Morgunblaðið - 28.08.1935, Síða 5

Morgunblaðið - 28.08.1935, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikud. 28. ágúst. 1935. dútla við strákinn litla — þvo honum og klæða — og þegar .gott er veður flýti jeg mjer að komast með hann út. — Ert þú ekki góð barn- fóstra? Sumar litlar stúlkur eru nefnilega vondar barnfóstrur, þær lemja og skamma börnin, sem þær gæta, strax og þær eru komnar í hvarf frá húsinu, þar sem foreldrar barnanna búa. Fyrir skömmu sá jeg ungfrú, á aldur við þig, vera að hýða barnið, sem hún gætti, í skoru inni milli tveggja leiða uppi í kirkjugarði. Ekki gerir þú þetta? Jeg er feikn mömmu- leg. — Nei — áreiðanlega ekki. Jeg hugsa altaf um, að þeim litla líði vel — honum þykir líka vænt um mig. Jeg reyni að halda kerrunni hans hreinni og passa, að honum verði ekki kalt. Konurnar segja, að jeg sje „feikna mömmuleg-“ við hann. — Hvað gerir þú svo, þegar þú ert ekki að passa strákinn litla ? — Jeg snýst fyrir konuna, ef það er eitthvað, sem jeg get .gert. Oftast hjálpa jeg henni við uppþvottinn. — Er hún góð við þig? — Já — voða góð — og það ær maðurinn hennar líka. Þegar Ólöf litla er búin að 'drekka kaffið og sitja um stund, sje jeg1, að hún er eitt- hvað farin að ókyrrast. Loks stendur hún upp og segist ekki mega vera lengur, — því það geti verið, að „sá litli“ fari að vakna. — Viltu ganga með mjer nið- ur í Bankastræti? spurði jeg. — Já — ef þú kemur strax. í leiðinni fekk jeg hana til að rumska við „þeim litla“, •drífa hann upp á stólkerruna, fara í betri kápuna sína, og aka honum með sjer niður í bæ. Hann var heldur súr á svipinn, og stirfinn í lund, yfir þessu ónæði — þó hann ljeti nú ekki mikið á því bera. Hjá Hans Petersen fekk jeg danska stúlku til að taka mynd þá, sem hjer birtist, af barn- fóstrunni litlu með stólkerruna og „þann litla“. — Viltu gefa mjer þessa mynd? sagði Ólöf, að lokum. Helst tvær — nei þrjár! Jeg þarf að eiga eina, aðra ætla jeg að gefa mömmu og þá þriðju á Fríða frænka að fá — hún heldur svo mikið upp á mig! Vertu sæll! S. B. .Jafn nær. Tveir géstir, sem voru að fara í meiri háttar matarveislu í Kaupmannaliöfn, mættust í and- •dyrinu. Annar var í kjólfötum, hinn í venjulegum jakkafötum. Án þess að segja orð, sneru þeir báðir á liæl og skunduðu heim til þess að skifta um föt. Sambyggingar. Eftir Guðmund Hannesson, próiessor. Þau eru allajafna smávaxin hús- in í kauptúnum vorum, off ekki öllu stærri en 6—(-6 m. Fátækum sjó- og verkamönnum véitir full- erfitt að eignast slík hús og þessi húsakynni geta nægt, ekki síst ef herbergi ern á lofti. Þó eru bersýnilegir gallar á slíkum smá- hýsum. Þau líta sjaldnast vel út, verða tiltölulega há í samanburði við lengd og breidd, því hæðin undir 1 oft getur ekki verið öllu minni en í stærri húsum, og stund- um verður ekki hjá því komist að gera kjallarann allháan. Húsin svara sjer því illa. — Lakara er þó það, hve útveggir yerða tiltölulega miklir á svo litl- um húsum, en þeir verða ætíð tiltölulega dýrir, ef þeir eru nægi- lega fóðraðir til þess að gera þá hlýja. Hinir miklu útveggir valda því og að húsin verða ætíð til- tölulega köld og þurfa meiri upp- hitun en stærri hús. Þau verða dýr að byggja. ósjáleg og e.yða óþarf- lega miklu af kolum. Við þetta bætist, að dýrmæta lóðin við göt- una verður stærri en vera þyrfti, er húsasund kemur milli allra húsa og veitur verða lengri. Einn- ig þetta hleypir verðiiín fram. Erlendis liafa menn hvervetna reynt að bæta úr þessum göllum með því að byggja fleiri eða færri hús saman, gera eitt stórt hús úr mörgum, að minsta kosti, byggja tvö og tvö saman. 1 Englandi er t. d. algengt að 6—10 hús sjeu bygð í einni lengju, og hefir þó hvert sínar útidyr og alt sitt fyrir sig. Þá er og' algengt að byggja óslitnar, samfeldar húsraðir. Svo er t. d. um flestar íbúðir í Kaup- mannahöfn, en nýju byggingarnar þar eru oftast frábrugðnar þeim gömlu að því leyti, að þær eru 1—3 lyftar, og húsagarðar stórir, en gömlu húsaraðirnar voru alla- jafna 4—5 hæðir og jafnyel meira, en húsagarðar afarþröngir. Ekki mun það hafa verið athug- að hjer tú nokkurrar hlýtar, liver verðmunur sje á sjerstökum hús- um og sambygðum, en sennilega er hann 500—1000 kr. á meðal- húsi, ef ékki meiri. Ameríkumenn telja, að 10—11% af húsaverði sparist við að byggja 2 hús sam- an, en í sambygðum húsaröðum 22—24%, en aðg'ætandi er að lóð- in við g'ötuna er oft afatdýr, svo húsasundin hleypa verðinu mikið fram. Mikið veltur og á því, hve mikið er gert til þess að ekki verði hljóðbært milli húsanna. Hvernig sem þessu er farið, þá eru svo að segja öll smáhýsi erlendis gerð sem sambyggingar, nema þorpin sjeu því smærri og lóðir ódýrar. Reynslan hefir kent mönn- um, að þetta er betra og hentugra en einstök hús, sjerstaklega fyrir fátæka. Myndirnar neðst á sxðunni sýna götu í Hafnarfirði. Sunnan henn- ar (myndin til hægri) eru lítil einstök lxús með gamla laginu, og ganga háar tröppur út á götuna (óhentugt). Norðan götu er röð af nýjum verkamannahúsum. Húsin eru 4 alls og 4 íbriðir í hverju, (3 herb., eldhús og baðklefi). Á einu húsinu gengur stór trappa út í forgarðinn og er ekki laust við að hún lýti húsið. Annars munu flestir sammála um það, að þessi sambygðu hús sjeu ásjálegri en litlu húsin, og þar á ofan eru þau hlýrri og ódýrari, ef bæði eru bygð á sama hátt. Milli for- garða og götu (eklti fullgei’ð) er vilja þeir hafa sjerstök hús „með bletti í kring“. Jeg held að þetta stafi af því, að sambyggingar eru svo óvíða nerna í Reykjavík og menn þekkja þær ekki. Jafnvel í samfeldum húsaröðum getur hver fjölskylda haft alt sitt fyrir sig, sínar útidyr, sinn forgarð og sinn bakgarð. Birtan getur og verið ágæt, þó gluggar sjeu aðeins á tveim hliðum, ef herbergjaskipun er í lagi. Sambygt smáhýsi kemst af með 6—7 m. lóð með götu. Nú má segja að lítill Iiixsakofi sje viðráðanlegri fyrir fátækan verkamann, sem ef til vill getur unnið mikið að byggingunni sjálf- ur. En væri ekki eins hentugt að nokkrir verkamenn, trjesmiður og múrari, slægju sjer saman um að byggja hús fyrir sig? Þá yæri kunnáttan meiri og verkið yrði væntanlega betur af hendi leyst en hjá einum manni, óæfðum í því sem hann ekki hefir lagt stund á. Þessi aðferð hefir víða verið notuð í útlöndum, og gefist vel að því sagt er. 4 50 ára. steinsteypugirðing. Slíkar g-irðing ar kunna að liafa sína kosti fyrir þá sem í liúsunum búa, en ekki prýða þær götuna, og betur hefði girðingin litið út, ef hún hefði verið gerð með lárjettum stöllum. Steingarðarnir hylja að nokkru forg-arðinn og taka nokkra sól frá honum. Best njóta forgarð- arnir sín, ef allur efri hluti girð- ingarinn er meira eða minna gagn- sær (rindar eða þvílíkt), syo all- xxr forgarðurinn sjáist af götunni. J Að sjálfsög-ðu getur útlit húsa- ■ hópa verið margvíslegt, svo og íbúða- og herbergjaskipun. Hjer j eru settar 2 myndir af einlyftum húsahópum.*) Efri myndin er gerð af Einari Erlendssyni húsa- meistara (3 hús sýnd), hin er af enskri húsalengju (6 liús), ein- faldri og smekklegri. Á öllum hús- 1 unum eru sjerstakar útidyr fyrir | liverja íbúð. Jeg hefi gert þetta mál að um- talsefni vegna þess, að yfirleitt eru menn lijer mótfallnir sam- bygg'ingum. Jafnvel þó þeir telji sig sósíalista eða kommúnista, þá Hún: TJndarlegt, að jeg skyldi ekki segja já í fyrsta skifti sem þú biðlaðir. Hann: Nei, það er ekkert und- arlegt, þyí að í fyrsta skifti sem jeg biðlaði, biðlaði jeg' alls ekki til þín! Teknar úr G. H.: Nokkrir þættir úr heilsufræði. Húsakynni. Bæjarstjórnir vorar þurfa að sjálfsögðu, að hafa hæfilegar lóðir fyrir einstök hús handa efnamönn unum, en fyrir fátæka fólkið verða sambygðu húsin best, og jafnvel óhjákvæmileg fyrir þá, sem verða komast af með eitt herbergi eða tvö — alt fátækasta fólkið- Það er ekki allskostar heppilegt, að ætla því 3—4 herbergja íbúðir, þó það væri æskilegt frá heil- brigðissjónarmiði o. fl., því reynsl an sýnir, að slíkar íbúðir verða oftast of dýrar. Fólkið yfirgefur þær eftir nokkur ár og flytur í minni íbúðir, kýs heldur að eyða minnu í húsaleigu en meiru í mat o. fl. Að vísu má bæta úr þessu, ef bær 0g ríki gefa ríflegan. styrk til bygginganna og húsin eru leigð en oftast fer þá svo, að fjárliagur- irin leyfir ekki slíkar styrkveiting- ar til langframa, og rekur þá að því, að byggja ekki stærra, en tekjur fátæka mannsins leyfa. ■ Árið 1928 yoru um 16% íbúðir í j Reykjavík eins herbergis íbxxðir ' og xxm 21% tveggja hei'bergja. Fullur þriðjungur íbúða voru því 1—2 herb. íbúðir. Og ástandið er ekki öllu betra í ei’lendu bæjun- um. Fimtugs afmæli á í dag Sigxxrð- ur Ai-ngrímsson, kaupmaður á Seyðisfirði. Hann er Hornfii’ðing- ur að ætt og uppruna og ólst upp með foreldrum sínum, Amgrími bónda Arasyni og konxx hans Katrínu Sigurðardóttur til 17 ára aldurs. Fór hann þá í Flensborgar skólann og útskrifaðist þaðan vor- ið 1903. Síðan stundaði hann barna fræðslu all mörg ár. Árið 1911 fluttist Sigurður til Seyðisfjarðar og hefir dvalið þar síðan. Hefir hann jafnan liaft með höndum ýms kaupsýslustörf, en jafnframt gefið sig mjög að op- inberum málum. Hann hefir lengi átt sæti í bæjarstjórn kaup- staðarins, hafnarixefnd, skólanefnd o. s. frv., og um mörg ár verið einn af forystumönnum Sjálfstæð- isflokksins þar í bæ og raunar á Austurlandi. Stofnaði liann blað- ið „Hæni“ 1923 og var ritstjóri þess alla tíð, þar til er blaðið hætti árið 1930. En Sigurður hefir ekki aðeins tekið þátt í liinu pólitíska lífi Austfirðinga nú um nálega ald- arfjórðungsskeið, heldur og í fje- lagslífi þeirra almennt. Er hann svo hæfileikum búinn, að mjög hefir verið til lians leit- að, þegar mikils hefir þótt við þurfa, skáld gott, eldheitur áhuga- maður og flugmælsltxxr. Sigurður er hreinn í hmd og drengskaparmaður mesti, enda vinsæll af öllum sem af honum hafa náin kynni. Sigurður kvæntist árið 1925 Olöfu, dóttur Kristjáns Sigurðs- sonar hjer í bæ og Ingveldar Magnxxsdóttur frá Miðhxxsum í Garði. Eiga þau fjögur börn: Hjördísi, Braga, Ki'istján og Arn- grím, öll hin mannvænlegustu. Sigxxrður er nxx staddur á Siglufirði, og mun honum vafa- laust berast fjöldi ái’naðaróska í dag ,frá vinxxrn víðsvegar um land. Hún leit á hann með dreymandi augnaráði. — Aldrei gleyrni jeg þeim s.tað, þar sem þú kystir mig í fyrsta sinn. — Það er gott, elskan mín, sagði hann, þá getxxr verið að jeg geti fundið tóbakspípuna mína, sem jeg týndi þá. — Yðar hátign, viljið þjer korna hingað og nefna eitthvað haf. (Prinsinn stendxxr grafkyr). — Alve’g rjett, yðar hátign, Kyrraliafið!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.