Morgunblaðið - 08.10.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.1935, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 8. okt. 1935, 8 STffyntuiujac Munið fisksímann 1689 reynið viðskiftin. c Og Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Hvert sem þjer flytjið, þá verður samt altaf næst í Nýju Kiskbúðina, Laufásveg 37, sími 4052. Bálfarafjelag Islands. Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslun Sn*bjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00. Æfitillag kr. 25.00. — Gerist fjelagar. Standlampar og borðlampar hvergi ódýrari en í Hatta- & skermabúðinni, Austurstræti 8. Bókband og námskeið í bók- bandi. Er byrjuð aftur á bók- Þandí ihíhU. Héfí eins og að undanförnu námskeið í bók- bandi og gyllingu. Rósa Þor- leifsdóttir, Lækjargötu 6 B (gengið í gegnum Gleraugna- söluna). Prjónagarn, sjerlega fallegt, svefntreyjur og bækur til að prjóna eftir. Verslun Lilju Hjalta. Fíleraðir dúkar og Shantong dúkar, einnig handgerðir. Verslun Lilju Hjalta. Skermagrindur seljást fyrir hálfvirði í Hatta- & skerma- búðinni, Austurstræti 8. Rjúpur, með niðursettu verði, fást næstu daga í ísbiminum. Sími 3259. Skermar úr silki og perga- ment, afar ódýrir. Hatta- & skermabúðin, Austurstræti 8. i Fowwalan, Hafnarstræti 18, kaupir og sclur ýmiskonar hús- gcgn og lítið notaðan karl- mannafatnað. Sími 3927. Otto B. Amar löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 11. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft netum. Kenni börnum og unglingum, og les með skólafólki. Sigríður Eiríksdóttir, Þórsgötu 18. HCui&naz&L Hinn margeftirspurði augna-1 2 til 3 herbergja íbúð vantar brúnalitur kominn aftur. Hár- mann í fastri atvinnu. Upplýs- greiðslustofan Bergstaðastræti ingar í síma 3573. (Sigríður 36, sími 2458. Jónasdóttir) . Það dugði. Jesse Taylor frá Bellaire í Texas, var um daginn sottur í fangelsi fyrir svik. —• Nokkrum dögum síðar kom konan hans og bað grátandi um leyfi til að dvelja í fangelsinu með manni sínum. Lögreglustjórinn vildi ekki leyfa henni það. Frú Taylor gekk þá út á götuna og braut allar rúður sem til voru á pósthúsinu. Nú sitja hjónin bæði í sama klefa. Mikil upphæð. Framkvæmdar- stjórinn fyrir hljómleikahöllinni í London, Albert Hall, býst við að selja aðgöngumiða fyrir 500.000 sterlingspund í vetur, en hann hefir líka eitthvað upp á að bjóða fyrir þessa peninga, þar sem hann er búinn að ráða lista- menn, svo sem Grace Moore, Tauber, Kreisler og fleiri heims- þekt nöfn. — Jeg býst fastlega við þjer. Gústaf Svíakonungur fekk fyrir nokkrum dögum síðan brjef með eftirfarandi utanáskrift: „H. M. Gustav V.“, Hjer var auðsjáanlega ekkert um að villast. Konunguf skar upp brjefið, en varð ekki lítið undrandi, er hann sá hvað stóð í brjefinu: „Elskan mín! Jeg býst fastlega við þjer á Odenplani á mánudags- kvöld kl. 6. Vertu stundvís góði. Elsa“. K f I A $ R G L T t o E ii 0 B N F A s L R K U A R R Prófessor: Hve margar ferðir fór Cook umhverfis hnöttinn? — Þrjár. — Rjett- Og í hverri ferðinni dó hann? 508 Afsláttur 508 Nú gefum við helmings afslátt af öllum fyrirliggj- andi glerjum og umgjörðum. Til dæmis Celluloid um- gjarðir með gyltum eyrnagormum, sem hafa kostað kr- 13,25, eru nA seldar fyrir kr. 6,65 o. s. frv. Skoðið vöruif vorar og sp**rið helming krónunnar. Komið og notið tækifærið. n Gleraugnasalao, Lækjargotu 6 B. gegnt Amtmannsstíg. •-** Allir Reykvíkingar iesa augiýsingar Morgunblaðsins. fANGlNN FRA TOBOLSIL 55. „Hún kennir við skólann*', svaraði annar lög- ergluþjónninn. Hann var þar úr nágrenninu og þekti hana vel. „Hvað er langt síðan þjer háttuðuð**, spurði maðurinn frá Ogpu. „Jeg var als ekki háttuð**, svaraði hún þegar í stað. „Þið farið seint að hátta, hjer í sveitinni, þykir mjer, seinna en við í Moskva**, sagði hann tor- trygginn. „Maður þarf að læra mikið, þegar maður á að kenna öðrum. Þegar jeg get ekki sofið, les jeg oft langt fram eftir nóttu“. „Til klukkan eitt á næturnar?** Hann var hár og grannur, og leit á hana ógnandi svip. „Verið þjer ekki með nein látalæti. Þjer voruð með þess- um mönnum í kvöld!“ H.ún hristi höfuðið. „Þú þarna“, maðurinn sneri sjer að Rakov, „sagðir þú ekki, að þessi stúlka hefði komið til þín og viljað fá hjá þjer hesta?“ Rakov hneigði sig auðmjúklega. „Jú, herra minn, hesta og sleða“. „Hjer er enginn herra“, tók maðurinn fram í fyrir honum, og sneri sjer að stúlkunni. „Hvað seg- ið þjer við þessu, fjelagi?** „Hann segir ósatt, þessi gráðugi bóndi — hann segir ósatt í von um að fá borgun. Hann myndi geta slegið móður sína í rot fyrir eitt egg!“ sagði María Lou ákvöf. „Hí, hí, hí“, Rakov hló lymskuíega. „Jeg ætti að fara að skrökva — jeg — Rakov! Jeg, sem vitað er að læt alt ganga til Sovjet-ríkisins! Jeg er heiðarlegur maður!“ „Þú ert þjófóttur — og þú átt byrgðir af komi“, hjelt María Lou áfram, ásakandi rómi. de Richleau Iagði við hlustimar. Hann dáðist að kænskubragði Maríu Lou. „Það kemur þessu máli ekki við“, sagði Ogpu- maðurinn. „Við vitum, að þessir flóttamenn eru að reyna að fá hesta til þess að komast undan lögreglunni. Það er því all-undarlegt, að Rakov skuli einmitt áegja, að þjer hafið viljað fá hesta. Getið þjer gert grein fyrir því?“ „Rakov hefir heyrt það á skotspónum, að þessir menn vilji fá hesta, og Rakov er mjög gráðugur í peninga. Hann er þannig gerður, að hann gæti stolið hestum frá föður sínum, og svo sagt, að faðir sinn hefði selt þá, ef hann gæti grætt tíu kopega á því“. Bóndinn varð vonskulegur á svip. Hann gekk í áttina til hennar og reiddi hnefann til höggs. „Gættu þín“, hrópaði maðurinn frá Ogpu, og hrinti honum til hliðar. Síðan sneri hann sjer að Maríu Lou. „Þjer hafið ekki sannfært mig. Við vorum hjer fyrir nokkrum klukkustundum, hvar voruð þjer þá?“ „Niðri í þorpinu**, skrökvaði hún hortug. „Klukkan ellefu um kvöld?“ „Það var ekki orðið svo framorðið**. „Klukkan var að minsta kosti tíu. Hvar voruð þjer?“ „Hjá kunningjum mínum“. „Hún var hjá öðrum að biðja um hesta, áður en hún kom til mín“, hvæsti Rakov út úr sjer. „Jeg veit ekkert um flóttamennina, nje hesta þeirra,** mælti hún. „Viljið þið ekki hafa ykk- ur hjeðan í brott, svo að jeg geti komist til hvíld- ar“. — „Jú, þegar mjer finst tími til þess kominn**, svaraði Ogpu-maðurinn. „Við ætlum að gera hjer húsrannsókn**. Hann leit á eftir lögregluþjónunum, sem hurfu inn í svefnherbergið, og fór sjálfur að draga 4t skúffur og opna skápa. Rakov horfði á með illgirnislegu glotti. Lögregluþjónarnir komu aftur fram í stofuna. „Nitchivo**, sagði annar þeirra. „Við sáum ekkert grunsamlegt — og rúmið var óhreyft**. Ogpu-maðurinn benti upp á loft. „Hvað er þama uppi, fjelagi?*1 „Ekkert“, s^araði María Lou ákveðin. „Aðeins þakið“. „Við skulum athuga það nánar“. „Það er enginn stigi þangað upp. Við verðum. jafnan að gera við þakið uatn frá, þegar leKi kem- ur að því“. „Hvar hengið þjer laukinn á haustin**. „Jeg rækta ekki lauk. Allan lauk, sem jeg þarf,. kaupi jeg hjá Rakov, hann er ódýrari hjá honum en í kaupfjelögunum“. „Hún er ágæt, hún María Lou“, hvíslaði her- toginn, sem lá við hliðina á Rex upp á loftskörinni. „Já, hún á ekki sinn líka“, hvíslaði Rex. Hann hafði lært það mikið í rússneskri tungu, að hann skildi, hvað fram fór niðri. Bóndinn náfölnaði alt í einu. Þetta var hræði- leg ákæra, sem var borin á hann í áheyrn sendi- boða frá Ogpu. „Það er ekki satt“, mótmælti hann óttasleginn. „Jeg kaupi sjálfur í kaupfjelagi**. Hinn hávaxni maður leit á hann óblíður á svip.. „Þú færð að standa fyrir máli þínu síðar. Það er hermdarverk, að selja vörur lægra verði en kaup- fjelögin**. „En það er ekki satt“, kveinaði bóndinn og neri saman höndunum í örvæntingu. Konan mín og börnin borða mikið af lauk. En það sem af- gangs er, gef jeg Sovjet**. „Jeg ætla að líta nánara upp á loftið“, sagði Ogpu-maðurinn, og hvesti stálgrá augun á Maríu Lou. „Það vil jeg sjá, þó að jeg verði að rífa niður þakið til þess. Hver veit, nema þeir hafi falið sig þar“. „Leitið þá að þeim“, hrópaði hún hátt á frönsku, til þess að þeir gætu heyrt það upp. Svo bætti hún við á rússnesku: „Gerið það sem ykkur sýnist. Ríf- ið húsið niður, ef ykkur býður svo við að horfa — mjer stendur á sama, nú fer jeg að hátta'*. Hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.