Morgunblaðið - 10.08.1935, Blaðsíða 5
JLaugardaginn 10. ágúst 1935
MORGUNBLAÐIÐ
5 'J
Karlöflur
fi heilum korfum og lausri vigf LÆKRAÐ VERÐ
DRÍFANDI, Laugaveg 63, Sítni 2303.
Úr dag'lcg'a lifinu:
BlaOesöludrengurinn.
Hinn góðkunni blaðasöludrengur,
Ofti Sæsmimlssun, segir frá blaúa-
sölu sinnl á aðalgöium Reykjaríkur
Allir Reykvíkingar og margir
jutanbæjarmenn ^munu kannast
við rjóðan, svarthærðan, síöskr-
nndi ungling í Austurstræti.
Hann Imeppir aldrei að sjer
treyjunni sinni og „sex-pensar-
inn“ hans hangir altaf ntan í
öðrum vanganum. Hvernig sem
viðrar er hann altaf á hlaupum
með blöðin sín undir hendinni.
Hann geymir þau í gamalli, kag-
sprunginni vaxdúkstösku.
Þessi drengur heitir Otti Sæ-
mundsson.
Nú stendur hann á horninu hjá
pósthúsinu og hrópar hásum rómi
— en þó svo hátt, að það yfir-
gnæfir annan hávaða í aðalgöt-
• unni:
Morgunblaðið! #
Nýja Dagblaðið!
Alþýðublaðið!
Fálkinn!
Spegillinn!
og gamanvísurnar hans Bjarna,
: með mynd á eina krónu.
Kaupendurnir flykkjast að hon-
um. Hann plokkar blöðin út úr
töskunni, stingur hendinni ofan í
vasann eftir skiftipeningum —
punktum, búið! Nýtt öskur og
Otti er kominn yfir á hornið hjá
Landsbankanum — hringlar ögn
í aurunum sínum — bætir dá-
litlu við þá, og ef vel gengur, og
er síðan þotinn þvert yfir götuna,
fyrir akandi bíla og hjólreiða-
menn, því vel getur verið, að
fólkið hinumegin á götunni vilji
líka kaupa sjer blað — og Otti
telur ekki eftir sjer að hlaupa
langa vegu á eftir fólki, og snar-
stansa svo framan við það, ef
honum líst það líklegt til að
kaupa af honum blað.
Jeg notaði hverja stund.
— Hvað ertu búinn að selja
lengi blöð, Otti ?
— Ja, jeg er nú búinn að vera
við það í 7—8 ár, en í þrjú síð-
ustu árin hefí jeg ekki haft ann-
að fyrir stafni — og sje enga
•ástæðu til að kvarta.
Meðan jeg var í skólanum
hljó.p jeg á hverjum degi niður
á afgreiðslurnar strax og tímar
voru úti og notaði hvert tæki-
færi, ef jeg átti frí.
Eldri bróðir minn var fyrst
með mjer, eða jeg með honum.
Honum fanst það aldrei ganga
meitt og stóð og hímdi steinþegj-
andi uppi í liverjum dyrum, kom
svo heim og sagðist ekkert geta
selt, — en hann nenti því bara
-ekki strákurinn, nema rjett
Lyrst, og veistu hvers vegna?
Verðlaunadolkurinn.
Það var nefnilega voðalegt hnífa
Ottó Sæmundsson.
fargan þá hjer í bænum — allir
strákar vildu eignast dolka til að
leika sjer að, og leikurinn var í
því fólginn að skutla og liæfa
eitthvert margt í óra-f jarlægð.
Þessa hnífa hafði Ellingsen í
fjölbreyttu úrvali, og nú vildi jeg
vitlaus eignast dolk — og bróðir
minn lílta. Svo var okkur lofað,
að sá okkar, sem yrði duglegri
að selja, skyldi fá dolk — það
átti að vera einskonar verðlauna-
dolkur.
Rjett í þessu kom fyrsta blað-
ið af „Fálkanum“ út — og við
þangað. Bróðir minn var heppn-
ari að fá kaupendur, seldi miklu
meira, vann dolkinn, hældist af
því lengi og hætti svo — en jeg
lielt áfram og er ekki liættur
enn.
Nú varð jeg að stöðva mælsk-
una í vini mínum, Otta, — en
annars er ekki svo gott að kom-
ast að því.
— Hvað selurðu mörg blöð á
dag til jafnaðar?
— Þetta fjögur fimm hundruð,
en miklu meira þegar vel gdng-
ur. — Jeg hefi nú komist upp á
annað þúsundið, og nú fer góð-
látlegt drýgindabros um andlitið
á Otta. — Best gengur þegar
blöðin flytja einhverjar óvæntar
bæjarfrjettir, lielst glæpi, eins og
innbrot, þjófnað og fangelsanir,
stuttar dylgju-fyrirsagnir, eða ef
yfirskriftirnar eru góðar, og ekki
sfet ef þær eru hentugar til að
hrópa þær upp. Ef maður hefir
eitthvað til að dylgja með, verð-
ur keypt, skaltu vita!
Saxinn er verri en kuldinn.
— Verður þjer ekki stundum
kalt?
— Onei, ekki svo mikið, en
þau eru dálítið þreytandi vot-
viðrin hjerna á veturna. Ekki
beinlínis vegna kuldans — en þá
kemur bansettur saxinn í úlf-
liðina á mjer, rjett niður undan
treyjuermunum, svo að mig log-
svíður í hvert skifti sem jeg þarf
ofan í vasa minn. Kuldinn hleyp-
ur líka í hálsinn á mjer, svo ao
jeg verð þegjandi liás.
— Berðu aldrei blöð út um bæ-
inn í einstök hús ?
— Nei, aldrei í „prívat“-hús.
en jeg lileyp á hótelin og helstu
opinberar stofnanir, þar sem
fjölment er. Þá er um að gera
að vera á undan hinum, t. d. á
„Borgina“ — þangað vilja allir
vera fyrstir. Jeg fleygi blöðunum
í alla, sem hafa vilja, svo geng
jeg á röðina til baka og rukka —
gerir ekkert, þó einn og einu
gleymi að borga.
— Hvað selurðu í marga tíma
á dag?
- Jeg byrja þetta kl. 8 á
morgnana og hætti svona kl. 7
8 á kvöldin.
Vinkonur mínar gefa
mjer kaffi.
— Ferðu ekki lieim til að borða
hádegisverð ?
— Stundum og stundum ekki
— alt eftir því, hvað mikið er
að gera! Jeg fæ mjer oft appel-
sínu og sýg úr henni safann —
það er gott fyrir hálsinn. Svo fæ
jeg mjer stundum kaffisopa hjá
stúlkunum á liressingarskálanum
— þær eru vinkonur mínar.
— Hvað finst þjer skemtilegast
við öll þessi hlaup og snúninga?
— Ef maður getur slampast á
að segja éitthvað fyndið, og sagt
það svo hátt, að allir á götunni
fari að hlæja, og oft fær maður
vel borgaðan ljelegan „brandara"
— menn kcuna þá og kaupa!
— Er hinum blaðsölustrákun-
um nokkuð illa við þig, Otti?
— Nei, nei, það held jeg hreint
ekki. Þeir hlæja að mjer, þegar
þeim finst jeg hafa of hátt —
en það þýðir ekkert að vera feim-
inn við að gefa frá sjer hljóð.
Nýju blöðin les jeg aldrei.
— Hvað gerir þú á kvöldin?
— Ef jeg er ekki voða þreytt-
ur, fer jeg inn í sundlaugar og
geng svo á eftir niður að höfn-
inni til að skoða togarana. Ef
jeg les eitthvað, þykir mjer mest
gaman að lesa eldgömul dagblöð
U—20 ára gömul blöð — nýju
blöðin les jeg aldi-ei — ekki
nema yfirskriftirnar, og svo
heyri jeg fólkið vera að tala um
efnið, þegar jeg geng- á götunni.
— Nú má jeg ekki vera að
þessu lengur, segir Otti.— Vísir-
inn er alveg að koma — vértu
blessaður!
Eftir augnablik stendur lxann
aftur á horninu hjá pósthúsinu
og hrópar:
Vísir! Vísir! Morgunblaðið!
Nýja Dagblaðið! Alþýðubuaðið!
Fálkinn.! Spegillinn — og gaman-
vísurnar hans Bjarna — með
mynd á eina krónu!
S. B.
—« »•••
Læknir: Var ekki gott meðalið,
sem jeg ljet konuna þína fá við
hæsi?
— Jú, fyrirtak; nú kemur hún
ekki upp einu orði.
Til Akureyrar:
Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga.
Erá Akureyri:
Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga.
Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar.
Bifreiðastoð Sfeindárs.
Sími 1580.
Ný bók.
íslenskar þjóðsögur. Safnað hefir Ólafur
Davíðsson, I. bindi, 384 bls. Yerð heft kr. 10,00
Itókiiverslun Sigfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar (B. S. E.) Laugav. 34.
Hár.
Hefi aitaf fyrirliggjandi hár við
islenskan búning.
Verð við allra hæfi.
Versl. Croðafoss
Lsngaveg 5. Bímí 843«
ð
Grænmeti:
Blómkál,
Hvítkál,
Gulrætur,
Gulrófur,
Næpur,
Púrrur,
Selleri,
Rauðrófur.
Kartöflur ísl. og útlendar.
Munið
að kaupa aldrei
sjálfblekung áu
þess að reyna hann
nákvæmlega áður.
Vlð
höfum mikið úrval
af öllum þektustu
tegundum af sjálf-
blekungum. — Þess
vegna geta allir
fengið penna við
sitt hæfi hjá okkur.
Grðfum
ókeypis á penna,
sem keyptir ern
i hjá okkur.
SúkhtaiaH
Lækjargötu 2. Sími 3736.
Milnersbúð
Laugaveg 48. Sími 1505.
Alikálfakjöt,
Nautakjöt af ungu,
Hænsni, tilbúin í pottinn,
Hvítkál, Rauðkál,
Púrrur, Selleri,
íslenskar rófur, gulrætur,
Persilli, Körvel,
Tómatar, Agúrkur,
fsl. kartöflur, Blómkál,
Rauðbeður, Laukur,
Sítrónur, Melónur.
Reyktur silungur.
Allskonar álegg:
Smjör, Egg og Ostar.
Allir í
MftluersbóiO,
Biðflð ui
Nýtt nautakjöt
af ungu
í buff, steik og súpu.
itiatUúðin aerðubieið.
Hafnarstræti 18.
Sími 1575.
Splkfelll kjöt
af fullorðnu á 55 aura og 65
aura y2 kg. Saltkjöt, Hangi-
kjöt af Hólsfjöllum. Nýjar
kartöflur, lækkað verð.
Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131.