Morgunblaðið - 27.06.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 27.06.1935, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 27. júní 1935, Allir Key kvikin^ar a au^iy ngar isi oi^u'nblaðsins. SZíkynrUricjuc Ferðaskrifstofa Islands, Aust urstræti 20, sími 2939, hefir af- greiðslu fyrir flest sumarhótel- in og gefur ókeypis upplýsing- ar um ferðalög um alt land. „Spírella". Munið eftir hinum viðurkendu Spírella-lífstykkj- um. Þau eru haldgóð og fara vel við líkamann. Gjöra vöxt- inn fagran. Skoðið sýnisnorn á Bergstaðastræti 14. Sími 4151. Til viðtals kl. 2—4 síðd. Guð- rún Helgadóttir. JMaufts/uyiuc Athugið hina afar ódýru sokka-hanska-nærföt, niðursett um helming. Lífstykkjabúðin, Hafnarstræti 11. Höfum fengið sjerstaklega falleg Undirföt fyrir 8,75 sett- ið. Náttkjóla, silki frá 6.95. Silkináttföt á* 8.50. Baðmullar- Ibolir frá 1,75. Silkibolir frá 2,50. Versl. Dyngja. Alpáhúfur í flestum litum. Nælur í húfur. Versl Dyngja. Mikið úrval af Tvistum, dökkum og ljósum, í Svuntur og Morgunkjóla frá 0,75 m. Versl. Dyngja. Altaf eru að koma ný efni í Upphlutsskyrtur o'g Svuntur. Hvergi betra eða ódýrara úr- val. Versl. Dyngja. Sumarkjólaefni frá 1,75 m. Strigaefni. Hvít efni í Pils og Kjóla. Versl. Dyngja. Spegilflöjel í Upphluta Og Peysuföt. Herrasilki og sljett silki í Upphluta. Alt tillegg til Upphluta. Versl. Dyngja. Kjötfars og f-Ukfar*, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Glænýr silungur. Nordalsís- hús. Sími 3007. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 8024. Hangikjöt, nýreykt. Nordals- fshús. Sfmi 8007. Góð laun. Hinn heimsfrægi fiðlu sniliingur, Toscanini, stjórnar um þessar mundir hljómsveit við fjóra konserta í Queens Hall í London. Hann hefir skrifað undir samn- inga við enska útvarpið, sem á að greiða honum 40 þús. krónur fyrir þessi fjögur kvöld. Hátt uppi. Heimsmet í háflugi fyrir konur var um daginn sett í París, af frönsku flugkonunni Maryes Hilsz, sem komst upp í 11,800 metra. Gamla metið átti hún sjálf. Það var 9791 metrar. Fjórir negrar, sem leika „Jazz“- músik eru mjög vinsælir um þess- ar mundir. Þeir leika á þvotta- bretti, steikarapönnu, harmonium, guitar og vatnsglös, og eftir því sem heyrst hefir,' fá þeir í raun og veru lag út úr þessum verk- færum. Kvæðin sem þeir syngja með lögunum eru ’ hinsvegar ekki stórbrotin. Viðlagið er þetta: Hi de ho de huh de ha. I Graae 'Moore, hin fræga amer- ; íska söngkona er í London um þessar mundir. Lundúnabúar vilja fyrir alla muni hlusta á hina fögru rödd 'hennar og bíða þol- inmóðir alt að 32 tímum fyrir Reykjavík —- Ak*areyrft Akurcyri — Reykjavík Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Frá Akureyri sömu daga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. BifreftðasfoR Steindórs. Sími 1580. Svört prjónsilkimillipils við jpeysuföt. Undirkjólar við Peysuföt. Undirlíf við Peysu- föt. Versl. Dyngja. Nýjar tegundir af Sundbol- um fyrir börn og fullorðna. Sundhettur. Versl. Dyngja. Hosur, Hálfsokkar og Sport- sokkar fyrir börn og fullorðna. Versl. Dyngja. Einu sinní stóð í blaði eftirfar- andi auglýsing: „Sá, sem fann brjefaveslcið í ... .stræti í gær- kvöldi og stakk því á sig, þektist og er skorað á hann að skila eig- andanum því“. Daginn eftir stóð í sama blaði: „Sá, sem fann brjefaveskið í ....- stræti í fyrrakvöld og þektist, skorar á eigandann að sækja það til sín“. framan leikhúsið til að ná í að- göngumiða. Of slæm — jafnvel fyrir Amer- íkumenn. Hin holduga leikkona Mae West virðist nú hafa rgengið fram af mönnum, jafnvel í Amer- íltu. Ameríkanskt film-blað segir að hún hafi gengið langt í smekk- leysi. Blaðið segir og frá því, að næsta mynd hennar eigi að heita: „Hallelúja, jég er dýrlingur“. Nýsviðin dilkasvið — herramanns matur — Einnig svið af fullorðnu. — Góð og ódýr. — Iihúsftð Hei ðubreftð- Sími 2678. I SNORUNNI. 44. Mjer fanst hann vera mesta prúðmenni, og hrif- inn var hann af yður," ekki sá jeg betur. Og þá held jeg, að hann hafi verið ör á skildinginn. Hvað hefir hann eiginlega gert á hluta yðar, Humble? — Jeg skal segja yður, hvað hann er, hann er lygalómur. Hann var svo sem ekki hjer í Norwich, til þess að selja kvenhæla! Nei, til þess að snuðra! Hann er ekkert annað en snuðrari, bíræfinn njósn- ari, bannsettur leynilögreglumaður! — Hamingjan góða! Þjer segið ekki satt! — Víst geri jeg það. Og hann notaði sjer lag- lega trúgirni mína. Þetta hafði jeg upp úr því! Þjer sjáið hvernig jeg er útleikinn. — Já, það lítur sannarlega út fyrir, að þjer hafið fengið ærlega ráðningu, sagði gestgjafinn með samúð. — En ekkert á móts við þá ráðningu, sem Pank fær hjá mjer, því lofa jeg. Bíðið við, þangað til hann Iætur mig sjá sitt lævísa kattatrýni .... En Humble gat aldrei lokið við setninguna. Hröð skref heyrðust frammi í ganginum .... og í dyrunum stóð Pank í eigin persónu, með renn- vota regnhlíf, hrósandi sínu vinnandi brosi. — Góða kvöldið, kallaði hann hressilega. — Hjer er jeg þá enn einu sinni á þessum ágæta stað, sem hvergi á sinn líka. Sælir nú, Humble. Hvað títt, Harry? Humble gerði ítrekaða tilraun til þess að kyngja kökknum, sem stóð í hálsi hans. 1 ákafa braut hann heilann um, hvort hann hefði ekki verið full-harðorður í garð Panks. Hann virtist sannar- lega vinalegur og vel fjáður, og hvorttveggja var þægilegt, hafði jafnan í för með sjer ótal hress- ingar. En hinsvegar kendi hann sáran í auganu — og gestgjafinn glotti. — Hvað segið þjer um einn heitan whisky- toddy? Vel heitt vatn og sítrónusneiðar, Harry. — Árans lómurinn þinn, hreytti Humble út úr sjer illur. Pank hætti í miðju kafi að fara úr frakkanum. — Hvað segið þjer, Humble? sagði hann í á- sökunarróm. — Eins og jeg viti ekki alt saman! Þjer eruð ekki annað en bannsettur svikari. — Hægan, hægan, kæri vinur, sagði Pank í viðvörunarróm, og fór úr frakkanum. — Þjer megið ekki nota svona stór orð, Humble, þau eru ekki prúðmenni samboðin — og gætu líka haft af- leiðingar í för með sjer. — Þær hefi jeg þegar fengið og það get jeg þakkað yður, hvæsti Humble út úr sjer, dálítið sefaður. Pank leit á hann. — Hver hefir leikið yður svona grátt? Þjer hafið liklega ekki kunnað hóf orðum yðar. Og gætið ýðar nú, að ekki fari illa fyrir yður aftur. get stundum verið uppstökkur. Harry komið þjer nú með vatnið og sítrónusneiðarnar, og stól fyrir vin minn, Humble. — Jeg held jeg fari ekki að drekka með lög- reglunni, tautaði Humble á báðum áttum. — Verið þjer nú ekki með þessa vitleysu, góði Humble. En reyndar er jeg enginn svikari, heldur aðstoðarmaður í sakamáldeild Scotland Yard. Komið þjer nú og segið mjer hver hefir farið svona með yður. Humble var dálítið lúpulegur þegar hann fekk sjer sæti. — Hver var það, sem ljek yður svona, spurði Pank enn. — Jeg var á gangi niður við Swans Allé, þegar maður, sem jeg hefi aldrei á ævi minni sjeð, kom og lagði höndina á öxl mjer. Heitið þjer Sam Humble, spurði hann. Og þegar jeg jánkaði því, sagði hann: Jeg heiti Bowhill og er bifreiðar- stjóri, og ætla að gefa yður duglega á baukinn. Hví þá það? spurði jeg.Af því, sagði hann, að þú hefir verið að kjafta frá á veitingastofu Harry Chittock. Og ef þú ert svo mikill asni, að þekkja ekki snuðrara, þegar þú sjerð hann, verður að berja það inn í þig! — Og þjer sjáið hvernig jeg er útlits. — Mjer leist strax vel á yður, hjelt Humble áfram. — En finst yður að þjer hafið komið vel fram við mig. Jeg, sem taldi yður góðan dreng og bar traust til yðar. Finst yður þetta fallega gert af yður? — Nei, máske ekki, játaði Pank, — þegar á það er litið, að við vorum góðir fjelagar, hefði jeg ef til vill átt að segja yður, hver jeg var. En nú er það búið og 'gert, og þjer vitið, hver jeg er. Og svo er það líka annað. Jeg er ávalt reiðubú- inn, til þess að borga vel fyrir þær upplýsingar sem jeg fæ. Er það ekki vel gert, mjer er spurn. — Víst er það svo, svaraði Humble, og fann heitan og þægilegan straum leggja um sig, eftir vænan sopa. —- Þjer vitið, að mjer líkar altaf vel við yður. Ef jeg get sagt yður eitthvað, skuluð þjer bara spyrja. Jeg skal svara. — Þetta líkar mjer, sagði Pank, — að við röbbum svona friðsamlega saman. Mig langaði til þess að heyra eitthvað um þessa fjóra — eða voru þeir fimm — menn sem aðstoðuðu Edward lávarð. — Þrír voru þeir, leiðrjetti Humble, og jeg sá fjórði. Þeir voru skrítnh; náungar. — Hafið þjer nokkurntíma sjeð þá áður hjer í Norwich? — Nei, og langar ekki til þess að sjá þá fram- ar. Þeir voru ekki að gefa manni skilding. Og svo er verið að segja að Ameríkanar sje greiðugir! — Þeir hafa þá verið amerískir? spurði Pank ákafur. — Já, allir. Einn þeirra var reyndar svipaður lávarðinum. — Hafið þjer hugmynd um, hvar þeir eru nú?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.