Morgunblaðið - 26.09.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.09.1935, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 26. sept. 1935. KVEFÍDJOÐIN 00 EIEIMILIIÍ Betur mi el duga skal- Fermingirk|Alljnn. B a k s t u r. Á öðrum stað á kvennasíðunni eru uppskriftir af brauðum og kökum með jarðeplum í. Hús mæðrum mun þykja það nokkur nýjung, og máske vera ragar við að reyna það. En það er ástæðu- laust. Sigurjón á Álafossi hefir gert tilraunina og látið baka, eftir þessum uppskriftum, fyrir sitt heimili, og reynst það prýðilega. Kökurnar og brauðin eru ágæt, ef baksturinn sjálfur hepnast vel. Við kennum „baksturinn“ við Ála- foss og nefnum hann: „Álafoss- kökur“ og „Álafossbrauð“. Franskbrauð og kökur hafa hingað til ekki þótt nein fyrir- myndarfæða. En fólkið vill nú einu sinni ekki neita sjer um hana. Er þá ekki úr vegi að húsmæð- urnar geri sitt til þess að auka á hollustu hennar og næringargildi. Nú er ráðið að nota jarðeplin, þessa ágætu, hollu og ljúffengu fæðu. Vel á minst jarðepli. Það er „sorglegt til þess að vita, hve mik- ið er flutt inn í landið af þessari matvöru, sem íslendingar ættu að geta sjeð sjer fyrir sjálfir*). Hjer eiga íslenskar húsmæður að hefj- ast handa. — Hversu marg- ar konur hafa til dæmis ekki skilyrði til þess að hafa garð við hús sín, án þess að færa sjer það í nyt, þó skömm sje frá að isegja! Það væri þó mikill munur til bóta og sparnaðar að geta sjeð heimili sínu fyrir þessari ómiss- andi matartegund. Og úr því maður hefir garðholu á annað borð, væri hægur vandi að rækta fleiri tegundir græn- metis, eins og rófur, gulrófur, tröllasúru (rábarbara), blómkál, grænkál, hvítkál, salat, steinselju (persille) o. fl. Það er annars gott til þess að vita, að áhugi manna hjer á landi er yfirleitt að vakna fyrir græn- metisgerð og ræktun, bæði í kaup- átöðum og til sveita. En betur má ef duga skal. íslenskar hús- mæður verða hjer að vera sam- taka, grænmeti á borðum daglega — og helst, grænmetis- og garð- pækt við hvert hús! *) Síðastliðið ár var t. d- flutt inn í landið 2364 tonn af kartöfl- um fyrir 258 þtis. krónur. Avexlir og ber sem móteitiir. Prófessor H. von Euler í Stokk- hólmiv hefir með rannsóknum komist að þeirri niðurstöðu, að safi lir vissum berjum og ávöxt- um, sjerstaklega sólberjum, sítrén- um og reyniberjum, stuðti að því að gera líkamann ómóttækileg- ann fyrir ýmsar sóttkveikjur, t. d. kvef- og lungnabólgusótt- kveikju. M U N I Ð -------að agurkur eru góðar, ef þær eru beinar og stinnar. Bognar agurkur eru oft beiskar. Fermingin / stendur enn á ný fyrir dyrum og' fermingarstúlk- urnar eru farnar að hugsa um hvernig kjól þær eigi að bera við þetta hátíðlega tækifæri. Við birt- um því lijer þrjár fyrirmyndir að ljómandi fallegum, hvítum ferm- ingarkjólum. Kökur og brauð úr jarðeplum o. fl. Hjer fara á eftir nokkrar upp- skriftir af kökum, franskbrauði og kaffibrauði, með jarðeplum. Er vandasamara að baka brauð og kökur með kartöflum en vana- leg brauð, og þarf því nokkrar varúðar að gæta. Á meðan fólk er óvant þessum bakstri er rjett að nota XA hluta jarðepla og % hluta hveitis. Eins verður að gæta Jjess, að deigið sje baft stífara en venjulegt deig, því að jarðeplin draga í sig mjelið og lina deigið upp. Skamturinn er líka heldur stór fyrir minni lieimili, en auð- veldlega má hafa hlutfallslega minna af hverju efni. Uppskriftir þessar eru eftir Sig- urjón Pjetursson á Álafossi. Hvor er vinsælli I. Stílkjóll úr tybi með taft- pilsi, ferhyrndu hálsmáli og stutt- um pokaermum. Fermingarstúlk- an er með blóm í hárinu og í háls- málið er líka komið fyrir hvítum blómum. II. Miðkjóllinn er úr crepe de chine, hár upp í háls með hálf- löngum ermum og belti, sem er bnept með hvítum hnappi að framan. III. Þessi kjóll er sjerstaklega hentugur fyrir litlar og grannar stúlkur, sem vilja ekki endilega vera eins og fuborðnar stúlkur, þó að þær sjeu orðnir 14—15 ára gamlar og sjeu uppi árið 1935. Hann er úr taftsilki og sundur- skorinn í mitti. Þar er lítil hring- skorin j)ífa, sem er síðust að aft- an. Ermarnar eru ryktar við axl- arsaum, og framan á þeim er stíft uppslag. Bæði í hálsinn, á upp- slögunum og neðan á pífunni og pilsinu er mjó pliseruð pífa. „ÁIafossköktir“. Jólakökur: 2000 gr. kartöflur. 2000 gr. mjel. 1125 gr. strásykur. 1000 gr. smjör. 14 stk. egg. 200 gr. gerpúlver. 500 gr. rúsínur. Cítróndropar, kardemommur, 3 pel. mjólk, % P- vatn. Kleinur: 500 gr. mjel. 250 gr. kartöflur. 200 gr. melís. 200 gr. smjör. 5 stk. egg. 1 peli mjólk. 3 teskeiðar gerduft. Vanillu horn: 2 stk. egg. 850 gr. melís. 500 gr. smjör. 625 gr. mjel. 375 gr. kartöflur. 40 gr. gerpúlver. 1 peli mjólk, vanilludropar. „Alafossbrauð". Franskbrauð: 50 gr. strásykur. 75 gr. smjör. 50 gr. pressuger. 30 gr. salt. 1250 gr. kartöflur. Hveiti eftir þörfum, deigið á að vera vel stíft. % ltr. vatn, %ltr. mjólk. Slá ti] 36 gráð heitt. Kaffibrauð: 1000 gr. strásykur. 375 gr. smjörlíki. 5 st. egg. 1000 gr. kartöflur. 2000 gr. hveiti. y% ltr. mjólk. 50 gr. gerpúlver. Tímarnir breytast. Heimanfylgfa brúðurinnar í gamla daga. 1 gömlu blaði hefir fundist brjef dags. 1885, þar sem ung húsmóðir telur upp það, sem hún hafi fengið af fatnaði, áður en hún giftist. — Jeg er búin að vera trúlofuð í fimm ár, skrifar hún. Á þeim tíma hefir unnusti minn lagt Japanska brúðurín iærð í skrúðann 1 Japan er lögð mikil iðni og kostgæfni í að skreyta brúðurina fyrir það hátíðlega tækifæri — giftingima. Þegar margar fimar hendur hjálpast að við hið vanda- sama verk, er það „ekki nema“ dagsverk að færa brúðurina í skart1 ið, sem er hvorki meira nje minna en sjö klæðnaðir, sem allir eiga að sitja sem steyptir, án hrukku eða fellingar. En að dagsverkinú loknu er árangurinn, eins og sjá má af myndinni. fyrir í húsgögn, gluggatjöld og slíkt. Foreldrar mínir, sem hafa lílíar f járhagsástæður og hann, þurftu því að eins að sjá fyrir þessu venjulega, sem þarf áður en bú er sett á stofn: Sængurfötum, lökum, borðbúnaði og ljerefts- fatnaði mínum. Jeg hefi saumað alt sjálf heima á saumavjelina mína og heklað blúndurnar. Þetta fekk jeg fyrir sjálfa mig: Tólf Ijereftsnærfatnaði, 6 með hekl uðum og6með prjónuðum blundum. Tólf blundubuxur. Sex hvítar og sex bleikar nátttreyjur. Þrjú nær- ipils vir flúneli, saumuð að neðan með hnesluspori, og önnur þrjú hvít, með hekluðum tungum. Þrjú utanyfirpils úr ljósu baðmullar- efni, pliseruð, til þess að vera í á sumrin, og þrjú hvít, hnept, með slóða. Eitt klæðispils, og annað fóðrað eða vatterað. Tvær tylftir af vasaklútum. Sex hvítar tehett- i ur, heklaðar, með hekluðum bliind um. Sex eldhúshandklæði, stór, úr igráleitu baðmullarefni, földuð bláu skáskornu þvottaljerefti. Tólf pör af sokkum (4 ullarsokka og 8 pör af baðmullarsokkum), sem allir hafa verið prjónaðir heima og þrjá morgunkjóla úr þvotta- efni (jeg hafði þá dökkleita). Grcta Garbo eða Marlene Dietricb? Þá segir hin unga húsmóðir enn- fremur: Þegar við þetta bætist ýmislegt smávegis, eins og t. d. línhúfur (kappar) o. s- frv., er hin eigin- lega heimanfylgja í fatnaði talin. Ung stúlka á venjulega tvo kjóla til skiftanna. Ilvað nýja kjóla snertir, eru margar stúlkur sem fá aðeins nýjan brúðarkjól, aðrar fá fleiri nj'ja kjóla. Um það verða engar reglur settar. Og hin unga húsmóðir endar brefið með þessum orðum: Þetta sem jeg hef hjer tabð upp er það, sem jeg fekk nýtt áður en jeg gifti mig, fyrir utan sjálfan brúðarkjólinn. Það verður ekki of sögum sagt — tímarnir breytast- Maður sjer í anda nútímastúlkuna prjóna sjer tólf pör af sokkum — þar af ferna ullarsokka! Gluggatjöld Iltuö með rabarbara. Gluggatjöldin geta fengið fal- legan gulleitan blæ, ef þau eru lit- uð með rabarbara. Sjóðandi heitu vatni er helt yfir sundurskorinn rabarbara, og síðan er látið sjóða upp í eina eða tvær mínútur. Vökvinn er kældur og síaður og hrærður út í línsterkjuna. Verða gluggatjöldin að vera þur, þegar þau eru sett ofan í þessa lín- sterkju. Jafnvel þeir sem löngu eru hættir að vona, verða stöðugt fyr- ir vonbrigðum. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.