Morgunblaðið - 28.08.1935, Síða 2

Morgunblaðið - 28.08.1935, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikud. 28. ágúst. 1935, H-f. Árvakur, Reykjavtk. Rltstiftrar: Jén KJartanssan, Valtýr Stefánsson. Rítstjðrn og afgretSala: Austurstrætt 8. — Sfml 1800. Anslýstngastjiri: B. Hafberg. Aui,fýstngaskrifstofa: Ansturstræti 17. — Sfml 8700. Hbtmaslmar: Jén Kjartansson, nr. 8742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árnf Óla, nr. 3045. B. Hafberg, nr. 3770. Xskifftagjald: Innanlands kr. 2.00 6. mánuOL Utanlands kr. 3.00 1 mánutil. f lausasulu: 10 aura eintaklV. 28 anra metS Lesbðk. Bájjlega tókst... Óánægja Alþýðuflokksmanna með rítstjórn Alþýðublaðsins fer dagvaxan di. Hvað eftir annað rýkur rit- stjárinn til og skrifar Iangar og gleiðgosfilegar greinar um eitt og annað.^em hann þykist ætla að vinna að, eða láta rannsaka. Og hann lofar lesendunum því ^átíðlega, að hann skuli sjá um, að þeir fái tækifæri til þess að fylgj.ast með í þessu merkilega máli, hvort heldur það þann daginn eru andafundir eða ut- anrítósmál, sem á að taka til rannsóknar. Én hvað eftir annað springa þessar vindbólur á nefi ritstjór- ans sjálfs, og lesendurnir fá ekkeft um ,,rannsóknirnar“ að heyra, því þær verða aldrei nein^r, nema í heilabúi þessa framhleypna blaðamanns. Fyrir nokkru rauk hann til og ætlaði að „hreinsa til“ í út- varpinu. Fann hann það út einn morguninn, að Jónas Þorbergs- son væri aióþa,rfur maður við þá stofnun, og ætti að hverfa þaðan. Hafði, Alþýðublaðið um það stór orð þann daginn. Þótti mörgum, sem blaðið hefði oft farið með meiri fjarstæður en að því sínni. En útvarpsstjóri byrsti sig framan í Finnboga Rút, og þá var um leið Öll golan rokin úr honum. Hjer um daginn heldu nokkr ir sósíalistabroddar fund með sjer, þar sem ritstjórn Alþýðu- blaðsins bar á góma. Kom fram vantraust á ritstjórann og var rætt lengi fram og aftur. En engin endanleg ákvörðun mún hafa verið tekin á þeim fumái..! Þó komu ,fram háværar radd- ir um það, að ef eigi yrði bætt ritstjóm blaðsins frá því sem nú er, myijdi Alþýðuflokkurinn bíða. við það stórkostlegan hnekkj,. ... V,apntanlega tekst sósíalistum ekki þetta umbótastarf betur, en; umbótastörf þau, er flokk- uidhn þykist vinna að fyrir al- þjóð manna. Bretar mótmæla starfsemi kommúnista í Englandi. Oslo, 27. ágúst. FÚ. Bfeska stjórnin hefir sent seftMhérra Sovjet-Rússlands í Loiidön' mótmafeli gegn starf- semi kömmúnista í Englandi. Italir ætla að leggja undir sig Abyssiníu, segir Mussolini við „Daily Mail“. Það verður á ábyrgð Þjóðabandalagsins, hvort til Evrópuófriðar kemur út aí því. Fyrir nokkru setti Mussolini alla ráðgjafa sína af og tók sjer nýja ráðgjafa. Sjást þeir hjer á myndinni. Talið frá vinstri: Benni landvarnaráðgjafi, Solmi dómsmálaráðgjafi, de Vecchi kenslumáJa- ráðgjafi, de Revel fjármálaráðgjafi og Razza ráðgjafi um opinberar framkvæmdir. Mussolini er sjálfur forsætis-, utanríkis-, hermála-, flotamála-, fjármála- og innanríkisráðherra. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. j ÉÍNKASKEYTI TIL íl! MORGUNBLAÐSINS. Enska blaðið „Daily Mail“ hefir birt viðtal við Mussolini, þar sérri Mussolini talar mjög opihslíáttJ um fyrirætlanir sín- ar gagnvart Abyssiníu. Hann hefir skýrt blaðinu svo frá, að hann sje staðráð- inn í að ítalir skuli leggja Abyssiníu undir sig. Ekkert geti afstýrt ófriði, annað en það, að Þjóðabanda lagið láti þau áform hans afskiftalaus. Hanú 'segir ennfremur: Ef Þjóðabándalagið snýst gegn stefnu Itala í þessu máli, á Þjóðábandalagsfundinum nú eftir mánaðamótin, þá munu fulltrúah ítala tafarlaust yfir- gefa fútldinn. Þá sagði Mussolini: Hvérskonar andstöðu annara þjóðá gégn ftölum í þessu máli, svörum víð með því að grípa til vopna, hvort heldur, sem Þjóða bandalágöþjóðirnar ætla sjer að klekkja á ftölum með hern- aðarráSíátðfunum, ellegar þær ætla að koma fram refsiákvæð- um gagnVart þeim á hinu fjár- hagslegá sviði. ítalir líta svo á, sagði hann enn&émú'r, að ef Zuesskurðin- um vérður lokað, þá sje það móðgun við ítali, er þeir geti ekki svarað á annan hátt en þann, að grípa til vopna, gagn- vart þeirri þjóð, sem slíkt frem- London, 27. ágúst. FÚ. Breskir og franskir blaða- menn voru viðstaddir hersýn- ingarnar í Bolsano í dag, og voru síðan í boði hjá Signor Mussolini. ítalskar herœfingar. London, 27. ágúst. FÚ. Heræfingar hófust í dag í frakkneskum Ölpum, í Gap, Larange og Sesteron um 50 míl- ur frá ítölsku landamærunum. Þetta eru samt ekki aðalher- æfingar Frakka. Þær verða haldnar síðar í haust nálægt Rheims. Abyssinía mófmælir að Grikkir leyfi ítölskam herflug- vfelum að fljúga yfir landið. London, 27. ágúst. FÚ. Stjórnin í Abyssiníu hefir mótmælt því við grísku stjórn- ina, að hún leyfði ítölskum her- flugvjelum að fljúga yfir Grikk land á leið til Austur-Afríku. Gríska stjórnin hefir svarað að það sje í samræmi við al- þjóðareglur að leyfa slíkt flug, þar sem Ítalía hafi ekki enn þá sagt neinni þjóð stríð á hendur. Abyssinía óhæf í ffelagsskap Þjóða- landalagsins. I París hefir utanríkismála- ráðherrann átt tal við sendi- herra Abyssiníu og Ítalíu, en á morgun mun verða haldinn ráð- herrafundur, þar sem tekin verður ákvörðun um stefnu Frakklands á fundinum í Genf. Herflutningar ítala til Afráku. London 26. ágúst F.IJ. Um síðustu helgi fóru 17 her- flutningaskip frá ítalíu til Afríku ar til varnar skipi því, er synir Mussolini voru með. ítalir í Port Said tóku á móti skipunum með miklum fagnaðarlátum. ftalir flýfa frá Addis Abeba. London, 27. ágúst. FÚ. Frá Addis Abeba er stöðugur straumur af Itölum og fara þeir til Jibuti í franska Somalilandi. Vörður er á helstu járnbrautar- stöðvunum til að koma í veg í gégn um Suezskurðinn. Sjerstak- ar varúðarráðstafanir voru gerð- fyrir óeirðir. Oðnsku flugmennirnir væntan- legir hingaO um hádegi i dag. ur. — Það er algerlega á ábyrgð Þjóðabandalagsins, sagði Mussolini að lokum, hvort deila þessi, um afskekta ný- lendu, leiðir til Evrópu-ófrið- ar, þar sem miljónum manns- HfK ’ýerður fómað. Sírrfák^ýti frá Berlín hermir: Á fundi Þjóðabaftdalagsins, sem byrjar 4. september, munu ítalir leggja fram mjög ítar- legá^kjýrslu, sem á að færa sönnur á það, að Ábyssinía hafi fyrirgert rjetti sínum til þess að vera þátttakandi í Þjóðabandalag- inu. Skýfsltl þessari fylgir fjöldi myndá' sem eiga að vera betri sönfítfna't&ögn í þessu máli, en hæj^er’áð koma orðum að. ítalskur ráðherra- fandur í Bozen, Þeísk ' dagana halda ítalir mikl^lferæfingar í austanverð um Ölpunum umhverfis Bozen. Vekúr1 það mikla eftirtekt, a£> meðkn á æfingum þessum stendur hefir verið kallaður samkh1 ífalskur ráðherrafundur í BðyínT Er talið að á fundi þesáuVn eigi ráðherrarnir að gera mikilsverðar samþyktir er snerta fjármál þjóðarinnar. Páll. Rómaborg, 27. ágúst. FB. Að því er United Press hefir fregnað sendir ítalska ríkis- stjórnin sömu fulltrúa og vant er til þess að mæta á ráðsfundi bandalagsins þ. 4. september. Þeir munu á ný leggja fram kærur á hendur Abyssiníumönn um fyrir árásir í garð ítala á landamærum ítalska Somali- lands og Abyssiníu. Hafa þeir meðferðis mikinn fjölda skjala og skilríkja, sem unnið hefir verið að samkvæmt beinum fyrirskipunum frá Mussolini. Telja ítalir, að hjer sje um gögn að ræða, sem sanni fyllilega, að Abyssiníumenn sjeu óhæfir til þátttöku í Þjóða- bandalginu. (United Press). Mussolini kallar s jerff ræflinga í herinn London, 27. ágúst. FÚ. Mussolini heldur áfram að kalla saman sjerfræðinga til að leggja fram þjónustu sína til að stjórna árásinni í Afríku. í dag er sagt, að Marconi hafi verið kallaður í þjónustu í nýlendunum í Afríku. í Róm eru fræðimenn að skrifa skjöl viðvíkjandi málstað Ítalíu, sem á að senda til Genf, og leggja fyrir fund Þjóða- bandalagssáðsins. Gátu ekki flc í gær sökum KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Erik Rasmussen og fjelagar hans tveir, sem eru á leið til Grænlands til að reyna að bjarga Dönum, sem sitja fastir í ís, gistu í Thisted í nótt. Þaðan fóru þeir klukkan 4 í morgun og heldu til Færeyja. Til Færeyja komu þeir klukk- an 11 f. h. í dag og leggja af stað þaðan strax og veður leyfir til Reykjavíkur. Menn voru í daufu skapi er þeir fjelagar lögðu af stað í þessa hættuför, en menn eru líka hrifn- ir af hugrekki flugmannanna- Flestir álíta, að þetta sje hin mesta glæfraför. Uugvjelin hefir aðeins eina vjel og getur ekki tekið meira bensín, en sem nægir til tíu stunda flugs. Þá er einnig búist við að litlir eða engir möguleikar sjeu á því að flugvjelin geti lent í Scores- bysundi og t.alið er fráleitt að hún geti lent við Kap-Berlin. Síðustu frjettir frá mönnunum í ísnum herma, að ástandið sje gið frá Færeyjum óveðurs. mjög alvarlegt og versni m.eð hverjum klukkutíma sem líður. Páll. ■ KBH. í GÆRKVÖLDI. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Dönsku flugmennirnir gista í Færeyjum í nótt, gátu ekki flog- ið frá F'æreyjum í dag sökum veðurs. Páll. Ráðstafanir hafa verið gerð- ar hjer til að flugmennirnir lendi við Vatnagarða, þar sem Balbo lenti með flugflota sinn um árið. Jes Zimsen ljet vinna að því í gær að setja niður dufl í sund- inu hjá Vatnagörðum, og eins voru sett niður flögg til að sýna staðinn þar sem þeir eiga að lénda. 1 gærkvöldi bað Rassmusen flugmaður Veðurstofuna um að senda sjer veðurskeyti kl. 3 í nótt. Er búist við því að hann leggi af stað frá Færeyjum snemma og ættu þeir fjelagar því að koma hingað um hádegi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.