Alþýðublaðið - 05.06.1920, Side 4
4
ALÞYÐU BLAÐIÐ
JCðli kotiungnr.
Eftir Upton Sinclair.
V erðlækkun.
í dag verður opnuð kvenn- og barnafatabúð á Lauga-
. : veg 31. — Áreiðanlega lægsta verð í borginni. : :
Þriðja bók:
Pjónar Kola konungs.
(Frh.).
VII.
Þegar hinn sperringslegi dómari
var úr augsýn, snéri Hallur sér
við, og fór framhjá flugumönnun-
um, sem námu staðar og gláptu
á hann. Hann horfði hvast í móti,
og þeir Iögðu af stað á eftir hon-
um þegar hann var kominn örfáa
metra fram fyrir þá.
Denton dómari hafði bent hon-
um á að fara til lögregluþjóns,
og vegna þess að hann fór fram
hjá ráðhúsinu, datt honum í hug,
að þetta heyrði líklega allra helzt
undir borgarstjórann. Hann lang-
aði líka til þess að sjá, hvernig
æðsti embættismaðurinn í þessum
„fjandans bæ“ lifci út. Er hann
hafði spurst fyrir, var honum vís-
að inn á skrifstofuna til herra
Perkis. Hann var Iftill maður
vexti og lítill fyrir sér og hafði
verið grafari, áður en hann varð
helzta sprautan í hinum svonefnda
þjóðveldisflokki. Hann fitlaði
vandræðalega við vel hirta jarpa
skeggið, meðan hann reyndi að
koma sér úr klípunni sem hann
var í. Það gat vel verið, að ein-
hver væri á hælum ungs námu-
verkamanns á götum úti, en það
var sannarlega undir kringum-
stæðunum komið, hvort það var
löglegt, eða ólöglegt. Ef hann
hefði nöldrað í Norðurdalnum, og
hefði kannske f hyggju að gera
meira uppþot, þá var það ekki
nema sjálfsagt, að félagið Iiti eftir
honum. En í Pedro hlýddu menn
lögunum, og hann skyldi verða
verndaður, meðan hann hegðaði
sér sómasamlega.
Hallur sagði honum, hvað Mac
Kellar hefði sagt sér um manninn,
sem barinn hafði verið til óbóta
á götunni* um hábjartan dag.
En herra Perkis svaraði, að ekki
væri neitt áreiðanlegt til um slík-
an atburð. Það hefði að minsta
kosti skeð fyrir hans tíð, og
hann hefði gefið strangar skipanir
um, að það kæmi ekki aftur fyrir.
„Viljið þér ganga með mér til
lögreglustjórans og skipa honum
fyrirf“
„Eg álít það ekki nauðsynlegt,
þér getið sjálfur farið til Iögreglu-
stjórans", var það seinasta, sem
Perkins sagði, áður en hann flýði.
Hallur hafði nú einu sinni á-
kveðið, að komast í gegnum
hreinsunareldinn, svo hann bjóst
til að fara að ráðum hans. Hann
fann lögreglustöðina og í fremsta
herberginu lögregluþjón sera var
við skriftir. Hann sagði að lög-
reglustjórinn hefði farið eitthvað í
embættiserindum. Annað slagið
leit hann til hins unga námu-
verkamanns, með þeim fyrirlitn-
ingarsvip, sem amerískri lögreglu
er kent að setja á sig gagnvart
hinum lægri stéttum. Hallur þekti
þetta ekki áður, og honutn Iá við
að óska, að hann hefði klætt sig
í föt Mac Kellars. Lögregluþjónn
hefði kannske ekki veitt því at-
hygli að þau fóru illa.
Lögreglustjórinn kom. Blá ein-
kennisfötin huldu klunnaíegan lík-
ama, og erindi hans hafði staðið
í sambandi við öl.
Hallur skýrði frá erindi sínu.
„Og hvað viljið þér svo sem að
eg geri við þetta?" sagði lög-
reglustjórinn. og var auðheyrður
óvináttuhreimurinn í röddinni
tjeimsenðing herjanga.
Khöfn 3. maí.
Símað er frá Kristjaníu, að
Friðþjófur Nansen sé farinn til
London, viðvíkjandi heimsendingu
herfanga í Rússlandi og Síberíu.
Líka mun hann eiga samninga
við Krassin. [Fyrir nokkru var
þess getið, að Nansen hefði farið
til Rússlands til þess að semja
við bolsivíka um heimsending
fanga. Má af skeyti þessu sjá, að
nú er hann þaðan kominn og
hefir eitthvað orðið ágengt, fyrst
hann heldur áfram starfi sínu].
Jim Ijarkin.
Jim Larkin heitir maður. Hann
er fæddur í írlandi, en fluttist bú-
ferlum til Suður-Afríku fyrir nokkr-
um árum. Hann er maður vel
mentaður og hefir lesið mörg
helztu rit jafnaðannanna. í Suður-
Afríku var hann riðinn við verk-
fall fyrir nokkrum árum, og flutti
samkvæmt dómi, til Englands.
Þaðan fór hann til Ameríku, en
var tekinn þar höndum fyrir að
útbreiða kenningar bolsivíka (com-
munist propaganda) og átti að
flytja hann til Englands, en Lloyd
George og félögum hans þótti
hann lítill aufúsugestur og létu
stjórn Bandaríkjanna vita það.
Þetta kom þeim þar vestra í mesta
bobba. Allir voru hræddir við
þenna eina verkamann. Hinir
voldugu sigurvegarar, Ameríka og
England, þorðu ekki að láta hann
ganga lausan. Þá varð eitthvað
að taka til bragðs. Þá fundu þeir
upp á því, að kæra hann fyrir
alveg gagnstæðar sakir því, sem
hann var handtekinn fyrir. Hann
var tekinn fyrir að útbreiða kenn-
ingar bolsivíka, en nú er hann
kærður fyrir að útbreiða kenning-
ar stjórnleysingja (anarkista). Saka-
mál er höfðað gegn honum, fyrir
að mæla með glæpsamlegu stjórn-
leysi (criminial anarchy).
Fyrir rétti hélt hann ræðu og
vitnaði í „kommunista skrána"
(The Communist Manifesto) eftir
Karl Marx og Fr. Engels“, sem
báðir eru dánir fyrir mörgum ár-
um. Dómarinn, Mr. Adoo, krafð-
ist þess, að hann skýrði frá nöfn-
um höfundanna. Þegar honum var
sagt, að það væru þeir Karl Marx
og Friedrich Engels, skipaði hann
Iögregluþjónunum að koma sam-
stundis með þá „svívirðilegu"
menn fyrir rétt. Svona er pólitisk
og söguleg þekking þeirra manna,
sem eru settir til að dæma menn
fyrir pólitisk afbrot. — Larkin var
| úæmdur í 10 ára hegningarhúss-
I vinnu I +