Morgunblaðið - 08.10.1935, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.10.1935, Qupperneq 3
Þrföjudaginn 8. okt. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 3 hand^á^'iifctmálans yrði beitt gegn Italíu. Viðvíkjandi þessari kröfu bendir nefndin á að til þess að hœgt sje að beita 16. gr. þá sje ekki nauðsynlegt að ófrið- inum hafi verið formlega lýst yfir. Loks úrskurðar nefndin að Italía hafi gripið til vopna og gerst brotleg við Þjóða- bandalagssáttmálann. Italir reyiia að draga málin á langinn. Þjóðabandalagsráðið hjelt fund síðdegis í dag. Aloisi bar- ©n sagði, að hann hefði ekki haft tíma til að kynna sjer álit 6 manna nefndarinnar nje gefa stjórn sinni skýrslu um það. Hann fór fram á að málinu yrði írestað til morguns. Dr. Havari- ate mótmælti því afdráttar- laust. Þá hjelt Þjóðabandalagsráðið lokaðan fund þar sem hvorug'- «r var viðstaddur fulltrúi Abyssiníu eða Ítalíu. Fundurinn tók til umræðu beiðni AIoisi barons um frest til morguns og hafnaði henni með samhljóða atkvæðum. Var Aloisi baron til- kynt það brjeflega að beiðni hans væri hafnað með þeim rökum, að þar sem ófriðurinn _geysaði í Abyssiníu væri nauð- synlegt að viðhafa hinn mesta flýti. Baron Aloisi lýs- jr vanþóknun á Þjóðabandalag- inu. Þá var enn settur opinn fund- ur í Þjóðabandalagsráðinu kl. 4,45 e, m. Baron Aloisi tók Tyrstur til máls. Hann sagði að ítalska stjórn- m yrði að láta í ljós stranga vanþóknun á því hvernig með málefni hennar væri farið. Hann sagði að nefndarálitinu væri mjög ábótavant, það væri mjög ónákvæmt á krÖfum og þar væru fullyrðingar, sem ekki hefðu við rök að styðjast. Hann kvartaði yfir því, að sjónarmið Ítalíu hefði ekki verið tekið til greina, enda væru allar umræð- ur árangurslausar meðan Abyssiníu væri gert svo hátt undir höfði að fara með hana eins og menningarland. Hann kvaðst verða að álíta, að nefndin hefði viljandi lokað augum fyrir staðreyndum og mundi engin þjóð, sem hjer ætti fulltrúa gera sjer að góðu að verða sett á skör með Abyss- iníu. Hann neitaði því að Italía hefði brotið Þjóðabandalagssátt málann. Hún hefði aðeins gert nauðsynlegar ráðstafanir til verndar nýlendum sínum. Loks væri á það að líta, að Abyssinía hefði aldrei fullnægt skyldum sínum sem meðlimur Þjóða- bandalagsins. Inntaka hennar í Þjóðabandalagið hefði verið hryggilegt axarskaft, en það ▼æri ennþá verra axarskaft að hika við að bæta úr þeirri vit- leysu sem gerð var, er hún var tekin inn. Dr. Havariate felst á niðurstöð- ur 13 manna nefndarinnar. Þegar þessi frjett var send hafði Dr. Havariate tekið til máls. Hann byrjaði ræðu sína á þvi að segja, að Abyssinía f jellist algerlega á niðurstöður 13 manna nefndarinnar, en var ekki lengra kominn þegar frjett in var send. Þegar Adua var takin. KHÖFN KL. 1 í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. ítalir náðu borginni Adua á sitt vald í gær eftir blóðugar orustur. Fullyrt er að ítalir hafi náð borginni á sitt vald hvað eftir annað, en mistu hana altaf aft- ur. — Hófu Abyssiníumenn grimini lega gagnsókn og neyddu Itali til að hörfa undan um stundar- sakir. Náðu þeir á sitt vald miklu af vopnum og skotfærum og tóku 200 ítali til fanga. Hófst nú hin ægilegasta högg orusta með rýtingum og byssu- stingjum, en að lokum urðu Abyssiníumenn þó að hörfa und an fyrir fallbyssuskothríð ítala. Flýðu þeir borgina og vörðu hinir viltu Danakilsmenn und- anhaldið. Eltu Italir flóttann með brynvörðum bifreiðum og hófu ægilega vjjelbyssuskothríð á Danakilhermennina. Voru 2 þúsund Danakilsmenn hrytjaðir niður. Hjálparsveit, skipuð 100 þús. mönum, kom of seint til hjálpar Abyssiníumönnum. Sókn ítala á suðurvígstöðv- unum heldur áfram. Hafa þeir skotið á f jölda mörg þorp og Iagt þau í rústir. Borginni Gerlo Gubi í Ogad- en, þýðingarmikil borg, hafa þeir náð á sitt vald. Frjest hefir hinsvegar að Abyssiníumenn hafi náð Wal Wal borginni aftur á sitt vald úr höndum Itala. Abyssiníumenn hafa grafið óteljandi ljónagryfjur í Ogad- eneyðimörkina og veiða í þær skriðdreka og bifreiðar Itala. Páll. Ifalir hafa meir en 200þús. liermcnn í Austur-Afríku. LRP, 7. okt. FÚ. Síðustu opinberu skýrslur um liðsafla Italíu í Austur-Afríku herma, að Italir hafi þar nú 200 þús. fótgönguliðsmanna, 30 þús. verkamanna, 350 flugvjel- ar. Eftir háttsettum ítölskum stjórnmálamanni er það haft, að um næstkomandi áramót geti Italir haft 800 flugvjelar í Austur-Afríku. . • • -1^^—• • • • HiHer [art engan ófrið til að flylja óeiningu Rana og Abyssimu. innanlands - eins ogKAU™“\; \rR' Mussolini! MORGUNBLAÐSINS- Roosevelt Bandaríkja- Kosningar í Englandi í nóvember. forseti hefir samkvæmt hlutleysislögunum, sem nýlega gengu í gildi, Hitler. London, 7. nóv. Frá Hameln (Hamelin) í Prússlandi er símað, að Adolf Hitler, ríkisleiðtoginn þýski, hafi haldið þar mikla ræðu, í tilefni af þakkarhátíð bænda, sem haldin er árlega á hausti hverju að fornum sið. Frh. á 6. síðu. bannað allan flutning frá Bandaríkjunum á hergögnum til Ítalíu og Abyssiníu. Ennfremuf hefir hann lýst yfír því, að einstaklingar í Bandaríkjunúnf' geri það á eig- in ábyrgð, ef þeir versla við þessi lönd mesð aðrar vörur. Yfirlýsing þessi er talin tákna það, að Bandaríkin muni ekki ætla að gera refsiaðgerðir Þjóðabandalagsins þýðingar- lausar, með því að flytja út vörur til ófriðarþjóðanna. Ame- rísk herskip munu ekki verja þau verslunarskip, sem flytja vörur til Ítalíu. Páll. Baldwin forsætisráðh. Breta. EIN K AS I< E Ý Kosningar í Englandi eiga að fara fram í vet- ur eða í vor. Fram til þessa hefir verið talið líklegast að þær færu ekki fram fyr en í vor. ''ed "■ En nú er fullyrt að meiri- hlutinn í ensku stjórninni sje því fylgjandi að koshingarnar fari fram í nóvember.h’ Afstaða stjórnarinnar til deil unnar í Afríku hefir befett útlitið fyrir sigri stjórnarinhah :í kosn- ingunum. Páll. i KHÁjtTUý MASSAUÁ KASSAL/V ■ HISCÍÁ o SAU'A Á.SmAKa) YKMHN .t/'.-- >d? ‘ÁhUÁ' ÍÍIRSBkSí Iplgfife ■^■r;%... . '\ Tsána S.. vÍ/i*LSAKOTAíf§ mWMáfp i ASS.AB Somalilanci pJigöu.Ti: ■Mgojjam■;)//>{>* ofa'•: 'V;Addis^Abeb^ /XIIA iílíSi -bérbéra SiíííSiwíi::: ^BUÉHAJl J, . BR. SOMALILAND EI, DAB. ' : DIREDAWAi Vfc^W'JlJIG HARAB A-'iíff I.í/.iV'! BOHOTLEH \ ' \ \DAGGAH BUR \ HARRADÍGIT / SASA 'BANXH/ f í.:;-i DAGAÍIE GELEDI . ^ ‘ EL HÁBHÉD OLASAN*;- SIE SAN DARE DIMTU w§m<m BtLETUNE DOLO . ITAL. SOMALILAND ;mogadiscio ' . .' Her Mussolini helt yfir landamæri Abyssiniu á þrem stöðum. — Norðurherinn tók stefnu á Adua, og er núna hjá Aksum. Austurherinn fór yfir landamærin skamt norður af franska Somalilandi og er nú staddur í Aussa. Þessum her er stefnt til járnbrautar- innra milli Addis Abeba og Djibouti. Suðurherinn tók stefnu norður Ogadeneyðimörkina. Hefir hann tekið borgirnar Gerloguhi og Wal-Wal. Þessi herdeild mun eiga að stefna norður til borgarninar Harar. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.