Morgunblaðið - 03.08.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1935, Blaðsíða 5
Laugardaginn 3. ágúst 1935. •d. hefír nú svo óheppilega viljað ¦til, að „Valur" hefir einmitt á þessu ári farið utan, og eftir jþehn upplýsingum, sem ráðið hef- ir fengið, eru lítil sem engin til- -tök á því, að f jelagar Vals geti tekið þátt í utanför ísl. knatt- spyrnumanna til Þýskalands. En til allrar Eamingju fyrir íslenska knattspyrnumenn, þá hefir nú Ævo undist til, að búið er að ganga frá öllum samningum, enda ekki :seinna vænna, þar sem tæpur mánuður er nú til stefnu. Hefð- «m við nú ekki gefið eftir, þá hefði alt komist í glundroða, illu leilli, vegna þessa ódrengilega til- tækis stjórnar Fram og ísl. knatt- spyrnumenn bæði orðið sjer til athlægis hjerlendis og erlendis, og vegna þessa höfum við nú grip- ið til þessa óyndisúrræðis, eins •g getur í ofangreindri fundar- :gerð. Við köllum þetta óyndisúr- ræði, því að það er hart, að ráð- ið þurfi að brjóta virðingu sína •og fulltrúarnir að greiða atkvæði ;gegn sannfæringu sinni, einungis vegna þess, að vissir menn sjá sjér leik á borði, þegar K. R. R. á í vök að verjast með manna- val, til þess að knýja fram bóf- lausar kröfur, án þess að skeyta rþess nokkru, hvað sje rjettast, til þess að fá sem bestan árangur =af kappleikjunum, bæði með til- 'liti til g.agns og tekna.'' Eftir þessi málalok var síðan skoi'að á mig af öllum fulltrúum knattspyrnufjelaganna í Rvík, stjórn í. S. í., móttökunefnd 3>jóðverjanna og fleirum, að taka :aftur til starfa sem formaður K. R. R. Jeg var fáanlegur til þess, *ef umrædd tillaga mín fengi frjálsan framgang og yfirleitt að fulltrúar K. R. R. viðurkendu meirihlutasamþyktir ráðsins. En hin óheppilegu minnihlutaöfl fengu að ráða. Hvér er svo á- rangurinn? Jú, endalaust rifrildi fram á þennan dag, hver hendin upp á móti •annari, „ultimatum" í hverju máli og sjálfsögð virð- ing fjelaganna fyrir K. R. R. vglötuð. 29. júlí 1935. Tómas Pjetursson. MORGUNBLAÐIÐ Frá landsmálafundnnum. Kjötsalan. Eftlr Sigurð Krist|ánssoo. EYKIAFOSS NVUNIXl- «1 WIIWUIK' Ávextir nýir: Appelsínur. Ávextir niðursoðnir: Perur, Ferskjur, Apricosur, Fíkjur, Bl. ávextir. Pakkhúspláss til leigu á Vesturgötu 3, um 90 ferm. gólfflötur, hentugt fyrir yerkstæði eða geymslu. €EIR THORSTEINSSON. Kröfur bænda. Jeg kom að máli við fjölda bænda í flestum hjeruðum lands- ins um kjötsöluna. Átti jeg ekki tal við einn einasta bónda, sem ekki taldi kjötsölulögin stórgöll- uð. Og flestir töldu einnig mikl- ar misfellur á framkvæmd þeirra. Þótti mjer mikils um það vert, að misfellur þær, sem bændur telja meinlegastar á lögunum, eru ein- mitt þær sömu og jeg gerði á- greining um á þingi, og hefi síð- an skrifað um hjer í blaðið. Bændum er það alveg ljóst, hvaða árangur þeir eiga kröfu á að vérði af kjötsölulögum, ef lög- gjafarvaldið á annað borð fer að hlutast til um þessi hagsmunamál þeirra. Krafa þeirra er auðvitað six, að lögin leiði til þess sama, og þeir sjálfír keptu að, áður en lög- in urðu til, en það var aukinn markaður innan lands og hækkað nettóverð til þeirra sjálfra. Bf kjötsölidög ekki tryggja þetta betur en frjáls samtök og frjáls viðleitni bændanna sjálfra, þá eru þau annað tveggja gagnslaus, eða beint til tjóns. Auldn sala innan lands vita allir bændur að er undir því kom- in, að hægt sje að fá fólkið til að neyta kjöts í stað annara fæðu- tegunda. Þetta verður helst með því móti að gera neytandanum sem best til hæfis, og koma kjöt- inu til hans í sambandi við alls- konar viðskifti og með sem minst um tilkostnaði, svo að verðið verði kaupanda viðráðanlegt. í þessu efni er það af-ar mikilsvert, að sem flestir geti unnið að því að finna neytendur, og að viðskiftin verði sem béinust og vinsamleg- ust. Reynslan af kjötsölulögunum. Nú er komin ársreynsla á kjöt- söluna eftir hinum nýju lögum um það efni, og reynslan hefir leitt í ljós: 1. Að neyslan innanlands hefir minkað. 2. Að verðið til neytenda hefir hækkað, en nettóverð til framleið- andans lækkað yfirleitt. 3. Að þeir, sem afhenda sam- bandskaupfjelögunum kjöt sitt tíl sölu, fá minst fyrir það. Það sannreyndi eg af viðtali við bændur, að hin nýja verslunarað- ferð með kjötið: að koma því á sem fæstar hendur, að eiga í lát- lausum illdeilum við neytendurna, og láta hverjum bita til þeirra fylgja hrópyrði — er ekki í þeirra umboði nje með þeirra vilja upp tekin. Þeir skilja, að þetta, með öðru, hefir spilt söhmni innan- lands, og að þeir verða að bæta fyrir þessar syndir stjórnarinnar með minkandi sölu, sem gildir sama og verðlækkun. Því miður hefir sú spá ræst, að hin nýja viðskiftaaðferð: að setja illdeilur við neytendur í stað vin- samlegra viðskifta og höft og bönn í stað frjálsrar sölu, mundi leiða til sölutregðu, sem aftur hefði það í för með sjer, að fyrra árs framleiðsla þvældist fyrir hinni nýju framleiðslu. AUmiklar birgðir, sem ætlaðar voru á inn- anlands markaðinn, liggja enn ó- seldar, engin slátrun hefir enn verið leyfð, og óvíst hvenær hún byrjar, og þá ekki síður með hverjum árangri, er neytendur þá eiga að velja um nýja kjötið og frosið kjöt, sem þá verður senni- lega boðið með lækkuðu verði. Bændum er það alment ljóst» að þetta ástand með kjötsöluna er alveg óviðunanlegt fyrir þá. En áður en það er rætt, hverjar breyt ingar eru nauðsynlegastar á kjöt- sölulögunum, er rjett að gera sjer grein fyrir því, hverjar orsakir liggja til hinna miklu mistaka. Lögin, í þeirri mynd, sem þau nú eru, voru sett vegna sambands kaupfjelaganna en ekki bænda. Þess vegna eru þau fyrst og fremst bannlög — höfuðáherslan lögð á það, að taka af bændum umráðarjettinn yfir framleiðslu þeirra og fá hann í hendur kaup- f jelögunum. Með því átti að svifta bændur því, að fá staðgreiðshi í peningum, og með því aðstöðunni til að versla frjálst. Það var ætl- unin að pynda þá alla í vörusikfta og skuldaverslun kaupfjélaganna. Þetta virðist ætla að takast með þeim afleiðingum, að verðið lækki og skuldaverslunarf jötrarnir herði almennar og fastar en áður að bændastjettinni. Nauðsynlegar breytingar. Reynsla þess eina árs, sem liðið er síðan kjötsölulögin. gengu í gildi, sýnir það, að dreyfingar- kostnaðurinn eykst, en neyslan minkar. Hvorttveggja til tjóns, bæði fyrir framleiðendur og neyt- endur. Sökum þess, að stórkostlegur á- greiningur varð á fundunum milli mín og fulltrúa stjórnar- flokkanna um það, hvað smásölu- verðið væri á kjötinu í Reykja- vík, set jeg hjer smásöluverðið, eins og það hefir verið síðan 15. janúar s. 1. Spaðsaltað kjöt ----- kr. 1,38 kg. Súpukjöt (frosið) .. — 1,50 — Steikarkjöt (frosið) — 1,70 — Rifjasteik (frosið) .. — 1,80 — Reykjavík er aðal markaðsstað- urinn innanlands. Geta nú bænd- ur sjálfir borið þetta verð saman við það, sém þeir fá í sinn vasa. Aðalatriði kjötsölulaganna á að vera: verðskráning, verðjöfnun og hagkvæm hagnýting markað- anna. Breytingar þær, sem gera verður á lögunum á næsta hausti og helst nú þegar, eru þessar: Hverjum manni og hverju fje- lagi, sem hlítir settum reglum um slátrun sauðfjár og verkun kjöts, sje heimil fjártaka og slátrun, Heimaslátrun og bem sala til neyt enda sje frjáls hverjum bónda. Deilur fornvinanna. Bændaflokksfulltrúarnir Framsóknarfulltrúarnir rifust um það á hverjum fundi, hvorir þeirra hefðu „skipulagt" kjötsöl- una. Hvorir tveggja þóttust eiga hugmyndina, og hafa samið, eða látið semja lögin. Þessi deila þéirra minti mig á gamla sögu: Kráka nokkur hafði stolið eggi, er hún helt að væri dxifuegg, því dúfur höfðu áður verpt á þeim slóðum. Krákan lagðist á eggið og ætlaði að unga því út, og segja að hún ætti ungann. Ugla hafði sjeð til kráknnnar. Vissi hún strax, hvað krákan mundi ætla sjer. Fór hún því til og rak krákuna af hreiðrinu, og settist sjálf á eggið. Nú rifust þær nokkra stund um það, hvor þeirra hefði orpið egg- inu. Og þegar unginn gerði vart við sig, tóku þær að rífast um það, hvor þeirra hefði ungað því út. En unginn skreið úr hreiðrinu, skreið bókstaflega, því það var slanga. — Um eitt, aðeins éitt, voru forn- vinirnir sammála:-Að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði barist gegn „skipulagningunni", og að það hefði verið af því, að Sjálfstæðis- menn væru óvinir bænda og vildu ekki, að þeir fengju strit sitt borgað rjettu verði. Þessum gamla Framsóknar- þvættingi var auðsvarað með til- vitnunum í tillögur og ræður Sjálfstæðismanna á þingi. En nægilegt var raunar að lesa upp úr opinberum skýrslum atkvæða- magn flokkanna í sveitakjördæm- unum við síðustu alþingiskosning ar. Þá fengu flokkar þessir at- kvæði í sveitakjördæmum sem hjer segir: Sjálfstæðisflokkurinn 11209 atkv. Framsóknarflokkurinn 10204% at kvæði, og Bændaflokkurinn 3145 atkvæði. Fylgi Sjálfsctæðisflokksins hef- ir að sönnu farið vaxandi í sveita- kjördæmunum. En hvernig sem á er Htið, sýna þessar tölur: í 1. lagi það, að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti bændaflokkurinn á ís- landi og fer með umboð og á að gæta hagsmuna fleiri manna í sveitunum en nokkur annar lánds málaflokkur á íslandi. í 2. lagi það, að sveitafólkið sjálft er ekki þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðis- menn sjeu óvinir sveitanria og vinni gegn hagsmunum bænda. Samkepnishvalir og íhaldssósur. Afurðasölumál landbúnaðarins átti að vera þrautalending Fram- sóknar í sveitunum að þessu sinni. En það fór nú svona, að bændur töldu sig mjög vonsvikna í þeim málum, sjerstaklega kjöt- sölumálinu. Þeir telja lögin stór- göhuð og óviðunanleg, eins og þau nú eru. Og við umræðurnar sannaðist, að það eina, sem Framsókn á í þessum lögum, er misfellurnar, einmitt það sem úr þeim vérður að nema, áður en af því hlýst meira flt en orðið er. Manni gat næstum runnið til rifja gæfuleysi þessarar Alþýðu- flokksambáttar, er hún tók svo herfilega lendingu í þessu máli, eftir alla hrakningana í fjármála- umræðunum, og þá ósæmd og og hugarkvöl, sem sendimenn hennar höfðu orðið að þola vegna AI- þýðuflokkslegátanna. í þessum þrengingum gripu þeir til margra ófremdarverka og sumra allskoplegra. Var oftast til þess gripið að segja sögur úr hinu syndum spilta Hfi Sjálfstæðis- manna, er þeir sögðu, að heldur vildu eta manna í eyðimörku, og jafnvel légðu sjer heldur „ó- hrein" dýr til munns, en að eta kjöt frá bændunum. Ein sagan var um hvalrekann í Fossvogi, sem átti að vera verk „íhaldsins". Og auðvitað höfðu hvalirnir hlaupið á land af f jand- skap við bændur. En Sjálfstæðis- menn höfðu ekki látið þar 'tið lenda. Þeir höfðu ekki aðeins etiS hvalina, heldur hafði Morgunblað ið flutt leiðbeiningar um m»t- reiðslu hvalkjötsins! Þessi saga var sögð á hverjum fundi. Og sumir ræðumennirflir viknuðu, er þeir sögðu frá ilsku „íhaldsins", sem ekki aðeins seiddi hvalina á grunn, heldur át þá af einskæru bændahatri. Hvar sem þessi hvalsaga gekk, bar fólki saman um það, að þetta væri í fyrsta sinni, sem það hefði heyrt hvalreka talinn óhapp, pg það ósvinnvi að leggja sjer hval- inn til munns. Morgunblaðið hefir eina lesmáls opnu fyrir kvenfólk sjerstaklega, eins og lesendum blaðsins er kunnugt. Eru þar meðal annass leiðbeiningar í matreiðslu, ritaðar af vingfrú Helgu Sigurðardótthr. Ur þessum matreiðslubálki v^r lesinn kafli á flestum fimdunum. Var það legáti Alþýðuflokksins, sem oftast var látinn hafa þetta dagskráratriði, og ljet hann ætíð sem þetta væri ritstjórnargrein í Morgunbl. Oftast var lesinn upp kafli um sósu (nafnið man jeg ekki). Átti lestur þessi að sanjga, að íhaldið væri að kenna mönnlim að búa til rjetti úr matvælum, sem bændur framleiddu ekki. Auð vitað af fjandskap til bænda. Nú vill svo til, að sósa þéssi er báin til úr mjólk, smjöri og eggjum, og höfð með grænmeti eða kartöfl- um, eftir því sem upplesturinn hermdi. Innflutningsbann er .að nokkru eða öllu leyti á öllurii þessum tegundum, og rjettur þessi því búinn til nær eingöngu úr framleiðsluvörum bænda. En það var bara ekki hinum nýju postulum sveitanna kunnugt um<l í augum sveitafólks var þvætt- ingur þessi ekki aðeins skoplegur, heldur beinlíhis fábjánalegur. Höfðu margir orð á því við mig og undruðust stórum. En í raun- inni er það ekkert einsdæmi að menn verði að gjalti, er þeir koiria á flótta. — BLÓMKÁL. RABARBAR. RÓPUR. TOMATAR. (ÆRÍlaidl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.