Morgunblaðið - 12.10.1935, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.10.1935, Qupperneq 5
Langardaginn 12. okt. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 5 Markaðshorfur fyrir Faxafldasíld. Á1 i I Pontns Nlltson. IJTidanfarið hefir Morgunbl. Iheyrt það í viðræðum við marga lielstu síldarframleiðendur, hjer á landi, að þeir teldu Svía nokk urn, sem nú væri staddur hjer í Reykjavík, einhvern stærsta og um leið vinsælasta kaupanda íslenskar síldar. Maður þessi er Pontus Nilsson framkvæmdar- stjóri A. B. Islands Producter i Göteborg, og einn aðalhvata- maður að stofnun þess. F. h verslunarfjelags þessa, hefir hr. Pontus Nilsson keypt nálægt 20% af síldarframleiðslu ís- lendinga á yfirstandandi ári, og þar af 5 þús. tunnur af Faxaflóasíld. 1 gær átti tíðindamaður blaðsins tal við hr. Nilsson, í herbergi hans á Hótel Island, og spurði hann um álit hans á Faxaflóa síldinni og söluhorfur hennar. Fórust honum svo orð: — Hvað gæði síldarinnar . snertir, sem veiðist hjer nú, er hún ekki nærri eins góð og haustsíldin, er við eigum að venjast fyrir Norðurlandi. En þó hún gæti ekki jafnast á við Norðurlandssíldina, mun Faxa- flóasíldin mega teljast útgengi- leg markaðsvara, að minsta kosti þau árin, sem lítið er af norðtan síld. En að mínu áliti : getur aldrei verið að tala um mjög hátt verð á síldinni hjer syðra á venjulegum tíma; því að hið háa verð, sem maður verður að telja að sje nú á Faxaflóasíldinni orsakast ekki • eingöngu (af því, að síldveiðin brást* fyrir Norðurlandi í sum- ar, heldur og af því að und- anfarið hafa allar nauðsynja- vörur stigið á heimsmarkaðin- um, en óvíða þó jafnmikið og í Svíþjóð. — En mundi ekki, með ná- kvæmari flokkun, nokkuð af sumarsíldinni verða samkepnis- fær við norðan síldina? — Jú. Það sem jeg sagði um . gæði Faxaflóasíldarinnar, og samanburð hennar við haust- síld norðanlands, gildir aðeins um síldina saltaða á venjuleg- an hátt — þ. e. a. s. án að- greiningar, segir Pontus Nils- son. Ef síldarsaltendur vilja leggja vinnu og fje í nákvæm- ari flokkun Faxaflóasíldarinn- >ar, eins og hún hefir verið nú síðustu dagana, þá efast jeg ekki um, að hið besta af henni muni vera samkepnisfært, hvað gæði snertir, við bestu Norð- anlands síld — eða hvaða síld sem vera skal, t. d. hinat róm- uðu skosku síld. En til þess verður að framfylgja þeim kröfum, sem bestu markaðir setja um mjög nákvæma flokk- un. — En hvaða markaðir eru þá líklegastir fyrir þessa síld? — Sje síldin aðgreind eftir óskum k,aupenda, tel jeg eng- an efa á, að hún geti selst á aila markaði, sem íslensk síld hefir haft, undanfarin ár — , <og sumar stærðir síldarinnar hjer munu jafnvel ná því að kallast úrvalssíld. En jeg vil undirstryka það álit mitt, að af því, hvað síld- in hjeðan úr Faxaflóa v,ar upp- haflega mjög ljeleg vara, hef- ir hún fengið á sig slæmt orð, að minsta kosti í Svíþjóð og Danmörku, þó ættu menn að vera varkárir með framleiðsl- una, bæði hyað snertir vöru- vöndun og eins að íþyngja ekki markaðinum með offram- leiðslu. — Álítið þjer, að Norðmenn muni senda nokkra síld á sænska markaðinn, sem geti orsakað verðfall á Faxaflóa- síldinni? — Já. Hin svokallaða „sló- feitsíld“, sem er mjög lík á stærð og mikið af þeirri síld, sem veiðist hjer nú, kemur venjulega á sænska markaðinn seint í desember eða fyrst í j,anúar, og getur fitumagn hennar verið 16—18%, og í fyrra var verð hennar komið í sænska höfn, fyrir velfylta tunnu, 12 kr. sænskar. Og þó gert sje ráð fyrir nokkru hærra verði, á þessari síld nú, þá liggur það í augum uppi, að þegar hún kemur á mark- aðinn orsakar hún verðfall á Faxaflóasíldinni, og það því fremur, sem margir síldarinn- flytjendur, er keyptu norska ,,slófeitsíld“ í fyrra, vegna þess hvað síldartegund þessi líkaði þá vel, ákváðu þegar snemma í sumar að kaupa tölu- vert af þessari ódýru vöru. Því Pontus Nilsson, við stýrið á Bremen. er það skiljanlegt, að ýmsir síldarinnflytjendur í Svíþjóð, og þá einkum niðursuðuverk- smiðjurnar, hafa nú upp á síð- kastið dregið sig í hlje með innkaup á síld hjeðan. En eins og jeg benti fyr á, er það ein- dregin skoðun mín, að ef síld- arsaltendur hjer við Faxaflóa vilja aðgreina síldina nægilega, eins og þeir geta, þá þurfi þeir ekki mjög að óttast, að þeir fái ekki sæmilegt verð fyrir framleiðslu sína. — Verður aðgreiningin þá ekki of dýr fyrir framleiðend- urna, þannig, að of mikið gangi úr síldinni? — Nei, — það er af og frá segir Nilsson. Jeg get búist við að um 34% muni ganga úr, sem íjeleg vara, en þau 66%, sem þá eru eftir, aðgreind og verkuð á rjettan hátt, er jeg sannfærður um, að yrði seljan- leg fyrir það hátt verð, að að- greiningin muni margborga sig fyrir framleiðendurna sjálfa. arnir, sem stjórna stríðinu i Afríku. Sjómannastofan opnuð að nýju hjer í bænum. Nýlega var opnuð að nýju sjómannastofa fyrir íslenska sjó- menn lijer í Reykjavík. í ágústmánuði 1923 var fyrst opnuð lestrarstofa fyrir sjómenn hjer í bænum. Þá var kristilegt sjómanna starf flestum íslend- ingum lítið kunnugt. Þó hafði sjómannatrúboðið norska, um nokknr ár, haft slíka Starfsemi meðal norskra sjómanna á Siglu- firði um síldveiðitímann, og höfðu reist þar myndarlegt heimili, þar sem íslenskum sjómönnum stóðu líka opnar dyr. Ýmsir íslenskir farmenn höfðu kynst kristulegu sjómannastarfi í erlendum hafnar bæjum og Sumir þeirra hlotið mikla blessun af, enda er kristið sjómannastarf mjög útbreytt og vinsælt meðal allra nágranna- þjóða okkar. Tæplega mun finn- ast á Norðurlöndum svo lítill hafn arbær, að ekki sje þar opin ein eða fleiri lestrastofur fyrir sjó- menn og í mörgum stærri bæjum eru éitt eða fleiri sjómannaheim- ili, þar sem sjómönnum gefst kostur á blessunarríkum næði- stundum. Þar sem þeir geta feng- ið hvíld eftir volkið og ónæðið á öldum hafsins. Á sjómannastofum og sjómanna heimilum eiga sjómennirnir að geta vérið sem heima. Þangað láta þeir senda sjer brjefin heim- an að, þaðan skrifa þeir heim. Þar lesa þeir blöð, bækur og tíma- rit, ef tími vinst til. Þar fá ókunn ugir sjómenn alla nauðsynlega að- hlynningu, leiðbeiningar og hjálp í tímanlegum og andlegum efn- um. Sjómannastofan sem byrjaði hjer 1923, hefir verið á ýmsum stöðum hjer við höfnina og starf- aði mikinn hluta ársins í tíu ár samfleitt. Margir höfðu góðan skilning á þessu starfi og rjettu því hjálparhönd, enda var það að mestu rekið með frjálsum gjöfum og samskotum, eins og títt er með slíka starfsemi erlendis. — Margir gestir sóttu sjómannastof- una í þessi ár og margir fengu þar tímanlega og andlega bless- un. Margir útlendingar fengu leiðbeningar, og næðistundir á þessari stofu, enda notfærðu þeir sjer hana hlutfallslega betur en íslenskir sjómenn. Af þessu mun sá misskilningur hafa komið upp, að sjómannastofan væri einkum fyrir útlendinga. En sjómanna- stofan var og á að vera bæði fyrir íslenska og erlenda sjómenn. Alla 1 Afríku eru fimm hershöfðingj- ar, sem stjórna her ítala þar. Hers höfðingjarnir eru: Emilo de Bono, Melchiade Gabba, Alesandro Birali, Rodolfo Granziani og At'fillio Teruzzi. ítalir eru orðnir vanir að berj- ast í heitari löndum og þessir ménn, sem Mussolini hefir valið til að stjórn stríðinu þar eystra, eru engir viðvaningar, og þeir þekkja vel alla staðháttu í Abyssiníu. Hjer fer á eftir stutt lýsing á þessnm fimm hershöfðingjum. Emilio de Bono. er yfistjórnandi alls hersins í Austur-Afríku. Hann er 69 ára að aldri og grár fyrir hærum. De Bono er harður í horn að taka ef því er að skifta, en getur þess utan verið fjörugur og gert að gamni sínu. Mussolini og de Bono hittust fyrst er II Duce var óbreyttur her maður. Síðan urðu þeir mestu mátar, og hefir hershöfðinginn jafnan verið í ráðum með Musso- lini, þegar um hermál hefir verið að ræða. Um tíma var de Bono lögreglustjóri og síðan lands- stjóri í Tripolis. 1929 varð hann nýlendumálaráðherra. Hann er vanur nýlendustríði frá Lybiu og þekkir nýtísku stríðshætti úr heimsstyrjöldinni. Melchiade Gabba komst fljótt í virðingarstöðu inn- an hersins. Hann er nú 61 árs gamall. Hann fekk mörg heiðurs- mérki fyrir hreysti í heimstyrj- öldinni. Árið 1911 varð hann yfir- foringi í Eritreu. í heimsstyrjöldinni særðist hana en samt helt hann áfram að stjórna herdeild sinni, þótt hann : þyrfti daglega að mæta hjá lækni i til að láta athuga sár sín. Gabba tók þátt í bardögunúi* við Piave og Isonso. i Alesandro Birali er enn á unga aldri. Hann er þektur fyrir að vera fljótur að ákveða sig og það sem hann hefir einu sinni sagt, stendur óhagg- anlegt, en er þó rjettsýnn. HaH» þekkir manna best blökkumenn, alla siðu þeirra og skapferli. Birali er yfirmaður blökku- mannahersveita ítala í Eritreu Og Somalilandi. Rodolfo Granziani er 53 ára að aldri. Hann er lands- stjóri í Italska Somalilandi. Allir Arabar og Abyssiníumenn þekkja hann undir nafninu „refsivöndnr Tripolis“. Það var hann sem stjóm aði hinu áhættusama stríði í Tri- polis 1929. Eftir það slíðraði hann sverð sitt um stund óg seti- ist að í Trípolis til að sýna frata á hvernig stjórna á nýlendnm. ' I Attielio Teruzzi, stjórnar svartskyrtuhermönnun- um. Hann fæddist í Milano fyrir 52 árum síðan. Hann tók þátt í stríðinu í Lybíu. Teruzzi tók einnig þátt í heims- styrjöldinni og gat sjer mikinn orðstí, sém stórskotaliðskaptein. Hann var einn af þeim, sefli ótrauðast fylgdu Mussolini í fas- istahreyfingunni. Árið 1921 varð hann ritari Fasistaflokksins 0Í? þrem árum seinna ritari í utan- rikisráðuneytinu. sem vilja þiggja hjálp hennar og leiðbeiningar. Þegar kreppan skall yfir, virt- ist svo sem hún bitna hvað mest á sjómannastofustarfinu og í stað þess, sem það hefði átt, að auk- ast og geta fært út kvíarnar, og eflt starfsemi sína til blessunar landi og lýð, barðist það mjög í bökkum fjárliagslega, þar sem til- lög margra minkuðu og hættu. Þessi fjárhagsvandræði ollu því að leggja varð starfsemina niður að mestu. Tvö síðastliðin ár hefir hjer í Rvík, aðeins verið opin sjómannastofa tvo til þrjá mán- uði á vetrarvertíðinni og það aðallega fyrir færeyska sjómenn, sem stundað hafa fiskiveiðar hjer við land. Þessi ár hefir færeyskur maður annast starfið og þó, að það liafi einnig verið opið ís- lenskum sjómönnum, hafa flestir þeirra einhvernveginn fundið sig þar sem útlendinga. Margir sjómenn og aðrir, hafa saknað þess mjög, að íslenskt sjó- mannastofustarf, á kristilegum grundvelli skyldi hafa þurft að leggjast niður, vegna fjárhags- örðugleika. Og eftir því sem bær- inn stækkar, er þetta á allan hátt tilfinnanlegra. Þess vegna hefir forstöðunefnd sjómannastofunnar, sem í öll þessi ár hefir barist fyrir auknu sjó- mannastofustarfi hjer á landi, á ný hafist handa og opnað sjó- mannastofu á Norðurstíg 4, sem fyrst og fremst er æfluð íslensk- um sjómönnum, en jafnframt opin erlendum fiskimönnum og sjófar- endum, sem hingað koma og vilja njóta aðstoðar stofunnar á ein- hvem hátt. Herbergin eru björt, hlý og rúm góð, þar fást blöð og bækur til lesturs ókeypis. Brjefsefni fást keypt mjög ódýrt, og gott næði verður til að skrifa brjefin. Matur og kaffi verður fáanlegt með lægsta verði. Allir eru vel- komnir. Mörgum mun þetta fagnaðar- efni og við biðjum Drottinn að blessa með nærveru sinni hina nýju sjómannastofu hjer og alla gesti hennar, og þá sem styðja starfið með gjöfum sínum. Yænst er þess að gamlir vinir starfsins rjetti henni að nýju hjálparhönd. Óskað er eftir að blaðaútgefend ur sendi stofunni blöð sín endur- gjaldslaust. Eins eru bókagjafir og annað, sem að gagni mætti verða starfseminni, með þakklæti þegið. Munið sjómannastofuna, Norður stíg 4. Sig. Guðmundsson. Síldveiðin. Akranesbátar lögðu á land í gær, Ver 54 tunnur síld- ar, Höfrungur 109, Reynir 15, Skírnir 32, Kjartan 65, Sjöfn 66, Víkingur lagði á land í Sandgerði 40 til 50 tunnur. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.