Morgunblaðið - 12.10.1935, Page 6

Morgunblaðið - 12.10.1935, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Refsiaðgerðir gegn Ifalíu eru byrjaðar. FraMh. af 2. síðu. ffip/ u íjlJIÖÍÍ x'/' ' Frakkar andæfa Bretum. PertináX; ntanríkismálasjer- fræðingur franska stórblaðsins Echo de París skrifar að Bretar leggi kapp á að lagt verði blátt bann á öll innkaup í Italíu. Italir muni þá komast í gjald- t* eyrisþröng og vöruflutn- ingar til Italíu muni þann- ig stöðvast. Um leið muni síður gœta áhrifa þess, að Áusturríkismenn, Ungverj- ar og Albanir taki ekki þátt í refsiaðgerðum. Frakkár Teggja á móti þess- ari uppástun^u. Bretar byrjuðu refslaðgerðlr í ' '!0 ^ærkvöld! Bretar byrjuðu refsiaðgerðirn- ar gegn ítölum í gærkvöldi. Enska útvarpið B. B. C. neitaði tilmælum sem því barst um það, að endur- varpa viðtali við fulltrúa Itala, Aloisi barón til Bandaríkjanna. Páll. Albanir eru hræddir við óvinátfu ítala. London 11. okt. FÚ. Fundur Þjóðabandalagsins í dag kl. 12.30 hófst við óvenju litla eftirvæntingu, eins og vænta mátti eftir atburði þá, öfehi gerst höfðu í gær. Fyrstur tók til máls fulltrúi Albaníu, sem lýsti yfir því, að Albanía væri andvíg því, að refsiaðgerðum væri beitt gegn Ítalíu, iægju til þess þau rök, að stjórnmálasamband og vin- átta væri milli þessara tveggja ríkja. T; BENES SVARAR ALOJSI I NAFNI 50 ÞJÓÐA « Þá máls dr. Benes, forseti Þjóðabandalagsins, og svaraði hann ýmsum ásökunum, sem^Aloisi^arón hafði borið fram gegn Þjóðabandalaginu í ræðu' sftiiíi ’í gær. Hann sagði, að Þjóðabanda- lagið hefði rannsakað nákvæm- lega þau skjöl, sem ítalía hefði lagt fram, og athugað gaum- gæfilega umkvörtunarefnihenn- ar. , Árangurinn af þessu væri sá, að fulltrúar 50 þjóða hefðu fallist á skýrslu sex manna nefndarinnar. Dr. Benes lauk ræðu sinni með hvatningu til allra við- staddra um að gera hið bráð- asta þær ráðstafanir, sem nægðu til þess, að koma á friði á ný. ALOISI FARINN AF STAÐ TIL RÓM Að því bánu var þingi Þjóða- bandalagsins frestað. Aloisibar- ón var viðstaddur allan fund- inn, en lagði af stað til Róma- borgar þegar eftir að honum var lokið. R e f s i a ðgerðanefnd- in tekur til starfa í nefnd þeirri, sem skipuð hefir verið til þess, að samræma refsiaðgerðirnar-^Skti það at- hygli, að fulltr.úar Austurríkis og Ungverjalands voru við- staddir. Fulltrúi Portúgals var kosinn formaður í nefndinni. I 16 manna undirnefndina hlutu kosningu fulltrúar Bret- lands, Frakklands, Rússlands, Póllands, Spánar, Suður-Afríku, Argentínu, Belgíu, Canada, Rú- meníu, Grikklands, Sviss, Hol- lands, Tyrklands, Jugóslafíu og Portúgal. Breskir íhaldsmenn vilja fyrir hvern mun forðast ófrið. London 11. okt. FÚ Þingmenn úr íhaldsflokknum breska úr báðum deildum, sam- þyktu á fundi sem þeir áttu með sjer í dag í Constitutional Club, í London, að skora stjómina, að beita engum þeim refsiaðgerðum gegn Italíu, sem líklegar væru til þess að leiða til ófriðar. Astralía fylgir Bret- um af lieilum liug. Verkamannaflokkurinn á þingi Ástralíu bar fram tillögu um það, að Ástralía skyldi vera hlutlaus að því ér snerti refsi- aðgerðir gegn Italíu. Tillagan kom til atkvæða í dag, og var feld með 27 atkv. gegn 21. Að lokinni atkvæðagreiðsl- unni lýsti forsætisráðherra yfir því, að Bretland myndi ekki taka neina þá ákvörðun í þessu máli, sem Ástralía gæti ekki fylgt af heilum hug. Hiller ætlar ekkfl afll l^ka Memel. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Danska blaðið „PoIitiken“ telur að orðrómurinn um það, að Hitler ætli að innlima Mem- elhjeraðið í þýska ríkið, sje rangur. En Hitler muni aftur á móti krefjast þess að Lithauar virði og haldi í heiðri sjálfstjóm Memelbúa. Lithauar verða að viðurkenna þá stjóm Memelhjeraðsins, sem nýtur trausts þingsins, sem ný- lega var kosið. En þar eiga nazistar marg- faldan meirihluta. Páll. Laugardaginn 12. okt. 1935. Þingsetningu í Eng- landi hraðað um eina viku vegna stríðsins. London 11. okt. Tilkynt hefir verið opinber- lega, að breska þingið komi saman þ. 22. október, eða viku fyr en ráð hafði verið fyrir gert með það fyrir augum, að ræða hin stórpólitísku alþjóðavanda- mál, sem nú eru á döfinni, að- allega þau, sem varða deilur ítala og Abyssiníumanna og ó- friðinn í Austur-Afríku. (UP— FB). Englendingar auka iýsisframleiðslu sína. Kaupmannahöfn 10. okt. F.Ú. Norska blaðið Norges Handels og Sjöfarstidning skýrir frá því í dag, að verið sje að koma upp í Hull nýrri lýsisbræðslu- stöð, sem geti framleitt 80 þúsund tunnur, sem er margfalt á við neýslu Englendinga. Hafi þeir undanfarið framleitt um 50 þúsund tunnur, og selt nokkuð af því lýsi til Ameríku og Ástralíu. Norskí lýsismark- aðurinn í Englandi er álitinn að verulegu leyti tapaður. Norðmenn leflla afll lýsflsmarli* afllfl i Kina. Khöfn 11. okt. FÚ. í Noregi er nú hafin mikil starfsemi til þess að finna mark- aði fyrir norskt meðalalýsi. — Hefir sjerstakur erindreki ver- ið sendur í þeim erindum til Kína. Fiskútflytjendur í New Foundland undir- bjóða á Porugals- markaðinum. Kaupm.höfn í gær. (F.Ú.). Erindreki norskra saltfiskút- flytjenda í Oporto hefir gefið skýrslu um það, að í sex mánuði hafi Norð- menn ekki getað selt salt- fisk í Oporto þrátt fyrir þar um gerða samninga, vegna undirboðs af hálfu íslendinga. Hann skýrir einnig frá því, að saltfiskútflytjendur í New- foundlandi sjeu nú einnig tekn- ir að selja fisk í Oporto, með verðlagi, sem sje langt undir íví, sem norskir útflytjendur geti staðist. Stefán Th. Jónsson konsúll ijölugur. Stefán Th. Jónsson, konsúll á sjötugsafmæli í dag. Hann var um langt skeið athafnamesti mað- ur í Seyðisfjarðarkaupstað. Hann rak stærstu verslunina á Austur- landi og hafði viðskifti jafnt til sjávar og sveita. Jöfnum hönd- um rak hann útgerð í stórum stíl. Hann tók öflugan þátt í stjóm bæjarins og var áhrifa- maður í stjórnmálum. Fyrir nokkrum árum varð Stefán fyrir þungum áföllum. At- vinnurekstur hans stöðvaðist og var ekki trútt um að sumir góð- gjarnir náungar hlökkuðu yfir því. Samtímis varð hann fyrir hinum þungbærasta ástvinamissi. Margir óttuðust að þrek hans mundi bila við þessar raunir. En Stefán sýndi þá, sem endranær, að í honum býr ósvikin karlmans- lund og kjarkur. Stefán Jónsson hefir alla dagá verið hinn vinsælasti maður, enda hjálpfús maður með afbrigðum og drengur hinn besti. Hinir fjölmörgu vinir hans fjær og nær færa honum hug- heilustu óskir á sjötugsafmælinu. • •• ”• • • Okubððull. Hr. ritstjóri. Jeg vil hjer með þakka yður kærl. fyrir greinina, sem nýlega birtist í blaði yðar með fyrir- sögninni „Ökuníðingar“. Jeg er bara ekki allskostar ánægður með þetta nafn. Mjer finst „Öku- böðulT1 láta fult eins vel í munni og gefa alveg eins ákveðna lýs- ingu á þeim þokkapiltum, sem greinin fjallar um. Vegfarandi. Útflutningsgjald af beinum. En þá komu Norðmenn og hækk uðu verðið næsta ár um meira en helming. Ef nu tekst að koma beinunum svo niður aftur, verkar þetta háa útfíútningsgjald þannig, að eng- um okkar dettur í hug að hirða bein, því að hirða og þurka þau kostar um kr. 30.00. Þetta háa útflutningsgjald er aðeins skattur frá okkur sjómönn- um til hinna svokölluðu innlendu okurkvarna, sem sumar eru að miklu leyti eign útlendinga. Það væri miklu nær og okkur betra, að Norðmenn fengju öll beinin, því að þá seldist mjölið til Þýskalands sem norsk framleiðsla, og gætum við þá flutt í þeirrá stað aðrar afurðir þangað, og mjög líklegt. að Norðmenn geti fengið hærra verð en við í Þýskalandi, því þar hafa þeir betri aðstöðu, vegna betri verslunarjafnaðar. Það er vonandi að Alþingi, sem nú situr, bæti fyrir fyrri mis- gjörðir með því að lækka útflutn- ingsgjald af beinum, svo það verði eins og af öðrum sjávarafurðum. Sjómaður. Norska verslunarmálaráðu- neytið hefir ákveðið að gefa fiskimönnum eftir það, sem ó- goldið er af veiðafæralánum frá árunum 1932—35. Lánin voru upprunalega 4 miljónir króna, en aðeins 14 þúsundir hafa ver- ið greiddar aftur. Jeg var mjer til dægrastytting- ar að lesa umræður síðasta Al- þingis um útflutningsgjald. Er jeg, eins og allir sjómenn, þakk- látur þiiiginu fyrir þá sjálfsögðu breytingu, að færa útflutningjald ,af síld í samræmi við aðrar fisk- afurðir. Én ■ sú dæmafáa slysni henti þetta sama þing, að leggja 30 kr. útflutningsgjald á hvert tonn af hertum beinum, sem varð til þess, að taka % hluta af öllum beinaafla okkar sjómanna. Því er haldið fram, að þetta sje gert til að auka atvinnu í landinu. En með þeim rökum er alveg óskiljanleg framkoma þingsins, þar sem í umræðunum er upplýst, að vinnulaun við að mala tonnið sje um 10 kr. hjer, en í Noregi um það bil helmingi minna. Þá fer að verða óskiljanleg hagfræði þingsins, þegar það tekur 30 kr. af atvinnu okkar, til að gefa 10 úl Göteborgar frá Vest- Dagbók. Veðrið (föstud. kl. 17): í dag- hefir verið hægviðri og bjartviðri um alt land þangað til með kvöldinu að gekk til hægrar S- áttar með regni á SV-landi.. Grunn lægð vestur af Snæfells- nesi veldur S-áttinni, en hún mun vera á hægri hreyfingu norð- austur eftir og því útlit fyrir SV-átt innan skamms. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Skúrir. Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Frið- rik Hallgrímsson. í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. I Hafnarf jarðarkirkju kl. 2,, síra Garðar Þorsteinsson. Æfintýri á gönguför. Vegna þess að fjöldi fólks varð frá að hverfa seinast þegar „Æfintýrí á gönguför var leikið, verður leik- urinn sýndur á morgun í allra seinasta sinn, því í næstu viku byrja sýningar á „Skugga-SveiniV Verð aðgöngumiða er jafn lágt og síðast og má því búast við fullu húsi í Iðnó annað kvöld. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Val- gerður Tómasdóttir, Tómassonar forstjóra Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson, og Bjarni Bene- diktsson prófessor. Kvöldskemtun með dansi held- ur Verkakvennafjelagið Fram- sókn í Iðnó í kvöld, til ágóða fyr- ir sjúkrasjóð sinn. Til skemtun- ar verður kórsöngúr, Karlakór Alþýðu, eftirhermur og loks dans. Eimskip. Gullfoss kom til Leith nótt. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss fór til London í gær- kvöldi kl. 10. Dettifoss fór frá ísafirði í gær um hádegi á leið til Siglufjarðar. Lagarfoss var á Blönduósi í gær. Selfoss er á kr. atvinnu við að mala tonnið hjer, sem við hefðum getað fengið ið gert í Noregi fyrir helmingi minna. Það er ekki langt síðan, að inn- léndu beinakvarnirnar gáfu okkur aðeins kr. 65.00 fyrir beina tonnið. Hafnarfirði. mannaeyjum. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Sól- veig Kristjánsdóttir frá Dýra- firði og Sigurður Guðmundsson, óðalsbóndi, Landeyjum. Nova kom í gærkvöldi frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.