Morgunblaðið - 28.09.1935, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.09.1935, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 28. sept. 1935.’ >j Píanó til sölu, Óðinsgötu 17. Lítið notuð gasvjel til sölu, úr Gasstöðinni. Upplýsingar á Bergstaðastræti 83. Sími 1176. Gott píanó til sölu. Hljóð- færahús Reykjavíkur. Sími 3656. Kaupum og tökum í umboðs- sölu, húsgögn og lítið notuð ferðaföt. Fornsalan Hitt og þetta, Laugaveg 47. Fornsalan, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ýmiskonar hús- gögn og lítið notaðan karl- mannafatnað. Sími 3927. Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Jörð eða grasbýli, helst ekki langt frá Reykjavík, verður keypt í skiftum fyrir hús á góð- um stað í Reykjavík. Fséði og einstakar máltíðir í Café Svanur við Barónsstíg. Góður matur. Sanngjarnt verð. UirvtiCL' Kensla. — Tek að mjer að kenna börnum og unglingum, og lesa með skólafólki. Sigr. Eiríksdóttir, Þórsgötu 18. Kenni og les með börnum í Austurbænum. Upplýsingar í síma 2009. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Fleiri tegundir smárjettir alt- af tilbúnir, heitir eða kaldir. Komið og reynið viðskiftin. Laugavegs Automat. Sími 3228. StÚítynninaac Munið fisksímann 1689 og reynið viðskiftin. Kennari með kennaraskóla- prófi og nokkurri sjermentun í málum, óskar eftir kenslu, gegn fæði. Sími 2501, frá kl. 1—3 og 6—7 síðdegis. Postulínsmálning. — Byrja kenslu 1. október. Væntanlegir nemendur beðnir að gefa sig fram. — Svafa Þórhallsdóttir, Laufási, sími 3091. „WECK“ Niðursuðuglösin hafa reynst best. — Allir varahlutir fyr- irliffgjandi í Verslunarvit. Skáldleikaböfundurinn frægi, Sir James Barrie, er nm þetta leyti að semja leikrit, er Elisa- beth Bergner á að leika í. Hug- myndina að sjónleiknum fjeklc hann fyrir nokkru, er hann sat að tedrykkju með Margaret Rose, prinsessu, yngstu dóttur hertoga- hjónanna af York. Prinsessan gerði einhverja athugasemd, er ' gaf honum góða hugmynd, og þegar hann kom heim, skrifaði hann henni, þakkaði henni fyrir þessa ágætu hugmynd og bauð henni jafnframt tvo shillinga fyr- ir einkaleyfi á hugmyndinni. ! Tveim dögum síðar fekk hann brjef frá Elisabeth, systur Margar et Rose, níu ára gamalli. Hún skrifaði fyrir systur sína, af því að hún var of ung, til þess að geta gert grein fyrir máli sínu skrif- lega. Elisabeth bað Sir James um skýringu. Ætti að skilja það svo, að þessir skildingar væru borgun í eitt skifti fyrir öll, eða þóknun fyrir hvert skifti sem sjúnleikur- inn vrði sýndur? 1 Það hjelt á sjer hita. Fyrir nokkru voru gerðar um- bætur á veitinga- ig dansstað einum í Kaupmannahöfn. 1 því tilefni segir forstöðumaður veit- ingarhússins svo frá, að alt til ársins 1919, hafi aðeins þurft einn einasta lítinn ofn í salina, því að gestirnir hafi helst viljað dansa í utanyfirfötunum. Þetta minnir á Reykjavík. Þar vilja að minsta kosti flestar stúlk- urnar sitja í kápunum, ef þær koma á veitingarstað. Reykjavfk. Dalir. Hólmavfk. Hraðferðir í sambandi við Laxfoss um Borgarnes. Til Hólmavíkur alla þriðjudaga. Til Dala alla föstudaga. Frá Reykjavík til Dala, fyrir Hvalfjörð alla mátiudaga. Afgreiðsla í Reykjavík á BibeiðasfðO Islands, Simll540. Andrf es] Magnússon, Ouðbrandur Jörundsion. Best að auglýsa í MorgunblaðiiiD. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. ^ FANGINN FRA TOBOLSK. 49. „Það væri altof hættulegt,“ sagði hertoginn. — „Þeir vita að við erum vopnaðir, og hver þeirra vildi hætta sjer fyrstur að opinu?“ Nú heyrðu þeir, að skotið var einu skoti, og svarað var með skothríð neðan að. de Riehleau hló við. „Rex hefir auðsjáanlega bjargað sjer. — Að minsta kosti er hann lifandi. Hve mörg skot eigið þjer eftir?“ „Fimm,“ svaraði Símon hikandi. Nú er komið til okkar kasta. Yerið kyr þarna.“ hann læðast um herbergið, og koma síðan til $ín. llii nokkur stigi hjeðan niður?“ ð þjer lýsa, ein sekúnda nægir, og haldið þjer ljósinu út frá yður.“ 1 ljósinu sáu þeir lítinn, þröngan stiga. Símon flýtti sjer að slökkva, kveikti aftur og slökti. Alt var kyrt og hljótt. „Við skulúm koma niður“, sagði hertoginn. „nE í öílum bænum, varlega". Það brakaði óheillavænlega í stiganum, er þeir læddust niður. Gegnum brotna gluggarúðu gátu þeir greint pall fyrir neðan, þegar þeir voru komn- ir lengra niður. ,,Við’ erum sannarlega hepnir“, sagði hertoginn. Símon gat heyrt það á tóninum, að hertoginn brosti, og alt í einu rann það upp fyrir honum, að hann naut þess arna. Hertoginn óskaði þess ekki eins og Símon að komast á burt, hvað sem það kostaði — að því undanskildu auðvitað, að svíkja vini sína — komast burt úr þessu gjallandi kúlna- regni, sem fekk menn til þess að stynja og æpa af sársauka. „Þessi gluggi er okkur mikil hjálp“, hjelt her- toginn áfram. „Hjeðan getum við sjeð yfir ,,víg- völlinn“. Nú sendi jeg þeim eitt skot þarna út í runnana. Og þegar þeir svara, skjótið þjer á þá þrem skotum, í hægri fylkingararm, en aðeins þrem skotum. Jeg skýt þar sem best hentar, og þjer takið hægri hliðina. Tilbúinn!" „Um“, hvíslaði Símon. „Skjótið.“ de Riehleau hleypti af. Þegar var svarað með skothríð. Það var augljóst, að einir átta menn voru þarna niðri í myrkrinu. Einn þeirra var rjett undir glugganum. Símon hallaði sjer út og hleypti af. Hann heyrði vein, og fann, að hertoginn þreif óþyrmilega í hann og dró hann inn. „Eruð þjer bandóður, maður — að stinga höf- inu út um gluggann!“ ,,Fyrirgefið,“ sagð,i Símon auðmjúkur. ,,En jeg skaut hann þó.“ Alt í einu heyrðist dynkur ofan að, og síðan var skotið úr garðinum. „Þetta er Rex,“ sagði hertog- inn. „Við skulum koma upp til hans.“ Það brakaði og brast í stiganum er þeir gengu upp. Þeir námu staðar, á efsta stigþrepinu. „Ertu ómeiddur?“, spurði Símon og ætlaði að halda áfram, en hertoginn greip í hann. ,5AIt í lagi,“ var svarað frá glugganum í hinu dimma her- bergi. „Hamingjunni sje lof,“ sagði hertoginn. — „Jeg var hræddur um að þetta væru óvinirnir. — Gættu þín á þessu óttætis opi.“ ,,Þið ljetuð þá svei mjer kenna á því áðan,“ sagði Rex hlæjandi. ,,Jeg komst, yfir með hægu móti“. „Heyrið þið,“ sagði hertoginn. ,.Jeg legg til, að við reynum að komast hjeðan gegnum bakgarðinn. Það er enginn við stigann." „Ágætt. En hvert eigum við að fara?“ „Til Maríu Lou. Fekk hún hesta? Eða er kann- ske vörður við hún hennar?“ ,,Nei, hún fekk enga hesta. Vinir hennar höfðu haft spurnir af okkur og þorðu ekki að selja henni hestana.“ Alt í einu varð Rex að beygja sig til þess að komast hjá kúlnaregninu, sem dundi á þakið. „Hvað um það.“ Hertoganum var mikið niðrii fyrir. „Við verðum að læðast hjeðan* einni og einm í einu. Hús hennar er eini staðurinn, sem við get- um mæst á“. „Eigum við ekki heldur að fylgjast að?“, spurðii Rex. „Þú veist, að það er ógerningur. Þá elta þeir okkur. Einn okkar verður að fara, meðan hinir draga athygli þeirra frá honum. Og Símon fer fyrstur.“ „Hví þá það? Viljið þið losna við mig?“ „Enga vitleysu, Símon. Þjer eigið ekki eftir- nema tvö skot. Rex, gættu að glugganum, meðan: jeg tala við Símon.“ „Heyrið þjer nú.“ Hertoginn talaði lágri og biðjandi röddu. „Það er mikil áhætta að flýja. hjeðan, því að það getur vel verið að fleiri her- menn sjeu í leyni á bak við húsið, eða komi innani skamms. Viljið þjer ekki taka þetta að yður, að fara til Maríu Lou — hún er hetja, okkar eina. von. — og leita ráða hjá henni um, hvar við get- um falið okkur. Þjer hafið hálftíma. En þegar við' komum, verður alt að vera tilbúið. Farið nú af stað. Hver mínúta er dýrmæt.“ Rex skaut á mann, sem vár að skríða eftir: þakinu. „Úr því svona er, er jeg reiðubúinn,“ svaraði Símon. „Ágætt, drengur minn. Verið þjer sælir og gangi yður vel.“ ,,Jeg hitti hann ekki, bölvaðan,“ sagði Rex. „En jeg hugsa, að hann leiki sjer ekki að því að klifra þarna um í annað sinn.“ „Hamingjunni sje lof, að við fengum piltinn af stað?“, andvarpaði hertoginn, þegar Símon læddist niður stigann. „Heldurðu að þetta gangi hjá honum?“, sagði Rex. „Já, því ekki það,“ Hertoginn gægðist út og leit út yfir sljettuna. „Þeir eru rjett byrjaðir að skjóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.