Morgunblaðið - 27.06.1935, Side 6

Morgunblaðið - 27.06.1935, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ ' 6 ICBLAND SPAR. Large crystals required. Water-clear and free from biemish. Good price given for ,suitable material. Reply to Box T. 1. c/o Knights, 55, Chancery Lane, London, W. C. 2. England. t Bjami Þ. Johnson hæstarjettarmálafærslumaður andaðist að heimili sínu hjer í bæuum á þriðjudagskvöldið. — Hann varð bráðkvaddur. Pt •• P•• Songfor Karlakórs K. F. U. M. Samsöngur í gær í ísafirði. — Mikil aðsókn. — Ágætar viðtökur. fer hjeðan í dag kl. 6 síðd. til Bergen, um Vestmanna- eyjar og Thorshavn. Flutningi veitt móttaka til hádegis í dag. — Farseðlar sækist fyrir sama tíma. 110. Haniin I Bilth. Laxveiði * SHraumQarQará fæst leigð. Upplýsingar í síma 1487 kl. 3—4. íbúð. 5 herbergi, eldhús, bað og geymsla í nýtískuhúsi við miðbæinn til leigu 1. okt. Upplýsingar í síma 1487 daglega kl. 3—4. Nýfar knrlfillor bestar í Barónsbúð, Hverfisgötu 98. Sími 1851. 26. júní. FÚ. Karlakór K. F. U. M. kom til ísafjarðar í dag með Gullfossi, heilsaði hann með söng, er skipið lagðist að bryggju, en Karlakór Isafjarðar var viðstaddur og heils- aði gestum með söng. Síðan A’ar kórinn boðinn í skemtiför upp í Tungudal, og þar flutti bæjar- stjóri þeim móttökuræðu. Heim- sóttu gestirnir nemendaskálann, Birkihlíð, Klukkan 4 í dag söng kórinn í ísafirði, fyrir húsfylli og við mik- inn fögnuð áheyrenda, en kórinn syngur aftur á ísafirði kl. 8,30 í kvöld, og heldur síðan áfram ferð- inni kl. 11 í kvöld með Gullfossi, áleiðis til Siglufjarðar, þar sem hann gerir ráð fyrir að syngja á morgun. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Afh. af Sn. J. Gamalt og nýtt á- heít frá Magnúsi 10 kr., frá Guð- jóni Á. Davíðssyni Neðri Hjarðar- dal samskot og fyrir bækuT 25 kr., frá Jóh. Friðlaugssyni Fjalli fyrir bækur 6 kr., frá Ástríði Thoraren- sen fyrir bækur 3 kr., frá Jórunni Guðmundsdóttur Arnþórsholti fyr ir bækur 9 kr., frá Árna Árna- syni Ölvesholtshjáleigu fyrir bæk- ur 5 kr., frá síra Valgeir Helga- syni: Áheit f'rá Ó. S. Langholti 5 kr., áheit frá skaptfellskri konu 10 kr. Kærar þakkir. Ól, B. Bjömsson. ar og skólastjórar í kaupstöðum. h) Laun skólastjóra og kennara við barnaskóla greiða: í Reykja- vík, ríkissjóður 2/5, en bæjarsjóð- ur 3/5. í öðrum kaupstöðum, rík- issjóður 3/7, en bæjarsjóður 4/7. í heimangönguskólum utan kaup- staða: ríkissjóður 2/3, en bæjar- og sveitarsjóðir 1/3. í heimavist- arskólum, ríkissjóður 3/4, en sveitarsjóðiý l/4. f farskólum ríkissjóður kr. 700.00, en sveita- sjóður kr. 150.00, auk fæðis, hús- næðis, ljóss og hita fyrir kennara. Hvernelands Ml .V' *’I Lfáir. Ljáblöð og Ijábrýni. i) Starfstími barnaskóla á ári skal vera: í kaupstöðum 9 mán- uðir. f öðrum lieimangönguskól- um 6—9 mánuðir. í heimavistar- skólum 6—9 mánuðir. í farskólum 6 mánuðir. j) Barnafjöldi skal að meðal- ta]i vera á hvérn kennara 45 börn, 7 og 8 ára, eða 30 börn 10—14 ára. Fulltrúaþingið samþykti eftir- farandi breytingartillögur: , 1. a-liður, kr. 3200, liækki í kr. 3600 til samræmis við bJið. 2. f-liður, kr. 850, hækki í kr. 1200. Frh. Prestastefnan hófst í gær. Prestastefnan hófst í gær með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni kl. 1 í gærdag. 3r. Friðrik Rafnar tók synódus- presta til altaris, en sr. Bjarni Jónsson prófastur flutti stól- ræðuna, vakti hún margar og góðar minningar hjá gömlum sóknarbörnum hans. Fundahöldin sjálf hófust kl. 414 síðd. í húsi K.F.U.M. Biskup, dr. Jón Helgason, setti fundinn með biblíulestri og bæn, og kvaddi síðan þá sr. Óskar Þorláksson og sr. Jón Guðjónsson til að vera ritara prestastefnunnar. Voru þá þegar komnir ó- venjulega margir prestar; alls um 50 kennimenn, og sá tíð- indamaður blaðsins þessa að- komna: Sr. Ásg. Ásgeirsson próf. Hvammi, sr. Böðvar Bjarna- son, Rafnseyri, sr. Einar Guðna son, Reykholti, sr. Einar Stur- laugsson, Patreksfii’ði, sr. Ei- rík Brynjólfsson, Utskálum, sr. Eirík Albertsson, Hesti, si’. Friðrik Rafnar, Akureyri, sr. Gísla Skúlason, Stóra- Hrauni, sr. Guðbr. Björnsson próf., Hofsós, sr. Guðm. Ein- arsson, Mosf., sr. Gunnar Árna son, Æsustöðum, sr. Halldór Jónsson, Reynivöllum, sr. Hall- dór Kolbeins, Stað, Súganda- firði, sr. Helga Konráðsson, Sauðárkrók, sr. Ingvar Niku- lásson, Skeggastöðum, sr. Jak- ob Einarsson próf. Hofi, Vopna firði, sr. Jóhann Briem, Mel- stað, sr. Jón Auðuns, Hafnarf. sr. Jón Guðjónsson, Holti, sr. Jón Guðnason, Prestsbakka, sr. Jón Þorvarðarson, Vík, sr. Jó- sef Jónsson á Setbergi, sr. Magnús Bjarnarson, præp.hon. Borg, sr. Magnús Guðmunds- son, Ólafsvík, sr. Magnús R. Jónsson, Hesteyri, sr. Ófeig Vigfússon, Fellsmúla, sr. Ól. Magnússon, Arnarbæli, sr. Ól. Ólafsson, Kvennabrekku, sr. Óskar Þorláksson Prestbakka, Síðu, sr. Pál Sigurðsson, Bol- ungavík, sr. Sigurgeir Sigurðs- son próf. ísaf., sr. Sigurjón Árnason, Vestm.eyjum, sr. Sig. Haukdal próf. Flatey, sr. Sig. Ó. Lárusson, Stykkish., sr. Sig. Stefánsson, Möðruv., sr. Sigur- jón Guðjónsson, Saurbæ, sr. Svein Ögmundsson, Kálfholti, sr, Valgeir Helgason, Ásum, sr. Þorgr. Sigurðsson, Grenjað- arstað, sr. Þorst. Ástráðsson, Staðarhrauni, sr. Þorst. Briem próf. Akran., sr. Þorst. Gísla- son, Steinnesi, sr. Þorst. L. Jónsson, Kolbeinsst., sr. Þorst. Jóhannesson, Vatnsfirði, sr. Þorv. Þorvarðsson præp. hon. Vík. Ennfremur sóttu fundinn 3 danskir guðfræðingar:D. Möll- er prestur í Þórshöfn, R. Pren- ter cand. theol. og Kn. S. Niel- sen stud theol., báðir frá Höfn. Fundarmálin í gær voru þessi: 1. Skýrsla biskups um helstu viðburði hjerlendis er kirkju- mál snerta, liðið fardagaár. 2. Tillögur um styrktarfjc til prestsekkna og uppgjafa- presta. 3. Skýrsla biskups um hag Prestsekknasjóðs. 4. Skýrsla um starf Barna- heimilisnefndar þjóðkirkjunn- ar og rekstur heimilisins Sól- heimar (próf. Ásm. Guðmunds- sen form. nefndarinnar gaf þá skýrslu). 5. Nefnd skipuð til að gera tillögur síðar á prestastefnunni um störf kirkjunnar að líkn- armálum. í þá nefnd voru settir: Ásm. Guðmundsson prófessor, sr. Guðmundur Ein- arsson, sr. Fr. Hallgrímsson, sr. Gunnar Árnason og Sigur- björn Á. Gíslason. 6. Nefnd sett til að gera til- lögur í prestakallasamsteypu- málinu. Nefndarmenn urðu: sr. Sigurgcir próf. Sigurðsson, sr. Friðrik Rafnar, sr. Jakob Ein- arsson próf., sr. Ól. Magnússon prófastur, sr. Ófeigur Vigfús- son prófastur. Þó nokkrar umr. urðu um ýms þessara mála, og var auð- heyrt að þótt menn sæu ýrns ský á lofti, þá mundu menn vel eftir „sólunni bak við ský- in“ og sáu víða geisla hennar. Hafði hinn nýafstaðni kirkju- fundur greinilega elft starfs- gleði og framtíðarvonir ýmsra er þar voru. Aðalmálin í dag eru þessi: Kl. 914, Morgunbænir (sr. Árni Sigurðsson). Biskup gef- ur yfirlit yfir messuskýrslur og altarisgöngur. Kl. 10l/2 Messur og prje- dikanir (sr. Halldór Kolbeins) Tillaga varðandi Strandar- kirkju (sr. Gísli Skúlason). Kl. 41/j síðd. Kand. R. Prenter flytur erindi um kirkju mál Þýskalands. Kl. 51/2 Prestakallamálið. Kl. 814 Erindi í dómkirkj- unni: Persóna Jesú Krists frá sjónarmiði nútíma guðfræðinn- ar (sr. Óskar Þorláksson). Á heimili sr. Bjarna Jónssonar í gær. Gestkvæmt var á heimili síra Bjarna Jónssonar í gær, sem vænta mátti. Þangað var sífeldur gesta- straumur allan daginn, tU að óska honum til hamingju og færa hon- um þakkir. Fyrsti gesturinn kom þangað kl. 9 að morgni. Það var 25 ára gam- alt sóknarbarn, það fyrst er Síra Bjarni hafði skírt. Hann kom með blómvönd td prestshjónanna. Þegar komið var inn á heimili síra Bjarna, seinni partinn í gær, blöstu við blómavasar í röðum á gólfinu, blómvendir og blómakrúsir um öll borð og upp mn hillur. Þar glóði alt í feg- ursta blómaskrúði, svo vart getur nokkur sölubúð hjer í bæ framvís- að öðru eins í einu. Jeg var nýsestur við kaffi- borðið ásamt fleiri gestum, þegar 7 ára gamall telpuhnoðri vatt sjer inn úr dyrunum með blómavönd í hendi, sneri sjer til síra Bjarna og sagði: Pabbi, þetta er til þín frá mjer. Hún hafði keypt þetta sjálf og var hreykin af* Og þegar jeg var að fara niður Fimtudaginn 27. júní 1935- stigann, mætti jeg ungri stúlku með fult fangig af blómum til við- bótar því, sem fyrir var. Það var auðsjeð, að söfnuður- síra Bjarna ljet í gær „blómin tala“ fyrir sig um þakklæti sitt honum til handa, fyrir 25 ára starf. Reykvíkingur. TU Mývalns, • Áfibyrgls og Dettifoss fer Ferðafjelag Islands skemtiferð>' næstkomandi sunnudag og er það átta ctaga ferð. Haldið verður af stað kl. 8 á sunnudagsmorgun og ekið venju- lega þjóðleið norður, um Hval- fjörð, Norðurárdal og Holtavörðu- heiði, að Blönduósi, og gist þar. Daginn eftir verður haldið áfram að Akureyri og komið þangað tím anlega síðdegis, svo, að þátttakend- ur fái gott tækifæri t'd að svipast um og heimsækja kunningja. Þriðja dag verður ekið að Skútu stöðum og staðið við í Vagla- skógi og við Goðafoss á leiðinni. Verður komið að Skútustöðum um nónbil. Næsta sólarhring — til jafnlengdar næsta dags — verður- varið til þess, að skoða Mývatn og umhvérfi þess. Verður farið á báti frá Skútustöðum norður vatn- ið, alt til Reykjahlíðar, og gengið í Dimmuborgir og á Hverfjall (frá Sýreyjum) siglt í Slútnes og þaðan í Reykjahlíð og gengið þaðan í Hlíðarnáma, (hinar kunnvr brennisteinsnámur) og á Náma- skarð, ef tími vinst til, og veður er að óskum. Verður gist annað- hvort á Skútustöðum eða í Reykja hlíð þá nóttina, sem verið er við; Mývatn. Á fjórða degi síðdegis verður ekið frá Skútustöðum að Lindar- brekku í Kelduhverfi og gist þar. Fimta daginn verður ekið í ÁS- byrgi og farið alt inn í botn. Snúið: þaðan norður og austur yfir Jök- ulsárbrú og suður að Dettifossi og staðnæmst þar um hríð. Ekið' til baka, til Htisavíkur um kvöldið, eða til Akureyrar, ef tími verður til. Þaðan næsta (6.) dag að Blöndu ósi og staðnæmst á leiðinni á merkustu og útsýnisfegurstu stöð- um leiðarinnar. Sjöunda daginn verður ekið suður Holtavörðuheiði og, ef veð- ur verður hagstætt, staðið svo lengi við í Norðurárdal, að þeir sem óska, fái tækifæri td, að ganga á Baulu. Um kvöldið verður hald- ið í Reykholt og gist þar um nótt- ina. Áttuncla og síðasta dagimi verð- ur ekið frá Reykliolti um Húsafell’ og Kaldadal t'l Reykjavíkur. Staðkunnir menn verða með á þeim slóðum sem mestu varðar (við Mývatn, og frá Húsavík í Ásbyrgi og að Dettifossi). Eins og sjá má af áætluninni eru allir næturstaðir annaðhvort 1 bæjum, sem hafa gistihús eða á greiðasölustöðum eða stórbýlum,- svo að allsstaðar geta margir feng- ið gistingu. En til hægðarauka óskar F. í. þess, að um leið og fólk kaupir farseðla, láti það þess

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.