Morgunblaðið - 08.10.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.10.1935, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þrigjudagkin 8. ofct. 15935, Fjáröflun landsmálaflokkanna. Handavinnukensla Heimilisiðnaðarfjelags íslands Sósíalistar, bæði Tímaklíkan og þrajar Hjeðins, hafa hvað eftir annað gert óp að Sjálfstæðis- flokknum fyrir það, að flokks- menn styrktu flokksstarfsemina með fjárframlögum. Alþýðublað- ið byrjaði enn þennan mánuð, með sama sálminum, og snýr þá máli sínu að mestu leyti til mín, per- sónulega. Það er ekkert leyndarmál, og þarf því ekki að skrafa um það hljóðlega, að landsmálaflokkam- ir þurfa fje til starfsemi sinnar. En mikill munur er á því, hve mikið fje þeir nota, og ekki er hitt síður, að ólíkar sjeu aðferð- ir flokkanna, bæði við öflun og notkun fjárins. Einkennílegt er það, að stærsti landsmálaflokkurinn notar lang- minst fje til flokksstarfsemi. Hefir Sjálfstæðisflokkurinn sætt nokkru ámæli fyrir það, hve „í- haldssamur" hann væri, að því er „herkostnað" snerti, samanborið við aðra flokka. Það er og satt, að Sjálfstæðisfl. eyðir varla meiru til flokksstarfsemi en sem svarar 1/10 móti því, sem rauðu flokkarnir eyða hvor um sig. Þetta stafar ekki eingöngu af tómlæti flokksstjórnarinnar, held- ur af hinu, að Sjálfstæðisfl. eyð- ir aðeins sínu eigin fje, sem er frjáls framlög flokksmanna. Eyðsla flokksins takmarkast því af örlæti flokksmanna, og flokks- starfsemin verður að langmestu leyti sjálfboðavinna áhugamanna flokksins. Þessu er öðruvísi háttað hjá andstæðingum Sjálfstæðismanna. þeir eyða ekki sínu fje, lieldur annara. Þeir þurfa því ekki að vera „íhaldssamir“. Sannast all- óprúðlega á þeim, að margur rist- ir breiðan þveng af annars skinni. Það hefir sjálfsagt í upphafi átt að fara leynt, hvernig rauðu flokkarnir afla sjer fjár, en nú er það orðið opinbert leyndarmál. Það er vitað, að núv. stjórnar- flokkar ráða yfir ógrynni fjár til flokksstarfsemi, og að það fje er að langmestu leyti illa fengið Aðallega afla þessir flokkar fjár á þrennan hátt: 1. Með því að taka á móti er- lendu mútufje. Er það Al- þýðuflokkurinn, sem veitt hef- ir júdasarskildingunum mót- töku, og dettur víst engum í huga, að erlendir pólitískir flokkar mundu greiða póli- tískri klíku hjer á landi tugi eða jafnvel hundruð þús. kr., án þess að sú klíka skuld- bindi sig til að vinna eitt- hvað fyrir það. Landsfólkið verður því að gera sjer það alveg ljóst, að hjer á landi er starfandi fjelagsskapur, einn eða fleiri, sem tekur við stór- fje erlendu, til þess að vinna fyrir erlenda hagsmuni hjer á landi, pólitíska og fjárhags- lega. % Með því að kúga fje af mönn- nm. Alþýðuflokkurinn kúgar árlega fje af hverjum verka- manni, sem í verkalýðsfjelög- unum er, liversu fátækur sem hann er og hverjar skoðanir sem hann hefir á landsmálum. Fjenu er síðan varið til flokks- starfsemi. Hjer í Reykjavík nemur þetta lausnargjald um 16—20 kr. árlega fyrir hvern mann, og þýðir engum í móti að mæla, því þá er honum bægt frá vinnu. í Alþýðu- flokknum eru menn sveltir til hlýðni. Kaupfjelögin ræna meðlimi sína blátt áfram til flokks- starfseminnar. Fjeð er sum- part tekið af hinum sameigin- lega sjóði, sumpart af hverj- um einstökum fjelagsmanni, án tillits til þess, hverja stefnu í landsmálum hann aðhyllist. Skuldaólin er hert að hálsi manna, ef þeir mögla. Loks er þeim mönnum, sem eitthvert opinbert starf hafa á hendi, ógnað með atvinnu- sviftingu, til þess að gjalda fje í flokkssjóði stjómarflokk- anná. 3. Langmestum hluta þess fjár, sem stjórnarflokkarnir nota til flokksstarfsemi, er hnuplað úr ríkissjóði, eða reitt með svik- samlegu móti af ríkisstofnnn- um. Á því leikur ekki aðeins grun- ur, heldur eru skriflegar og stað- festar sannanir fyrir því, að fje er án afláts hnuplað iir ríkis- sjóði til starfsemi rauðu flokk- anna. Leyndardómsfullar ávísanir á ríkissjóð fæðast uppi í „hvíta húsinu við Lækjartorg“. Tor- tryggilegir reikningar skjóta upp höfðinu í ríkisstofnunum. Em- bætti og stöður verða t-il með ó- eðlilega háum launum, og allir vita, að þeir sem í stöðurnar eru skipaðir, fá ekki nema hluta af þeim launum, sem þeir kvitta fyrir. Alkunnugt er, að ýmsar sam- þyktir og lög síðustu þinga eru beinlínis þjófalyklar að sjóðum ríkisins eða almenningsstofnana. Rjett til dæmis má nefna það, að mjólkursölulögin eru notuð til þess að láta bændur borga stór-' fje í flokkssjóð Alþýðuflokksins. Var um þetta samið fyrirfram og lögin við það miðuð. Það er sjálfsagt ekki einsdæmi að flokkar lifi á illa fengnu, jafn- vel stolnu fje. En hitt er sjálfsagt alveg einsdæmi, að flokkar verði svo samdauna óþverranum, að þeir, eins og Alþýðublaðið, lineykslist á því, að aðrir flokk- ar skuli afla sjer fjár eingöngu á heiðarlegan hátt, og takmarka fjáreyðslu sína við það, sem þann- ig aflast. Eins og áður segir, ræður Sjálf- stæðisflokkurinn engu öðru fje en því, sem flokksmenn skjóta sam- an. Fjárframlög þessi em alger- lega frjáls og eingöngu bundin við áhuga manna fyrir góðu mál- efni. Með birtingu brjefs þess, er jeg f. h. Miðstjórnarinnar skrif- aði ýmsum flokksmönnum hjer í bæ, hefir Alþ.bl. eflaust ætlað að telja ■ menn af því að styrkja flokkinn með þessum frjálsu fram lögnm. En það sannast á Alþ.bl., að ilt innræti er ekki einhlítt til þess að koma fram vilja sínum. Tel jeg mjer þetta tiltæki Al- þýðublaðsins alveg óvæntan greiða, því brjefið er allveiga- mikið sóknargagn gegn rauðu flokknnum, og rökstuðningur fyr- ir þeim óskum, sem þar eru fram bornar. En jeg vænti þess, að skítkast blaðsins á flokkinn og ótti þess við þessi frjálsu sam- skot Sjálfstæðismanöa, verði þeim mikil hvöt til þess að veita flokknum öflugan fjárhagslegan stuðning. Vil jeg því sæta þessu færi til þess að bera fram þá ósk til flokksmanna, að þeir veiti flokknum fjárhagslegan stuðning, hver eftir sinni getu, hvort sera þeim hefir verið skrifað um það sjerstaklega eða ekki, og mundi það spara flokknum útgjöld og fyrirhöfn, ef flokksmenn vildu gera svo vel að skila framlögum sínum sjálfir á skrifstofu Mið- stjórnarinnar í Varðarhúsinu. Jafnframt vil jeg nota tækifærið til að þakka þeim mörgu og ágætu flokksmönnum og konum, sem þegar hafa sent flokknum fjár- framlög., Sigurður Kristjánsson. Mfnnintf Ingvar Gestur Ingvarsson, fæddur 5. október 1912, dáinn 27. desember 1934. Veturinn 1912 mun mörgum í minni. — Þá skeði það, sem að vísu of oft á sjer stað — að horft var út á hafið úr mörgum bygðum þessa lands, með trega og tárum. Ægir hafði þá, sem svo oft endranær — krafist fórn- ar af hinni íslensku þjóð. Hann hafði gjörst stórhöggur — og margar vaskar hetjur úr íslenskri sjómannastjett höfðu hnígið í vota gröf. Helfregnin var komin að landi svipleg og svo undursár — og breytt mörgu heimilinu í sorgarrann. —- Á einu þeirra heim- ila fæddist Gestur litli Breiðfjörð, en svo var hann oftast nefndur. Sem lítill sólargeisli kom hannsorg bit.inni móður til huggunar, eins og móðurkveðjan ber með sjer: „Á raunasárri sorgarstundu Guð sendi þig að hugga mig“. Á skírnardegi sínum hlaut hann nafn föður síns. Það kom brátt í ljós, að Gest- ur litli yrði þjóð sinni nýtur sonur, ef honum entist líf og heilsa. Sem barn var hann óvenju skýr og glöggur á marga hluti, — Ijúfur lítill vinur, sem allir tóku eftir og öllum þótti vænt um. Þegar Gestur stálpaðist var það sýnilegt, að hann yrði at- gjörvismaður, bæði til líkama og sálar. Hann var karlmannlegur vexti, fríður sýnum og var auðug- Á þessum skóla og framfara- tímum hefir gleymst að sjá nægi- lega fyrir verklegri kenslu kvenna hjer í Reykjavík. Samskólarnir eru notaðir bæði af körlum og konum, en Kvennaskóli Reykja- víkur, sem einn veitir konum verklega fræðslu, annar hvergi nærri þeirri þörf, sem er á slíkri kennslu, enda högum margra svo háttað, að þær geta ekki gengið í skóla heilan vetur, þótt þeim sje kleift að sækja skemmri nám- skeið. Þetta var Heimilisiðnaðar- fjelagi íslands ljóst, þegar það fyrir éitthvað sex árum byrjaði að starfrækja handavinnunám- skeið, þar sem ungum stúlkum var gefinn kostur á að læra að sauma ytri og innri fatnað á kon- ur og börn, sömuleiðis prjón og hekl, og auk þess var kent einn. dag í viku ýmislegt smávegis, sem ungar stúlkur hafa gaman að. Námslteið þessi stóðu í tvo mán- uði og var kent. 4—5 stundir á dag. Lögð var áhersla á að kenna það eitt, sem engin stiilka, hvorki rík nje fátæk, getur án verið, en það er að sauma og gera við föt sín og barna sinna. Þessari kenslu hjelt Heimilisiðnaðarfje- lagið uppi í þrjá vetur og notaði til þess nokkuð af styrk þeim, sem fjelagið hefir- frá Alþingi, en þá minkaði Alþingi svo styrkinn til fjelagsins, að það varð, sökum fjárskorts, að hætta við þessi námskeið, sem voru þó af öllum, sem til þeirra þektu, t.alin til mik- ils gagns. Þá byrjaði fjelagið að hafa ur af andlegum þrótti. Hann hafði ekki vanrækt góðu vöggugjaf- irnar, heldur báru þær fegurri blóm, eftir því sem vit og þekk- ings óx. Hann var stiltur og prúð- ur, þjettur í lund, en þó glaðvær í góðra drengja hópi og sem fyr hvers manns hugljúfi. Ijað leið öllum vel, sem voru í nærveru hans. Einlægnin og góður vilji áttu hjarta hans alt. Hann var settur til menta — fyrst í Flens- borgarskóla og síðar í Menta- skólann á Akureyri. Honum sótt- ist námið vel og lauk gagnfræða- prófi vorið 1930, með góðum vitn- isburði. Framtíðin virtist brosa við þess- um góða dreng og bjartar vonir vina hans, voru við hann bundnar. En vonimar þær áttu ekki að rætast. Þungbær veikindi sóttu hann heim, — dögum og vikum saman var barist, beðið og vonað — og svo kom stundin, — þessi stund, sem allra bíður, — hann var dáinn. Guðs vilji var hjer — sem ætíð — meiri og æðri vilja manns. — En minningin lifir — minningin um lítinn vin, sem fædd ist til að flytja birtu og yl inn í mannlífið, — og við þá minningu er nú indælt að orna sjer, — bæði margmæddri móður og öðr- um vinum. Gestur! Við vinir þínir sökn- nm þín, en vitum að þú hvarfst til æðra lífs — og við unnum þjer þess. Guð kærleikans blessi þjer framtíðarsporin. J. M. G. kvöldnámskeið, aðallega fyrir hús- mæðup, en fjöldi af ungum stúlk- um hefir líka notið þar tilsagnar. Hafa þessi námskeið staðið í 20 kvöld og' verið kent í 2*/^ tíma á. kvöldi. Kenslugjald hefir verið 5 kr., og hefir fjelaginu verið kleift að hafa kensluna svo ódýra sökum þess, að bæjarstjórn Reykjavíkur hefir frá býrjun kvöldnámskeiðanna lánað ókeyp- is húsnæði með ljósi, liita og áhöldum, og auk þess veitt fje- laginu nokkurn. fjárstyrk í þessu skyni síðastliðið ár. Erum við, sem að þessu höfum unnið, sjer- lega þakklát fyrir liina miklu velvild og góða skilning, sem við höfum frá fyrstu átt að mæta hjá bæjarfulltrúunum, jafnt af öll- um flokkum. Ósk Heimilisiðnaðarfjelagsins hefir verið síi, að geta fengið til mnráða liúsnæði allan daginn, svo að við gætum hagað störfum okk- ar eins og við ætlum, að komi að sem mestu gagni, en fátækt okk- ar hefir hamlað því, að við getum upp á eigin spýtur leigt húsnæði. En nú fáum við, fyrir atbeina bæjarstjórnarinnar, ágæta stofu til umráða á efsta lofti í húsi Garðars Gíslasonar, og getum nú með tilstyrk ríkis og bæjarstjórn- ar, nnnið að áliugamálum okkar við svo stórbætt skilyrði, en á- hugamál okkar eru að kenna ungum stúlkum gagnlega vinnu og hjálpa húsmæðrum að sauma á sig og börn sín.. Hinn 20. okt. næstkomandi byrjum við á fyrstu námskeiðun- um, sem haldin verða í vetur og tökum þar með upp tveggja mán- aða námskeiðin, sem við urðum að leggja niður fyrir þrem ár- um. Ætlun okkar er, að sú kensla fyrir ungu stúlkurnar fari fram frá kl. 2—6 á hverjum virkum degi. Nokkurt kenslu- gjald verður tekið af þeim nem- endum, sem geta borgað ,en fá- tækar stúlkur fá ókeypis kenslu. Kvöldnámskeið með sama fyr- irkomulagi sem síðastliðinn vet- ur verða frá kl. 7y2—10 á kvöld- in og standa hvert um sig í 20 kvöld. Ætlast er til, að liöfð verði tvö námskeið fyrir jól. Byrja þau einnig 20. október. Jeg þakka öllum, sem stutt hafa þetta mál, og vona, að það verði öllum aðiljum til gagns og gleði. Guðrún Pjetursdóttir. Danður maður sprengir líkkistuna. Fyrir skömmu andaðist Júda- kaupmaður, Israel Schneidermann að nafni, í Varsjá. Hann var fimtugur að aldri. Læknar, sem skoðuðu líkið, gáfu það vottorð, að liann liefði dáið af lijartaslagi. Tveimur dögum seinna átti að grafa liann og var kistan og lík- fviydin komin í Júdakirkju. En alt í einu hrökk lokið af kistunni og hinn framliðni settist upp. Brá fólki svo við það að það leið yfir marga. Atburður þessi hefir vakið mikið umtal og furðu meðal lækna í Varsjá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.