Morgunblaðið - 22.09.1935, Síða 3
Sunnudaginn 22. sept. 1935.
MORGUN BLAÐIÐ
Beinaverslunin við vinversluniifi
;■ .. -. C
Játnftn|{ st)érnarblað$ins.
Morgunblaðinu hefir nú loks
tekist að fá Tímadilkinn til
þess að hefja umræður um
hina frumlegu beinaverslun, er
fram hefir farið í vín-
verslun ríkisins.
Birtir dilkurinn tvær grein-
ar um málið í gær: Á öðrum
staðnum er yfirlýsing frá Hann-
esi Thorarensen, sem staðfestir
frásögn 'Mbl. Á hinum staðnum
blaðrar ritstjórinn um mállð,
og segir, að Mbl. hafi farið
með ósannindi. Er því rjett
að athuga hvað hæft er í þess-
ari fullyrðing blaðsins.
Hvað hafði Mbl. sagt um
þessa beinaverslun?
Það skýrði frá því, að enda
þótt núverandi ríkisstjóm hafi
á því rúmlega ári, sem húh
hefir setið við völd, stofnað
ný embætti og stöður í hundr-
aða-tali, væri hún þó altaf í
mesta stöðu-hraki.
En til þess að bæta úr þessu,
hefði stjórnin fengið samþykt
lögin um aldurshámark em-
bættismanna og opinberra
starfsmanna. Þessi lög notaði
svo stjórnin til að flæma menn
frá stöðum og koma pólitískum
samherjum að jötunni.
Þannig hefði stjórnin sagt
Hannesi Thorarensen upp for-
stöðustarfi við vínverslunina
frá 1. ágúst, en það sæti var
ætlað Ólafi Sveinssyni frá
Eskifirði. ( -y
Þesssu næst skýrði blaðið frá
því, að stjórnin hefði.hætt við
að láta Hannes fara fyr en frá
næstu áramótum, gegn því að
hann tæki Ólaf í verslunina
frá 1. ágúst, með 800 króna
launum á mánuði.
Ólafur hefði þó aldrei í vín-
verslunina komið, heldur sent
þangað fyrv. starfsmann sinn,
Snorra Jónsson. Ólafur myndi
hinsvegar hirða bróðurpartinn
af laununum.
Þannig var frásögn Morgbl.
af þessari frumlegu beinaversl-
un.
> ■. ________
Lítum þá á hvað stjórnar-
blaðið hefir um þetta að segja.
1 yfirlýsingu Hannesar Thor-
arensen segir, að honum hafi
verið sagt upp stöðunni „fyrir
aldurs sakir“ frá 1. ágúst. En
samkomulag hafi svo orðið um
það, að hann „tæki hr. Ólaf
Sveinsson, eða þann er hann
óskaði að setja í sinn stað,
gegn því að jeg hjeldi starfinu
t i áramóta," segir H. Th.
Ennfremur segir Hannes:
„Eftir beiðni hr. Ólafs Sveins-
sonar tók jeghr.Snorra Jónsson
verslunarmann, í hans stað, og
hefir mjer reynst Snorri lipur
afgreiðslumaður."
Er þetta ekki nákvæm stað-
festing á því, sem Mbl. hefir
um þetta sagt?
Jú, vissulega.
Dilkurinn staðfestir einnig
frásögn Mbl.; hann segir, eftir
að búið er að skýra frá upp-
sögn H. Th. frá 1. ágúst:
„Hinsvegar varð það að sam-
komulagi milli H. Th. og ráðu-
neytisins, að H. Th. skyldi
leyft að halda áfram star f‘íi'
næstu áramóta, gegn þVí',
að hann frá 1. ágúst rjeði til
sín samstarfsmann þann, seiji
fjrrirhugað er að taki við for-
stöðunni, eða annan, sem , sá
maður tilnefndi.“
Hjer staðfestir dilkurinn frá
sÖgn Morgunblaðsins, svo skýrt
og greinilega, að ekki verður
um deilt, að þessi beinavórsl-
un hefir farið fram. Samt diff-
ist blaðsnepillinn að segja, ajð
Mbl. hafi farið með ósann-
indi.
En úr því búið er að opria
málbein dilksins um þessa
beinaverslun, er rjett að gefa
honum tækifæri til að upplýsa
eitt atriði í sambandi við þessa
einstöku verslun, sem eitiria
mest líkist þrælasölu.
—7—
Það er upplýst í þessu máli.
að Hannes Thorarensen fekk
að halda forstöðustarfi vínv.ei53l
unarinnar til áramáta, gegniþ^í
að hann tæki Ólaf Sveinsegyp.,
eða annan mann, er Ólafur.&l-
nefndi, að versluninni fi’á 1.
ágúst.
Það er einnig upplýst, að:Jí.
Th. skyldi gi*eiða Ólafi eða
hans staðgengli 800 kr. laun ^
mánuði frá 1. ágúst.
Loks er upplýst, að Ólafu^
Sveinsson fór ekki í verslunjna,
heldur sendi þangað ,fyrv. staxri^
mann sinn, Snorra Jónsso^,
sem H. Th. segir að sje „Upui'
afgreiðslumaður.“ ;
Er nú skorað á TímadillqBip
að svara eftirfarandi spurn|pg-
um skýrt og greinilega: Sfi
Hve mikinn hluta fær Snorip
Jónsson af þeim 800 kr., sem
greiddar eru mánaðarlega fyr-
ir hans starf í vínversluninpi ?
Hve mikið tekur Ólafpr
Sveinsson á „þurru landi“r, af
þessari fúlgu mánaðarlega ? (f
Hvað heimtar flokkssjóð^-
mikið í sinn hlut, þegar svoná
beinaverslun er gerð?
Mænusóttin
breiðist enn út.
Besta „fermingargjöfin“i
Bæfarúlgei-OÍ
Ný reynsla.
Sósíalistar gaspra xnikið um bæj-
arútgerð — þrátt fyrir fyrirmynd-
ina í Hafnarfirði.
Sósíalistar á ísafirði reyndu
bæjarútgerð í sumar. Bærinnv tók
togarann Hávarð ísfirðing á íéigfu
um síldveiðitímann og gerði út. H
Reksturafkoma togarans hefir
nú verið gerð upp og er útkoman
sú,
að beint tap nemur
15 þús. króna.
Auk þess er fast fje í veíðar-
færum, um 10 þús. króna, en eitt-
hvað fæst væntanlega af því. aft-
ur, ef veiðarfærin yrðu seld. Hitt
er tapað. Og tapið legst á gjald-
endur bæjarins. ,|j
Ekki að furða þótt sósíali^tjir
hjer í Reykjavík heimti bæjar-
útgerð
3 ný tllfelll í
ísafjarðarsýslu
En þá breiddist mænusóttin
út hjer í bænum og hafa að
minsta kosti nokkur grunsam-
leg tilfelli fundist síðustu
daga.
Frá ísafirði var blaðinu sím-
að x gærkvöldi að þrjú mænu-
sóttartilfelli hefðu komið fyrir
á bænum Skjaldfönn í Naut-
eyrarhreppi. Eru það systkini,
sem tekið hafa veikina. — Þá
sagði fi'jettaritari Morgbl. á
ísafirði, að fyr í vikunni hefðu
komið fyrir tvö mænusóttartil-
félli á Hamri í sömu sveit.
Morgunblaðið átti tal við
landlækni í gærkvöldi og sagði
hann svo frá, að eitt nýtt til-
felli hefði komið í Súðavík.
Einnig hefði hann átt tal við
Bolungavík. í byrjun faraldurs-
ins var þar einn sjúklingur. —
Síðan lá veikin niðri þar til um
síðustu helgi að þrjú ný tilfelli
komu þar. Ekki hafði land-
læknir frjett um útbreiðslu
veikinnar á öðrum stöðum úti
um land.
Grænmetls-
námsskeiðinu
á Alafossl
lank i gær.
Búnaðarsamband Kjalarnesþings
gekst fyrir því á dögunum, að
haldið yrði uámsskeið fyrir konur
úr Guílbringu- og Kjósarsýslu í
grænmetisgerð, til þess að efla
almenna notkunn grænmetis í
sveitum sýslnanna. Fyrir hjálpfýsi
og ötulan framkvæmdarhug Sig-
urjóns á Álafossi varð úr að nám-
skeiðið yrði haldið þar. Hefir það
staðið yfir síðastliðna viku, en
lauk í gær með fjölmennu kveðju-
samsæti og matarveislu.
Formaður Búnaðarsambands
Kjalarnesþings, Kristinn Guð-
mundsson bústjóri á Lágafelli
stjórnaði samsætinu og bauð
gesti velkomna, og rakti með
nokkrum orðum gang málsins..
Færði hann Álafosshjóiiunum
þakkir fyrir góða aðstoð og
drengilega.
Þa talaði Sigurjón Pjetursson.
Lýsti hann ánægju sinni yfir því,
að námsmeyjarnar héfðu ekki að
eins fengið tækifæri til þess að
læra að matbúa þá hollu fæðu,
grænmetið, heldur og að iðka þá
fögru íþrótt, sundið, I isundlaug-
inni á Álafossi. Notaði hann um
leið tækifærið til þess að segja
gestum frá tilraunum, sem hann
hefði látið gera á Álafossi, með
að búa til brauð og kökur með
kartöflum, er mætti verða bæði t,H
hollustu og búbóta,
Margir fleiri tóku til máls und-
ir borðum.
Yoru menn yfirleitt sammála um
ágæti slíks námskeiðs og hrósuðu
matnum á hvert reipi. En hann
var búinn til úr grænmeti nær
eingöngu og framborinn af náms-
meyjum sjálfum. Síðan var stíg-
inn dans eftir fjörugri harmóniku
músik og loks drukkið kaffi og
„Álafosskökur" borðaðar með.
Kennari námskeiðsins var ung-
Síra Brynjólfur Magnússon með fermingarbörn sín á Álafossi
Undanfarna 10 daga hefii~
síra Brynjólfur Magnússon í
Grindavik verið með 16 ferm-
ingarbörn á Álafossi við sund-
nám. Böyn þessi voru ferm-
ingarbörn síra Brynjólfs á síð-
astliðin vori í Grindavíkur- og
Hafna kirkjusóknum.
Morgunblaðið átti tal við sr.
Brynjólf, þegar hann kom með
börnin frá dvöl þeirra á Ála-
fossi, og ljet hann svo um
mælt:
Fá börnin gátu fleytt sjer
fyrir 10 dögum, þegar jeg kom
með þau hingáð; en nú kunna
þau öll bringusund, baksund
og björgunarsund og lígunar-
tilraunir lítilsháttar -— og hvað
er nú betri fermingargjöf en
þetta?
Eruð þjer fyrsti presturinn,
sem hafið tekið þessa aðferð
upp?
Nei— ekki get jdg; nú til-
einkað mjer heiðufinn af því,
— en jeg er nr. 2.h Fyrstur
var sr. Eiríkur Brynjólíáson
prestur á Útskálúril. En þettá
þyrftu fleiri að gera, óg þess
væri óskandi aðí,iiíhan,’lskams
yrði ekkert barn fermt, nema
það kynni að synda — eða að
minsta kosti ætti það í 'Vændum.
Dvöl mín með fermingarbörn-
um mínum á Álafosgi eru ein-
hverjir allra skemtilegusfu idag-
ar, sem jeg hefi lifað, og það
sama er mjer óhætt að segja,
að börnunum fanst.
Að loknu námskeiðinu var
haldin opinber- sundsýnin^; og
útbýtti Sigurjón Pjetursson
verðlaunum.
Námskeiðið kostar á, ’barn
31 kr. með ferðakostnaði,. að
heiman og heim.
;i *j«8d
frú Kristín Thoroddsen xuatreiðslu
kennari, og voru nexnendur um
30 als. Námskeiðið var í tvennu
Iagi; Á morgnanna fyrir þær 17,
sem lengst að voru komnar og
voru, í heimavist á Álaf., en fyrir
hinar, síðari hluta dags. Auk þess,
sem lögð var sjerstök áhersla á,
að kenna handhæga og ódýra mat-
reiðslu íslensks grænmetis, og
geymslu þess, fengu nemendur og
tækifæri til þess að hlusta á tvo
fróðlega fyrirlestra um næringar-
gildi grænmetis, og ræktun þess
og hirðingu. Annan fyrirlestur-
inn hjelt Ragnar Ásgeirsson, en
hinn Einar Helgason, garðyrkju-
fræðingur.
Ljetu námsmeyjar mjög vel yfir
dvöl sinni á Álafossi, þerma tíma,
vildu helst vera miklu lengur.
Ekki voru heimavistai’meyjarnar
síst ánægðar því að jafnhliða mat-
reiðslunáminu fengu þær að iðka
sund og Múllers-æfingar.
Umhyggja rauðliða
fyrir þeim s)úku.
Sósíalistar í bæjarstjórn ísa-
fjarðar hafa sýnt hug sinn til
hinna sjúku og bágstöddu.
Þeir hafa samþykt að þeir
utanbæjarmenn, sem ekki geta
sett banka- eða sparisjóðstrygg-
ingu fyrir veru sinni á sjúkra-
húsi bæjarins, verði alls ekki
teknir á sjúkrahúsið.
Svona er manmxðm hjá sósíal-
istum!
Géð sfildveiftft
fi Reflawfik.
Keflavík í gær. FÚ.
Eftir langa óveðurstíð íögðu
margir r eknetab átar af stað á
veiðar í gærkvöldi. Þessú' bátar
hafa í dag komið með síld tll
Keflavíkur; Bragi með ,53 tunn-
ur, Öðlingur með 43, Kafi 'méð 22,
Huginn 1‘yrst.i méð 73, Huginn
anriai' riiéð 62, Stakknr með 38,
Fyíkiý xrieð 68, Fýain■' íneð^‘14,
Ambjörn méð 51, Kjárni Ófafs-
son rixeð 56, Freyja ilieð 72. rig Jón
Þorlákssön með 74‘ tutifltirFÞégar
frjettaritari talaði' Frjettá-
stofuna kl. 17.00 var vjeihátur-
inn Árni Árnason að komd<S <að
hafskipabryggjúnni með '220Áunn-
ur síldar: Skipstjói'inriIJÍKristirin
Ái’nason segir svo frá að hanoi.hafi
lagt net sín í gærkvöldi, 2(1 sjó-
mílur í vestur af SandgerðÍ' Pg
hafi verið þar mikil síldaráta. og
mikið af fugli, og sú mikla smokk-
ganga, sem veriS hafi fyrir pokkr-
um dögnni muni vera gepgip, hjá.
í dag er besta veður og allmargir-
reknetabátar farnir út til veiða.
Filipseyjar vil ja ganga
ft Þjóðabandalagið.
London, 20. S'ept. FÚ.
I Frá Filipseyjum kemur sú fregn,
, að forseti eyjanna hafi lýst yfir
i því, að hann óski eftir því, að
|Filipseyjar fái upptöku í Þjóða-
' bandalagið.
f