaxandi. Hjerna var fátækra-
framfærið árið 1929 um 39 þús.
krónur, en hefir hin síðari ár
aldrei verið undir 100 þús. kr.
Hjá hreppum úti um landið á
kaupstaðurinn rúmlega 50 þús.
krónur, og' er það vitanlegt, að
mikill hluti þeirrar upphæðar er
tapaður. Suma þeirra hreppa, sem
sltulda, er nú verið að gera upp,
og má ganga út frá því sem
gefnu, að ekki t'æst annað greitt-
af því en þáð, sem ríkissjóður
tekur að sjer að greiða,
Á velgengni útgerðarinn-
ar veltur afkoma Vest-
mannaeyja.
Áður hefir orðið að gefa eftir
af sumum þeim skuldum til þess
að lítill hluti fengist greiddur.
Það er ekkert launungarmál, að
bæjarfjelagið hefir átt og- á enn
við mikla erfiðleika að stríða, en
það er ekkert tiltöknmál. Hvar
sem litið er, livort sem það er
hjer á landi eða erlendis, er sögiu
söguna að segja: Erfiðleikarnir
hafa verið miklir og- eru það enn.
MORGUNBLAÐIÐ
IÞnsvegar er óhætt að segja það,
að ástandið hefir heldur farið
batnandi, þrátt fyrir það þó þessi
ríkissjóðsgjöld hafi verið ógreidd.
Síðastliðin vertíð gefur góða von
um batnandi afkomu, en það er
ekki enn lcomið fram og kemur
ekki fram að fullu fyr en sala
aflans hefir farið fram. Méð batn-
andi hag almennings, bætist einn-
ig hagur bæjarfjelagsins. Það
mætti taka hvaða bæjar- eða
sveitarfjelag sem væri og skrifa
um þau álíka árásargreinar, ef
sama aðferð er notuð, og öllu til-
hti til hins almenna ástands er
slept, Hjer er mjög éinhæft at-
virinulíf. Allur almenningur og
þá líka bæjarfjelagið á afkomu
sína undir yelgengni iltgerðarinn-
ar. Þegar erfiðleikar steðja að
henni, lcemur það við alla, ög
fyrst og fremst bæjarfjelagið.
Það vita allir hvernig saltfisks-
salan héfir gengið undanfarin ár,
og er því óþarfi að fara út í þá
sálma hjer.
Skuldir vegna hafnar-
gerðarinnar.
Áður en jeg lýk þessu, vil jeg
taka það fram, að í skuldum kaup-
staðarins eru taldar kr. 866046,66,
skuld við ríkissjóð frá hafnargerð-
inni. Jeg vil nota tækifærið til
þess að gera grein fyrir þessari
upphæð, hvernig hún er til komin,
vegna þess að henni liefir verið
haJldið mjög á loft sem dæmi um
vanskil kaupstaðarins. Árið 1914
var byrjað á hafnargerð hjer. Tók
N. C. Monberg að sjer byggingu
tveggja hafnargarða, og- var verk-
ið unnið samkvæmt uppdráttum
frá dönskum verkfræðingi C.
Bech, sem ríkisstjórnin hafði út-
vegað hingað árið 1912, til þess
að rannsaka hafnarstæðið o<r gera
tillögur um framkvæmdir. Fyrri
garðinum skilaði Monberg af sjer
árið 1916, og byrjaði það ár á
hinum garðinum. Hafnargarða-
bygging þessi varð hin mesta
úlýsasaga. Eftir að Monberg- hafði
skilað af sjer garðinum, urðu þeg-
ar sama árið stórfeldar bilanir á
honum, og má segja að alveg
fram að 1930 hafi næstum því ár-
lega farið fi’am stórfeldar við-
gerðir á lionum. En hinum garðin-
um skilaði Monberg ófullgerðum.
Meginhlutann af viðgerðunum tók
síðan Monberg að s.jer að vinna.
Framkvæmd verksins fór fram á
þeiin tímum, þegar verðlag var
sem hæst á öllu byggingarefni, í
stríðslok og eftir stríðið. Kostn-
aðurinn varð því óskaplegur, og
uxu því skuldir við Monberg hröð
um skrefum. Árið 1924 samdi rík-
isstjórnin við Monberg um
greiðslu skuldarinnar, og greiddi
síðan upphæðina á árunum 1924—
1931. Þessar greiðslur hafa aldrei
verið taldar til eigna á Lands-
reikningnum, og ætti að sjálf-
sögðu ekki heldur að vera talið
til skulda hjá Vestmannaeyjabæ,
vegna þéss að þær stórfeldu mis-
fellur, sem lijer hafa orðið á hafn-
argerðinni eru þess oðlis. að rjett-
ast er að ríkissjóðúr hafi megin-
lilut kostnaðar af þeim. Af hafn-
argerð hjer hefir fengist sú
reynsla, að nú er ljóst, hvernig
hága á hafnarmannvirkjagerð
hjer á landi. Það hefir orðið all-
dýr skóli. Hafnargarðarnir báðir
koátuðu í árslok 1926 um 1 y2
miljón króna, en allur kostnaður
við hafnargerð hjer frá 1914—
1934 er orðinn sem næst kr.
2238000,00, og eru þar með taldar
stórar upphaeðir til viðgerðar á
hafnargörðunum, sem framkvæmd-
ar voru árin 1928 og 1929. Þátt-
taka ríkissjóðs var í fyrstu fjórð-
ungstillag, en síðan þriðjungstil-
lag. Upphafleg áætlun um kostn-
að við hafnargarðana var kr.
1455500,00 (frá 1913), svo að sýni-
legt er, að hjer hafa orðið stór-
feldar misfellur á, auk hækkaðs
verðlags á efni, enda kom fljótt
í ljós að sú gerð, sem görðunum
var ætluð, hentar ekki hjer á
landi. Þegar viðgerðirnar fóru
fiam, Var strax tekin upp önnur
aðferð, sem hefir reynst vel eftir
ástæðum. Af framansögðu ætti að
vera ljóst, að eklci er hægt að núa
Vestmannaeyingum því um nasir,
að þeir eigi sök á stofnun þess-
arar skuldar ,enda gerir það eng-
inn, eftir að hafa kynt sjer mál-
ið, og þær ríkisstjórnir, sem setið
hafa að undanförnu, hafa ekki
litið svo á að Vestmannaeyjabæ
bæri að endurgreiða upphæðina.
Færsla hennar í landsreikningnum
sýnir það best. Vestmannaeyingar
hafa mikið á sig lagt fyrir hafn-
argerðina, og oft haft forustu um
ýms mál til þjóðþrifa. Má þar til
nefna björgunarskipið Þór og nú
dýpkunarskipið, sem nú er kom-
ið hingað og byrjað að vinna að
dýpkun liafnarinnar. Mun það
kosta um 125 þús. kr., en af þeirri
upphæð hefir ríkissjóður greitt 40
þús. kr.
Hafa Vestmannaeyingar haft
þar forgöngu um stórkostlegt
framfaramál, sem á komandi ár-
um mun liafa verulegan sparnað
í för með sjer fyrir landið. 1 fram-
tíðinni ætti ekki að þurfa að
leigja erlend skip til þeirra starfa.
Það má geta þess að árið 1927
vann danska dýpkunarskipið Uffe
hjer 3 vikna tíma og kostaði vinna
þess um 85 þús. krónur.
Að öðru leyti sje jeg ekki á-
stæðu til að svara ofangreindmn
greinum, vegna þess að megin-
þorri ummælanna virðist sprott-
inn af illum hug til Vestmanna-
eyja, en ér ekki bygður á nein-
iiin rökum.
Alþýðublaðið liefir að sögn einn
ig notað tækifærið tif þess að ráð-
ast á Véstmannaeyjar, en' ekki
hefir það enn borist hingað. Jeg
mun láta þetta nægja sem svar
til þess einnig, vegna þess að um-
mæli þess eru að sögn samhljóða.
Vestmannaeyjum, 22. júní 1935.
Jóh. Gunnar Ólafsson.
^ »»»
Til Hallgrímskirkju í Saurbær
Frá konu í Keflavík 30 kr„ frá
Þorgerði Jónsdóttur Vestri-Garðs-
auka fyrir bækur og myndir 39
kr„ gjafir 1 kr„ frá Guðlaugi
Hannessyni Vestmannaeyjum, fyrir
seldar bækur 27 kr„ áheit frá
Jóhönnu 10 kr„ Lovísu 5 kr„ Mar-
grjeti 5 ki\, frá Björgvin Filippus-
syni fyrir bækur 10 kr„ áheit frá
manni úr Landeyjum 2 kr., frá
Þuríði Þorvaldsdóttur fyrir bæk-
ur 6 kr„ gjafir 16 kr. Kærar þakk-
ir. 01. B. Björnsson.
Fyrsta fuiltrúaþing
Sambands islenskra
barnakennai a.
Undanfarin 14 ár hefir Sam-
band íslenskra barnakennara
gengist fyrir árlegum kennara-
þingum. Hafa þar verið rædd
hagsmunamál stjettarinnar ásamt
ýmsum menningarmálum þjóð-
arinnar, sjerstaklega þau, er
barnafræðsluna snerta. Á síðustu
árum hafa þing þessi verið svo
fjölmenn (í Sambandinu er nú
yfiy 400 manns), að erfitt hefir
verið um afgreiðslu hinna mörgu
ogjmerku mála, er fyrir hafa leg-
ið.j Skipulagsbreyting var því
nauðsynleg á þessu sviði, og á
síðasta kennaraþingi voru lög
samin og reglur settar um árleg
fulltrúaþing, er kæmu í stað
liinna almennu kénnaraþinga. —•
Landinu var skift í kjörsvæði 23
að tölu, og kjósa Sambandsfje-
lagar iir sínum hópi einn full-
trúa fyrir hyern tug fjelaga eða
brot úr tug’, og gildir sú kosn-
ing til eins árs í senn. Þetta fyrst^i
fulltrúaþing var háð í Reykjavík
dagana 17.—22. júní, og voru
mættir 45 fulltrúar af 49, sem
rjétt höfðu til þhigsetu.
Fjöldamörg mál lágu fyrir
þínginu og vérður hjer aðeins
géjtið þeirra stærstu.
I. Launamálið.
Kennarastjettin hefir árum sam
an átt í launabaráttu og leitað
til þingsins hvað eftir annað um
launabætur. En lítið liefir áunn-
ist og er stjettin hin láglaunað-
asta af öllum opinberum starfs-
stjettum. í sambandi við minni-
hluta milliþinganefndar í launa-
málum, samþykti sambandsstjórn
eftirfarandi kröfur um laun kenn
ara:
a) Kennarar við fasta skóla ut-
an kaupstaða, heimangöngu og
heimavistarskóla, skulu hafa árs-
laun 3200.00 kr. fyrir 6 mán. starf
og hlutfallslega hækkandi, ef
starfstími lengist.
b) Kennarar við skóla í kaup-
stöðum yfir 1000 íbúa skulu hafa
árslaun 4500.00 kr. fyrir 7% mán.
starf og hlutfallslega hækkandi,
ef starfstími lengist.
e) Skólastjórar skulu hafa, auk
kennaralauna, kr. 200.00 fyrir
hvern af fyrstu 5 kennurum skól-
ans, kr. 100.00 fyrir hvern af
næstu 5 kennurum og' kr. 50.00
fyrir hvern kennara, sem fram
yfir er, þó ekki j’fir 7400.00 kr.
í kaupstöðum, og ekki minna en
kr. 400.00 fram yfir kénnara sama
skóla.
d) Þar sem skólastjóri er jafn-
framt eini kennari skólans, hefir
hann fyrir skólastjórn kr. 400.00.
e) . Skólastjórar við lieimavistar-
skóla sltulu liafa kr. 750.00 fyrir
skólastjórn 'og umsjón, auk þess
sem greitt er fram yfir, ef fleiri
en hann kenna við skólann.
f) Farkennarar hafa að laun-
um kr. 850.Ö0 á ári, auk þess fæði,
húsnæði, ljós og hita þann tíma,
sem skólinn starfar, eða jafngildi
þess í peningum.
g) Kennarar og skólastjóri
Málleysingjaskólans í Reykjavílc
skulu hafa sömu laun og kennar-