Morgunblaðið - 28.07.1935, Síða 5
Sunnudaginn 28. júlí 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
B
l>essi getur hæglega orðið til
þess, að okkur hættir til að
meta hæfileika okkar og afrek
um of.
En svo getur þetta líka snú-
ist á öfuga sveif, þannig, að
þeir, sem vantrúaðastir eru á
hæfileika fslendinga, álíti okk-
ur vesælli en við í raun og
veru erum.
Rjett mat á gildi andlegra
sem líkamlegra afreka er okk-
ur hin mesta nauðsyn.
Síðan íþróttastarfsemi hófst
hjer á landi.mun það sjaldan
hafa komið fyrir, að nokkrir
íþróttaviðburði hafi verið veitt
eins mikil athygli, eins og
knattspyrnukepni þeirri, er
háð var á íþróttavellinum hjer
í Reykjavík um fyrri helgi,
milli úrvalsliðs hinna reykvísku
fjelaga og knattspyrnuliðsins
þýska, er hingað kom.
Knattspyrna.
Hinir þýsku knattspyrnu-
menn höfðu sýnt það undan-
farna daga, að lið einstakra
fjelaga stóðu þeim mjög að
baki.
1 síðasta leiknum var tjald-
að því sem best var, og þá stóð
íslenska liðið sig fullsæmilega.
Nú mega menn vitaskuld
ekki álíta, að hjer hafi verið
teflt fram besta liði Þjóðverja.
Því fer fjarri. Þar í landi er
knattspyrna svo að segja al-
menningsíþrótt. Þar er hægt að
velja úr hundruðum þúsunda
af knattspyrnumönnum. Þar
eru þúsundir kappleika háðir
um landið alt um hverja helgi.
En þó var lið þetta, sem
hingað kom, svo gott, að talið
er, að tveir þeirra, sem hing-
að komu, verði teknir í kapp-
lið Þjóðverja á Olympsleikun-
um að sumri.
Það kom í ljós, að leikni ein-
.stakra íslensku knattspyrnu-
mannanna var svipuð og hinna
þýsku.
En skipulagi í sókn og vörn
landans, samstarfi liðsins var
að nokkru leyti ábótavant. Og
þegar leið á leikinn, sýndi það
sig, að þol og þjálfun hins ís-
lenska liðs þoldi vart saman-
burð við hina margæfðu og
þjálfuðu þýsku íþróttamenn.
Þetta er lærdómur, sem kom-
ið getur íslenskum íþróttamönn
um að gagni.
Fasistastarfsemin.
Öllur landslýð er það ljóst,
að brottreksturs Svafars Guð-
mundssonar frá starfi hans við
Samband ísl. samvinnufjelaga
er einn þáttur í hinum illkynj-
.aða fasisma og einræðisbrölti,
sem ryður sjer til rúms í hjá-
leiguflokki sósíalista, Fram-
sóknarflokknum.
Þessi starfsmaður Sambands-
ins fylgir ekki lengur Fram-
sóknarflokknum að málum. Þá
er ekki spurt um hæfileika
hans í því starfi, sem hann hef-
ir int af hendi í þjónustu Sam-
bandsins.
Meðan hann var Framsókn-
armaður, þótti hann ekki ein-
asta hæfur til þess að vinna
fulltrúastörf sín þar. Þá var
honum auk þess veitt hver
trúnaðarstaðan á fætur ann-
ari. Þá þótti hann t. d. hæfast-
ur til þess að veita bankaráði
Útvegsbankans forstöðu o. m.
fl.
En eftir skoðanaskifti hans
eru hæfileikar hans í augum
Sambandsmanna að engu orðn-
ir.
Með öðrum orðum: Þetta
verslunarfyrirtæki tekur ekki
menn í þjónustu sína eftir
hæfileikum þeirra, heldur eft-
ir afstöðu þeirra í flokkspóli-
tíkinni.
Samt ætlast þessir grann-
Vitru Framsóknarmenn til þess,
að Sambandinu verði treyst,
sem verslunarfyrirtæki.
Skoðanakúgunin í
annari mynd.
Skoðanakúgun og fasismi
Framsóknarbroddanna kemur
fram í ýmsum myndum.
Blaðaútgáfur sínar styrkja
þeir m. a. með því, að taka
auglýsingar frá opinberum
stofnunum. Ekkert er hirt um,
hvaða útbreiðslu blöð þessi
hafa. Fje er tekið af stofnun-
um þessum, og sett í blöðin, án
tillits til þess, hvort auglýsing-
arnar gera gagn eða ekki. Því
er hjer um beina misnotkun að
ræða á fje landsmanna. Það
er tekið traustataki, og því út-
býtt sem styrkjum til blaðanna,
undir því yfirskyni, að það sje
auglýsingaútgjöld stofnananna.
Þannig er almannafje bein-
línis notað til að koma skoð-
unum, svívirðingum og rógi
Framsóknarblaðanna á fram-
færi. Ríkissjóður er látinn
greiða meðlag með lygum
þeirra og sorpgreinum.
Spillingin í hámarki-
En samviskan ónáðar ekki
Framsóknarmennina, þó að
þeir sjeu staðnir að slíkum
gripdeildum.
Þeir vinna slík verk nú orð-
ið fyrir opnum tjöldum. Þann-
ig er framþróunin í Framsókn-
arliðinu, framþróun niður á við.
Alveg eins og í glæpamanna-
heimi Bandaríkjanna.
Áður voru afbrotamenn þar
að pukra við að gera innbrot og
ræna eigum manna einn og
einn á næturþeli. En á síðari
árum er sú starfsemi ,,skipu-
lögð“. Nú vaða bófarnir inn í
híbýli manna þar vestra um
ljósan dag með byssur á lofti
og láta greipar sópa.
Aðferð Eysteins Jónssonar
fjármálaráðherra í auglýsinga-
öflun til stjórnrablaðanna minn
ir á ,,framþróunina“ þar vestra.
Hann lætur sjer ekki leng-
ur nægja fje það, sem hann
grípur upp úr ríkissjóði til
blaða sinna. Heldur snýr hann
sjer með hótanir til bæjar-
stjórnar Reykjavíkur og heimt-
ar, að bæjarsjóður leggi sitt
tillag- í blað hans, auki við með-
lagið með lygum og rógi Fram-
sóknarblaðanna.
Dómur.
Hjer um daginn birtist grein
eftir hinn pólitíska ritstjóra
Alþýðublaðsins, sem fjallaði
um öfgastefnurnar.
Hann fjölyrti þar nokkuð um
nazistana og starfsemi þeirra.
Hann sagði m. a., að flokk-
ur sá ynni gegn því, að friður
og frjálslyndi fengi að njóta
sín meðal íslensku þjóðarinnar.
Hann sagði, að nazistar vissu
ógerla hvað þeir gerðu, væru
haldnir af sjúkdómi, sem staf-
aði af erlendum sóttkveikjum,
og væri sjúkdómur þeirra
„sama eðlis og sjúkdómur
kommúnistapiltanna“.
Það er vert að veita því sjer-
staka athygli, að stjórnmála-
ritstjóri Alþýðublaðsins skuli
kveða upp þenna dóm yfir
kommúnistum, eða „kommún-
istapiltum“, eíns og hann kall-
ar þá. Að þeir spilli þjóðinni,
viti ógerla hvað þeir eru að
gera, og sjeu smitaðir af er-
lendum sóttkveikjum.
Stjórnmálagreinar þessa
manns birtast á 3. síðu Alþýðu-
blaðsins. En að 1. síðu sama
blaðs og að öðru efni blaðsins
vinna þrír menn, sem eru hrein
ræktaðir kommúnistar, Finn-
bogi R. Yaldemarsson, Stefán
Fjetursson og Karl Isfeld.
Einstaklega skemtilegt fyrir
þá að sjá, hvaða álit stjórn-
málaritstjóri blaðsins hefir á
þeim og starfi þeirra í þjóð-
fjelaginu.
Lincolnshire.
Þegar Einar M. Einarsson
skipherra á Ægi kaffærði hinn
enska togara, Lincolnshire, á
Viðeyjarsundi, kendu menn í
brjósti um þenna framhleypna
ofstopamann.
En menn kendu um leið í
brjóst um þjóðina, fyrir það,
að vera þannig á vegi stödd,
að hafa slíkan skipherra á
björgunarskipi ríkisins.
Hvernig stóð á þessu ferða-
lagi Einars skipherra með hínn
bilaða togara, er langt frá því
upplýst mál. En það upplýsist
vafalaust í sjórjetti að fullu.
Sú fregn flaug fyrir, að or-
sök til þess að togarinn sökk
þarna í höndum Einars, hafi
m. a. verið sú, að dæla hafi
bilað í skipinu.
En meðan málið er ekki fylli
lega upplýst, hafa menn hlífst
við að fjölyrða um þenna svip-
lega atburð.
Nú hefir Einar skrifað
grein í Alþýðublaðið, þar sem
hann segir, að sú fregn sje
haugalýgi. Engin dæla hafi bil-
að. Verður það ekki skilið á
annan hátt en þann, að togar-
inn hafi beinlínis ekki getað
flotið ofansjávar, með dælun-
um í gangi, þegar Einar dró
hann út á sundið.
Verður ekki sjeð, að má>
staður Einars batni neitt við
þær upplýsingar hans. En hann
um það.
Annars þótti sennilegast, að
Einar M. Einarsson hefði talið
skynsamlegast að hafa sem
fæst orð um þetta síðasta
,,björgunarstarf“ sitt. A. m. lc.
hefði mátt ætla, að hann hefði
unað því, að ljúka vel við
björgun björgunartækjanna úr
hinum sokkna togara, áður en
hann byrjaði að miklast af’
þessum verkum sínum.
Einkennilegt.
Það er vitað, að mjög eru
skiftar skoðanir meðal Dana,
um afstöðu þeirra til Islands-
mála.
Margir Danir líta með fullri
velvild á íslandsmál, og óska
landi og þjóð gæfu og gengis.
En sá flokkur er vitaskuld fjöl-
mennastur þar, sem lætur sig
Vjelbálur til sölu.
Einn af bestu bátunum í Keflavík er til sölu fyrir
mjög sanngjarnt verð. — Báturinn er 14 smálestir með
40 hestafla Scandiavjel. Upplýsingar gefur
(skar Halldórssoo.
Sími 14 í Keflavík.
Fyrirliggjandi:
Rúsínur, kvista & steinlausar.
Gráfíkjur í pökkum & kössum.
Kúrennur — Bláber.
Eggert Kristiánsson & Co.
Sími 1400.
Hið íslenska Fornritaf jelag
Út er komið:
EYRBY6GJA SAGA. Brands þáttr örva. Eiríks saga rauða. Grœn-
lendinga saga. Grænlendinga þáttr. — Einar Ól. Sveinsson og
Matthías Þórðarson gáfu út.IV. bindi Fornrita. 96+332 bls. Með 6
xnyndum og 6 kortum. Verð heft kr. 9.00, í Ijerefts- og pappabandi
10.00, í skinnbandi 15.00. <
Áður komu út:
Egils saga SkallarGrímssonar, II. bindi Laxdæla Saga, Stúfs þáttr,
V. bindi. — Við sama verði. — Fást hjá bóksölum.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Kápuefni.
Dragtaefni,
Sumarkjólaefni,
Golftreyjur,
Peysur,
Biússur,
Pils.
og margt fleira.
Góðar vörur.
Sanngjarnt verð.
Versl. Vfk.
Laugaveg 52. Sími 4485.
engu skifta það sem Islandi við
kemur.
En vissar ástæður eru til þess
að ætla, að til sje í Danmörku
hugsunarháttur, sem á 1 hvor-
ugum þessara flokka heima.
Það vekur t. d. sjerstaka at-
hygli fslendinga, hve vissir
Danir gera mikið veður af Jón-
asi Jónssyni; jafnvel menn, er
hafa mentun og þroska til að
sjá, hvílíkur jarðvöðull Jónas
Jónsson er, sjá hálfmentun
hans, hringlandaskap og hunda
vaðshátt.
En þessir menn nota hvert
tækifæri til þess að hampa
Jónasi Jónssyni, bæði ytra, og
jafnvel fyrir augum fslendinga.
Getgátur hljóta því að skap-,
ast um, að ef þessir menn kæra
sig ekki um að sjálfstæði lands-
íns vegni vel í framtíðinni, þá
hafi þeir komið auga á, að Jón-
as Jónsson hefir reynst hið hald
besta og handhægasta verkfæri
til þess að grafa undan efna-
legu sjálfstæði þjóðar vorrar.
M.s. Dronning Alexandrine fór
norður og vestur í gær kl. 6.
Blek og pennl Aþarft er,
„ERIKA“ betur likar mjer.
Fegurst — sterkust — best!
Sportvöruhús
Reykjavíkur.
Ráðningarstofa j Sími
Reykjavíkurbæjar j Aqf.iL
Laahfartorgi 1 (1. lofti). I
Karlraannadeildin opin frá
kl. 10—12 og 1—2.
Kvennadeildin opin frá
kl. 2—5 e. h.
Vinnuveitendum og aVý’ian uununekF
endum er veitt öll að»teS viS ritn>
ingu án enánrgjalda.
Jafnframt því, að Skandla-
mútorar hafa fengið mikkur
andnrbætur eru þeir itá
lækkaðir í verði.
Aðalumboðsmaður.
Carl Froppé