Morgunblaðið - 06.11.1935, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.11.1935, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 6. nóv. 1935, Ctget.: H.f. Ár/akur. Keykjavlli Rltstjórar: J6n K'jartansson, Vallýr Stefánsson. Ritstjórn og afgrelösla: Ansturstrœtl 8. — Sírai 1600 Á* <lýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsingaskrlfstofa: Au turstræti 17. — Síml 8700. Heimastmar: '!... .vjartansson, nr. 3742. yaltýr Stefánsson, nr. 4220. Árni óla, nr. 3»45. E. Hafberg, nr. ÍJ770. Áskriftagjald: kr. 3.0u á mánutU. í lausasölu: 10 aura elntakiO. 20 aurf me6 LesbÖk 150000 Þegar Alþingi 1934 samþykti lög um sölu mjólkur og rjóma, töldu Sjálfstæðismenn ótryggi- lega gengið frá stjórn Mjólkur- samsölunnar. En að öðru leyti voru lögin þannig úr garði gerð að gildi þeirra valt á fram- kvæmdinni. Er komið var fram á þing- tímann í vor sem leið, var kom- ið í ljós að framkvæmd laganna fór mjög illa úr hendi, en það stafaði fyrst og fremst af því, að meirihluti mjólkursölunefnd- ar ljet pólitíska hagsmuni sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum bænda, sem nefndinni bar að gæta. 'Sjálfst'æðismenn báru því fram bneytingu við lögin, sem áskjldi framleiðendum einum allan unjráðarjett þessara mála. En» Eramsóknarmenn reyndust ,svq auðsveipir herrum sínum, spsíalis^im, að þeir hindruðu framgang málsins. 1 vór tókst svo að koma á, utan þings, fyrir frum- kvæði og atþeina Ólafs Thors og Eyjólfs Jóhannssonar, sam- komulagi um að Mjólkurbanda- lagi Suðurlands yrði falin stjórn Samsölunnar. Og skipaði síðan landbúnaðarráðherra, samkv. tillögum þess, þá Eyjólf Jó- hannsson og Egil Thorarensen til þess að stjórna Samsölunni. Hin stórfelda umbótatillaga, sem nú liggur fyrir, er beinn ávöxtur af starfi Eyjólfs Jó- hannssonar í stjórn Mjólkur- samsölunnar. Það er augljóst mál, að Al- þýðuflokkurinn hefir tilhneig- ingu til að beita sjer gegn þess- um umbótum bændum til handa. Hitt verður að telja ör- ugt, að Framsóknarflokkurinn sýni ekki þá óskammfeilni, að halda áfram að gefa 2% eyris af hverjum mjólkurlítra úr -vasa bænda í flokkssjóð Al- þýðuflokksins og til annara pólitískra þarfa, eða um 150 þús. kr. á ári. Þetta er fyrsti stórviðburður- inn síðan samsalan tók til starfa,, fyrsta skýlausa sönnun fyrir þeirri ránsferð, sem hafin var á hendur bændum síðastlið- ið ár og jafnframt árangur þess, að hæfur maður tók forystuna. Sönnunin er góð og gild, 150 þús. kr. á ári, sem tekin hefir verið af bændum og nú á að fá þeim aftur. Takist það, eru að nýju skapaðir þeir möguleikar fyrir farsælum árangri af mjólk ursamsölunni, sem bændur hafa einblínt á, og Sjálfstæðisflokk- urinn barist fyrir. Lansn f mjólkurmálinn! Dreifingarkostnað mjólkurinnar er hægt að lækka úr 6 auruin, eins og hann er nú I Samsölunni ð 3*1* eyri á liira. Mjólkurf jelag Reykjavíkur býðst til að flytja | að taka að sér skrifstofuhald Samsölunnar fyrir mjólkina út um bæinn í mjólkurbúðirnar, frá | 1/3 eyri á lítra. mjólkurstöð, fyrir 1 eyri á lítra. J Bakarameistarafjelag Reykjavíkur býðst til að Mjólkurf jelag Reykjavíkur býðst ennfremur til 1 selja alla mjólkina fyrir 2 aura á lítra. Með þessu móti er hægl að fullnægja krðfum framleiðenda um hækkaða ótborgun fyrir mjólkina, ðn bess að útsöluverð hækkl. Fremur hljótt hefir verið um mjólkurmálið upp á síð- kastið. Það hefir þó ekki mátt skilja svo, sem þar hafi ekk- ert verið aðhafst . Eins og mönnum er kunnugt, var breýtt um stjórn Mjólkur- samsölunnar í vor. Fyrir eindregin tilmæli fram- leiðenda tók Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdarstjóri Mjólkurfje- lagsins að sjer að annast stjórn samsölunnar, ásamt Agli Thorar- ensen. > Síðan hann tók þetta að sjerj hefir hann unnið að því að athuga hvernig hægt væri að fá dreif- ingarkostnaðinn lækkaðan frá því sem hann er nú. Framan af reyndi hann að koma því svo fyrir, að kostnaður- i-nn fengist lækkaður, án þess verulegar hrevtingar yrðu gerð- ar á sölufyrirkomulaginu, f,rá því sem það er nú. En er fram liðu stundir komst hann að raun um að þetta myndi ókleift með núverandi stjórnar- tilhögun. Gagngerö breyting. En nú er málið komið á alveg nýjan^ rekspöl. Sí$an Mjólkursamsalan tók til starfa, hefir dreifingarkostnaður mjólkurinnar orðið hjer 6 aurar. SamkvÉemt reikningi Samsölunn- ar fyrsta ársfjórðunginn, var til- finnanlegt tap á sölunni, enda þótt dreifingarkostnaður væri reiknaður 6 aura á lítra. En síð- an hefir þetta breyst eitthvað- Þó teija menn Iíklegt að ársút- koma Mjólkursamsölunnar verði sú, að hún verði ekki ofhaldin af því að fá 6 aura fyrir sölu á hverjum lítra. En nú hafa Bakarameistarar hjer í bænum gert stjórn Mjólk- ursamsölunnar ákveðið tilboð. Þeir bjóðast til þess að taka til sölu alla mjólkina, sem Samsalan fær og taka tvo aura í sölulaun af lítra. Ennfremur hefir Mjólkurfje- lag Reykjavíkur gert stjórn Samsölunnar tilboð um það, að flytja mjólkina í mjólkurbúðir frá mjólkurstöðinni fyrir 1 eyri á lítra. Og. að lokum hefir Mjólkurfje- lag Reykjavíkur boðið Samsöl- unni, að taka að sjer alt skrif- stofuhald fyrir Samsöluna, og taka fyrir það % eýris af lítra. En þegar þessum tilboðum öll- um verður tekið, og mjólkursal- an verður rekin á þenna hátt hjer í bænum, þá verður það trygt, að dreifingarkostnaður mjólkurinn- ar lækkar úr 6 aurum á lítra og í 31/?, eyri. Sparnaðurinn verður 133-160 þús. kr. á ári. Alls er reiknað með að Samsal- an hafi 5—6 miljónir lítra af mjólk á ári. Með því að taka tilboðum þess- um, og spara þannig 2% eyri í dreifingarkostnað á lítra, spar- ast 133—160 þús. krónur á ári í dreifingarkostnaði. Síðastliðið ár hafa framleiðend- ur hjer í nágrenni Reykjavíkur fengið greidda 26 aura fyrir m j ól kurlítr ann. Þeir hafa gert kröfu um að fá útborgun á lítra hækkaða um 3 aura. Með því að taka ofangreindum tilboðum, sparast því nær sama upphæð í dreifingarkostnaði, og þarf til þess að hækka litborganir samkvæmt kröfum framleiðenda. Er ekki hægt að efast um, að tilboðum þessum verði tekið, og framleiðendur fái að njóta þess sparnaðar í dreifingarkostnaði, sem hjer um ræðir. Sparnaðurinn við dreifingar- kostnaðinn sem hjer kemur til greina nemur 70—80 krónum á ári á hvé'rja kýrnyt. Þetta er fyrsta uppbirtan. Blaðið átti tal við Eyjólf Jó- hannsson framkvæmdarstjóra í gær. Hann sagði m. a.: — Þegar jeg tók að mjer að fara í stjórn Samsölunnar í vor, ásamt Agli Thorarensen, var mjer það ljóst að hjer myndi verða við ýmsa erfiðleika að etja, m. a. af því, að hve grundvöllur sá, starfi mínu. Nú er hægt að lækka sem stjóm Samsölunnar er bygð- dreifingarkostnaðinn svo mikið, ur á, er losarale'gur. að véruleg bót er að, og fullnægja En nú fyrst sje jeg árangur af kröfum bænda í 'því éfni. Játningar Alþýðublaðs ins i utanrfkismálum. Það er eftirtektarvert, hvernig Alþýðubl. hefir Skift um tón í umræðum sínum um utanríkis- málin. Það er alveg sýnilegt, að ritstjóri blaðsins htefir féngið ráðningu fyrir það frumhlaup sitt, að taka undir rógskrif Jón- asar frá Hriflu í sambandi við Spánarsamningana. Nú leggur blaðið rjettilega á- herslu á það, hvað utanríkismál- in sjeu mikilvæg umfram öll önn- ur mál þjóðarinnar, hve pauðsyn- legt sje að góð samvinna sje um þessi mál milli allra þingflokka, hve sú samvinna hafi gengið á- kjósanlega að undanförnu, og hve þýðingarmikið hlutverk utan- ríkismálanéfnd liafi að inna í þéssú sambandi. En hitt virðist blaðið ekki skilja, að einmitt með því að leggja svona ríka áherslu á þessi atriði, kveður það upp dóminn yfir þeim, sem misnota aðstöðu sína í þessum efnum til árása á pólitíska andstæðinga, árása, sem eru þess eðlis, að þeir sem fyrir verða geta alls ekki svarað þeim, vegna þess að með því yrðu þeir að brjóta trúnað sinn við aðra þjóð. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi fram á, að slíkt framferði af hálfu utanríkisnefndarmanns, úti- lokaði alla nauðsynléga samvinnu um þessi mál. Þéss vegna krafð- ist flokkurinn þess, að utanríkis- málaráðherrann bætti fyrir af- glöp samherja síns. Þetta hefir ráðherrann ekki gert. 1 stað þess flutti blað ráðherrans sömu dylgj- urnar, jafnvel enn ákveðnari en áður. Þá var sýnt fram á það, að annaðhvort varð ráðherrann að bæta fyrir afbrotið, éðal láta, fram fara opinbera rjettarrann- sókn í málinu. Hvorugu þessu hefir ráðherrann svarað. En það er alveg tilgangslaust fyrir stjórnarílokkana að reyna að dylja kjarna málsins með málsskrafi og vaðji dag eftir dag. 011 þjóðin hefir fylgst með í þessu máli og krefst þess að stjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum. Katla var í ísafirði í gær og tók þar fisk fyrir Sölusamband- ið. Uppdráttur af ísafirði. Jón Hróbjartsson kennari hefir gefið ísafjarðarkaupstað stóran upp- drátt af bænum, eins og hann er nú. Eru þar sýnd öll mannvirki, stór og smá. Hávarður ísfirðingur kom til ísafjarðar í gærmorgun með sæmi legan afla. Fer hann bráðum á- leiðis til Erxglands. Smakv. einkaskeyti til Mbl. frá ísafirði). Framkvæmdarstjóra síldarverksmiðja ríkisins sagt upp starfi. Stjórn Sildarveríísmið j a ríkisins ákvað á fundi í gær að segja Jóni Gunnarssyni upp starfi hans sem fram- kvæmdarstjóra verksmiðj- anna og ráða Gísla Halldórs- son verkfræðing í hans stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.