Morgunblaðið - 13.08.1935, Page 7
Þriðjudagiim 13. ágúst 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
7
\
Dagbók.
Kirkjugripum rænt,
82 þús. stpd. virði.
London 12. ágúst F.Ú.
Á Norður-Spáni, í bænum
Pamplone, sem er skamt frá
frönsku landamærunum, var í
gær brotist inn í kirkju og stol-
jð skrautgripum, sem taldir eru
82 ja þúsund sterlingspunda
virði.
Rúða úr lituðb gleri var fyrst
tekin úr og síðan sorfnar í sund-
ur járnstengur, sem voru þar
fyrir innan.
Þjófarnir hafa fundið lyklana
að skrautgripa-skríni kirkjunn-
ar, opnað það og hirt fjármun-
ina og horfið á braut sömu leið
og þeir komu. Það er álitið að
alþjóðafjelagsskapur innbrots-
þjófa hafi verið hjer að yerki og
hefir landamærum Frakklands
og Spánar verið lokað.
Ingibergur Sveinsson
bifreiðarstjóri
styftir sfer aldur.
Á laugardagskvöldið- kl. um
10%, er farþegaskipið Primula
var á leið til Yestmannaeyja 3
sjómílur undan Garðsskaga, varð
háseti einn á skipinu þess var,
að farþegi einn hafði klifrað út
fyrir borðstokkinn aftur á skip-
inu.
Hásetinn tók þegar til fótanna
og hjóp aftur eftir skipinu, til
þess að bjarga manninum. En í
þeim svifum, að hásetinn kom
þangað, tók maðurinn skamm-
byssu, beindi hlaupinu að brjósti
sjer og hleypti af.
Hásetinn náði aðeins að grípa
í handlegg honum, en náði ekki
uægilegu taki til að lialda honum
föstum, og fell hann í sjóinn.
Þetta var Ingibergur Sveins-
son, bifreiðarstjóri hjeðan úr bæn-
um.
Ljósdufli var þegar kastað fyr-
ir borð og skipið stöðvað.
Átta mínútum eftir að slys
þetta vildi til, var björgunarbát-
ur kominn á sjóinn til þess að
leita að manninum. Var leitað í
klukkustund, en árangurslaust.
Sportdrotning Spánar.
Spánverjar liafa nýlega kosið
sjer sportdrotningu fyrir árið
1935 og er það hin fagra
Senorita Mercedes Cago, sem
þessi mynd er af.
Veðrið (mánudagskv. kl. 17):
Lægðarsvæði sem var yfir Græn-
landi í gær, er nú að þokast hjer
suðaustur yfir landið. Vindur er
vestlægur sunnanlands, en norðan
stæður á Norðurlandi. Hiti 10—
12 stig.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Hæg NV eða N-átt. Úrkomulaust.
íslensk leiðabók. Póst- og
símamálastjórnin hefir gefið út
kver með þessu heiti. í kverinu
er yfirlit yfir allar skipaleiðir
innanlands og til og frá útlönd-
um, bifreiðaleiðir með sjerleyfum
og landpóstaleiðir.
Bifreiðarslys. í gærdag kl. um
6 varð bifreiðarslys á veginum
hjá Lækjarhvammi. Kona, sem
kom út úr strætisvagni, varð fyr-
ir bíl, sem kom að austan. Kon-
an meiddist lítilsháttar og var
flutt á Landsspítalann. Málið er í
rannsókn hjá lögreglunni.
Geysir. Fjöldi manns fór hjeð-
an úr bænum síðastl. helgi aust-
ur að Geysi. Nokkrir fóru á laug-
ardag og gistu í tjöldum um
nóttina. Á sunnudaginn var veð-
ur hið besta og var tahð, að um
tíma hafi um 400 manns verið
við Geysi. Ekki gaus hverinn þó
fyr en látin voru í hann 25 kg.
af sápu. Var það klukkan 4 e. h.
og voru margir farnir, sem voru
orðnir vonlausir um að Geysir
inyndi gjósa. Gosið stóð í 20 mín-
útur og var afar tignarlegt og
giskuðu menn á, að hæsta gosið
hafi verið um 60 metra hátt.
Tilkynningar til „Upplýsinga-
skrár kaupsýslumanna* ‘ óskast
sendar fyrir 15. þ. m.
Þátttakendur sundmótsins er
óskað að gefi sig fram við Þór.
Magnússon, Frakkastíg 13. '
Garðyrkjusýning verður haldin
hjér í bænum 29. þ. m. Sýnd
verða blóm, garðávextir, garð-
yrkjuáhöld, áburðarefni o. fl.
Menn, sem mundu vilja styðja
•sýningu þessa að einhverju leyti,
t. d. þeir, sem eiga blóm eða ann-
að, sem að garðrækt lýtur, eru
góðfúslega beðnir að snúa sjer til
Einars Helgasonar í Gróðrarstöð-
inni.
Til Strandarkirkju frá S. N. 11
kr., Sólveigu 5 kr., X. 10 kr., ó-
nefndum 1 kr., Mb. (gamalt á-
heit) 3 kr.
Mannalát vestan hafs. Guðrún
Jóhannsson, kona Gunnlaugs Jó-
hannssonar kaupmanns í Winni-
peg andaðist á sjúkrahúsi þar í
borg 16. júlí s. 1.
í júlímánuði andaðist í Winni-
peg Sigurjón Snædal, 84 ára að
aldri.
Ilelga Sigvaldadóttir Eggðrts-
sonar andaðist 17.júlí s.l Hún var'
ekkja Guðjóns heit. Eggertsson-
ar. Þau hjón fluttu vestur um
haf 1897. Áður en þau fluttu af
fslandi, bjuggu þau í Akurholti í
Eyjahreppi í Borgarfjarðarsýslu.
Hinn 6. júlí ljest í Keewatin,
Ont., frú Þórunn Ingibjörg Jóns-
dóttir, 73 ára að aldri. Hún var
gift Jóni Pálssyni. Þau hjón
fluttu vestur um haf 1887, og 3
árum síðar settust þau að í Kee-
watin. Móðir Þórunnar var Sal-
björg Jónsdóttir Ögmunds.sonar
frá Bægisá. Jón faðir hennar Guð-
mundsson bjó að Kveingrjóti í
Dalasýslu.
Hjónaband. Hinn 26. júlí s. 1.
voru gefin saman í hjónaband
í Kaupmannaliöfn leikkonan Eli
Lehmann og Sanniel Thorsteins-
son Íæltnir. Heimili hjónanna er
í Flakkeberg, en j>ar hefir Sam-
úel stundað lækningar síðan árið
1922.
Trocadero-höll,
sem stendur skamt frá Eiffel-
turninum í París, á nú að rífa
niður til þess að rýma fyrir
byggingum á heimssýningunni,
sem lialda á í París 1937.
Valdimar Jónsson afgreiðslu-
maður við Olíuverslun íslands, á
fimtugsafmæli í dag.
Reykjanesskólinn. Verið er að
bjrggja útihús til afnota fyrir
skólann, að stærð 15x9' m., ein
hæð. Er það smíðastofa, geymsl-
ur og peningshús. Ennfremur
fara fram rækilegar endurbætur
á heimavistinni. Síðar í sumar
verður sími lagður til skólans.
Myndasýningin. Á sunnudag-
inn komu riiml. 300 manns á sýn-
inguna.
Dánarfregn. í gær ljest á
sjúkrahúsinu á Siglufirði Þor-
varður GLslason frá Papey, skip-
stjóri á varðbátnum „Ingimundi
gamla“, eftir stutta legu.
B-liðsmótið. í kvöld kl. 8 keppa
Frarn og K. R.
Gestur á Laugarvatni bað um
daginn um ost ofan á brauð með
morgunkaffinu. Hann hafði feng-
ið erlent ávaxtamauk. Ost var
ekki liægt að fá, því keypt hafði
verið svo mikið af maukinu, sem
koma þurfti í lóg. Ilvað er að
frjetta úr ostahillum Flóabús-
ins?
Lyra kom til Bergen kl. 10 í
gærmorgun.
Útvarpið:
Þriðjudagur 13. ágúst.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Tónleilcar: Vínarlög (plöt-
ur).
20,00 Klukkusláttur.
20,00 Upplestur: Úr íslenskri sjó-
mannsæfi, I (Guðm. G. Hagalín
rithöf.).
20,30 Frjettir.
Ný bók.
Jón Ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bls.
í stóru broti.
Verð í ljereftsbandi kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00.
Fæst hjá bóksölum
- ' v * ' 11 Sv
Bókaverslnn Sigfúsar Eymundiionar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 84.
Fyrirliggfandi:
Laukur, Melónur,
. .Rúsínur 2 teg., Gráfíkjur,
Kúrennur, Bláber.
Eggert Kristjdnsson & Co.
Sími 1400.
Valkendorfsg. 30,
Köbenhavn.
Begyndere og Viderek©Bane.
Translatör- Disponent- Korrespondent- Bogholder-Eksamen.
Translatorskolen
Xil Akureyrar:
Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga.
Frá Akureyri
AUa Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga.
Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar.
* JBifceiÖasf íití fgteindórs.
Sími 1580.
Til
Hnrgnrff. Búðardals
Tfaldaness
og Stdrholts
eru fastar bílferðir alla mánu-
daga og fimtudaga. —
Þaðan alla þriðjud. og föstudaga.
SI a 15 a rjf'ié11 i -
Bifreiðastöðin Hekla
Simi 1515.
Sími 1515.
Langsund.
Franskur sundmaður, . Ghotté-
au að nafni, ætlar bráðlega að
þreyta 40 sjómílna sund hjá Kali-
forníu. Hjer á myndinni sjest
hann á æfingu og er að liressa
sig á mjólkursopa.
21,00 Tónleilrar: a) Einsörigth"
(María Markan); b) íslensk
lög (plötur); c) Danslög.
Ódýrt.
Herra vasaúr á 10.00
Herra armbandsúr á 25.00
Dömu armbandsúr á 18.00
Vekjaraklukkur á 6.50
Gasolíuvjelar á 7.50
Rafmagnsperur á 0.65
Dömu handtöskur, leður frá 6.25
Barnatöskur, leður, frá 3.50
Kúluspil frá 6.50
Berjafötur, barna 0.65
Skóflur, barna 0.60
Bollapör, óbrothætt 1.50
Diskar, óbrothættir 1.35
lEtaHiigni
Bankastræti 11.
EGGERT CLAESSEN
hæstarjettarmálaflutningsmaðnr.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
(Inngangur um austurdyr).
/