Morgunblaðið - 30.07.1935, Side 4

Morgunblaðið - 30.07.1935, Side 4
4 ar «t——rri n ' i"'"n. • * Nútíð og framtíð. (FrjeUabrfef frá útlöndum). f ------ ;t Eftirfarandi frjettagr&in og yfirlit hefir blaðmu borist frá útlöndum. Er hjer í fáum dráttum brugðið upp yfirliti yfir nokkur helstu málefni, sem rædd eru um þessar mundir. Niðurlag. Afstaða Þjóðverja. Ef sundrung kemur upp á milli Bandamanna, sem stóðu saman gegnt Þjóðverjum í ófriðnum, t. d. út af Abyssiníumálum, þá er það vitaskuld vatn á myllu Þjóð- verja, eins og nú horfir við. Það er engum efa undirorpið, að Þjóðverjar hafa hugsað til hefnda. Þeir hafa alið á einbeitt- um hefndarhug. Hitlér segist elska friðinn. Og það er engin ástæða til þess að efast um einlægni lians. Það er yfirleitt álit manna, að Hitler sje einlægur maður, segi ekki annað en það, sem liann meinar, komi til dyranna eins og hann er klædd- ur. En annað mál er það hvort segja má hið sama um alla sam- starfsmenn hans, Þegar Hitler heldur útvarps- ræður sínar og mikill mannfjöldi er viðstaddur, þar sem hann talar, þá er það segin saga, að þegar hahn talar um hernað og reiddan hnefa, þá ætla fagnaðarópin að kæfa hina miklu rödd hans. En tali hann í anda friðarins, þá lieyrist engin rödd er fagnar því máli hans. Nýtt hugarfar. Menn segja að Hitler hafi gefið þjóð sinni nýtt hugarfar. Þetta er að nokkru leyti rjett. Hann hreytti á stuttum tíma afstöðu })jóðarinnar gagnvart umheimin- rnn, i'rá því sem hún var eftir ó- íriðinn. En 5*nnnm hefir vitaskuld verið j tikill Ijettir að því, hve Þjóð- verjar, einkum Prússar eru gjarn- ir á að fylgja leiðtogum, sterkum mönnum — og láta leiðast af þeim. I ófriðarlokin áttu Þjóðverjar vlð miklar hörmungar að búa. Frakkar tróðu þeim um tær svo undan sveið. Þeir höfðu blökku- mannahersveitir í Rínarlöndum. Þeir ljetu þar ýmislegt viðgangast er særði tilfinningar Þjóðverja mjög. Þeir rjeru að því að fá Rínárlönd gerð að sjálfstæðu ríki o. s. frv. Á þessum árum reyndö þýskir stjórnmálamenn, sósíalistar og frjálslyndu flokkarnir, m. a. Volks partei o. fl. að koma Þjóðverjum í sem besta verslunaraðstöðu og reisa iðnað landsmanna við, en vinna á móti hinum fyrri hernað- aranda. í viðleitni þessari áttu þeir trygga aðstoðarmenn þar sem Bretar voru. Á öllum þeim milli- ríkjafundum sem haldnir voru á þessum árum, stóðu breskir full- trúar jafnan við hlið Þjóðverj- anna, þegar um hagsmuni Þýska- lands var að ræða. En andstöðu áttu þeir að mæta frá öðrum Ev- rópuþjóðum, einkum frá Frökk- um. Þjóðverjar fengu hvert lánið eftir annað frá Ameríku, Dawes- lánið og Young-lánið, og alt virt- ist vera þar á framfaraskeiði. Þangað til kreppan skall yfir, og Bandáríkjamenn kiptu snögg- lega að sjer hendinni með lánveit- ingar og heimtuðu lánin endur- greidd. Hvert iðnfyrirtækið hrundi af öðru í Þýskalandi og bankarnir urðu gjaldþrota. Þarna var þá iðin, dugleg og alvörugefin þjóð, 60 miljónir manna, er lifað höfðu hörmungar ófriðarins, með allri hugsanlegri armæðu lians, gengishruni, eigna- tjóni. ; sulti, vonsvikum, sem byrjuð var að eygja einhvern bata með eljusemi sinni, en sá nú alt ramba áð nýju á barmi eyðilegg- ingafcixmar. Þá kemur maður fram á sjónar- sviðið, Hitler, sem segir: Vandræði þjóðarinnar stafa af því, að hún hefir valið sjer ónýta fórystumenn. Þýskaland getur enn í dag verið sjálfbjarga, eins og það áður var, ef rjett er á haldið En forystumennirnir svíkja þjómúá. Meðan almúginn á ekki inálungi matar, raka gyðingar |amán stórfje af braski sínu. f Þjóðverjar þurfa engir ölmusu- Yienn að vyra. Þeir geta enn stað- ið á eigin fótum. Þetta sagði Hitl- ér. Og‘ hann sigraði. Vígbúnaðurinn. Þjóðverjar máttu ekki vígbú- ast. Þeir gerðu það samt. Þeir fóru leynt með vígbúnað sinn. En 'ei’nn góðan veðurdag var svo komiðfi að allur heimurinn vissi lim hann, og vissi um leið af 60 miljónum manna í Þýskalandi höfðu 15 miljónir fengið æfingu og þjálfun til þess að taka þátt í hernaðarstörfum eða öðrum störftim, sem eru hernaði sam- fara. En ekki'nóg með það. Ástandið í Þýskalandi er nú að mörgu leyti eins og í ófriði. Allur innflutningur t,il landsins er undir binu strangasta ríkis- eftirliti. Enginn má flytja neitt inn í lándið, nema að fá til þess leyfi. Og öll fjármál landsins eru í hinum rígbundnustu skorðum. I verslun og f.jármálum ríkir hið fullkömnasta einræði, alveg eins og á ófriðartímum. Alt minnir þetta á ástandið eins og það var meðan ófriður- inn stóð yfir. Þýskaland er nú eins og ramm- efldur maður, sem býr við þröng- an kost, innan um nágranna, er allir hafa betra ldutskifti, betri lífskjör en hann. Það er . ekkert óeðlilegt þó að sú hugsun læðist fram og þróist meðal þjóðaripnar, eins og ástand ið er nú, að hún hefði alt að virina, engu að tapa, ef í odda skærist. MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 30. júlí 1935. Hitler talar í útvarp. Ef Þjóðverjar leiddust út í ó- frið, eru að vísu engar líkur til, að þeir gætu gert sjer vonir um að vinna sigur. En á hinn bóginn er engin trygging fyrir því, að hin innilokaða þjóð, sem lifir við erfið ltjör, en sjer betri lífskjör nágrannanná, liafi altaf stillingu til þess að meta og vega það mál rjett. Afstaða Þjóðverja í ófriði nú og fyrir 20 árum er öll önnur. Meðan barist var á jörðunni, þeir, sem ófrið háðu, lögðu land undir fót, þá var lega Þýskalands styrk, mitt á milli óvinanna. Þá gátu þeir flutt heri sína um land sitt, milli vígstöðvanná, eins og best hentaði. Og þá gátu þeir, að mestu leyti, barist utan við sín eigin landamæri inn á landssvæð- um nágrannaþjóðanna. Nú er öðru máli að gegna. Nú verða eigi viðureignir háðar, sem úrslitum valda á landi, í skotgröf- um og' með stórskotaliði. Næst verður barist í lofti. Hugsum okkur að stríð hefðist. I sama vettfangi legðu upp lier- sveitir flugvjela úr öllum þeim iöndum til árása á einn stað, á höfuðborg Þjóðverja. En Þjóðverjar þyrftu að skfita sínum lofther í marga staði í senn. Þessvegna er miklu minni von um sigur á öðrum þjóðum. Þetta er mikill munur frá því sem áður var. Þessvegna geta Þjóðverjar aldrei hugsað sjer að heyja ófrið við margar þjóðir í senn. Ef þeir, á annað borð, hugsa sjer, að til vopnaviðskifta geti komio, þá yrði það hugsanlegast frá þeirra sjónarmiði, ef sundr- ung kæmi upp milli þeirra þjóða, er þeir seinast áttu í höggi við. Sundrungarefnum, svo sem A- byssiníudeilunni, er fylgt með mikilli eftirtekt í Þýskalandi. Stundum er verið að spá nýrri byltingu í Þýskalandi. En bylting þar er alveg óhugsanleg, nema með því eina móti, að til ófriðar komi. TJpp úr ósigri Þjóðverja í ó- friði gæti risið bylting, eða ó- Stjórn og glundroði, sem enginn I getur gert sjer í liugarlund hvar lendir. En leiðin til þéss að forðast ó- frið og allar þær hörmungar, er af honum leiddi, er sú, að gefa Þjóðverjum kost á að bæta kjör sín, gefa þéim kost á, að átta sig. Þjóðverjar þurfa að fá tækifæri til að geta bætt aðstöðu sína í heimsviðskiftunum, aukið versl- un sína. Með því móti batnar hag ur þjóðarinnar, og hún verður á- nægðari með hlutskifti sitt. Takist að tefja fyrir því í em 5—10 ár, að ófriður brjótist út í Mið-Evrópu, er vonandi, að hætt- an verði þá liðin hjá. Upphaf vandræðanna. Það, sem kóm glundroðanum af stað í fjármálum þjóðanna fyrst og fremst, og Þjóðverjum á kald- an klaka, var það, er Bandaríkja- menn sumarið 1929 skyndilega hættu að lána Þ.jóðverjum fje, og kölluðu lánsfje sitt til baka með liarðri hendi. Þessi framkoma kom bæði Bandaríkjunum og öðrum í koll. Sannleiktirinn er, að alt fram að ófriðarárum voru Bandaríkja- menn landnemaþjóð. fyrst og fremst, er þurfti á lánsfje að halda, til þess að bagnýta sjer land sitt og verðleilca þess. En skyndilega var þjóðin í samfjelagi heimsþjóða auðsafnað- arþjóð. Bandaríkjamenn áttuðu sig ekki nægilega á þessu. Þeir kunnu illa með fje sitt að fara. Og lána- starfsemi þeirra var ekki rekin með þeirri fyrirhyggju, sem vera bar. Nú eru Bandaríkjamenn eins 'og auðmaður í fjelagsskap þjóð- anna, er lokar sig inni með auð sinn, neitar viðskiftum við aðra — bæði sjer og öðrum til tjóns. Bretar skoða það sem sitt hlut- verk í heiminum að reyna að bæta úr þessu. Miðstöð heimsviðskiftanna er hjá þeim. Þeir tóku upp verslun- arsamningaleiðina 1932, og hafa haldið áfram á þeirri braut síð- an. Með viðskiftasamningum sín- um reyna þeir að örfa heimsvið- skiftin. Þeir kaupa árlega vörur af öðr- um þjóðum fyrir um 300 milj. sterlingspunda meira en þeir jselja. Þetta geta þeir gert vegna þess, hve hinar ósýnilegu greiðsl- ur til landsins eru miklar, vextir * af inneignum þeirra hjá öðrum þjóðum og aðrar slíkar tekjur. ! Fyrstu ár kreppunnar litu Bret- ar svo á, að þeir myndu geta keypt innflutningsvörur sínar livar svo sem þeim byði við að horfa. En þegar innilokunar- og haftástefnan meðal annara þjóða ruddi sjer meira og meira til nims, kom það í ljós, að þetta var þeiin ókleift. Þeir urðu að víkja inn á sömu braut. Og tóku upp I viðskiftasamninga. Nú liafa Bretar gért viðskifta- samninga við 20 þjóðir. i Og árangurinn hefir orðið sá, að viðskiftin fara vaxandi ár frá t árí, við nálega allar þessar þjóðir, Mesti Þrándur í Götu eru i Bandaríkjamenn, sem enn loka sig svo mjög úti frá viðskiftum við aðra. Innflutningur þeirra frá Bretum 6r t. d. 100 milj. dollara minni á ári en útflutningtir þeirra jtil Bretlands. Þeir eru þó nú sem j stendur þrefalt efnaðri þjóð og fjársterkari en Bretar. Lítilsháttar byrjun hafa Banda- ríkjamenn þó gert nú nýlega í þá átt, að gera viðskiftasamninga við aðrar þjóðir, á'svipuðum grund- velli og Bretar hafa gert undan- farin ár. Er þess að vænta, að sú byrj- un sje fyrirboði þess, að þeir haldi áfram á sömu braut, semji Vð fleiri og fleiri þjóðir, með það fyrir augum, að viðskiftin vaxi. Fari svo, er þess að vænta, áð smátt og smátt greiðist úr við- skiftakreppu þeirri, sém nú þjak- ar heiminn. Ráfininffarstofa Slmt R«ykjavíkurbæjar aqom lHflÍpil ln gi i (i. lofti). KarlmannadeiMín opin frá kl. 10—12 eg 1—2. KvennaáeiMm opin frá kl. 2—6 e. k. Vtanuveitendum og atviuutDuesskj sndum er veátt öQ aSatoÖ vit ráCn ingu án en«Inrg}ah}fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.