Morgunblaðið - 03.08.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1935, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn oe afgreiBala: Austurstræti 8. — Slmi 1600, Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700, Heimaslmar: Jðn Kjartansson, nr. 3742, Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutSi. Utanlands kr. 3.00 i mánutSl. 1 lausasölu: 10 aura elntakiö. 20 aura metS Lesbðk. Laugardaginn 3. ágúst 1935. Talsambandið. Þegar fyrstu loftskeyti frá útlöndum bárust hingað til Reykjavíkur, fyrir 30 árum, töldu bæjarbúar það vera ein- hvern þann stórfenglegasta við- burð, sem þeir höfðu lifað. Fólk gat ekki um annað tal- að. Menn þyrptust út á stræti og gatnamót, til þess að votta öllum sem þeir hittu ánægju sína, og taka þátt í hinum al- menna fögnuði. Fæstir munu þó þá hafa get- að gert sjer í hugarlund, hve gagngerða þýðingu sambandið við útlönd myndi hafa fyrir viðskiftalíf og dáglegt líf þjóð- arinnar. Innilokunin, fjarlægð þjóðar- innar og hið ófullnægjandi sam- band við umheirninn hafði legið eins og mara á öllum mönnum. Þetta fundu menn. Þess vegna var fögnuðurinn svo mikill þeg- ar í fyrsta sinn menn sáu, að f jarlægðirnar var hægt að brúa. Enn hefir ísland færst nær umheiminum. Enn er fundin leið til þess, að gera viðskifti þjóðarinnar við umheiminn auð veldari og greiðari. Nú geta menn talað saman frá Islandi, við menn um svo að segja gjör- vallan heim — er þurfa þykir. Þetta er hinn síðasti sigur tækninnar á örðugleikum fjar- lægðanna. Vafalaust er það eins nú, eins og fyrir 30 árum, að menn geta ekki gert sjer fulla grein fyrir hinni hagkvæmu þýðingu þessara framfara, þó framförin sje augljós, frá því sem hún áður var, er menn gátu ekki komist í samband við útlönd, nema með skeytum, er altaf tók nokkrar klukkustundir, að koma á milli. Það er ástæða til að þakka þeim mönnum forystuna, sem komið hafa þessu í kring, og mun þá fyrst að minnast Gísla heitins Ólaíssonar landsíma- stjóra, er var allra manna víð- sýnastur á þessu sviði, og hafði þann stórhug í framfaramálum þeim, er hann beitti sjer fyrir, sem sjaldgæfur er. Talsímagjöldin til útlanda eru nú í fyrstu nokkuð dýr. En eins var með símskeytagjöldin er síminn kom hingað fyrst. Ef talsambandið verður mikið not- að, má vænta þess, að hægt sje að lækka þau gjöld svo að um muni. En úr því verður reynslan að skera. Ifaiía vi!! vora vínur vina muna óvini sína ííö ^egir Mu§§olini. London, 2. ágúst. FÚ. 1 dag birtist grein í ítalska blaðinu Popolo d'Italia, sem er álitið að Mussohni hafi skrifað. Hann segir þar, að deilan milli Italíu og Abyssiníu hafi að minsta kosti að einu leyti orðið Itölum til gagns. Hún hafi sýnt þeim hverjir sjeu vinir og hverj ir'i óvinir ítalíu. „Italía", segir greinarhöfundurinh, ,,vill eiga vináttu að eins við þær þ^jóðir, sem sýna það í verki, að þær sjeu vinir ítalíu. Italía mun skrifa hjá sjer, bæði þá sem eru vinir þjóðarinnar, og óvinir hennar og muna þá bæði í nútíð og framtíð og þó einkum í framtíð". Hfiissolini harður í horn að taka en pú reytia þeir Eden, Laval og Aloyisi enu að miOla málum. Ffárnagur ítala mfög ibágfoorinn og Bretar vilja ekki veita foeim lán. KAUPMANNAHOFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Mussolini hefir algerlega neitað því að fall- ast á málamiðiiinartillögur þeirra Edens og La- vals, sem sagt var frá í skeyti í gær, sjerstaklega aðra og þriðju tillöguna. Mussoiini hefir ekki svar- að, en svars hans er beðið með eftirvæntingu. Símskeyti frá London hermir það að fjárhagur ítala sje í mesta öngþveiti. Mussolini hafi árangurslaust reynt að fá lán í Englandi, en enskir fjársýslu- menn telji það alt of viðurlita- mikið að lána Itölum fje. Eng- lendingar sje auk þess ófúsir á að leggja fram fje til vígbún- aðar ítala. ,,Times" skýrir frá því, að Italir hafi nú í hyggju að út- búa hermenn sína með skjöld- um, sem sje mannhæðar háir og gerðir úr stáli, sem skot vinna ekki á. Páll. Ahysssínáa líka ánægð. London, 2. ágúst. FÚ. Umræður halda áfram í Genf milli Anthony Eden's, Laval'3 og Aloyisi. Þeir reyna nú að koma sjer saman um uppkast að tilíögum sem geti til bráða- birgða leyst deiluna milii ítalíu og Abyssiníu. Það voru aðallega tvö atriði sem Abyssinía gat ekki fallist á í gær: í f yrsta iagi, hve takmark- aður tími sáttanefndinni er ætl- aður til að ljúka störfum sín- um, og í öðru lagi, að Abyssiníu skuli vera bætt inn sem aðila í umræður þær sem eiga að fara fram milli landanna, sem und- irrituðu samninginn 1926, þ. e. ítalíu, Frakklands og Bret- lands. Abyssinía undirritaði ekki þá samninga. Mvissolim. Lavai sÍHiaði þá þegar til Mussolini, en fekk blákait nei hjá honum. Eden reyndi þá málamiðlun að nýju og eftir sögn haía þeir Eden, Laval og Aloyisi hinn ítalski í nótt komið sjer saman um nýja málamiðlun, én efni hennar er ókunnugt. I staðinn fyrá' oröin aðstoð Abyssiníu" í þriðju grein tillögunnar, sem Frakk- land og Bretland lög'ðu fram í gær, hafa þeir Eden, Laval og barón Aloyisi nú komið sjer saman um orðalagið: ,,Með að- stoð hlutaðeigandi ríkis". Eden. Er sagt að Mussolini sje á- nægður með greinina, ef nafni Abyssiníu sje slept úr henni. Ennfremur var svo tiltekið í til- lögunni frá því í gær, að árang- urinn af sáttaumleitunum skyldi lagður fyrir Þjóoabanda- lagsráð ð, á fundi þess næst- komandi september. 1 þeirri til- lögu, sem samkomulag hefir nú náðst um, er það tilskilið að sáttaumleitarirnar skulu vera utan við Þjóðabandalagið. Aloyisi. Anthony Eden, Laval og bar- on Aloyisi halda enn áfram að semja um málin og er ekki bú- ist við að neitt geti orðið úr fundi Þjóðabandalagsráðsins í kvöld. Búðum verður U>kað kl. 4 í dag og oi^'i opnaðar aftur íyv en á þriðjudag. Þurfa húsmæður því að búa sig út með mat t'l tveggja daga handa lieimafólki sínu. "iísmiiiraiBigékBlr . Skúla Guðjónssonsr Johanne Chrisíiansen læknir ræðst á þær. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐ^INS. Johanne Christiansen læknir hefir ritað grein í Hospitaltid- ende og ræðst hún þar á vita- míntilraunir Skúla læknis Guð- jónssonar og telur þær alveg gagnslausar. Hún segir þar að Spinatin sje gagnslaust og vitamín- snautt efni. Páll. 13 ára stiia veldur deilum í breska þinginu og upphlaupi í London vegna þ jóðrækni sinnar. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Þrettán ára gömul skóla- stúlka í Englandi, Maud Mason að nafni, hafði í stíl, sem hún skrifaði, lofsungið konung og föðurland, en þetta hefir orðið til þess að valda svæsnum um- ræðum í neðri málstofu breska þingsins. Fræðslumálastjóri hafði farið til skólans þar sem Maud er og ávítaði kennarana fyrir það að þeir kendi börnunum úrelta virðingu fyrir yfirdrotnun. Tuttugu þingmenn í neðri deild þingsins rjeðust út af þessu á kenslumálaráðherrann og ljetu fyrirspurnum rigna yf- ir hann. En svör kensiumálaráð- herra voru talin ófuilnægj- andi og þess vegna fer fram önnur umræða um máhð í dag. I gærkvöidi kom Maud til þess að vera viðstödd þing- fundinn. Þegar hún kom á Euston-járnbrautarstöðina, var tekið á móti henni sem frægri kvikmyndastjörau af miklum mannf jölda, en út af þessu lenti í æstum áflogum meðal áhorfenda. Páll. heíii* felt krl>fur bændafundarins. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Þjóðþingið hefir með 110 at- kvæðum gegn 4 felt að verða við kröfum bændafundarins Og vísar til þess að fjölþættar ráð- stafanir um að hjálpa land- búnaðinum, sje nú til umræðu. Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.